Morgunblaðið - 05.03.2011, Blaðsíða 28
28
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 5. MARS 2011
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/
Það erskemmti-legt hvað
sumt getur breyst
til batnaðar af
óvenjulegu tilefni.
Stefán Ólafsson
prófessor var um árabil tíður
gestur í ljósvakamiðlum, rit-
aði greinar í blöð og talaði á
fundum um fátækt á Íslandi.
Þetta var á þeim tíma sem
kaupmáttur óx hröðum skref-
um og almenn velsæld fór
vaxandi, en áður en Samfylk-
ingin settist í ríkisstjórn. Svo
gerðist það einn daginn að sú
breyting varð á að Samfylk-
ingin tók sæti í ríkisstjórn og
eftir það hefur farið minna
fyrir Stefáni og öðrum fyrr-
um áhugamönnum um fátækt
í opinberri umræðu. Skömmu
síðar gerðist það að Stefán
var skipaður í stöðu formanns
Tryggingastofnunar, sem
hann gegnir enn.
En það er ekki aðeins að
Stefán og aðrir fyrrum
áhugamenn um fátækt hafi
haft hægt um sig að undan-
förnu, þeir virðast hreinlega
hafa kúvent í afstöðu sinni.
Fyrir nokkrum árum lagði
Stefán áherslu á það viðhorf
sitt að fátækt væri meiri hér
en hjá hinum Norðurlanda-
þjóðunum. Hann taldi að Ís-
land væri að færast nær
„frjálshyggjukerfum“ og að
fyrirkomulag þessara mála
hér á landi væri „afleitt“.
Nú er heldur betur komið
annað hljóð í strokkinn eins
og þeir sem hlýddu á Sam-
félagið í nærmynd í Ríkis-
útvarpinu sl. fimmtudag
fengu að kynnast. Þar sat fyr-
ir svörum sami Stefán Ólafs-
son og fyrr en viðhorfin hefðu
tæpast getað verið ólíkari.
Spurður um stöðuna í dag hér
á landi gerði hann
lítið úr vandanum
og sagði: „Það eru
alltaf einhverjir
sem bera minna
úr býtum en aðrir,
bera minna úr
býtum en meðalfjölskyldan.
Samt er það nú svo og hefur
nú verið um hríð að fátækt á
Íslandi hefur verið í minna
mæli miðað við það sem við
þekkjum í hinum þróaða
heimi og svona á svipuðu róli
og annars staðar á Norður-
löndunum. Það er nú ekki að
öllu leyti hægt að þakka al-
mannatryggingakerfinu eða
velferðarkerfinu það. Að
sumu leyti má þakka það líka
því að Íslendingar eru mjög
duglegir að vinna.“
Viðhorfsbreyting Stefáns
er í senn ánægjuleg og merki-
leg, þó að æskilegt hefði verið
að skýringar á breyttu við-
horfi væru aðrar en breytt
stjórnarmynstur. Hver hefði
trúað því að í miðri kreppu,
þegar þrengingarnar hafa
verið að aukast, eins og Stef-
án viðurkenndi raunar, þá
skuli honum samt nær alfarið
takast að líta á jákvæðu hlið-
arnar og það hve vel heppnað
íslenska velferðarkerfið er?
Í stað þess að draga fram
þá sem kröppust hafa kjörin,
líkt og hann gerði fyrir nokkr-
um árum, tekst honum nú, í
miðri kreppunni, að lesa yfir
landsmönnum um það hve vel
við Íslendingar stöndum í
samanburði við flesta aðra.
Að lokum má benda les-
endum á að velta því fyrir sér
hvort líkur séu á að þáttar-
stjórnandinn á Ríkisstjórnar-
útvarpinu hafi séð ástæðu til
að spyrja viðmælandann út í
fyrri sjónarmið og óvenjulega
viðhorfsbreytingu.
Í miðri kreppunni
ber skyndilega svo
við að fátækt er ekki
lengur áhyggjuefni}
Skyndileg og óvenjuleg
viðhorfsbreyting
Það var næst-um brjóst-
umkennanlegt að
sjá utanríkis-
ráðherrann belgja
sig út yfir mál-
efnum Líbíu á Alþingi. Þar
hefur lengi ríkt einvaldur af
verstu tegund. Sá hefur ekki
aðeins beitt eigin þegna of-
ríki heldur fjármagnað
hermdarverk annars staðar,
svo sem í næsta nágrenni
okkar á Norður-Írlandi. Og
hann stóð fyrir því að far-
þegaþota var sprengd í tætl-
ur í háloftunum yfir Bret-
landi.
Sameinuðu þjóðirnar töldu
rétt að Líbía
gegndi mikilvægu
hlutverki í mann-
réttindanefnd
samtakanna.
Breski Verka-
mannaflokkurinn, sem Össur
hefur kallað bræðraflokk
Samfylkingarinnar, tók upp
sterkt og náið samband við
Gaddafí. Blair og Brown
buðu einræðisherranum sæti
við háborð vestrænna ríkja.
