Morgunblaðið - 05.03.2011, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 05.03.2011, Blaðsíða 27
FRÉTTIR 27Erlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 5. MARS 2011 Ný finnsk rann- sókn bendir til þess að sæðis- magn hafi minnk- að hjá karl- mönnum á síðustu árum en tíðni eistna- krabbameins hafi aukist. Vísinda- menn telja að þetta megi rekja til breytinga í umhverfinu, m.a. sterkra iðnaðarefna. Hópur finnskra karlmanna á aldr- inum 24-32 ára var rannsakaður þar sem áður hafði verið sýnt fram á að sæðismagn finnskra karlmanna var með því mesta í heiminum. Niður- staðan var sú að yngri mennirnir höfðu minna sæðismagn en þeir eldri. Samanburður við karla fædda 1950 leiddi í ljós að tíðni eistna- krabbameins var hærri hjá þeim sem voru fæddir í kringum 1980. Vísindamennirnir sem stóðu að rannsókninni sögðu að niðurstöður hennar sýndu fram á mikilvægi þess að grípa til forvarnaraðgerða. Þar sem allt benti til þess að breyting- arnar mætti rekja til þátta í um- hverfinu ætti að vera mögulegt að snúa þróuninni við. Sæðismagn hefur minnkað Sæðið á í vök að verjast. FRÉTTASKÝRING Bogi Þór Arason bogi@mbl.is „Við berjumst til sigurs eða dauða,“ segja uppreisnarmenn í austurhluta Líbíu og ljá ekki máls á viðræðum við Muammar Gaddafi nema hann fallist á að láta af völdum. „Við hættum ekki fyrr en við höfum frelsað allt landið,“ sagði Mustafa Ab- del Jalil, sem fer fyrir bráðabirgða- stjórn uppreisnarmanna í Benghazi, næststærstu borg Líbíu. Jalil var dómsmálaráðherra landsins en sagði af sér til að mótmæla árásum liðs- manna Gaddafis á óvopnaða mótmæl- endur þegar mótmælin gegn honum hófust fyrir hálfum mánuði. Sérfræðingar í málefnum Líbíu segja að erfitt sé að meta styrk upp- reisnarmannanna sem hafa náð nær öllum eystri helmingi landsins á sitt vald. Hermt er að margir hermenn í austurhlutanum hafi snúist á sveif með uppreisnarmönnunum en fréttirnar eru mjög óljósar. Ekki er vitað hversu margir liðhlauparnir eru, hversu margir hermenn biðu bana í átökunum eða flúðu til herstöðva vestan við yf- irráðasvæði uppreisnarmanna. Óljóst er einnig hversu öflug vopn þeir skildu eftir í austurhlutanum. Hermt er að herforingjar úr röðum liðhlaupanna fari nú fyrir um það bil 10.000 manna uppreisnarliði í austur- hlutanum. Flestir þeirra eru óþjálfaðir sjálfboðaliðar, að sögn fréttaveitunnar AFP. Fréttaskýrandi BBC, Kevin Conn- olly, segir að aðeins örfáir herir í heim- inum hafi bolmagn til að flytja svo fjöl- mennt lið yfir víðáttumiklar eyðimerkur Líbíu með öllum þeim búnaði sem uppreisnarmennirnir þurfa til að geta gert sér vonir um að ná höfuðborginni Tripolí á sitt vald. Það tæki mánuði að búa uppreisnar- liðið undir slíka sókn og kostnaðurinn yrði mjög mikill. Ættbálkarnir mikilvægir Ranj Alaaldin, sérfræðingur í mál- efnum Mið-Austurlanda, telur að örlög Muammars Gaddafis geti ráðist af af- stöðu áhrifamestu ættbálkahöfðingj- anna í Líbíu. Hann segir að Gaddafi hafi á síðustu áratugum sýnt