Morgunblaðið - 05.03.2011, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 05.03.2011, Blaðsíða 35
MINNINGAR 35 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 5. MARS 2011 að skjóta á aðra og því dáðist ég einnig að. Fyrst um sinn vorkenndi ég þér vegna fötlunar þinnar og fannst ég þurfa að passa upp á þennan gullmola sem ég hafði uppgötvað að mér fannst, en það leið ekki á löngu þar til ég sá að þú stóðst jafnfætis okkur hinum og varst í raun miklu meira en það. Þú varst mikill íþróttamað- ur, með keppnisskap, þraut- seigju, skilning á íþróttum, og síðast en ekki síst leikgleði sem skein af þér. Að vera valinn íþróttamaður Borgarfjarðar, Norðurlandamet, verðlaun á Evrópumeistaramóti, verðlaun á heimsmeistaramóti þar sem þú settir heimsmet og þátttaka á Ól- ympíuleikunum í Sydney segir allt sem segja þarf. Mér þótti ótrúlega vænt um þig Einar Trausti, þú varst ein- stakur vinur, þú varst með ein- stakan húmor, einstakt bros, ein- stakt göngulag og síðast en ekki síst einstakur persónuleiki sem greindi þig glöggt frá öðrum. Ég sendi fjölskyldu og vinum Einars Trausta mínar innileg- ustu samúðarkveðjur. Með djúp- um söknuði kveð ég kæran vin. Guðlaugur Andri Axelsson. Það voru dapurlegar fréttir sem við hjónin fengum þegar við heyrðum að vinur okkar, Einar Trausti Sveinsson, væri allur. Einar, sem var hvers manns hug- ljúfi, er ekki lengur á meðal okk- ar. Við kynntumst honum þegar leiðir okkar lágu saman í Íþrótta- félaginu Kveldúlfi í Borgarnesi og eigum við margar góðar minn- ingar frá þeim tíma. Einar var alltaf jákvæður og léttur í lund, hann var hrókur alls fagnaðar í þeim mörgu æfinga- og keppnis- ferðum sem farið var í. Hann var frábær íþróttamaður og vann mörg afrek þar sem hann sýndi hvað í honum bjó þegar hann sigraði bæði sjálfan sig og aðra. Við hjónin vorum í stjórn Kveld- úlfs ásamt fleira fólki þar á meðal Þórði, stjúpföður Einars, og móð- ir hans tók einnig virkan þátt í starfinu. Fljótlega kom í ljós að Einar hafði mikla hæfileika sem frjálsíþróttamaður, einkanlega í kastíþróttum. Hann var valinn í landslið Íþróttassambands fatl- aðra og fór með því á heimsmeist- aramót í frjálsum íþróttum sem haldið var í Birmingham í Eng- landi, þá aðeins sextán ára gam- all. Hann hlaut bronsverðlaun í spjótkasti og náði áttunda sæti í kúluvarpi. Árið eftir náði hann í silfurmedalíu á Evrópumóti spastískra í Englandi. Það er ábyggilega draumur hvers íþróttamanns að fara á ólympíu- leika og sá draumur Einars varð að veruleika, hann náði þeim frá- bæra árangri að ná lágmörkum fyrir Ólympíuleikana í Sydney árið 2000. Því miður átti hann við meiðsli að stríða sem komu í veg fyrir að hann blandaði sér í topp- baráttuna á Ólympíuleikunum. Einar setti Íslandsmet í sínum fötlunarflokki í spjótkasti, kringlukasti og kúluvarpi, en þau met standa enn. Einar var kjör- inn íþróttamaður ársins 1998 í Borgarbyggð og einnig í Borgar- firði og aftur íþróttamaður ársins í Borgarfirði árið 2000. Við eigum góðar minningar um góðar stundir með þessum frábæra dreng, minning hans lifir áfram. Við vottum fjölskyldu og ætt- ingum Einars Trausta okkar innilegustu samúð og biðjum að góður Guð