Morgunblaðið - 05.03.2011, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 05.03.2011, Blaðsíða 6
19% aukning » Nýjum málum fjölgaði um 19% frá árinu áður. » Oftast var brotið á ein- staklingum fyrir 18 ára ald- ur. » Algengast var að fólk leit- aði hjálpar vegna nauðgunar, sifjaspella, kynferðislegs áreitis og andlegs ofbeldis. » Tæpur helmingur brota- þola hafði ekki rætt um of- beldið við fagaðila áður en þeir komu til Stígamóta. FRÉTTASKÝRING Hugrún Halldórsdóttir hugrun@mbl.is Alls leituðu 526 einstaklingar til Stígamóta árið 2010, þar af 275 í fyrsta skipti. Nýjum málum, sem komu til kasta samtakanna, fjölgaði þar með um 19% frá árinu áður. Fram kemur í ársskýrslu Stíga- móta, sem gefin var út í gær, að kynferðisbrot séu fyrst og fremst framin á ungu fólki, sem síðan leit- ar til samtakanna árum eða áratug- um eftir brotin. Að sögn Guðrúnar Jónsdóttur, talskonu Stígamóta, byrjar ofbeldið oft mjög snemma og varir á meðan ofbeldismaðurinn hefur aðgang að barninu. Oftast var brotið á þeim einstaklingum sem leituðu til sam- takanna í fyrra fyrir 18 ára aldur, eða í 63% tilvika. Flestir sem leit- uðu aðstoðar voru á milli 18 og 29 ára, eða 54,6%, en einungis 4% yngri en 18 ára. Vændismálum fjölgar Flestir sem leituðu aðstoðar Stígamóta í fyrra voru íslenskir ríkisborgarar, eða rúmlega 91%. Mun fleiri konur en karlar nýttu sér aðstoðina, eða 90%. Kynjahlut- fallið hefur staðið í stað hin síðari ár en Guðrún leggur mikla áherslu á að karlar viti að þeir séu ekki síð- ur velkomnir en konur. Algengast var að fólk leitaði hjálpar vegna nauðgunar, sifja- spella, kynferðislegrar áreitni og andlegs ofbeldis. Ný mál vegna kláms og vændis voru 26, en fleiri einstaklingar fylgja Stígamótum á milli ára úr þeim hópi en öðrum. 12 konur og 1 karl leituðu til samtak- anna vegna kláms og fækkaði þeim úr 16 í 13 milli ára. Konum sem leituðu til samtakanna vegna vænd- is fjölgaði hins vegar úr 5 í 13 á milli ára. Ofbeldi átti sér stað á heimilum landsmanna í 60% tilfella, en tölu- verð aukning hefur orðið á ofbeldi í opinberu rými síðustu ár. Þannig fengust Stígamót við 14 útihátíðar- nauðganir í ár, 10 kynferðisbrot áttu sér stað við eða á skemmti- stöðum og 32 utandyra. Íslendingar oftast gerendur Árið 2010 voru flestir afbrota- menn á aldrinum 18 til 29 ára, eða 37,8%. Athygli vekur að 17% of- beldismanna voru undir 18 ára aldri og fremur þessi hópur oft al- varleg brot að sögn Guðrúnar. Eins og fyrri ár voru langflestir ofbeld- ismennirnir karlar, eða rúmlega 91% á móti 3,5% kvenna. Upplýs- ingum um kyn gerandans var ábótavant í 5,4% tilfella. Samkvæmt gögnum Stígamóta voru Íslendingar gerendur í 57% ofbeldisverkanna, tæplega 10% voru af erlendu bergi brotin en í 33% tilfella var þjóðerni óþekkt. Tæpur helmingur brotaþola hafði ekki rætt um ofbeldið við fagaðila áður en þeir komu til Stígamóta og telja samtökin það vera áminningu til samfélagsins um að bæta hlustun og þjónustu við brotaþola. 18% brotaþola höfðu rætt ofbeldið við ofbeldismanninn. Tæplega fjórðungur gekkst við verknaðin- um, tæplega 40% höfnuðu ofbeld- inu og 24% kenndu brotaþolanum um. Tæplega 15% þolenda sögðust ekki vera viss um viðbrögð ofbeld- ismannsins. Guðrún telur að neitun ofbeldismannsins sé ítrekun á of- beldinu þar sem þrá þolenda eftir staðfestingu á verknaðinum sé svo sterk. Fæst mál enda með kæru Fæst mál sem koma til umræðu hjá Stígamótum eru kærð. Einung- is 11,4% þeirra sem bárust inn á borð samtakanna í fyrra enduðu í dómskerfinu. Að sögn Guðrúnar koma flestir til Stígamóta í þeim tilgangi að hjálpa sjálfum sér. Að- spurð segir hún samtökin ekki taka við gerendum, enda geti starfs- menn ekki verið báðum megin við borðið í þessum efnum. Gerendum ofbeldis er bent á að tala við aðila sem veita sáluhjálp, s.s. presta. Oftast brotið á ungu fólki  275 ný mál á borð Stígamóta í fyrra  Vændismálum fjölgar frá árinu áður Morgunblaðið/Árni Sæberg Kynning Ársskýrsla Stígamóta var kynnt í gær en í henni má finna ítarleg- ar upplýsingar um þau mál sem komu á borð samtakanna í fyrra. Samanburður á aldri einstaklinga þegar leitað var aðstoðar og aldri þeirra þegar ofbeldið var framið árið 2010 60 50 40 30 20 10 0 Framið Leitað 0-4 ára 5-10 ára 11-17 ára 18-29 ára 30-39 ára 40-49 ára 50-59 ára 60 ára og eldri Óvíst/uppl.vantar 6,8% 28,3% 0% 0% 27,9% 4,0% 