Morgunblaðið - 05.03.2011, Blaðsíða 46

Morgunblaðið - 05.03.2011, Blaðsíða 46
46 MENNING MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 5. MARS 2011 Einar Falur Ingólfsson efi@mbl.is Á lokatónleikum tónleikaraðar Tríós Reykjavíkur í Hafnarborg á morgun verður frumflutt verkið „Eflaust“ eftir Halldór Smárason tónsmíðanema við Listaháskóla Ís- lands. Tríóið er staðarkammer- hópur skólans og í haust var efnt til samkeppni meðal nemenda um verk fyrir tríóið, þar sem Halldór bar sigur út býtum. „Þegar ég heyrði af samkeppn- inni lagðist ég undir feld og fór að semja,“ segir Halldór. Hann er 21 árs gamall, fæddur á Ísafirði þar sem hann lauk framhaldsnámi í pí- aníoleik samfara stúdentsprófi vorið 2009. Hann stefnir á að ljúka BA- gráðu í tónsmíðum vorið 2012. „Þetta var spennandi tækifæri og mikilvæg hvatning fyrir mig, og ef- laust einnig fyrir hina sem sendu inn, til að búa til tónlist,“ segir Hall- dór um samkeppnina. Hann vann í nokkra mánuði að verkinu. Þetta er fyrsta skipti sem Hall- dór semur fyrir tríó í þessari mynd. „Ég hef samið fyrir allrahanda hljóðfæraskipan og stundum fyrir söng; mér finnst gaman að prófa að semja fyrir ólíkar hljóðfærasam- setningar. Síðasta verk sem ég samdi var kammerverk fyrir saxó- fón, horn, slagverk, selló; fyrir ýmis ólík hljóðfæri. Þetta var líka viss áskorun að semja fyrir píanótríó, því hvað hljóðfærin eru fá gerir verkið að vissu leyti erfiðara, að hafa tónefnið áhugavert.“ Þegar Halldór samdi verkið hafði hann í huga sögu pilts sem framdi voðaverk. „Ég var með vissan atburð í huga og var undir miklum áhrifum frá honum. Ég er þó ekki viss um að áheyrandinn skynji það, enda býður verkið upp á allrahanda túlkun.“ Tónsmíðanámið segir Halldór að sé suðupottur hugmynda. „Maður leyfir sér ýmislegt og prófar allt sem kemur til greina; þetta er mikil tilraunastarfsemi. Ég er bæði að kynnast sjálfum mér og tónlistinni. Þetta er virkilega skemmtilegt nám og að fá tækifæri til að vinna með fagfólki eins og í Tríói Reykjavíkur er gullmoli í reynslubankann,“ segir hann. Morgunblaðið/Árni Sæberg Tríó Reykjavíkur og tónskáldið Meter Máté, Guðný Guðmundsdóttir, Halldór Smárason og Gunnar Kvaran. Samstarfið er gullmoli í reynslubankann  Halldór Smárason samdi verk fyrir Tríó Reykjavíkur Á tónleikum Tríós Reykjavíkur í Hafnarborg kl. 20 á morgun, sunnudag, verður frumflutt verkið „Efalaust“ eftir Halldór Smárason, nema í tónsmíðum við LHÍ. Á efnisskránni eru einn- ig „Erkihertogatríóið“ eftir Lud- vig van Beethoven og tríó nr. 2 í e-moll eftir Dmitri Shostako- vich. Nýtt verk og tvö klassísk TÓNLEIKAR Í HAFNARBORG Samsláttur leiklistar ogmyndlistar tekur á sigóvænta og skemmtilegamynd á sýningu Gunn- hildar Hauksdóttur og Kristínar Ómarsdóttur í Listasafni ASÍ, Ás- mundarsal, sem lýkur nú um helgina. Gunnhildur og Kristín auglýstu eftir fólki til að taka þátt í gjörningi þar sem farið er með ákveðnar rull- ur í breytanlegri leikmynd. Gjörn- ingarnir eru nú sýndir á skjám og varpað á vegg inni í leikmyndinni og kemur það vel út í heildarmynd- inni sem er einstaklega rík af fal- legum leikmunum. Leiksviðið og leikmunirnir eru í þessari sýningu einnig myndlistar- verk og myndlistarinnsetning. Þess vegna er auðvitað út í hött að segja að verkið sé of leikhúslegt eða eitt- hvað á þá leið þó manni finnist það. Samsláttur listgreinanna er vissu- lega áhugaverður, sérstaklega þeg- ar kemur að leikmynd sem innsetn- ingu. Í dag er hægt að segja sem svo að fyrstu landslagsmálverk þjóðarinnar hafi verið máluð leik- tjöld þótt leiktjöld hafi auðvitað lot- ið öðrum lögmálum en málverk við lok átjándu aldar. Í dag eru mynd- list og myndlistarinnsetningar miklu nátengdari hugmyndinni um leikhús þótt það sé kannski meira: hugmyndinni um leikhús lífsins. Í listrýminu ægir saman hinum furðulegustu hlutum innan um tvö stór tré sem eru farin að laufgast enda í vatnsbölum og jafnvel nær- ingu í æð. Hér má sjá snöru og slitna rólu, hvalskíði á skildi, út- skorin bein, netakúlur og dekk ásamt blöðum með textarullum sem eru víða í rýminu. Textarullurnar vísa ljóðrænt í gamla tíma, t.d. í gömul tilfinningahlaðin réttlætismál kvennabaráttunnar sem virðast út- kljáð en eru það kannski samt ekki. Sýningin er innileg, falleg og upplífgandi, fer mjög vel saman með sýningum Páls Hauks Björns- sonar í Gryfju og Curvers Thorodd- sens í Arinstofu þar sem heimspeki- legur undirtónn og fjölskylduvænn lífrænn samtónn óma saman. Lifandi leikmynd Morgunblaðið/RAX Kristín og Gunnhildur „Sýningin er innileg, falleg og upplífgandi.