styðji ykkur í sorg- inni. Guðmunda Ó. Jónasdóttir og Aðalsteinn Kristjánsson. Elsku Einar minn, ég trúi ekki að ég sé að gera minningargrein um þig. Ég trúi ekki að þú hafir kvatt okkur svona fljótt. Þú varst mér svo kær og það verður erfitt að fara í gegnum lífið án þín, en minningarnar sem ég á um þig eru mér dýrmætar og ómetanleg- ar. Mig langar svo að fá að heyra þig hlæja aftur og að fá að sjá þitt yndislega fallega bros. Ég man svo vel eftir þegar við sátum inni í stofu hjá þér og vorum að rífast um hvor væri betri helmingur hvors og þú varst svo sannarlega minn. Þegar þú fórst tókstu svo mikinn hluta af mér með þér en skildir samt eftir svo mikið. Ég fæ að eiga allar þessu yndislegu minningar um þig. Það er svo sárt að hugsa til þess að ég fái ekki að upplifa fleiri minningar með þér, en hver og ein minning um þig skiptir mig miklu máli og ég veit að þær munu varðveitast alla ævi. Þú varst minn besti vin- ur og studdir mig í gegnum ótal- margt, það var svo gott að eiga þig að, þú varst minn klettur þeg- ar eitthvað bjátaði á. Ég var að hlusta á lögin okkar í gær sem við skrifuðum niður á blað fyrir nokkrum árum en náð- um aldrei að skrifa diskinn, þetta eru ómetanlegar minningar þeg- ar við sátum inni í stofu í marga klukkutíma og vorum að finna góð lög. Þessi lög eru komin á disk núna og þegar ég hlusta á þennan disk mun ég alltaf hugsa um þessar skemmtilegu stundir sem við áttum saman. Það er svo margt sem ég átti eftir að tala við þig um en ég verð að reyna að tala við þig á öðruvísi hátt núna. En ég er mjög fegin að hafa feng- ið að verja síðustu kvöldstundinni með þér, þegar við sofnuðum bæði í sófanum og þú varst að gefa mér fótanudd eins og þú varst vanur að gera. Þú varst allt- af svo góður við mig og vildir gera allt fyrir mig, ef mig vantaði pössun varst þú alltaf til staðar og þegar ég var hrædd hringdi ég í þig og þú varst kominn strax til mín til að hressa mig við. Þú hjálpaðir mér alltaf þegar ég þurfti hjálp og ég þurfti ekki einu sinni að biðja um hjálp, þú varst alltaf kominn til að skipta um ljósaperu fyrir mig þegar ég gat það ekki, eða tengja sjónvarpið. Þetta var bara sjálfsagður hlutur fyrir þig en ég er mjög þakklát fyrir að hafa átt svona góðan vin að. Ég fann ljóð sem þú hafðir ort til mín fyrir nokkrum árum og mig langaði að deila þeim með öðrum, þau hljóma svo: Líf mitt var eins og vetur, kalt, dimmt og einmanalegt. Svo hitti ég þig í fyrsta sinn, og ég varð var við einhvern hita og bjarma og það umlukti mig allan. Síðan með hverju skiptinu sem við hittumst aftur var eins og allur kuldinn, myrkrið og ísinn væri að hverfa burt. Það var eins og það væri að vora innra með mér. Í dag er hásumar og sól hjá mér alla daga. Takk fyrir að koma inn í líf mitt og verða svona góður vinur og láta allt vera svona bjart og jákvætt. Þetta ljóð mun ég ávallt eiga eins og hverja og eina minningu um þig. Ég sakna þín og elska þig, elsku vinur minn. Þín vinkona, Kristín María. Í dag kveðjum við góðan vin okkar og félaga. Einar Trausti var samferða okkur flestum allt frá sex ára aldri og fram til 16 ára er við útskrifuðumst úr Grunn- skóla Borgarness. Við minnumst góðs og