mikil klókindi til að tryggja sér stuðning leiðtoga stærstu ættbálkanna og m.a. notað olíuauð landsins í þeim tilgangi. Gaddafi getur nú ekki lengur reitt sig á þennan stuðning því leiðtogar nokkurra ættbálka hafa snúist á sveif með uppreisnarmönnunum, þeirra á meðal höfðingjar tveggja stærstu ætt- bálkanna. Um milljón manna er í öðr- um þeirra, warfala, flestir þeirra í borgunum Bani Walid, Tripolí og Benghazi. Tæp milljón er í hinum ætt- bálkinum, þar af um 350.000 í höfuð- borginni. Nokkrir aðr- ir ættbálkar hafa snúið baki við Gaddafi, þeirra á meðal ættbálkur fyrrverandi innanríkisráð- herra Líbíu sem sagði af sér eftir að uppreisnin hófst og kvaðst hafa sann- anir fyrir því að einræðisherrann hefði fyrirskipað hryðjuverkið yfir skoska bænum Lockerbie árið 1988 þegar þota var sprengd í loft upp með þeim afleiðingum að 270 manns létu lífið. Annar ættbálkur á einu olíusvæðanna hefur hótað að stöðva olíuútflutning til Vesturlanda ef liðsmenn Gaddafis hætta ekki árásum á andstæðinga hans. Alaaldin segir í grein í The Tele- graph að mikilvægt sé að styðja þessa ættbálka, m.a. með því að sjá þeim fyr- ir vopnum og aðstoða þá við að skipu- leggja baráttuna gegn Gaddafi. Ætt- bálkaleiðtogarnir séu best til þess fallnir að koma í veg fyrir glundroða í landinu og sameina þjóðina í uppreisn- inni. Ættbálkar gætu ráðið úrslitum Reuters Leiðtoginn Mustafa Abdel Jalil, sem fer fyrir bráðabirgðastjórn uppreisnarmanna í Líbíu, tekur þátt í föstudags- bænum í bæ sem nefnist Beyda. Jalil var dómsmálaráðherra en sagði af sér til að mótmæla árásum á mótmælendur.  Gaddafi hefur misst stuðning áhrifamikilla ættbálkahöfðingja í Líbíu  Talið er að það geti tekið mánuði að undirbúa sókn uppreisnarmanna að höfuðborginni og flytja allan liðsaflann yfir eyðimörkina Heimild: IISS HER LÍBÍU 50.000 8.000 18.000 2.205 2 3 1.945 2.421 14 227 120 216+ 216 76.000 40.000 Skriðdrekar Kafbátar Herskip Brynvagnar Stórskotatæki Landher Sjóher Orrustuþotur/ Sprengjuflugvélar Þyrlur Þyrlur Loftvarnaflaugar Stórskota- vopn Lofther Loftvarnir Fjöldi hermanna fyrir uppreisnina Öryggissveitir Utanríkisráðherra Japans lét í ljósi miklar áhyggjur af vaxandi herút- gjöldum Kína eftir að skýrt var frá því í gær að þau yrðu aukin um 12,7% í ár. Li Xhaoxing, talsmaður kínverska þingsins, sagði að herútgjöldin á fjárhagsárinu 2011 myndu nema um 6% af heildarútgjöldum kínverska ríkisins. „Þetta er mjög hátt hlut- fall,“ sagði Seiji Maehara, utanríkis- ráðherra Japans. „Við getum ekki annað en velt því fyrir okkur hvernig allir þessir peningar eru notaðir. Við höfum miklar áhyggjur af málinu.