Morgunblaðið - 05.03.2011, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 05.03.2011, Blaðsíða 14
14 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 5. MARS 2011 FRÉTTASKÝRING Rúnar Pálmason runarp@mbl.is MC Iceland er orðið fullgildur aðili að Vítisenglum og þar með er ljóst að þessi hættulegu glæpasamtök hafa ekki aðeins náð fótfestu hér á landi heldur fest rætur. Herða á aðgerðir gegn Vítisenglum og öðrum glæpa- samtökum sem hér starfa og til marks um það samþykkti ríkis- stjórnin í gær að veita 47 milljónir aukalega til sérstaks átaks gegn skipulagðri brotastarfsemi. Það breytir engu um aðild MC Iceland að Vítisenglum (Helĺs Ang- els) að átta félagar MC Iceland hafi verið stöðvaðir á Gardermoen-flug- velli við Ósló í gærmorgun og síðan vísað úr landi þannig að þeir komust ekki á inntökuathöfn sem fyrirhuguð var í Noregi um helgina. Til marks um það þá var skilti með merki Vít- isengla og MC Iceland sett utan á fé- lagsheimili klúbbsins í gær og þess má vænta að félagar í MC Iceland muni setja merki Vítisengla á jakka sína. Gátu tafið en ekki hindrað Lögregla og tollgæslan hafa árum saman spyrnt við fótum gegn því að félagar í MC Iceland og forvera þess, Fáfni, yrðu fullgildir meðlimir í Vít- isenglum. Yfirmaður í lögreglunni sem Morgunblaðið ræddi við í gær sagði að það hefði þó lengi legið ljóst fyrir og verið varað við því að MC Iceland yrði fyrr eða síðar fullgildur meðlimur. Tekist hefði að tefja fyrir fullri aðild en nú væri hún orðin að veruleika. Greinilegt er af viðtölum við yfir- menn í lögreglu og tollgæslu í gær að þeir hafa verulegar áhyggjur af því að aðildin leiði til aukinna afbrota og meiri hörku í undirheimum. Yfirmaður í lögreglunni, einn þeirra sem hvað best þekkja til starf- semi Vítisengla, benti á að með því að MC Iceland væri orðið fullgildur meðlimur í Vítisenglum gætu þeir kallað eftir ýmiss konar stuðningi frá Vítisenglum á heimsvísu. Félagar í Vítisenglum hefðu t.d. aðgang að sjóði sem er notaður til að greiða verjendum. Þá gætu þeir, lentu þeir í vandræðum, t.d. í átökum við aðra glæpahópa, kallað á liðsauka frá öðr- um klúbbum Vítisengla í öðrum löndum. Í nýju hættumati lögreglu kemur fram að með fullgildingu MC Iceland aukist hætta á uppgjöri milli glæpahópa. Staðfest er að hér starfi hópur pólskra og litháískra glæpa- manna sem sé þekktur af hörku og ofbeldi, auk íslenskra glæpahópa. Lögregla hefur einnig upplýsingar um að annar alþjóðlegur glæpahóp- ur, Outlaws, sé byrjaður að koma sér fyrir hér á landi. Samkvæmt upplýs- ingum Morgunblaðsins lítur lögregla svo á að hingað til hafi ríkt eins kon- ar ógnarjafnvægi á milli hópanna en að með fullgildingu MC Iceland auk- ist hætta á átökum þeirra á milli. Fé- lagar í MC Iceland gætu talið að þeir gætu, sem fullgildir meðlimir í Vít- isenglum, færst meira í fang og aðrir hópar gætu litið svo á að þeim stafaði svo mikil ógn af Vítisenglunum að þeir yrðu að grípa til aðgerða gegn þeim. Skipulögð og markviss afbrot Yfirmaður í lögreglunni sem rætt var við taldi þó ekki víst að starfsemi MC Iceland myndi breytast strax. Það væru ekki endilega félagar í Vít- isenglum sem fremdu afbrot heldur ekki síður ýmiss konar áhangendur sem sæju um afbrotin fyrir þá, undir þeirra stjórn. „Við höfum enga ástæðu til að ætla að það verði eitt- hvað öðruvísi hér. Þessum samtök- um fylgja glæpir,“ sagði hann. Bæði Sigríður Björk Guðjónsdótt- ir, lögreglustjóri á Suðurnesjum, og Stefán Eiríksson, lögreglustjóri á höfuðborgarsvæðinu, vonast eftir því að auknar rannsóknarheimildir lögreglu leiði til þess að baráttan gegn skipulagðri glæpastarfsemi verði einfaldari og skilvirkari. Sigríður Björk segir að baráttan standi gegn ýmsum skipulögðum glæpasamtökum sem hér starfa, þ. á m. þjófagengjum, svokölluðum vélhjólaklúbbum og eiturlyfjasmygl- urum. „Þessi vinna krefst öðruvísi aðferða og meiri mannafla. Rann- sóknin er flóknari enda eru afbrotin skipulögð og markviss. Það eru mörg gengi innan hvers hóps. Eitt sér um að selja þýfi, eitt sér um