hjartahlýs drengs sem ætíð lumaði á brosi. Mín fyrsta minning af Einari Trausta var þar sem hann hjólaði um bæinn á nýja hjólinu sínu, honum þótti greinilega gaman að hjóla og var hann ekkert lítið öf- undaður af hjólinu á þeim tíma. Einar Trausti hafði mikinn áhuga á íþróttum og náði hann mjög góðum árangri á þeim vett- vangi. Það sannaðist best þegar hann fór á ólympíuleika fatlaðra í Sydney og stóð sig þar með mik- illi prýði. Ég veit að einhverjir í bekknum öfunduðu hann af að fá að fara alla leið til Ástralíu en öll vorum við ótrúlega stolt af hon- um. Við árgangsfélagarnir hitt- umst haustið 2009 og að vanda var mikið glens og gaman. Einar Trausti skemmti sér eins og flest- allir vel þetta kvöld og talaði mik- ið um það að við ættum að hittast oftar. Ekki grunaði okkur að í næsta sinn er við hittumst yrði einum færra í hópnum. Það er djúpt skarð höggvið í okkar hóp en minning um ljúfan brosandi og glaðan dreng fylgir okkur. Fjölskyldu Einars Trausta sendum við okkar dýpstu samúð- arkveðjur. Hugur okkar er hjá ykkur á þessum erfiðu tímum. Farðu í friði vinur minn kær faðirinn mun þig geyma. Um aldur og ævi þú verður mér nær aldrei ég skal þér gleyma. svo vöknum við með sól að morgni. (Bubbi Morthens.) Fyrir hönd ’82 árgangsins úr Grunnskóla Borgarness Dagný Pétursdóttir. Fyrstu kynnin mín af Einari Trausta Sveinssyni voru þegar ég kenndi bekknum hans leikfimi í Grunnskóla Borgarness. Í hug- anum er sérstaklega einn tími eftirminnilegur. Ég var búinn að ákveða tímatöku í 20 m hlaupi. Allir voru spenntir og ákveðnir að gera sitt besta. Á meðan börn- in voru að hita upp varð ég dálítið hugsi. Einn drengurinn í bekkn- um hafði ekki jafna möguleika og hinir. Hann á erfitt með hlaup því ökklar hans eru bundnir – eru spastískir. Ég kom með hug- mynd sem börnin samþykkja og drengurinn brosti. Hann þarf ekki að hlaupa eins langt og hin. Þau hlaupa þrjú og þrjú og sá fyrsti kemst í lokahlaupið. Í lokin hlaupa fjögur og einn þeirra er Einar Trausti. Mikið siguróp gellur við hjá börnunum þegar hann er fyrstur yfir marklínuna. Öll samgleðjast þau honum inni- lega og andlit hans ljómaði af gleði. Þannig var Einar Trausti. Virtist alltaf glaður og brosandi og lagði sig að fullnustu fram við allt sem lagt var fyrir bekkinn. Gerði raunar miklu meira en hægt var að ætlast til af honum miðað við hans fötlun. Seinna æfði hann af kappi botsía og aðr- ar íþróttagreinar hjá Íþrótta- félaginu Kveldúlfi í Borgarnesi. Hann hóf að æfa frjálsar íþróttir undir stjórn Írisar Grönfeldt og náði frábærum árangri á alþjóða- mótum fyrir fatlaða í kastgrein- um. Átti til dæmis Norðurlanda- met í spjótkasti í sínum flokki og keppti á Ólympíuleikunum í Sydney. Fyrir afrek sín var Ein- ar Trausti kosinn Íþróttamaður UMSB árið 2000. Nú hefur þessi brosmildi og elskulegi drengur verið kallaður í annan heim allt of fljótt. Í hug- anum situr eftir minning um ung- an mann sem lagði sig fram við allt sem hann gerði og kvartaði aldrei. Blessuð sé minning hans. Ég bið góðan Guð að styrkja ætt- ingja og vini í sorg þeirra. Minn- ing um góðan dreng mun lifa um ókominn tíma. Ingimundur. Það er mjög erfitt að vita að þú sért