Morgunblaðið - 05.03.2011, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 05.03.2011, Blaðsíða 38
38 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 5. MARS 2011 ✝ Karvel Pálma-son fv. alþing- ismaður var fædd- ur. í Bolungarvík 13. júlí 1936, d. 23. febr. 2011. For- eldrar: Pálmi Árni Karvelsson, f. 17. febr. 1897, d. 22. febr. 1958, sjómað- ur, og Jónína E. Jóelsdóttir, f. 18. nóv. 1904, d. 20. nóv. 1987. Systkini Karvels eru Guðrún, f. 1925, Sigríður Lovísa, f. 1929, d. 1944, Gestur, f. 1930, d. 2006, og Kristný, f. 1943. Eftirlifandi eiginkona Kar- vels er Martha Kristín Svein- björnsdóttir, f. 27. ágúst 1935, húsmóðir. Foreldrar: Svein- björn Rögnvaldsson og Kristín Hálfdánardóttir. Börn Karvels og Mörthu eru: Pálmi Árni, f. 1952, kvæntur Steinunni Guð- við barna- og unglingaskólann þar. Formaður Verkalýðs- og sjómannafélags Bolungarvíkur síðan 1958. Í hreppsnefnd Hóls- hrepps 1962-1970. Í Rann- sóknaráði ríkisins 1971-1978. Í fiskveiðilaganefnd 1971 og 1975. Í stjórn Fiskimálasjóðs 1972-1989. Í byggðanefnd 1973. Í nefnd um tekjuöflunarkerfi ríkisins 1974. Varaforseti Al- þýðusambands Vestfjarða síðan 1975. Í miðstjórn Alþýðu- sambands Íslands síðan 1980. Varaformaður Verkamanna- sambands Íslands síðan 1987. Í stjórn Byggðastofnunar 1991- 1995. Í flugráði 1995. Landsk. alþm. (Vestf.) 1971-1974, alþm. Vestf. 1974-1978 (Frjálsv.), landsk. alþm. (Vestf.) 1979- 1983, alþm. Vestf. 1983-1991 (Alþfl.). 1. varaforseti Nd. 1984- 1986. Formaður þingflokks Samtaka frjálslyndra og vinstri manna 1974-1978. Útför Karvels fer fram frá Hólskirkju í Bolungarvík í dag, 5. mars 2011, og hefst athöfnin kl. 14. mundsdóttur og börn þeirra eru Sigrún, Martha Kristín, Karvel Steindór og tvö barnabörn. Kristín Hálfdánar, f. 1953, gift Sigurði B. Hjartarsyni og börn þeirra eru Sólveig, Benedikt og sex barnabörn. Steindór, f. 1958, kvæntur Svölu Guðmunds- dóttur og börn þeirra eru Fann- ar Karvel, Ævar, Birta Dögg og þrjú barnabörn. Jónína, f. 1960, gift Halldóri Geirssyni og börn þeirra eru Helgi Geir, Hlynur Freyr, Kolmar, tvö barnabörn og eitt á leiðinni. Nám í unglingaskóla í Bol- ungarvík. Sjómaður í Bolung- arvík 1950-1958 og síðan verka- maður til 1962. Lögregluþjónn 1962-1971 og jafnframt kennari Nú er hugur minn heima, þar sem hafið er skínandi blátt. Drottinn mig lát um það dreyma daglangt, sem yfir nátt. Vertu með mér og vaktu vaka mig láttu í þér. Til þín mig síðan taktu ég treysti þér fyrir mér. ( Karvel Pálmason) Elsku besti pabbi minn. Nú kveð ég þig í hinsta sinn, nokkrar línur til þín sem þú hef- ur með þér í ferðalagið. Hjartans þakkir fyrir lífs- gönguna með þér, þakkir fyrir góðu árin í „litla húsinu“ okkar. Árin á Kambinum hjá ömmu í „Jónínubúð“. Svo ekki sé talað um árin á Traðó. Síðan Uppsöl- um í Hvíta húsinu. Sérstaklega þakka ég þér elsku pabbi minn sl. ár á Skýlinu þar sem mér auðnaðist að vera í svo mikilli nánd við þig og að- stoða þig, allt spjallið í horninu í stofunni á Skýlinu. Og núna síð- ustu níu daga lífs þíns á Sjúkra- húsi Ísafjarðar, þar sem við gát- um öll kúrt hjá þér og fengið faðmlag, friður og ró ríkti yfir þér. Mamma er kletturinn sem þú hefur fengið að styðja þig við alla tíð og fram á síðasta dag. Við þig, góði Guð, vil ég segja þetta: Takk fyrir að bjóða pabba velkominn í ríki þitt sem hann