Morgunblaðið - 05.03.2011, Blaðsíða 11
María Ólafsdóttir
maria@mbl.is
Ákvöldin situr SigurlínaJóh Jóhannesdóttir fyrirframan sjónvarpið ogprjónar lopabrækur á
karla. Þetta eru engar venjulegar
brækur heldur eru þær með þar til
gerðum hólk og poka aftan við það.
Sérsniðnar til að geyma og halda
hita á viðkvæmustu líkamspörtum
karlmannsins.
Nýverið fékk
blaðamaður að
sjá svokallaða
prestsbrók úr
smiðju Sigurlínu.
Hana hafði kona
ein í Reykjavík
pantað handa
bónda sínum í
bóndadagsgjöf.
En ekki nóg með
það heldur ákvað
Sigurlína að
lauma líka með í pakkann efnislitlu
bikiní handa frúnni í stíl. Augljóst
var að Sigurlína hefur húmor og sló
blaðamaður á þráðinn norður á
Hvammstanga til að forvitnast
meira um prjónaskapinn.
„Ég prjóna helst úr grófum
lopa og prjóna bara eftir þeim hug-
myndum sem ég fæ. En yfirleitt
reyni ég að prjóna bara eina brók
með hverju munstri. Ég er eina
kvöldstund yfir fréttunum og Kast-
ljósi að prjóna slíkar buxur og enga
stund með kvenfötin enda þau ekki
sérlega efnismikil. Ég sá fyrst mynd
af svona typpabrók í norsku blaði
fyrir mörgum árum síðan. En hug-
myndina að prestsbrókunum má
rekja til þess tíma þegar biskupinn
var svo mikið í sjónvarpinu. Svona
höfðu þær fréttir áhrif á prjónaskap-
inn en hólkurinn, sem yfirleitt er op-
inn að framan, er lokaður á þeim
brókum,“ segir Sigurlína og hlær
við.
Góðar í sjósund
Sigurlína hefur prjónað einar
50 eða 60 brækur og ófá bikiní úr ull.
Hún segir buxurnar mikið vera not-
aðar í fertugs- og fimmtugsafmæl-
isgjafir en þær hafa verið seldar í
handverkshúsi sem norðurþing-
eyskar karlmannanærbuxur. Hún
segist aldrei hafa séð nokkurn mann
í þessu en þó hafi einn pantað brók
til að nota í sjósundi. Það hafi reynst
vel þar til hann ákvað að þvo þær
eftir eina sundferðina með þeim af-
leiðingum að þær skruppu saman.
En þetta hlýtur nú að vera
ósköp hlýtt og notalegt og halda vel
utan um tól og tæki?
„Já það er poki undir en ég veit
ekkert hvort að þetta er raunhæft.
Hvort það sé hægt að geyma dótið í
þessu en þetta lítur alveg eins út.
Stærðin fer eftir því hvað ég nenni
að prjóna, stundum prjóna ég bara
stórar en ef pantanirnar eru margar
verða þær stundum styttri. Ég reyni
að hafa þær þannig að fólk komist að
minnsta kosti í þær,“ segir Sigur-
lína.
Óvæntur glaðningur
Fyrir þá sem ekki þola lopa
mælir Sigurlína með að frysta flíkina
eða þvo hana upp úr hárnæringu til
að mýkja ullina. Það komi eiginlega
ekki til greina að fóðra þær með flís-
efni þar sem það sé ekki jafn teygj-
anlegt og ullin. Prjónaskapur verður
sífellt vinsælli og segir Sigurlína
stundum erfitt að fá liti þar sem
framleiðendur hafi ekki við. Hún
segir konurnar á Kópaskeri býsna
duglegar og nóg um að vera í prjóna-
skap á svæðinu. Góð sala sé til að
mynda í handverkshúsunum sem
hafi breyst mikið frá árinu 2007.
Ullarbrækur
fyrir stellið
Varla fer neitt íslenskum karlmönnum betur
en hlý og góð ullarbrók til að spranga um í. Enda
mjög svo karlmannlegur klæðnaður sem heldur
fjölskyldudjásninu öruggu.