Aldrei heyrðist neitt í Össuri
af neinu slíku tilefni. En svo
þykir honum rétt að belgja
sig út þegar ógnvaldurinn
virðist vera á seinustu metr-
unum. Fyrr þorði hann ekki.
Tómahljóð komu úr
tunnunni við bar-
smíðar ráðherrans }
Síðbúinn belgingur M
ottumars er þarft átak. Hvetur
menn til þess að þukla á sér
punginn og þannig hafa sumir
komist að því í tíma að ekki er
allt með felldu. Best væri ef
krabbamein væri ekki til, en maðurinn fær því
ekki ráðið. Svo fer mottan mörgum býsna vel.
Ekki þó öllum.
Moltumars er líka þarft átak og þyrfti að
standa allt árið um kring, eins og mottumars
auðvitað. Nánar að því síðar.
Bragi Bergmann á Akureyri sagði merkilega
sögu í viðtali sem ég átti við hann í Sunnudags-
mogganum fyrir ári. Þá var Mottumars hafinn á
heimasíðunni Karlar og krabbamein og Bragi
var með myndarlegt skegg við efri vör. Gant-
aðist svo með það að hann hefði tekið átakið fullbókstaflega.
„Ég þakka það þessari auglýsingaherferð og engu öðru
að æxlið fannst. Ég hafði séð auglýsingar í blöðunum og svo
var það á föstudagskvöldi að við hjónin sátum og horfðum á
sjónvarpið að leikin var auglýsing þar sem Þorsteinn Guð-
mundsson sagði að það, að fitla við kúlurnar væri elsta
boltaíþrótt í heimi,“ sagði Bragi eftir að illkynja æxli í eista
hafði verið fjarlægt.
Kona Braga hvatti hann til þess að fara í boltaleikinn eftir
að þau horfðu á auglýsinguna og hann minntist orða hennar
síðar um kvöldið þegar hann var kominn í heita pottinn. Og
dauðbrá þegar hann fann að annað eistað var miklu stærra
en hitt og auk þess glerhart viðkomu.
Bragi fór fljótlega í aðgerð, eistað var fjarlægt og hann er
stálhraustur í dag. Meinið fannst tímanlega.
Full ástæða er því til þess að hvetja alla karla
til þess að fara í boltaleik. Hendur á pung,
strákar!
Rottumars er líka skemmtilegt verkefni þó
færri verði varir það en hið fyrrnefnda. Að öllum
líkindum átta sig að minnsta kosti færri á því
hvort átakið Rottumars stendur yfir en átakið
Mottumars.
Moltumars ættu hins vegar allir að íhuga,
konur og karlar, og margir hafa raunar gert
lengi. Það ætti reyndar að vera moltujanúar og
síðan -febrúar, -mars, -apríl og svo framvegis,
þar til í moltudesember.
Umhverfismál hafa verið í tísku undanfarin
ár, sem betur fer, og verða vonandi um ókomna
tíð. Það er bráð nauðsyn ef ekki á illa að fara fyrir móður
jörð. Sóðaskap mannsins má ugglaust líkja við krabbamein
og hann verður því að hugsa sinn gang ef komandi kyn-
slóðum á að vera líft hér á sömu slóðum.
Að flokka og endurvinna er lífið. Og þá kemur í ljós,
a.m.k. á ónefndu heimili á Akureyri, að ruslið í tunnunni er
nánast ekki neitt þegar hún er tæmd! Pappi fer á sinn stað í
gám, gler á annan, plast og dagblöð og rafhlöður, og fínn
göngutúr að labba með þetta út á gámastöð. Lífrænn úr-
gangur fer í poka, í sérstakt hólf í tunnunni og loks í jarð-
gerðarstöðina í Eyjafjarðarsveit, moltugerðina, þar sem til
verður mold. „Almennt rusl“ er svo lítið að nánast er hægt
að henda tunnunni – í ruslið. Og eftir það er hægt að nota
öskubakkann í bílnum. skapti@mbl.is
Skapti
Hallgrímsson
Pistill
Mottumars og moltumars
STOFNAÐ 1913
Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík.
Ritstjórar:
Davíð Oddsson Haraldur Johannessen
Aðstoðarritstjóri:
Karl Blöndal
Útgefandi:
Óskar Magnússon
FRÉTTASKÝRING
Karl Blöndal
kbl@mbl.is
E
ftir að Moammar Gad-
dafi ákvað að binda
enda á áætlun sína um
að búast kjarnorku-
vopnum og binda enda
á útskúfun Líbíu úr samfélagi þjóð-
anna fór vegur hans vaxandi og ýms-
ir tóku kinnroðalaust við peningum
úr ranni hans. Nú er Gaddafi út-
hrópaður fyrir að beita valdi til að
berja niður andstæðinga sína.