rukkun, eitt sér um að smygla fíkni- efnum og svo framvegis. En það get- ur verið erfitt að sýna fram á tengsl milli gengjanna. Það fer mjög í taug- arnar á mér að við í lögreglu og toll- gæslu á Suðurnesjum skulum sífellt taka burðardýr fíkniefna en svo gengur misjafnlega að hafa uppi á þeim sem bera raunverulega ábyrgð á innflutningnum,“ segir hún. Geti rannsakað hópa Halla Gunnarsdóttir, aðstoðar- maður Ögmundar Jónassonar innan- ríkisráðherra, segir að ráðuneytið vinni nú að frumvarpi sem muni rýmka heimildir lögreglu til að rann- saka skipulagða glæpastarfsemi. „Það þarf að lækka þröskuldinn til að beita þeim úrræðum sem þegar eru fyrir hendi gegn skipulögðum glæpahópum,“ segir hún. Ekki sé verið ræða um ný þvingunarúrræði, til viðbótar við t.d. símhleranir og húsleitir, og eftir sem áður þurfi að fá samþykki dómara fyrir þeim. Lög- regla muni ekki geta rannsakað hvern sem er, heldur verði að hafa sterkan grun og vísbendingar um brotastarfsemi. Hún nefnir sem dæmi að nú sé erf- itt fyrir lögreglu að rannsaka starf- semi glæpahópa. Það geti verið snúið að fá t.d. úrskurð til símhlerana vegna gruns eða upplýsinga um að hópurinn stundi skipulagða brota- starfsemi, ef grunurinn beinist ekki að tilteknu afbroti hjá tilteknum ein- staklingi. Halla býst við að frumvarpsdrög liggi fyrir mjög fljótlega. Íslenskum Vítisenglum fylgja afbrot Morgunblaðið/Sverrir Vísað frá Tekið var upp tímabundið landamæraeftirlit á Keflavíkurflugvelli fyrir tveimur árum, þegar von var á hópi norrænna Vítisengla í veislu vegna vígslu nýs félagsheimilis Fáfnis. Fjórtán mönnum var snúið til baka.  MC Iceland fullgildur aðili að Vítisenglum  Stjórnvöld herða sókn gegn skipulagðri brotastarfsemi  Alls staðar hafa aukin afbrot fylgt í kjölfar þess að klúbbur fær fulla aðild að glæpasamtökunum Lögregla á Íslandi hefur hand- tekið menn frá Austur-Evrópu sem bera húðflúr sem vitna um tengsl þeirra við austurevrópsk glæpasamtök. Félagar í rúss- neskum mafíum og glæpahópum í ríkjum A-Evrópu auðkenna sig oft með húðflúri. Samkvæmt upplýs- ingum Morgunblaðsins hafa nokkrir austurevrópskir glæpa- menn, sem hafa tengsl og starfa með skipulögðum glæpahópum í heimalöndum sínum, sest hér að. Lögreglumaður sem rætt var við sagði að þessir menn hefðu kom- ið sér vel fyrir hér á landi, ækju um á fínum bílum og byggju vel, en væru samt sem áður skráðir atvinnulausir. Þeir væru með menn í vinnu fyrir sig, yfirleitt landa sína, sem þeir gerðu út til innbrota, fíkniefnasmygls og fleira. Þá hefur Morgunblaðið fengið staðfest að hópur glæpamanna frá Póllandi og Litháen starfi saman, m.a. við að framleiða am- fetamín. Þetta séu harðsvíraðir menn, hiki ekki við ofbeldisverk, og að aðrir glæpamenn á Íslandi óttist þá. Menn af þessu tagi eru aug- ljóslega mikil ógnun við íslenska lögreglumenn. Lögreglumaður sem rætt var við benti á að skemmst væri að minnast grófrar árásar sem óein- kennisklæddir fíkniefnalögreglu- menn urðu fyrir á Laugavegi í jan- úar 2008 en lögreglumenn áttu fullt í fangi með að verjast árás- inni. Lögreglumennirnir bentu á að þeir hefðu bæði verið með lögregluskilti og hrópað að hér væri lögregla að störfum en árás- armennirnir, þeir þrír sem voru ákærðir, sögðust ekkert kannast við það. Húðflúr vitna um tengsl ÁHYGGJUR AF GLÆPAMÖNNUM FRÁ AUSTUR-EVRÓPU landsbankinn.is 410 4000Landsbankinn Styrkir fyrir námsmenn J Ó N S S O N & L E ’M A C K S • jl .i s • S ÍA N B IH F .( L A N D S B A N K IN N ) ,K T .4 7 1 0 0 8 - 0 2 8 0 Sæktu um námsstyrk Námunnar á landsbankinn.is. Umsóknarfrestur er til 18. mars. Námufélagar eiga nú kost á veglegum námsstyrkjum á framhalds- og háskólastigi fyrir skólaárið 2011-2012. Styrkjum hefur verið fjölgað og styrkupphæðir hækkaðar. Veittir verða styrkir í fjórum flokkum  4 styrkir til framhaldsskóla- og iðnnáms, 200.000 kr.  4 styrkir til háskólanáms (BA/BS/BEd), 350.000 kr.  4 styrkir til framhaldsnáms á háskólastigi, 400.000 kr.  4 styrkir til listnáms, 400.000 kr.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.