var búinn að þrá. Geymdu hann vel fyrir mig þar til við hittumst á ný. Elsku pabbi minn, við pöss- um mömmu. Ströndin er mitt augnayndi ef í djúpið lít ég inn. Þá er sem leiki allt í lyndi og ávallt ljómar hugur minn. Karvelsbrekka kemst í huga er kenni ég minn ættarstað. Nafnið hans mun lengi duga og ljúft er mér að muna það. Á ættarslóðum er svo gaman oft ég hefi reynslu af því. Að vera til og vinna saman. Vonarneista kveikja á ný. Dugið vel og dugið lengi dætur, synir hér á strönd. Biðjið Guð um gæfu og gengi. Gjörvallt líf er hans í hönd. (Karvel Pálmason) Þín Kristín H. Karvelsdóttir. Nú ævin öll er liðin hjá ég kveð með sátt í hjarta Eilífu hvíldina fékk að fá með himnafegurð skarta (B.S.) Komið er að kveðjustund, Kalli afi er dáinn. Afi okkar var sterkur og eft- irminnilegur karakter sem þorði að fara sínar eigin leiðir án þess að hræðast álit annarra. Mikið vorum við stolt að eiga afa sem var á Alþingi, Þegar afi kom heim í frí af þinginu kom hann alltaf með gotterí handa okkur krökkunum. Svo var það toppurinn að sitja við eldhús- borðið hjá ömmu og afa og teikna á blöð merkt Alþingi. Afi var alltaf svo flottur, vel greiddur með gel í hárinu. Hann vildi alltaf vera vel klipptur og snyrtilegur. Afi var gamansamur maður, var liðtækur leikari og hafði góða söngrödd. Hann var líka mjög pólitískur og gaman að ræða við hann um þau málefni, hann hafði sterkar skoðanir á öllu. Fyrir 25 árum veiktist afi heiftarlega og var vart hugað líf, hann náði sér aldrei að fullu eftir þau veikindi. En hann fékk öll þessi ár í viðbót og erum við þakklát fyrir að hafa fengið að hafa hann hjá okkur lengur. Heimili afa og ömmu var okk- ur systkinunum alltaf opið og þar leið okkur vel. Alltaf átti afi eitthvað gott að stinga upp í okk- ur enda var hann mikill sælkeri sjálfur. Börnin okkar eru svo heppin að hafa fengið tækifæri til að kynnast og alast upp með langafa og langömmu, það eru ekki allir svo heppnir. Nokkrum dögum áður en afi kvaddi okkur teygði hann sig að litla Kristofer Stapa til að snerta hann. Það var svo falleg stund, lítill drengur nýkominn í heim- inn og gamall maður að kveðja. En svona er víst lífsins gangur og við fáum engu ráðið. Eitt sinn verða allir menn að deyja. Síðasta ár var afi á Sjúkra- skýlinu í Bolungarvík þar sem hugsað var vel um hann. Þrekið þvarr og var hann fluttur á Sjúkrahúsið á Ísafirði 13. febr- úar þar sem hann lést 9 dögum síðar. Þar gat fjölskyldan verið saman í notalegu umhverfi og notið síðustu daganna með afa, við vitum að hann fór sáttur, það sagði hann okkur sjálfur þegar við sátum við hlið hans. Elsku amma er búin að vera við hlið afa alla tíð þar til yfir lauk og vék hún aldrei frá rúmi hans á sjúkrahúsinu. Við munum gera allt til að hjálpa henni að halda lífinu áfram án afa, elsku afi við pössum ömmu fyrir þig. Við biðjum algóðan Guð að vernda ömmu og alla fjölskyld- una. Við stöndum saman eins og alltaf. Blessuð sé minning þín, Kalli afi, þú varst töffari. Nú myndir þú segja: „Hvur sagði það ?