Morgunblaðið - 05.03.2011, Blaðsíða 37
MINNINGAR 37
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 5. MARS 2011
lífið í sveitinni. Undanfarin tíu
ár hafa það þó verið réttirnar
sem hafa staðið upp úr, okkur
fjölskyldunni til ómældrar gleði
og ánægju. Þótt dregið hefði úr
þrótti Kalmans og heilsu hans
verið farið að hraka þá óraði
okkur ekki fyrir því að loknum
réttum síðasta haust að nokkr-
um mánuðum síðar væri hann
allur. Það er kannski táknrænt
að örlögin skuli hafa spunnist
þannig að þegar búferla-
flutingum úr hinni fegurstu sveit
í höfuðborgina lauk lagðist hann
banaleguna. Við hjónin vottum
Bryndísi, Stebba, Stínu, Jóni og
fjölskyldum þeirra okkar dýpstu
samúð. Minningin um stórbrot-
inn mann lifir.
„Á engum stað eg uni
eins vel og þessum mér.
Ískaldur Eiríksjökull
veit allt, sem talað er hér.“
(Jónas Hallgrímsson)
Björk Þórarinsdóttir
og Eric Figueras.
Mig langar að minnast Kal-
mans Stefánssonar, bónda í
Kalmanstungu, með nokkrum
orðum. Ég var svo lánsamur að
kynnast syni hans, Stefáni Kal-
manssyni, í starfi Vöku, félags
lýðræðissinnaðra stúdenta í Há-
skóla Íslands, fyrir nær þrjátíu
árum og höfum við síðan brallað
ýmislegt saman og oftar en ekki
hafa hestar þar komið við sögu.
„Ég á jökul“ sagði Stefán stund-
um á góðri stundu og vísaði þá
til þess að innan merkja jarð-
arinnar Kalmanstungu lá einn af
fallegri jöklum landsins, Eiríks-
jökull. Ég var á kafi í hesta-
mennsku og hafði gaman af að
ferðast á hestum og þetta var
svæði sem mig langaði til að
fara um. Það var svo sumarið
1985 sem við Kristín fórum ríð-
andi ásamt öðrum hjónum og
var ferðinni heitið frá Kiðafelli í
Kjós í Kalmanstungu. Þá hitti
ég Kalman í fyrsta sinn. Mað-
urinn var stór og þrekvaxinn,
handtakið þétt, viðmótið hóg-
vært en virðulegt. Það fyrsta
sem Kalman spurði mig um var
hvað ég væri að gera með alla
þessa hesta og sagðist vera van-
ur því að menn kæmu einhesta
úr Húnavatnssýslu og fengju sér
kaffi hjá sér í Kalmanstungu og
héldu að því búnu á Þingvelli.
Mér fannst eitt augnablik eins
og ég væri staddur í miðri forn-
sögu. Svo ræddum við síðar
hvernig ferðamennska á hestum
hefði breyst og þróast í áranna
rás. Eftir að við höfðum snætt
dýrlega Arnarvatnsheiðar-
bleikju, sem frú Bryndís fram-
reiddi af einstakri snilld, var
sest í stofu og málin rædd.
Fyrst var farið yfir stöðu þjóð-
mála en Kalman var víðlesinn og
fylgdist vel með þjóðfélagsum-
ræðu en hann var um tíma virk-
ur í stjórnmálum fyrir Sjálf-
stæðisflokkinn og ljóst að þarna
var á ferðinni íhaldsmaður af
bestu tegund. Þá vék sögunni að
ættfræði þar sem Kalman var
ekki síður vel heima og voru
ættir raktar saman og var Kal-
man fljótur að finna út að Krist-
ín, konan mín, og Kalman voru
bæði af Galtarholtsætt og þó
nokkuð skyld enda kallaði hann
hana frænku ætíð síðan þegar
fundum okkar bar saman. Við
vorum svo lánsöm að fá að njóta
gestrisni Kalmans og Bryndísar
í Kalmanstungu í ófá skipti eftir
þetta og voru það ánægjustundir
sem lifa í minningunni, hvort
heldur var riðið kringum Strút-
inn eða Tunguna eða Surtshellir
skoðaður. Þetta eru dýrmætar
minningar sem við þökkum nú
fyrir og sendum við Kristín
Bryndísi og Stefáni og allri fjöl-
skyldunni samúðarkveðjur
vegna fráfalls Kalmans.
Sigurbjörn Magnússon.