farinn. Þú varst svo hug- rakkur og duglegur. Þér gekk rosa vel í frjálsum, enda gafstu aldrei upp, sama hvað. Og þú kvartaðir aldrei yfir neinu, varst alltaf bara ánægður. Er stolt að geta sagt að þú hafir verið frændi minn. Þú varst æðislegasti, já- kvæðasti, brosmildasti, glaðleg- asti frændi og alltaf hlæjandi. Þú smitaðir alltaf frá þér brosi. Ég er samt ánægð að vita til þess að þú sért á svona góðum og hlýjum stað. Ég veit að þér líður örugg- lega bara mjög vel þarna uppi. Ég á eftir að sakna þess að geta talað við þig og knúsað þig. Þú verður nú samt alltaf til staðar, ég veit það. Mér líður betur að hugsa bara um góðu stundirnar og minningarnar sem við áttum saman. Þær eru óteljandi. Ég hef alltaf elskað þig og mun alltaf gera. Ég mun hugsa um þig alla daga. Þú varst frábær frændi og góður vinur. Þín verður sárt saknað. Hvíldu í friði, elsku Ein- ar frændi. Svanhildur frænka. Frjálsíþróttamaðurinn Einar Trausti Sveinsson er fallinn frá aðeins 29 ára að aldri. Einar Trausti skipaði hóp vaskra ungra frjálsíþróttamanna úr röðum fatlaðra sem gerðu garðinn fræg- an í kringum aldamótin síðustu. Sín fyrstu spor í þátttöku á al- þjóðavettvangi steig Einar Trausti, líkt og allir fremstu íþróttamenn úr röðum fatlaðra, á norrænum barna- og unglinga- mótum. Árið 1998, þá aðeins 16 ára gamall, vann hann til brons- verðlauna á heimsmeistaramóti fatlaðra sem fram fór í Englandi og ári síðar til silfurverðlauna á Evrópumeistaramóti spastískra, sem einnig fór fram í Englandi. Árið 2000 var Einar Trausti með- al sex keppenda frá Íslandi sem þátt tóku í ólympíumóti fatlaðra sem fram fór í Sydney. Meiðsli höfðu þá um skeið háð honum sem komu í veg fyrir að hann væri þar í baráttu um verðlauna- sæti. Einar Trausti, sem keppti í fötlunarflokki F35, setti Íslands- met í spjótkasti, kringlukasti og kúluvarpi sem enn standa. Margs er að minnast frá því miður allt of stuttum íþróttaferli Einars Trausta þar sem ávallt var stutt í brosið þó að á móti blési. Þannig var hann hvers manns hugljúfi, glaðlyndur og góður drengur. Íþróttasamband fatlaðra færir aðstandendum Einars Trausta sínar innilegustu samúðarkveðj- ur. Fyrir hönd Íþróttasambands fatlaðra, Sveinn Áki Lúðvíks- son formaður. Elsku vinur. Kveðjustundin er komin allt of snemma fyrir ungan glaðlegan mann sem okkur þótti öllum svo vænt um. Þú varst ekki bara vinnufélagi okkar, þú varst félagi og vinur í leik og starfi, þú varst alltaf bros- andi og tókst á móti öllum með hlýju og fallegu brosi, þú hafðir þessa fallegu útgeislun svo að fólk laðaðist að þér. Skemmtileg- ur húmor og hlátur þinn gerði það að verkum að það var aldrei leiðinlegt í vinnunni með þér. Minningarnar um þig eru margar og ljúfar, þær munum við geyma í hjörtum okkar alla tíð, þakklát fyrir þau forréttindi að fá að hafa fengið að kynnast þér. Aðstand- endum vottum við okkar dýpstu samúð. Samstarfsfólk á Olís, Borgar- nesi, Ólöf, Vigdís, Aðalsteinn, Silvía, María, Lilja, Birkir, Skúli, Maren, Auður, Elín, Ólafur Magnús. Morgunblaðið birtir minn- ingargreinar endurgjalds- laust alla útgáfudaga. Skil | Greinarnar skal senda í gegnum vefsíðu Morgunblaðsins. Smellt á reitinn Senda inn