Morgunblaðið - 05.03.2011, Blaðsíða 12
12 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 5. MARS 2011
Langar þig að stunda
hluta af vinnustaðanámi
þínu á Norðurlöndunum?
Ferða- og dvalarstyrkur
IÐAN fræðslusetur auglýsir eftir umsóknum til vinnustaðanáms
á Norðurlöndunum. Norræna ráðherranefndin styrkir nemendur
í öllu iðn- og starfsnámi til að stunda hluta af vinnustaðanámi
sínu á Norðurlöndunum. Umsóknarfrestur er 16. maí 2011.
Úthlutað verður úr sjóðnum í júní 2011 og október 2011.
Hámarksdvöl er sex mánuðir og lágmarksdvöl er tveir mánuðir.
Umsóknareyðublað og nánari upplýsingar er hægt að nálgast á
heimasíðu IÐUNNAR fræðsluseturs, http://idan.is/styrkir/ eða í
síma 590-6400.
BAKSVIÐ
Baldur Arnarson
baldura@mbl.is
„Ég er að flýja út á land með vin-
konu minni til að fá að borða það sem
eftir er mánaðarins. Það er lítill mat-
ur á heimilinu og síðan kreppan
hófst er ég búin að léttast um 20 kíló.
Þetta er orðið eins og í Sovétríkj-
unum, eða á einhverjum guðsvoluð-
um stað,“ segir Ragnheiður Jóns-
dóttir öryrki um erfiða
fjárhagsstöðu sína.
„Ég er ein með hund og mér er
ráðlagt af ættingja að svæfa hund-
inn, lítinn eins og hálfs árs gamlan
hvolp, af því að ég hafi ekki efni á að
halda hann. Ég bý á jarðhæð og það
er því öryggisatriði að hafa hund.
Hvolpurinn er mitt líf og yndi. Hann
veitir mér lífsgleði. Svo er mér ráð-
lagt að loka netinu en með því hyrfi
samskiptatæki mitt þar sem ég fer
ekki neitt, enda hreyfihömluð.
Lífsbaráttan hefur falið í sér stöð-
ugt andleg álag síðan kreppan hófst.
Það er allt svo dýrt. Maður getur
ekki leyft sér að kaupa neitt. Ég
kaupi aldrei neinn munað, eins og
pakkasósur. Ég fer aldrei í leikhús
og fór síðast í bíó 2002. Það fer ekki
neitt í neitt sem heitir skemmtun,“
segir Ragnheiður og vill koma því á
framfæri að hún hafi ávallt lifað
reglusömu lífi og látið áfengi vera.
Húsaleigan gengur fyrir
Ragnheiður, sem baðst undan
myndatöku, er harðorð í gagnrýni
sinni á skort á stuðningi við öryrkja
og fullyrðir að margir þeirra eigi
ekki lengur fyrir mat. Sjálf eigi hún
ekkert eftir til skiptanna fyrir mars-
mánuð eftir að hafa greitt um 77.000
kr. í húsaleigu, að teknu tilliti til
húsaleigubóta, og fyrir nauðsynlega
viðgerð á bíl. Nú sé þvottavélin biluð.
Hún hefur venjulega um 90.000
kr. til annarrar neyslu á mánuði og
segir hún bróðurpartinn fljótan að
fara komi eitthvað upp á. Þá hafi hún
greitt 153.000 krónur í lyfjakostnað
á síðustu 10 mánuðum. Sé sú upp-
hæð og mánaðarleg kaskótrygging
af bílnum dregin frá mánaðartekjum
standi eftir um 68.000 krónur á mán-
uði til að standa straum af heimilis-
haldi, rekstri lítillar Toyota-bifreiðar
og öðrum útgjöldum. Hún kveðst
borga um 40.000 í skatt á mánuði.
Ekki reiknað með útgjöldum
„Ég þurfti að staðgreiða 114.000
krónur vegna viðgerðar á bílnum
mínum. Fyrir vikið á ég ekki fyrir
mat. Það má ekkert koma upp á.
