Morgunblaðið - 05.03.2011, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 05.03.2011, Blaðsíða 44
44 DAGBÓK MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 5. MARS 2011 Orð dagsins: Fagnið því, þótt þér nú um skamma stund hafið orðið að hryggjast í margs konar raunum. (1Pt. 1, 6.) Víkverji er mikið að hugsa umhann Gaddafi blessaðan þessa dagana. Karlinn er í klandri, og hefur ef til vill verið lengi. Nú er Interpol farið að lýsa eftir kauða en líklega heldur hann sig ennþá innan landa- mæranna í landi sínu Líbíu og hrellir samlanda sína. Já, þetta er nefnilega hans land, að hans eigin mati. Landið hans, fólkið hans og væntanlega pen- ingarnir hans sem þar verða til. x x x Víkverja finnst svo einkennilegt aðnú á 21. öldinni geti einn maður, einræðisherra, sett hálfa heims- byggðina á hliðina. Að einn maður geti ákveðið að sitja sem fastast, víkja ekki, jafnvel eiga sök á morðum á þeim sem honum andmæla. Og ekkert virðist hægt að gera. x x x Víkverji er orðinn svolítið þreytturá símasölufólki. Það er ekki „x“ fyrir framan nafnið hans í síma- skránni og því virðist hann efstur á lista þegar á að selja eitthvað, styrkja eitthvað eða breyta hinum og þessum áskriftum. x x x Víkverji fékk t.d. símtal frá trygg-ingafélagi sem vildi ólmt gefa honum tilboð í tryggingar. Víkverji afþakkaði, þar sem hann var nýbúinn að fara í gegnum allar sínar trygg- ingar með öðru tryggingafélagi og nennti hreinlega ekki að standa í því aftur í bráð. „Ertu viss?“ sagði sölu- maðurinn. Víkverji sagðist vera viss. „Ertu alveg viss?“ sagði sölumað- urinn. Víkverji sagðist vera alveg viss. „Ertu alveg handviss?“ spurði þá sölumaðurinn og Víkverji fann pirringinn gerjast innra með sér. „Já, alveg handviss og núna er ég líka handviss um að ég mun aldrei kaupa tryggingar af ykkur,“ missti Víkverji út úr sér. x x x Víkverji er yfirleitt kurteis viðsímasölufólk og vill því hér með koma á framfæri afsökunarbeiðni. Hann ætlaði ekki að missa sig. En var jú búinn að segjast vera viss. Og alveg viss. víkverji@mbl.is Víkverjiskrifar Krossgáta Lárétt | 1 banani, 8 drekkur, 9 sól, 10 beita, 11 eldstæði, 13 hagnaður, 15 gljálauss, 18 klettaveggur, 21 spil, 22 kind, 23 mögli, 24 taugatitr- ingur. Lóðrétt | 2 bíll, 3 smáaldan, 4 sleppa, 5 atvinnugrein, 6 tjóns, 7 skordýr, 12 gagnleg, 14 sefa, 15 lofa, 16 lokkaði, 17 stólpi, 18 álkan, 19 krömdu, 20 ill. Lausn síðustu krossgátu Lárétt: 1 herfa, 4 bútur, 7 kofan, 8 liðug, 9 ans, 11 röng, 13 smyr, 14 orsök, 15 stóð, 17 ýsur, 20 bak, 22 rýmka, 23 öldum, 24 tunga, 25 glata. Lóðrétt: 1 hokur, 2 rófan, 3 asna, 4 báls, 5 tíðum, 6 ragir, 10 níska, 12 goð, 13 ský, 15 strút, 16 ólman, 18 sadda, 19 remma, 20 bala, 21 körg. 6 8 11 15 22 1 24 12 3 10 17 21 4 9 13 18 23 14 5 19 7 20 2 16 5. mars 1997 Þýska flutningaskipið Vikar- tindur strandaði í vonskuveðri á Háfsfjöru, austan við Þjórs- árós. Þyrla Landhelgisgæsl- unnar, Líf, bjargaði nítján manna áhöfn skipsins. Varð- skipsmaður beið bana við björgunaraðgerðir. Vikar- tindur eyðilagðist í fjörunni. 