Kalman Stefánsson bóndi hef-
ur lokið farsælu ævistarfi í sátt
við lífið og tilveruna. Ég var svo
lánsamur að fá að kynnast hon-
um og fólkinu hans í Kalman-
stungu fyrir fimmtán árum, og
um árabil naut ég þeirra fríð-
inda að vera smalamaður hans í
hjáverkum. Og þótt ég hafi haft
nokkrar efasemdir um gagnsemi
þessa smala fyrir bóndann er
hitt víst að ferðir mínar upp í
Kalmanstungu hafa alltaf verið
endurnýjandi fyrir líkama og
sál. Ekki er erfitt að sjá hvers
vegna Kalmanstunga – sem í
mínum huga er fordyri að há-
lendi Íslands – er andleg orku-
stöð fyrir sálina. Það nægir að
nefna tignarlega jöklana sem
standa nánast við túnfótinn,
voldug fljótin sem afmarka land-
areignina sitt hvoru megin við
Strút og víðáttumikið Hallmund-
arhraunið sem teygir sig upp
undir Arnarvatnsheiði og geym-
ir fjölmarga undirheima, þekkta
og óþekkta. En nú þegar Kal-
man bóndi er fallinn frá rennur
það upp fyrir manni til fulls hve
stóran hlut hann hefur átt í því
að skapa það andrúmsloft kyrrð-
ar og öryggis sem ég hef svo oft
fengið að njóta í Kalmanstungu,
þessa rósemd hugans sem landið
styður við og framkallar á sinn
hátt. Það að ganga til stofu í
Kalmanstungu, heilsa bónda,
finna hve viðkomugóð vinar-
höndin ávallt er og brosið hlý-
legt, fullkomnaði fyrir mér
þennan kyrrðarheim.
Ég þekkti Kalman ekki á ár-
unum er hann byggði upp Kal-
manstungu og lét til sín taka í
landsmálapólitíkinni. Ég kynnt-
ist honum eftir að hann var
kominn á þann aldur þegar
hægir á framkvæmdahraðanum
og menn taka að yfirvega lífið
og tilveruna. Kalman var
heimakær maður en víðlesinn
og heiðríkja einkenndi hugsun
hans. Hann lét ekki margt
raska ró sinni og fór sér að
engu óðslega (það var helst á
ferðalögum að honum lá á að
komast aftur heim). „Æ
greyið,“ var einasta „hrakyrðið“
sem hann greip til, svo ég
heyrði, mislíkaði honum við ein-
hvern. Þó rann honum í skap og
reiddist yfir ábyrgðarleysinu í
aðdraganda hrunsins.
Það mátti sjá á öllu að Kal-
mani þótti vænt um skepnurnar
sínar og mér fannst alltaf stafa
sérstökum ljóma af kindunum
hans. Það var að minnsta kosti
þannig að sæi ég sérlega sæl-
lega og vel haldna kind í rétt-
unum aðgætti ég nánast ósjálf-
rátt hvort markið væri ekki
örugglega úr Kalmanstungu. Er
féð þó víða vænt í Borgarfirði.
Kalman var einn af þeim
mönnum sem gott var að vera
nálægt hvort heldur eitthvað var
sagt eða ekki, oftar ekki. Marg-
ar samræður við hann hafa hins
vegar greypst í vitund mína.
Sérdeilis gott fannst mér lofið
frá bóndanum, ekki síst léti
hann að því liggja að smalinn
væri enginn máttlaus innipúki
þótt hann kenndi við háskóla.
Besta hrósið sem ég hef fengið
vegna ritstarfa minna kom til
mín eftir krókaleið frá Kalmani.
Það voru fáein orð sem hann lét
falla er sýndu að hann skildi
hvað fyrir mér vakti með pári
mínu. Þeir sem setja saman
bækur gleyma seint slíku hrósi.
Það var mannbætandi að fá að
kynnast þessum rólynda og göf-
uga manni.
Ég og Kolbrún vottum Bryn-
dísi og fjölskyldunni allri samúð
okkar.
Róbert H. Haraldsson.
Þegar ég minnist frænda
míns Kalmans Stefánssonar
þjóta gegnum hugann ljúfar
minningar ungrar stúlku. Kal-
man var sérlega glæsilegur
maður og var eftir þeim hjónum
tekið hvar sem þau fóru. Minn-
ingarnar frá Kalmanstungu
tengjast þó aðallega ömmusyst-
ur minni Valgerði og manni
hennar Stefáni, foreldrum Kal-
mans. Síðasta sumarið mitt
dvaldi ég hjá Kalmani og Bryn-
dísi í góðu yfirlæti.