“ Varnarmálaráðherra Indlands hefur einnig látið í ljósi áhyggjur af vaxandi hernaðarmætti Kína. Talsmaður kínverska þingsins sagði að herútgjöldin í Kína væru „tiltölulega lítil“ sem hlutfall af vergri landsframleiðslu miðað við önnur ríki heims. Herútgjöldin í Kína jukust um meira en 10% milli ára í mörg ár þar til á síðasta ári þegar þau jukust um 7,5%. Stjórnvöld í grannríkjunum, Bandaríkjunum og fleiri löndum hafa lengi haft áhyggjur af þessari þróun en Kínverjar segja að mark- miðið með auknum herútgjöldum sé aðeins að efla varnir landsins. Sérfræðingar í varnarmálum segja að útgjöld Kína séu í raun miklu meiri en sagt er í fjárlögum landsins. Willy Lam, varnarmálasér- fræðingur í Hong Kong, segir að herútgjöldin samkvæmt opinberu fjárlögunum séu í raun aðeins um þriðjungur eða helmingur af raun- verulegum herútgjöldum Kína. „Það að útgjöldin skuli nú aftur hækka um tveggja stafa tölu endurspeglar vax- andi mátt kínverska hersins,“ hafði fréttaveitan AFP eftir Lam. „Kín- verski herinn er að reyna að vinna upp forskot Bandaríkjanna og Rúss- lands.“ Taívanskir varnarmálasérfræð- ingar telja að meira en 1.600 eld- flaugum kínverska hersins sé miðað á Taívan. bogi@mbl.is Hafa áhyggjur af stórauknum her- útgjöldum Kína  Sögð eiga að aukast um 12,7% í ár 0$ 20$ 40$ 60$ 80$ 100$ Heimildir: Reuters, International Institute for Strategic Studies, globalsecurity.org, Alþjóðlega friðarrannsóknastofnunin í Stokkhólmi, Bandaríkjaher. * Talan nær ekki yfir milljón manna varalið kínverska hersins og 800.000 manna vopnað lögreglulið. ** Landherir Kína, Bandaríkjanna og Rússlands ráða einnig yfir orrustuþotum. *** Tölurnar um herskip í Kína og Rússlandi byggjast aðallega á mati sérfræðinga. HERÚTGJÖLD Í KÍNA SAMKVÆMT FJÁRLÖGUM í milljörðum dollara ‘00 ‘01 ‘02 ‘03 ‘04 ‘05 ‘06 ‘07 ‘08 ‘09 ‘10 ‘11 14,6 17 20 22,3 25 29,5 34,9 45 61,1 70,2 81 91,5 Kínversk herþota sem sést ekki á ratsjá 2011 Aukast um 12,7% Kína Rússland Bandaríkin 533,8 milljarðar $ 91,5ma. $ 61 ma. $ MIÐAÐ VIÐ ÖNNUR LÖND (byggist á tölum frá síðasta ári nema annað sé tekið fram) 2011 Bandaríkin 1,58 millj. Kína 2,3 millj.* Rússland 1,03 millj. HERMENNHERÚTGJÖLD Kína Bandaríkin Rússland Herflugvélar lofthers** Kafbátar Flug-móðurskip KjarnaoddarTundur- spillar FreigáturBeitiskip 400 7.900 14.000 0 11 1 63 71 67 47 30 10 26 59 16 0 22 4 2.071+ 2.300 2.400 Öryggissveitir beittu táragasi til að dreifa hundruðum manna sem efndu til mótmæla gegn Muammar Gaddafi í Tripolí, höfuðborg Líbíu, eftir föstudagsbænir í gær. Áður höfðu leynilögreglan og stuðn- ingsmenn Gaddafis reynt að hindra mótmælin, m.a. stöðvað bíla sem ekið var í áttina að mið- borginni og lokað moskum. Til átaka kom einnig í bænum Zawiya, nálægt Tripolí, og hafnar- bænum Ras Lanuf. Fregnir hermdu að mikið mann- fall hefði verið í hörðum átökum milli uppreisnarmanna og stuðn- ingsmanna Gaddafis í Ras Lanuf. Ríkisfjölmiðlar í Líbíu skýrðu frá því að liðsmenn Gaddafis hefðu náð mestum hluta Zawiya á sitt vald. Einn leiðtoga uppreisnar- manna í Zawiya neitaði þessu og sagði að liðsmenn Gaddafis hefðu umkringt bæinn. Herþotur gerðu einnig árásir á bæinn Ajdabiya á yfirráðasvæði uppreisnarmanna. Táragasi beitt í höfuðborginni HART BARIST Í TVEIMUR BÆJUM Í LÍBÍU Mótmælandi í Tripolí.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.