“ Gjöf til þín, yðar hátign bbbmn Gunnhildur Hauksdóttir og Kristín Óm- arsdóttir, innsetning og myndbönd Listasafn ASÍ Freyjugötu 41 Sýningin stendur til 6. mars. Opið alla daga nema mánudaga kl.13-17. Aðgang- ur ókeypis. ÞÓRA ÞÓRISDÓTTIR MYNDLIST „Féþúfur og lásagrös“ er heiti sýn- ingar sem Ólöf Nordal opnar í Suðsuðvestur við Hafnargötu 22 í Keflavík, klukkan 16 í dag. Á sýn- ingunni er að finna fjögurra blaða smára frá síðasta sumri og ljós- myndir af fuglaþúfum. „Ég sýni myndir af fugla- þúfum, sem sum- ir kalla haugþúf- ur,“ segir Ólöf. „Þessar þúfur myndast efst í landslagi og þarna sitja fugl- ar og horfa yfir. Þegar þeir fljúga upp drita þeir smá og smám saman byggjast þúf- urnar upp, á hundruðum ára.“ Þúfurnar eru skúlptúrískar í eðli sínu. „Þetta er þolinmóður skúlptúr sem byggist upp á tíma,“ segir hún. „Þetta er eins og hið þolinmóða fjármagn.“ Heiti sýningarinnar, Féþúfur, vísar í hina kunnu þjóðsögu um marbendil þar sem bóndinn gefur lítið fyrir féþúfuna í túninu heima. „Þúfan heima reynist hin eigin- lega gullnáma,“ segir Ólöf og vísar á vissan hátt í atburði síðustu ára á Suðurnesjum, meðal annars átök um stefnu í atvinnuuppbyggingu. Í hinum sal sýningarrýmisins eru síðan 27 fjögurra og fimm laufa smárar frá síðasta sumri, en þessir smárar hafa ýmsar vísanir, meðal annars í merki Sparisjóðsins í Keflavík sem hefur siglt ólgusjó síð- ustu misserin. „Það eru ýmsar vísanir og teng- ingar í þessum verkum,“ segir Ólöf. „Þetta eru þurrkaðir og press- aðir smárar. Með heiti þeirra, lása- grös, er ég aftur komin inn í þjóð- trúna. Í þjóðsögum Jóns Árnasonar segir að það sé hægt að nota fjög- urra laufa smára til að opna lása. Lásagrös veita aðgang að öllum læstum hirslum, fyrir utan að þau láta óskir rætast. Svo segir einnig: Nota bene, fjög- urra laufa smárar eru ekki til, en það gerir þá svo kraftmikla.“ efi@mbl.is Sýnir féþúfur og fjögurra laufa smára Fuglaþúfa Eitt verka Ólafar Nordal á sýningunni í Suðsuðvestur. Ólöf Nordal Háskólakórinn og Ungfónía – sinfóníuhljómsveit unga fólksins, sameinast við flutning hins þekkta verks Carls Orffs, Carmina Burana, nú um helgina. Verkið verður flutt á þrennum tónleikum í Langholtskirkju, í dag, laugardag, og á morgun, sunnudag, klukkan 17 báða dagana, og á mánudagskvöldið klukkan 20. Stjórnandi er Gunnsteinn Ólafsson. Gunnhildur Daða- dóttir er einleikari á fiðlu en einsöngvarar eru þau Bylgja Dís Gunnarsdóttir sópran, Hlöðver Sigurðsson tenór, Jón Svavar Jósefsson baritón og Pétur Úlfarsson drengjasópran sem er ellefu ára. Alls koma um 150 ungmenni að flutningi verksins. Í Háskólakórnum eru nemendur úr ýmsum menntastofnunum á háskólastigi en Ungfónía er skipuð nemum úr tónlistarskólum hér á landi og erlendis. Flytja Carmina Burana Gunnsteinn Ólafsson –– Meira fyrir lesendur : Morgunblaðið gefur út glæsilegt sérblað um HönnunarMars 23.mars. Á HönnunarMars gefst tækifæri til að skoða úrval af þeim fjölbreytilegu verkefnum sem íslenskir hönnuðir og arkitektar starfa við. Katrín Theódórsdóttir Sími 569 1105 kata@mbl.is NÁNARI UPPLÝSINGAR GEFUR: PÖNTUNARTÍMI AUGLÝSINGA: Fyrir kl. 16, FIMMTUDAGINN 17. MARS Meðal efnis : Hönnuðir,arkitektar og aðrir þátt- takendur. Ný íslensk hönnunn. Húsgögn og innanhúshönnun. Skipuleggjendur og saga hönnun- arMars. Dagskráin í ár. Afrakstur fyrir hátíðinna. Erlendir gestir á hátíðinni. Ásamt fullt af öðru spennandi efni um hönnun. HönnunarMars SÉRBLAÐ
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.