Bæturnar eru greinilega hugsaðar
fyrir húsnæði og mat en ekkert ann-
að. Ég borga alltaf leiguna því ég vil
ekki missa ofan af mér. Svo þegar öll
gjöld, svo sem hiti og rafmagn, hafa
verið greidd á ég fyrir mat fyrir hálf-
an mánuðinn þegar vel lætur. Bens-
ínið er orðið svo dýrt að ég á aðeins
fyrir því út hálfan mánuðinn. Síðan
er bíllinn ekki hreyfður.
Það er svo langt frá því að það sé
hægt að lifa af þessu að það er
hræðilegt. Ég er með 110.000 kr.
minna á mánuði fyrir húsaleigu en
sem nemur neysluviðmiði ríkis-
stjórnarinnar fyrir einstakling í eig-
in húsnæði á höfuðborgarsvæðinu.“
Þarf að skila bílnum
Ragnheiður segir SP-fjármögnun
hafa gert kröfu um að hún skilaði
bílnum, fimm ára gamalli Toyota
Aygo-bifreið, sem hún greiðir 13.000
krónur á mánuði í afborganir af, eftir
að hún sótti um aðstoð hjá umboðs-
manni skuldara. „Núna er staðan sú
að ég er hjá umboðsmanni skuldara.
Ég tók lán til að tryggja mér búsetu-
rétt en varð svo fyrir því að slasast
sem einstæð móðir með fjögur börn.
Það síðasta er nýfarið úr hreiðrinu.“
Spurð um mataraðstoð kveðst
Ragnheiður hafa afar slæma reynslu
af því að þiggja ókeypis mat.
Niðurlægjandi mataraðstoð
„Ég get ekki farið í Fjölskyldu-
hjálp Íslands. Ég hef ekki heilsu til
þess. Það hefur haft hræðileg áhrif á
mig að þurfa að sækja mat þangað.
Ég er að upplagi glaðsinna þó ég hafi
gengið í gegnum ýmislegt á ævinni.
Ég missti mömmu mína tveggja ára
og pabba minn 18 ára. Ég á eitt
systkini sem býr erlendis en við vor-
um aðskilin í æsku. Ég hef því ekk-
ert stuðningsnet í kringum mig.
Ég var alin upp í mikilli fátækt
eftir að ég missti mömmu mína og
var send út á land. Góða skapið hefur
hins vegar alltaf komið mér til bjarg-
ar. Ég hef aldrei á ævinni verið
þunglynd en nú get ég ekki meir.
Það var svo niðurlægjandi að sækja
mat í Fjölskylduhjálpina að ég var
niðurbrotin á eftir.
Það var eins og að vera með haus-
inn í fanginu. Ég hefði aldrei trúað
því að maður myndi lenda í þessu á
Íslandi. Þetta var svo hræðilega
niðurlægjandi,“ segir Ragnheiður.
„Þetta er eins og í Sovétríkjunum“
Morgunblaðið/Ernir
Stuðnings er þörf Hækkandi verð á eldsneyti og matvælum kemur hart niður á öryrkjum. Myndin hér fyrir ofan tengist fréttinni ekki beint.
Hreyfihömluð kona kveðst hafa lést um 20 kíló í kreppunni þar sem hún eigi ekki lengur fyrir mat
„Hræðilega niðurlægjandi“ að þurfa að sækja mataraðstoð Ættingi segir henni að svæfa hundinn
„Ég myndi segja að fólk sem þarf
að kaupa nauðsynleg lyf hafi engan
afgang. Það á ekki fyrir brýnustu
nauðsynjum. Því miður. Það kaupir
inn fyrir mánuðinn í þeim dæmum
sem ég þekki til. Það er verslað
einu sinni í mánuði og síðan eru
þessar tvær síðustu vikur mánaðar-
ins alltaf erfiðar. Þá tekur við
hafragrautur til að draga fram líf-
ið. Maður hefur séð fólk hríðhor-
ast,“ segir Halla B. Þorkelsson ör-
yrki um kjör fólks sem nær ekki endum saman á
örorkubótum.
„Það hefur ekki efni á sjúkraþjálfun. Það hefur ekki
ráð á að lifa mannsæmandi lífi. Í rannsóknarskýrsl-
unni [Fátækt og félagslegar aðstæður öryrkja] kemur
fram að öryrkjar sem eiga börn á framhaldsskólaaldri,
á aldrinum frá 18 til 20 ára, eru til dæmis mjög illa
staddur hópur. Þá falla meðlög og barnalífeyrir til
þessa hóps niður. Neyðin er sár hjá mörgum. Margir
hafa ekki efni á að fara með börnin sín til tannlæknis.