5. mars 1999 Vala Flosadóttir, þá 21 árs, setti Íslandsmet og Norður- landamet í stangarstökki á heimsmeistaramóti innanhúss í Maebashi í Japan, stökk yfir 4,45 metra og varð í öðru sæti. 5. mars 2009 Umdeild lög um eftirlaun til æðstu embættismanna ríkisins voru afnumin. Dagar Íslands | Jónas Ragnarsson. Þetta gerðist … „Ég er ósköp rólegur yfir þessu. Ætli maður hafi nokkuð velt því mikið fyrir sér sem ungur maður hvort maður næði þessum aldri,“ segir Einar E. Sæmundsen landslagsarkitekt, aðspurður hvernig honum sé innanbrjósts á 70 ára afmælinu í dag. En hvað stendur upp úr á afmælisdeginum? „Ætli það sé ekki að maður hefur verið nokkuð heppinn með flestallt í lífinu. Mér hefur gengið vel í því starfi sem ég menntaði mig til og hef verið lánsamur í fjölskyldumálum.“ Hann segir starf landslagsarkitekta hafa breyst. „Það á eftir að gera það svolítið upp. Tölvurnar höfðu mjög mikil áhrif í fagi eins og okkar. Áður sátum við og teikn- uðum með blaði og blýanti. Nú er þetta allt gert í tölvum. Það markaði heilmikil þáttaskil. Stéttin hefur líka stækkað. Þegar við stofnuðum Félag landslagsarkitekta árið 1978 voru fimm á landinu með þessa menntun. Nú eru hátt í 80 Íslendingar sem hafa numið þetta og fer hratt fjölgandi. Það er annað til að gleðjast yfir á gamals aldri að hafa mótað eitthvað frá byrjun,“ segir Einar og hlær. Kona hans er Helga Ásgeirsdóttir og eiga þau fjögur börn: Einar Ásgeir, Þorvald, Signýju og Sólrúnu. Þau hjónin halda upp á afmælið með Signýju í Bergen. Einar E. Sæmundsen er sjötugur í dag Frá blýantinum í tölvuna (21. mars - 19. apríl)  Hrútur Fylgdu þínum innri manni í dag til að koma betra skipulagi á líf þitt. Að öðrum kosti færðu bara allt í hausinn aftur. (20. apríl - 20. maí)  Naut Peningar eru tengdir verkefnum sem eru framúrstefnuleg og leiðandi. Fólk er hjálplegt og samvinnuþýtt. (21. maí - 20. júní)  Tvíburar Varaðu þig á að vera ekki svo hag- sýnn að það geri bara illt verra. Láttu ekkert bifa trú þinni á sjálfum þér. (21. júní - 22. júlí)  Krabbi Þú skalt vinna bak við tjöldin að tak- marki þínu. Og til að gera áskorunina stærri, þá færðu ekki viðurkenningu fyrr en að nokkrum vikum liðnum. Fólk laðast að þér. (23. júlí - 22. ágúst)  Ljón Þú mátt búast við því að hitta spenn- andi og ögrandi fólk í dag; fólk sem jafnan verður ekki á vegi þínum. Eitthvað gott gerist í lífi þínu bráðlega. (23. ágúst - 22. sept.)  Meyja Dagurinn í dag er svo sannarlega töfr- um gæddur. Taktu þér tíma til þess að sinna þér betur. (23. sept. - 22. okt.)  Vog Of miklar eignir geta skapað vandamál og leitt huga þinn frá því sem þér er í raun annt um. Gáðu hvort ekki sé leið, jafnvel mjög vel troðinn stígur, í kringum fjallið sem stend- ur í veginum. (23. okt. - 21. nóv.) Sporðdreki Þú ert staðráðin/n í því að fá vilja þínum framgengt í vinnunni í dag. Reyndu að sjá hlutina í jákvæðu ljósi og leið- beina þeim sem þess þurfa með. (22. nóv. - 21. des.) Bogmaður Viðfangsefnið þitt þessa daga er langtímaáætlun tengd fasteignum eða dval- arstað. Þú finnur fyrir miklum styrk núna. (22. des. - 19. janúar) Steingeit Þú verður sífellt sterkari á andlega sviðinu, og um leið meiri húmoristi. Þú skalt reyna að ýta þeim frá þér sem eru neikvæðn- in uppmáluð. (20. jan. - 18. febr.) Vatnsberi Viðleitni á villigötum er viðleitni engu að síður. Besta fólkið gerir nokkur mis- tök á dag, gerðu þér grein fyrir því og reyndu að læra eins mikið og þú getur af þeim. (19. feb. - 20. mars) Fiskar Nú er hentugur tími til þess að gera eitthvað sérstakt fyrir sambandið. Reyndu að fá sem mest út úr helginni. Stjörnuspá Tómas Grétar Sigfússon frá Hurðarbaki í Flóa, til heimils í Kelduhvammi 1, Hafnarfirði, verður níræður mánudaginn 7. mars næstkom- andi. Hann og eiginkona hans Sig- ríður Gunnarsdóttir taka á móti gestum í Haukahúsinu í Hafnarfirði á afmælisdaginn frá kl. 16 til kl. 19. 