26,3% 54,6% 1,2% 18,3% 0,4% 11,2% 0% 6,8% 0% 1,2% 9,2% 4,0% Heimild: Ársskýrsla Stígamóta 2011 6 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 5. MARS 2011 Ljósmynd/Páll Tryggvi Hundasport Páll Tryggvi lætur hundana draga sig á keðjulausu reiðhjóli. Guðni Einarsson gudni@mbl.is Páll Tryggvi Karlsson frá Eyrar- bakka er á förum til Noregs um miðjan mánuðinn til að taka þátt í heimsmeistarakeppni á hundasleð- um. Keppnin fer fram í Hamar, skammt norðan við Osló. „Ég keppi í flokki sleða með 6-8 hunda,“ sagði Páll Tryggvi. Hann skilur hundana sína eftir heima en fær lánaðan sleða og hundaæki í Noregi. „Við förum þrisvar sinnum 42 kílómetra, jafnlangt og mara- þonhlaup. Sama brautin er ekin aft- ur og aftur.“ Páll er í stjórn félagsins Drag- hundasports sem stofnað var rétt fyrir síðustu jól. Félagið hefur fengið aðild að alþjóðasambandi sleðahundamanna, IFSS. Félags- menn Draghundasports eru búsett- ir víða um land og erlendis. Einn býr í Færeyjum og einn stjórnar- manna, Þorsteinn Sófusson, er bú- settur í Noregi. Þorsteinn hefur tekið þátt í heimsmeistarakeppni IFSS fyrir Íslands hönd. Hann tók nýlega þátt í Femund-hlaupinu sem er 600 km langt. „Ég er búinn að eiga sleðahunda í að verða 22 ár,“ sagði Páll. Hann hefur átt flesta hunda af tegundinni Alaskan Husky, en einnig græn- lenska sleðahunda og Malamut. Snjóleysi hefur háð Páli við æfing- ar, en það eru til ráð við því. „Ég læt þá aðallega draga mig á reiðhjóli því ég finn engan snjó,“ sagði Páll. Hann tekur keðjuna af reiðhjólinu og lætur hundana draga sig allan tímann. Páll æfir hundana sína á slóðum og fáförnum vegum og stjórnar þeim með skipunum. Bannað er að nota svipur til að stjórna hundunum. Hundar Páls þekkja t.d. skipanirnar „hægri“, „vinstri“ og hljóðmerki til að þeir hægi á sér. Þá hafa hundarnir lært að þeir mega ekki hlaupa útundan sér sjái þeir kött eða annað sem getur truflað einbeitinguna. Páll sagði að Draghundasport ætlaði að efna til 60 km keppni, Suðurlandshlaupsins, 7. maí nk. Það verður fyrsta langa keppni sleðahunda hér á landi. Keppt verð- ur á keðjulausum reiðhjólum og sérstökum hlaupahjólum sem hund- arnir draga. Keppnin hefst á Hellu og verður farið á reiðvegum með- fram þjóðvegi 1 að Selfossi. Þaðan verður haldið með veginum niður í Gaulverjabæ, í gegnum Stokkseyri og hlaupinu lýkur á Eyrarbakka. Keppendur mega stoppa og hvíla hundana á 10 km fresti og skyldu- hvíld er eftir 30 km. Snjóleysi háir sleðahundum  Páll Tryggvi Karlsson tekur þátt í heimsmeistarakeppni í hundasleðaakstri í Noregi  Íslensku sleða- hundarnir þjálfaðir með því að láta þá draga eigendur sína á keðjulausum reiðhjólum vegna snjóleysis Stígamót hyggj- ast bæta þjón- ustu sína og opna innan skamms athvarf sem býð- ur upp á sólar- hringsþjónustu fyrir konur sem eru á leiðinni úr vændi. „Það verður frábrugð- ið Kvenna- athvarfinu að því leyti til að þar verða færri konur í lengri tíma og í meira næði. Við ætlum að manna vaktir í athvarfinu utan dagvinnu- tíma með sjálfboðaliðum úr röðum Skottanna. Þetta getum við gert vegna þess að það fór fram lands- söfnun í október og við fengum aukafjárveitingu frá ríkisstjórn- inni,“ segir Guðrún Jónsdóttir. Búið er að auglýsa eftir starfs- krafti og nú er verið að leita að rétta húsnæðinu. „Svona hlutir taka alltaf tíma og við erum að reyna að vanda okkur eins og við getum. Við erum komnar með sjálfshjálparhóp fyrir konur sem eru hættar í vændi og þetta er síð- asti hjallinn sem við eigum eftir að yfirstíga. Um leið og við finnum rétta húsnæðið erum við komnar í gang.“ Athvarf með sólarhrings- þjónustu Guðrún Jónsdóttir Stígamót eru fyrst og fremst ráðgjafar- og stuðnings- miðstöð fyrir konur og karla sem hafa verið beitt hvers kyns kynferðisofbeldi og aðstandendur þeirra. Miðstöðin er til húsa á Hverfisgötu 115 í Reykjavík. Þeim sem vilja leita sér aðstoðar er bent á að hringja í síma 800-6868 eða senda tölvupóst á póstfangið Stiga- mot@stigamot.is. Guðrún segir alla velkomna á Hverfisgötuna en bendir á að vegna mikils álags sé betra að panta við- talstíma fyrirfram. „Það er hægt að lækka þröskuldinn með því að tala við okkur í gegnum síma eða að skrifa okkur.“ Stuðningsviðtöl hjá Stígamótum eru á milli 1.800 og 2.000 á ári hverju. Hjálp fyrir bæði kynin Stígamót.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.