Sigurlína Jóh
Jóhannesdóttir
DAGLEGT LÍF 11
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 5. MARS 2011
„Ég ætla að nota tækifærið og eyða helginni með fjölskyld-
unni,“ segir Eldar Ástþórsson, verkefnastjóri markaðs-
deildar CCP. „Ég byrja á því að fara með dóttur mína, Sögu,
sem er fjögurra ára, í íþróttaskóla Fram. Það er eiginkon-
unni bæði til gleði og mæðu því hún er svo mikill Þróttari en
við Saga erum feikilega ánægð, enda er þetta alltaf mjög
skemmtileg stund. Saga er mikil valkyrja og finnst gaman í
öllu, hvort sem það er að fara í kollhnís, hokkí eða að sparka
bolta.“
Eftir íþróttaskólann stefna feðginin á sund og bjóða jafn-
vel gesti með. „Það væri gaman ef frændi minn og nafni,
Eldar Hrafn, sem er á sama reki og Saga, kemst með. Litli
bróðir Sögu, Hugi, sem er sjö mánaða, mun hins vegar bíða
með sundferðir fram á vor.“
Eldar hefur ekki í hyggju að gleyma eiginkonunni, Evu
Einarsdóttur borgarfulltrúa. „Eftir sundið ætla ég að koma
henni á óvart, en það á að vera óvænt svo ég segi ekkert um
það,“ segir hann leyndardómsfullur.
„Síðan um kvöldið ætlum við að bjóða ömmum og öfum í
matarboð. Það hefur lengi staðið til svo við hlökkum mikið
til að fá þau í heimsókn.“ Eldar hefur fá svör þegar hann er
spurður að því hvað verði í matinn. „Ég verð að játa að eig-
inkonan er með mikið forskot í matseldinni,“ segir hann og
hlær. „Hún hefur haldið úti matarbloggi og er mjög flinkur
kokkur en ég reyni að aðstoða eftir fremsta megni. Við fjöl-
skyldan erum grænmetisætur og í því er svolítið kynslóðar-
bil þegar kemur að ömmum og öfum en við reynum að búa
til eitthvað sem við höldum að slái í gegn hjá þeim.“
Dagskránni er þó ekki alveg lokið. „Ef það verður púki í
manni er aldrei að vita nema við förum út á galeiðuna síðar
um kvöldið, og ef menn þurfa að melta verður kannski hægt
að fá ömmur og afa til að staldra við hjá börnunum á meðan.
Þá liggur leiðin sjálfsagt á Kaffibarinn þar sem plötusnúður-
inn Margeir ætlar að fagna 40 árum í bransanum með því að
þeyta skífum.“
Sem fyrr segir hefur vikan verið erilsöm hjá Eldari, „eins
og alltaf hjá okkur í CCP. Nú erum við t.d. að undirbúa Fan-
fest-hátíðina okkar sem verður eftir þrjár vikur, auk ann-
arra verkefna.“
Hvað ætlar þú að gera í dag?
Morgunblaðið/Golli
Afslöppun Eldar nýtur helgarinnar með fjölskyldunni.
Stefnir á dekurdag
með fjölskyldunni
Skógarhlí› 18 • 105 Reykjavík • Sími 595 1000 • Fax 595 1001 Akureyri sími: 461 1099 • www.heimsferdir.is
B
irt
m
eð
fy
rir
va
ra
um
p
re
nt
vi
llu
r.
H
ei
m
sf
er
ð
ir
ás
ki
lja
sé
r
ré
tt
til
le
ið
ré
tt
in
g
a
á
sl
ík
u.
A
th
.a
ð
ve
rð
g
et
ur
b
re
ys
t
án
fy
rir
va
ra
.
E
N
N
E
M
M
/
S
IA
•
N
M
45
42
3
frá 69.900
Sértilboð 15. eða 16. mars
Kanarí
Nú bjóðum við síðustu sætin í sólina á Kanaríeyjum þann 15. mars í 8 nætur eða 16. mars í 7
nætur á frábæru tilboði. Í boði er Tisalayapark, sem eru góðar íbúðir á Maspalomas svæðinu.
Gríptu tækifærið og njóttu lífsins á þessum vinsæla áfangastað á ótrúlegum kjörum.
Verð kr. 69.900
Netverð á mann, flugsæti til Kanaríeyja.
Frá kr. 89.900
Netverð á mann, m.v. 2 íbúð í viku á
Tisalayapark 16. mars.
Frá kr. 89.900
Netverð á mann, m.v. 2 íbúð í 8 nætur á
Tisalayapark 15. mars.