efni á forsíðu mbl.is og viðeigandi efn- isliður valinn. Skilafrestur | Ef óskað er eftir birtingu á útfarardegi verður greinin að hafa borist eigi síðar en á hádegi tveimur virkum dög- um fyrr (á föstudegi ef útför er á mánudegi eða þriðjudegi). Þar sem pláss er takmarkað get- ur birting dregist, enda þótt grein berist áður en skilafrestur rennur út. Lengd | Minningargreinar sem birtast í Morgunblaðinu séu ekki lengri en 3.000 slög. Minningargreinar  Elskulegur sambýlismaður minn, fósturfaðir, sonur, bróðir, mágur og frændi, JÓHANN EINARSSON, Blikastöðum 1, Mosfellsbæ, andaðist föstudaginn 25. febrúar. Útförin fer fram í Fríkirkjunni í Reykjavík mánudaginn 7. mars kl 15.00. Vilborg Kristinsdóttir, Kristinn Ingólfsson, Svana Ingólfsdóttir, Héðinn Þór Ingólfsson, Þráinn Ingólfsson, Einar Jóhann Jónsson, Hans Ágúst Einarsson, Oddný Þóra Helgadóttir, Ingólfur Kristinn Einarsson, Halldóra Tryggvadóttir, Helgi Einarsson, Heiðrún Hauksdóttir og aðrir aðstendendur. ✝ Elskulega eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma frá Nýjabæ á Seltjarnarnesi, GUÐRÚN JÓNSDÓTTIR, Lindarbraut 29, (Nýlendu), Seltjarnarnesi, lést á heimili sínu þriðjudaginn 1. mars. Útförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hinnar látnu. Snæbjörn Ásgeirsson, Bryndís Snæbjörnsdóttir, Mark Wilson, Jón Snæbjörnsson, Soffía Guðmundsdóttir Ásgeir Snæbjörnsson, Guðný Hreinsdóttir, barnabörn, barnabarnabörn og aðrir aðstandendur. ✝ Elskulegur eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, SNORRI ÞORGEIRSSON frá Helgafelli, Löngulínu 29, Garðabæ, fyrrum ökukennari og bílstjóri í Stykkishólmi, lést á Landspítalanum í Fossvogi föstudaginn 25. febrúar. Útförin fer fram frá Víðistaðakirkju, Hafnarfirði, þriðjudaginn 8. mars kl. 13.00. Bjarnfríður Sverrisdóttir, Steinar Þór Snorrason, Jóhanna Lára Óttarsdóttir, Þorgeir Ingiberg Snorrason, Sörína Vilhjálmsdóttir, Sigurborg Sóley Snorradóttir, Svavar Halldórsson, Ólafur Sverrir Snorrason, Svandís Þrastardóttir, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Ástkær eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, GUÐFINNA ÓSKARSDÓTTIR, Blómsturvöllum 8, Grindavík, sem lést miðvikudaginn 2. mars á Heil- brigðisstofnun Suðurnesja, verður jarðsungin frá Grindavíkurkirkju föstudaginn 11. mars kl. 14.00. Þeim sem vilja minnast hennar er bent á líknarsjóð Grindavíkurkirkju. Guðmundur Ó. Ívarsson, Magnús Guðmundsson, Hulda Halldórsdóttir, Margeir Guðmundsson, Marisa S. Sicat, María Guðmundsdóttir, Unnar Ragnarsson, Guðný Guðmundsdóttir, Hersir Sigurgeirsson, Bragi Guðmundsson, Valgerður Þorvaldsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Elskulegur sonur minn, faðir okkar, bróðir, mágur og barnabarn, KÁRI HALLSSON, Krummahólum 6, Reykjavík, lést á gjörgæsludeild Landspítala, Fossvogi þriðjudaginn 1. mars. Útför hans fer fram frá Bústaðakirkju fimmtudaginn 10. mars kl. 13.00. Brynhildur Káradóttir, Gabríel Víðir, Sævar Freyr, Brynjar Guðmundsson, Linda S. Guðmundsdóttir, Fannar Ingi Guðmundsson, Berglind R. Guðmundsdóttir, Hámundur Ö. Helgason, Kolbrún Ingjaldsdóttir, Kári Snorrason.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.