“ Við segjum það: Þín Benedikt, Sólveig og fjölskyldur. Þar sem englarnir syngja sefur þú sefur í djúpinu væra. Við hin sem lifum, lifum í trú að ljósið bjarta skæra veki þig með sól að morgni. Drottinn minn faðir lífsins ljós lát náð þína skína svo blíða. Minn styrkur þú ert mín lífsins rós tak burt minn myrka kvíða. Þú vekur hann með sól að morgni. Faðir minn láttu lífsins sól lýsa upp sorgmætt hjarta. Hjá þér ég finn frið og skjól. Láttu svo ljósið þitt bjarta vekja hann með sól að morgni. Drottinn minn réttu sorgmæddri sál svala líknarhönd og slökk þú hjartans harmabál slít sundur dauðans bönd. Svo vaknar hann með sól að morgni. Farðu í friði vinur minn kær faðirinn mun þig geyma. Um aldur og ævi þú verður mér nær aldrei ég skal þér gleyma. Svo vöknum við með sól að morgni. (Bubbi Morthens) Guð geymi þig, elsku afi minn, og takk fyrir allt. Þín Birta Dögg. Í dag kveðjum við systur elskulegan bróður okkar, Kalla, eins og hann var alltaf kallaður. Fyrir 26 árum bjuggumst við ekki við að fá hann lifandi heim frá London, en eins og hann sjálfur sagði: Guð vildi mig ekki núna. Hann varð aldrei samur eftir þær miklu raunir sem hann gekk í gegnum, en fór meira á þrjóskunni eins og hann hafði alltaf gert. Hann var mikill jafn- aðarmaður og vildi að allir gætu lifað mannsæmandi lífi og barð- ist fyrir því alla tíð. Í foreldra- húsum upplifðu hann og eldri systkini mín mikla fátækt og eft- ir að þau fóru að vinna ung að árum runnu laun þeirra að mestu til heimilisins. Við systk- inin ólumst upp við söng og pabbi söng mikið fyrir okkur enda góður söngmaður og ósjaldan sat hann með barna- börnin elstu og söng fyrir þau. Þau eru ófá ættjarðarlögin sem við lærðum ung að árum og höfð- um öll yndi af að syngja. Sung- um öll saman í kirkjukórnum í áratugi hvert sína röddina og eigum á spólu þjóðlög og sálma sem Sigga Nóa, organisti og vin- ur, lét okkur syngja saman. Síðustu árin voru honum ekki létt og alltaf hallaði undan fæti. Martha mín, þú stóðst alltaf eins og klettur við hlið hans og eins og ég sagði oft við þig. Þú tókst við af mömmu að dekra við hann og helst vildi hann ekki borða fyrr en pabbi kom af sjónum og borða með honum. Hann naut góðrar umönnunar á Sjúkraskýlinu og síðustu 10 dagana á sjúkrahúsinu á Ísafirði. Elsku Martha. Þú, börnin, barnabörn og tengdabörn stóðuð þétt saman við hlið hans. Ég held ég halli ekki á neinn þó að ég nefni Stínu sem var vakin og sofin yfir ykkur. Það var gott að vera öll saman þessa síðustu daga og sjá að hann þjáðist aldr- ei, en nefndi mömmu, pabba og Gest bróður sem hafa ekki verið langt undan. Lúlli þakkar honum áratuga samvinnu og vináttu. Þeir voru samtaka í því að vilja hag Bol- ungarvíkur og Bolvíkinga sem bestan. Elsku Martha og fjöl- skylda. Guð gefi ykkur styrk á kveðjustund. Við Únna þökkum honum samfylgdina og biðjum Guð að geyma hann. Við sjáumst síðar. Grátið mig ekki, því ég er frjáls, ég fylgdi veginum sem Guð lagði fyrir mig. Ég tók Hans hönd, þegar kallið kom, sneri við og yfirgaf allt. Ég gat ekki dvalið lengur, til að hlæja, elska, vinna eða gleðjast. Ókláruð verk mín verða eftir hér, ég fann þennan stað minn síðasta dag. Hafi brottför mín skilið eftir tómarúm, fyllið það með góðum minningum. Vináttu og gleðistunda, ó já ég á eftir að sakna líka. Berið ekki þungar byrðar sorgarinnar. Ég óska ykkur bjartra daga. Líf mitt var fyllt af gleðistundum, í samför ástvina og annarra. Kannski virtist dvöl mín hér allt of stutt. En lengið hana ekki með djúpri sorg. Léttið á hjarta ykkar og samgleðjist mér, Guð vildi mig núna og tók móti mér. (Irvin R. Karon.) Guðrún, Kristný og Valdimar. Í