Tengsl við stjórn Gaddafis eru
nú vandræðamál og þegar farin að
hafa afleiðingar. Á fimmtudag sagði
Howard Davies, rektor London
School of Economics, af sér til að
vernda orðspor skólans út af 300
þúsund punda gjöf frá stofnun sonar
Gaddafis, Seif Al-Islam, sem lauk
doktorsprófi frá LSE 2007.
Vandræðin hófust þegar Seif
Gaddafi sagði í sjónvarpsávarpi 21.
febrúar að stuðningsmenn föður síns
myndu „berjast til síðustu byssu-
kúlu“ og „blóðið myndi renna í stríð-
um straumum“ í Líbíu. Þá lögðu
stúdentar í LSE undir sig mötuneyti
í skólanum og skrifstofu rektors.
Skólinn tilkynnti á þriðjudag að
féð frá Seif Gaddafi yrði sett í sjóð til
að styrkja námsmenn frá Norður-
Afríku. „Ég skammast mín ekki fyr-
ir það sem við gerðum við pen-
ingana, en ég held að það sé ljóst að
uppruni þeirra nú sé ekki sá sem við
viljum tengjast,“ sagði Davies þá. Í
viðtali við BBC í gærmorgun sagði
hann að sér hefði hvorki verið rótt
vegna ákvörðunarinnar um að taka
við fénu frá Gaddafi-stofnuninni né
að hafa fallist á það sjálfur að vera
efnahagslegur ráðgjafi líbískra
stjórnvalda. Howard er fyrrverandi
aðstoðarbankastjóri breska seðla-
bankans og fyrrverandi yfirmaður
breska fjármálaeftirlitsins og veitti
stjórnvöldum í Líbíu ráðgjöf um nú-
tímavæðingu fjármálastofnana
landsins. Fyrir það fékk háskólinn
50 þúsund pund árið 2007.
Tengsl skólans við Líbíu eru
ekki öll talin. Stofnun að nafni LSE
Enterprise hefur gert samning upp
á 2,2 milljónir punda við efna-
hagsþróunarnefnd Líbíu um að
þjálfa líbíska embættismenn og sér-
fræðinga.
Þá er einnig hafin rannsókn á
því hvort Seif Gaddafi hafi stolið
hlutum af doktorsritgerð sinni eða
fengið hjálp við að skrifa hana. Á
fimmtudag viðurkenndi bandaríska
ráðgjafarfyrirtækið Monitor Group
að hluti af mánaðarlegri 250 þúsund
dollara þóknun hefði farið í að hjálpa
Seif Gaddafi með ritgerðina.
Jón Daníelsson er prófessor í
hagfræði við LSE. „Það er ljóst að
skólinn virðist hafa gengið of langt í
að óska eftir stuðningi frá löndum
eins og Líbíu,“ segir hann. „Um leið
er jákvætt að rektor skólans skuli
hafa sýnt þann heiðarleika að segja
af sér þegar kom í ljós að þetta voru
mistök. Ég held að það muni styrkja
háskólann og loka því sem annars
hefði orðið leiðindamál fyrir skólann.
Skólinn stendur því sterkur eftir.“
Angar Líbíuauðsins teygja sig
mun víðar. Í fréttaskýringu um
falda sjóði Gaddafis í The
New York Times segir að
ýmsir valdamiklir ein-
staklingar hafi verið í
tengslum við hann og hirð
hans. Nefnd er Rothschild-
fjölskyldan, Andrés Breta-
prins, Peter Mandelsohn,
fyrrverandi yfirmaður við-
skiptamála hjá Evrópusam-
bandinu, rjómi fyrirmenna í
ítölsku viðskiptalífi og
bandarísku fjárfestarnir
Stephen A. Schwarzman
hjá Blackstone og David
M. Rubenstein hjá Car-
lyle Group.
Tengsl við nafn
Gaddafis valda vanda
Sagði af sér Howard Davies, fyrrverandi rektor London School of
Economics, kemur úr viðtali í miðborg London á föstudag.
Synir Moammars Gaddafis hafa
dálæti á vestrænni popptónlist
og hafa notað olíuauðinn til að
fá poppstjörnur til að koma
fram fyrir sig. Kanadíska söng-
konan Nelly Furtado sagði í
upphafi vikunnar að hún ætlaði
að gefa eina milljón dollara,
sem hún fékk frá Gaddafi fyrir
að koma fram á Ítalíu fyrir fjór-
um árum. Söngkonan Beyoncé
mun hafa komið fram á gaml-
árskvöldstónleikum í Karíbahaf-
inu fyrir rúmu ári. Viðstödd
tónleikana voru að sögn eig-
inmaður hennar, hipphopp-
stjarnan Jay-Z, og leik-
konan Lindsay Lohan.
Talsmaður Beyoncé segir
að þegar í ljós hafi komið
hver uppruni peninganna
væri hefðu þeir verið
látnir í sjóð til styrktar
fórnarlömbum jarð-
skjálftans á Haítí.
Hafa nú gefið
peningana
POPPSTJÖRNUR TRÓÐU
UPP FYRIR GADDAFI
Nelly
Furtado
Reuters