Öryrkjar eru hins vegar ekki að auglýsa neyð sína.
Þeir fara ekki á torg og kvarta eða láta í sér heyra,“
segir Halla og svarar því aðspurð til að eldsneytis-
verðið hafi „gríðarleg“ áhrif á kjör öryrkja.
Veit dæmi um öryrkja sem
hafa hríðhorast úr hungri
Halla B.
Þorkelsson
„Eldsneytisverðið gerir það að
verkum að verst setta fólkið ein-
angrast félagslega. Það getur
ekkert farið. Það keyrir til og frá
vinnu en stundar hvorki fé-
lagsstarf né sækir menningar-
viðburði. Það er útskúfað frá
öllu slíku,“ segir Guðmundur
Magnússon, formaður Ör-
yrkjabandalags Íslands, spurður
um áhrif stöðugra olíu-
verðshækkana á hag umbjóð-
enda sinna.
„Fólk verður að skera við nögl
í matarútgjöldum til að geta
komist í vinnuna að minnsta
kosti. Fólk sem er án vinnu en er
með bíl heldur í við sig með mat
síðustu daga mánaðarins til
þess að geta þá að minnsta
kosti átt við og við fyrir bensíni
heim til mömmu í mat. Það
kemst ekki neitt. Þessar hækk-
anir nú bæta
ekki úr skák.“
– Nú er
matarverðið að
hækka. Hvaða
áhrif hefur
það?
„Þegar ekk-
ert kemur á
móti sveltur
fólkið. Það á
ekki fyrir mat út mánuðinn. Ein-
stæðar mæður með geðraskanir
eru hræðilega illa settar. Það er
raunar sama hvert litið er.“
– Skynja stjórnvöld vandann?
„Nei. Í rauninni ekki. Þau virð-
ast ekki gera það í heild sinni.
Nýja rannsóknarskýrslan um hag
öryrkja staðfestir það sem við
höfum lengi vitað en höfum
kannski ekki haft sannanir fyrir
fyrr en nú.“
Einangrar þá verst settu
BENSÍNIÐ ER DÝRT FYRIR ÞÁ EFNAMINNSTU
Guðmundur
Magnússon
„Ég átti eftir 4.163 krónur þegar ég
var búin að borga reikningana. Svo
fékk ég 20.000 krónur frá lífeyris-
sjóðnum eftir skatt. Samanlagt átti ég
því 24.000 krónur fyrir mánuðinn,“
segir einstæð móðir á miðjum aldri á
Akureyri sem féllst á að ræða við
blaðamann í trausti nafnleyndar.
Konan býr við örorku og nýrnabilun
en vill að öðru leyti ekki ræða heilsu-
far sitt. Hún er hins vegar tilbúin að
upplýsa að hún hafi 152.000 krónur á mánuði eftir skatt.
Þá taki við mánaðarafborgun af húsnæði og fastur
16.000 króna lyfjakostnaður.
„Ég get ekki keypt mat handa stráknum mínum í
framhaldsskólann,“ segir konan og svo tekur við þögn.
„Þetta er ekkert líf. Þetta er fátæktargildra og undir
þeim mörkum sem við getum lifað á. Það hefur ekki ver-
ið keyptur matur á heimilinu síðustu tvær vikurnar. Ég
var 55 kíló í haust en nú er ég 48 kíló. Ég kemst ekki af.
Ég er of tekjuhá til að fá aðstoð hjá Félagsmálastofnun.
Ég á enga að. Mataraðstoð er ekki í boði á Akureyri. Ég
hef tvisvar sótt um mat hjá mæðrastyrksnefnd en hef
fengið neitun í bæði skiptin af því að það eru ekki til pen-
ingar. Hvernig stendur á því að við öryrkjar höfum það
svo slæmt þegar vinstristjórn er við völd?“
Á ekki lengur fyrir mat handa
nítján ára gömlum syni sínum
Skólanesti.