90 ára Sudoku Frumstig 9 7 8 3 7 9 2 3 5 7 7 1 3 4 5 9 8 1 3 7 5 2 4 4 8 1 5 7 9 4 1 4 5 6 6 1 9 2 6 7 4 7 2 1 3 9 2 4 3 7 2 3 9 1 5 4 5 8 7 3 1 5 2 9 5 8 7 1 3 5 4 9 8 9 3 8 2 5 1 3 6 4 7 9 4 6 9 8 2 7 1 5 3 3 1 7 9 4 5 2 8 6 1 9 4 7 8 3 5 6 2 7 5 8 2 6 1 3 9 4 2 3 6 4 5 9 8 1 7 6 8 1 3 9 4 7 2 5 9 7 3 5 1 2 6 4 8 5 4 2 6 7 8 9 3 1 3 5 6 9 1 2 4 8 7 8 7 1 5 3 4 6 2 9 2 9 4 8 6 7 3 1 5 6 1 9 3 2 8 5 7 4 4 8 3 7 9 5 1 6 2 5 2 7 1 4 6 8 9 3 1 3 5 6 7 9 2 4 8 7 4 8 2 5 1 9 3 6 9 6 2 4 8 3 7 5 1 1 7 2 9 5 4 3 8 6 4 8 5 6 7 3 1 2 9 3 6 9 2 8 1 5 4 7 6 1 7 4 3 9 2 5 8 2 5 4 8 1 6 7 9 3 9 3 8 7 2 5 4 6 1 5 4 1 3 6 8 9 7 2 7 9 6 1 4 2 8 3 5 8 2 3 5 9 7 6 1 4 Efsta stigMiðstig Lausn síðustu sudoku Þrautin felst í því að fylla út í reitina þannig að í hverjum 3x3-reit birtist tölurnar 1-9. Það verður að gerast þannig að hver níu reita lína bæði lárétt og lóðrétt birti einnig tölurnar 1-9 og aldrei má tvítaka neina tölu í röðinni. Í dag er laugardagur 5. mars, 64. dagur ársins 2011 Skák Helgi Áss Grétarsson | ritstjorn@mbl.is 1. e4 c5 2. Rf3 e6 3. d4 cxd4 4. Rxd4 a6 5. Bd3 Rf6 6. O-O d6 7. De2 Rbd7 8. c4 g6 9. b3 Bg7 10. Bb2 O-O 11. Rc3 Dc7 12. Had1 b6 13. f4 Bb7 14. Bb1 Hfe8 15. Hd2 Bh6 16. Df2 e5 17. Rde2 exf4 18. Rxf4 Rc5 19. Kh1 Bxe4 20. Rxe4 Rfxe4 21. Dd4 He5 22. Rd5 Dd8 23. He2 Dh4 Staðan kom upp í Skákþingi Reykjavíkur, Kornax-mótinu, sem lauk fyrir skömmu í húsakynnum Taflfélags Reykjavíkur. Halldór B. Halldórsson (2224) hafði hvítt gegn Jóhönnu Björgu Jóhannsdóttur (1855). 24. Bxe4 Rxe4 25. Hxe4! Bf4 26. Hexf4 og svartur gafst upp. Síð- ustu tvær umferðir Íslandsmóts skákfélaga fara fram í dag í Rima- skóla. Hvítur á leik. Brids Guðmundur Páll Arnarson | ritstjorn@mbl.is Vakandi og sofandi. V-Allir. Norður ♠Á7652 ♥1086 ♦DG9 ♣K8 Vestur Austur ♠4 ♠K8 ♥ÁKG953 ♥74 ♦1042 ♦K85 ♣G52 ♣1097643 Suður ♠DG1093 ♥D2 ♦Á763 ♣ÁD Suður spilar 4♠. Vestur er gjafari og opnar á 2♥, veikum. Sú sögn gengur til suðurs, sem segir 2♠ og makker hans í norður hækkar beint í 4♠. Vestur tekur á ♥Á-K og spilar ♥G í þriðja slag. Hvernig er líklegt að spilið þróist? Framhaldið veltur á vökustigi tveggja manna. Ef báðir sofa gerist þetta: Suður trompar þriðja hjartað og svínar í spaða. Austur kemst skaðlaust út á svörtum lit og um síðir fær vörnin fjórða slaginn á tígul. Vakandi sagnhafi hefði gert betur, því sagnir og fyrstu slagirnir segja þá sögu að hvössu kóng- arnir séu báðir í austur. Með þá vitn- eskju að leiðarljósi er einfalt að enda- spila austur – taka ♠Á, hreinsa upp laufið og spila spaða. Glaðvakandi aust- ur hefði hins vegar forðað sér frá slík- um óförum með því að trompa ♥G í þriðja slag með kóng! Flóðogfjara 5. mars Fjara m Flóð m Fjara m Flóð m Fjara m Sólaruppr. Sólsetur Reykjavík 0.45 0,4 6.53 3,9 13.04 0,3 19.07 3,8 8.22 18.57 Ísafjörður 2.52 0,2 8.50 2,0 15.13 0,1 21.05 1,9 8.31 18.58 Siglufjörður 4.59 0,1 11.17 1,2 17.27 0,1 23.34 1,1 8.15 18.41 Djúpivogur 4.08 1,9 10.14 0,3 16.18 1,9 22.29 0,2 7.53 18.26 Sjávarhæð miðast við meðalstórstraumsfjöru Sjómælingar Íslands/Morgunblaðið Nýbakaðir foreldrar? Sendið mynd af barninu til birtingar í Morgunblaðinu Frá forsíðu mbl.is er einfalt að senda mynd af barninu með upplýsingum um fæðingarstað, stund, þyngd, lengd, ásamt nöfnum foreldra. Einnig má senda tölvupóst á barn@mbl.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.