dag kveðjum við góðan jafn- aðarmann, baráttujaxlinn Karvel Pálmason, fv. alþingismann og forystumann í íslenskri verka- lýðshreyfingu. Hann átti sínar pólitísku rætur hjá vestfirskum verkamönnum og sjómönnum. Hjarta hans sló með þeirra hags- munum. Karvel sat á Alþingi frá 1971 til 1991. Fyrst fyrir Samtök frjálslyndra og vinstrimanna en frá 1979 fyrir Alþýðuflokkinn og var Karvel þingmaður hans til 1991 er hann kaus að hætta. Þegar Samfylkingin var stofnuð gekk Karvel til liðs við hana og tók þátt í starfi hennar meðan heilsa hans leyfði. Það er til marks um stöðu hans og hug samflokksmanna til Karvels að í Alþingiskosningunum 2009, tæp- um tuttugu árum eftir að hann fór út af þingi, skipaði hann heið- urssæti framboðslistans í Norð- vesturkjördæmi. Það gustaði af Karvel, hann var hreinskiptinn, glaðsinna og fór ekki alltaf troðnar slóðir á þingmannsferli sínum. Hann var harður í horn að taka þegar hon- um fannst vegið að jöfnuði og réttlæti í samfélaginu og tók af- stöðu út frá því sem hann taldi gagnast þeim sem hann vildi vera fulltrúi fyrir, íslenskum sjó- mönnum og almennu launafólki. Karvel var líka ötull málsvari landsbyggðarinnar og lagði þar margt gott til málanna á þings- mannsferli sínum. Áhrifamenn og -konur úr ís- lenskri verkalýðshreyfingu voru áberandi á Alþingi síðari hluta 20. aldar. Fólk sem kom úr röð- um verkafólks eða sjómanna og hafði tekið út pólitískan þroska og fengið eldskírn í verkalýðs- baráttunni. Þetta endurspeglað- ist sannanlega mjög í umræðum á Alþingi á þeim tíma sem Kar- vel sat á þingi. Þegar Karvel hafði orðið fyrir varanlegum heilsubresti í kjölfar læknamis- taka sneri hann því mótlæti upp í enn eitt baráttumálið. Árið 1989 voru samþykkt á Alþingi lög um réttindi sjúklinga sem nefnd voru eftir honum og kölluð „Kar- velslög“. Tímamótalög sem veittu sjúklingum sem voru til meðferðar á sjúkrastofnunum rétt til bóta eftir heilsutjón vegna læknisaðgerða eða mis- taka starfsfólks. Karvel Pálmason var afar eft- irminnilegur maður sem ég minnist með hlýhug og þakklæti. Fyrir hönd okkar jafnaðar- manna votta ég Mörthu, eigin- konu hans, og afkomendum mína innilegustu samúð, um leið og Karvel er þökkuð samfylgdin og mikilvægt, óeigingjarnt framlag til sameiginlegrar baráttu okkar fyrir jöfnuði og réttlæti. Jóhanna Sigurðardóttir, formaður Samfylking- arinnar. Úrslit alþingiskosninganna vorið 1971 sættu nokkrum tíð- indum. Eftir 12 ára valdaferil var Viðreisnin fallin. Það sem skipti sköpum var kosningasigur Samtaka frjálslyndra og vinstri- manna, sem fengu fimm þing- menn og þar með oddaaðstöðu á Alþingi. Mestu munaði um kosn- ingasigur Hannibals á Vestfjörð- um. Gamli Vestfjarðagoðinn sóp- aði til sín tæplega fjórðungi atkvæða á Vestfjörðum og fór á þing við annan mann. Sá hét Karvel Pálmason, formaður Verkalýðs- og sjómannafélags Bolvíkinga. Eftir það varð ekki aftur snúið. Allt hans líf, það sem eftir var, mótaðist af þessum sviptingum. Snemma á kreppu- árunum, þegar Hannibal freist- aði þess að stofna verkalýðsfélag í Bolungarvík, fékk hann þar óblíðar viðtökur. Útsendarar at- vinnurekenda gerðu honum fyr- irsát og fluttu nauðungarflutn- ingi úr plássinu. Ísafjarðarkratar létu hart mæta hörðu, handtóku mannræn- ingjana, hertóku Bolungarvík og höfðu sitt fram um stofnun fé- lagsins. Hannibal var því guð- faðir Verkalýðs- og sjómanna- félags Bolvíkinga og Karvel þar með lærisveinn hans í verkalýðs- baráttunni. Með því að fleyta Karvel inn á þing á pólitískum frakkalöfum sínum 1971, hafði Hannibal útnefnt hann sem sinn pólitíska arftaka. Svona er lífið stundum mikill iðjuþjálfi sagði dr. Benjamín af öðru tilefni. Á dauða sínum átti hann fremur von en að lenda óforvarandis inni á Alþingi Íslendinga. Þegar kosningaúrslitin lágu fyrir í morgunsárið lét Karvel sig hverfa og kom ekki til manna- byggða fyrr en að sólarhring liðnum. Þetta heitir að lenda í „kúltúrsjokki“. En hann var fljótur að jafna sig. Hann þurfti ekki 20 ára setu á Alþingi til að sannprófa, að hann gat þetta ekkert síður en hinir, sem þar sátu á fleti fyrir, sumir hverjir. Karvel Pálmason var Vestfirð- ingur í húð og hár. Það var ekki mulið undir hann í æsku. Hann fór snemma að vinna fyrir sér og sínum á sjó og landi. Kjörin settu á manninn mark, meitluðu svip og stældu kjark, eins og Örn Arnar komst að orði um annan harðjaxl. Karvel bjó yfir ríkri réttlætiskennd og nægu sjálfs- trausti til að láta ekki takmark- aða skólagöngu aftra sér frá að fylgja fram góðum málstað. Hann hefði gjarnan gengist við því að vera kallaður „verkalýðs- sinni“, en það er hugtak, sem reyndar er á förum úr tungumál- inu. Karvel var bundinn átthög- um sínum tryggðarböndum. Hann var vestfirskur alþýðu- maður, sem frá unga aldri deildi kjörum með sínu fólki og vildi einlæglega rétta þess hlut, þegar á það var hallað. Vestfirðingar eiga nú í vök að verjast, enda bannað að bjarga sér sjálfir, handjárnaðir í ranglátu kvóta- kerfi, sem svipt hefur þá grund- vallarmannréttindum. Að því hlýtur að koma, að þeir hristi af sér hlekkina – ella væri þeim illa í ætt skotið. Þá verður Karvel að vísu fjarri góðu gamni, en hann mun samfagna okkur heils hugar hinum megin. Jón Baldvin. Karvel Pálmason stóð traust- um fórum meðal vestfirskrar al- þýðu. Faðir hans var sjómaður. Uppvaxtarár hans voru meðal al- þýðufólks í fátækum fiskibæ þar sem lífsbaráttan var hörð, kjörin kröpp, híbýli fátækleg, róið í ára- bátum og fyrir opnu hafi, veðra- brigði snögg og veður válynd. Frásagnir Jóns Kalmanns í skáldsögu hans, „Himnaríki og helvíti“ eru í góð lýsing af hvern- ig lífinu vatt fram í slíkri verstöð enda Bolungarvík líklega fyrir- myndin sem hann notar í upphafi sögunnar. Fyrir Karvel lá að taka for- ystu fyrir stéttarbræðrum sínum og systrum í verkalýðsfélaginu á staðnum og eiga ríkan þátt í því að færa þessa fátæku verstöð úr örbirgð til bjargálna. Þegar Kar- vel ákvað árið 1971 að taka þátt í stjórnmálabaráttunni gerði hann það fyrst og fremst með hags- muni alþýðufólks í huga. Alla ævina stóð hann traustum fótum meðal þess. Kynni okkar hófust 1974. Þá var hann meðal andstæðinga. Leiðir lágu svo saman árið 1979 eftir að hann tók þá ákvörðun að ganga til liðs við Alþýðuflokkinn. Karvel Pálmason likkistur.is Íslenskar kistur og krossar. Hagstæð verð. Sími 892 4605 HJARTAVERND Minningarkort 535 1825 www.hjarta.is 5351800 Erfidrykkjur af alúð Hótel Saga annast erfidrykkjur af virðingu og hlýju. Fágað umhverfi, góðar veitingar og styrk þjónusta. S ími: 525 9930 hote lsaga@hote lsaga.is www.hote lsaga.is HÓTEL SAGA, REYKJAVÍK P IP A R \T B W A • S ÍA
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.