Stefán var mikill músíkant og
er mér ógleymanlegt þegar
hann sat við píanóið þessi stóri
maður með sínar stóru hendur
og spilaði af snilld. Hundarnir á
bænum voru geymdir úti í kofa
yfir nóttina og var það mikil til-
hlökkun að vakna fyrstur og fá
að hleypa þeim út, en jafn sorg-
legt var að horfa á eftir Stefáni
með hvolpana í strigapoka á
bakinu á leið í Fljótið.
Ég minnist þess þegar við
gáfum þrastarungunum restar
af mjólkurgraut í hreiðrið þeirra
í kotinu okkar í Kirkjubrekk-
unni og þeir sprungu, en þá tók
mamman við og át innan úr
ungunum og þá var mikið grát-
ið. Í þá daga var farið í bað einu
sinni í viku og var þá tjaldað
fyrir borðstofugluggann með
laki og vatn sett í trékarið sem
var undir matarbekknum. Fyrst
fóru stelpurnar í baðið og svo
strákarnir. Þess á milli böðuð-
um við okkur í bæjarlæknum
við leik, en einnig höfðum við
það hlutverk að skola þvottinn
og enduðum þá oft á bólakafi.
Ég finn ennþá ilminn af ný-
steiktum kleinunum hennar Val-
gerðar sem við fengum fyrir
svefninn á hverju kvöldi ásamt
volgri mjólk beint úr kúnum.
Girðingastaurar voru sóttir í
skóginn við Húsafell og fengum
við krakkarnir það hlutverk að
birkja. Óli Jes sonur Kristófers
og Óli Nó sem var vinnumaður
á þeim bæ fengu það hlutverk
að stjórna verkinu. Það var best
að nota hófjárn og voru aðeins
tvö slík tæki til og þurftum við
því líka að nota hnífa. Ég var
yngst og fékk hnífinn, en var
lofað að ef ég kyssti Óla Jes og
Óla Nó á kinnina fengi ég hó-
fjárnið. Og svo kyssti ég þá
hægri vinstri en aldrei fékk ég
járnið.
Valgerður ömmusystir mín
var menntuð hjúkrunarkona og
hinn mesti forkur, alltaf að og
alltaf til staðar fyrir okkur
krakkana. Ég hitti frænda minn
síðast er hann bauð okkur til
veislu í Kalmanstungu eftir
samveru í Reykholti. Þar var
höfðinglega tekið á móti okkur,
öllu frændfólkinu og vinum. All-
ar þessar minningar ylja mér
um hjartarætur þegar ég hugsa
til baka og ég minnist með hlý-
hug og þakklæti sumarveru
minnar hjá frændfólki mínu í
Kalmanstungu.
Ég votta Bryndísi, börnum
hennar og fjölskyldum þeirra
mína dýpstu samúð.
Margrét Eyfells.
Það eru mikil forréttindi að
hafa fengið að vera í sveit í Kal-
manstungu hjá Kalmani Stef-
ánssyni bónda sem nú er fallinn
frá. Þegar fréttin af andláti Kal-
mans barst mér var ég uppi á
Harðangursheiðinni í Noregi.
Ég fann stein á snjósléttunni,
settist niður og sólin skein allt í
einu skært í gegnum skýin.
Margar minningar brutust
fram.
Þá hugsaði ég mest um hve
Kalman var góður lærifaðir. Í
Kalmanstungu lærði ég að
vinna, umgangast dýr og moka
út skít, lesa hæstaréttardóma
og gera við vélar, raka með
hrífu og fylla hlöðu, byggja hús
og veiða bleikju, leita steina í
flagi og lesa Newsweek, skjóta
mink og stækka rafstöð, smala
sauðfé og leiða ferðamenn um
hella. Hjá honum lærði ég um-
gengni við hraun, fljót og jökla.
Ég hugsaði um hvað Kalman
var mikið náttúrubarn. Fyrir
mér var hann nánast sem nátt-
úruafl, sem ég reiknaði með að
yrði alltaf til staðar og myndi
aldrei hverfa. Í huga mér er
Kalman bóndi fastur hluti af
myndinni af Íslandi. Kalman var
góð fyrirmynd og ég átta mig á
því að mig langar ennþá til að
verða bóndi eins og hann. Hug-
urinn ber mig upp á Arnar-
vatnsheiði, í gúmmískóm sitj-
andi á brettinu í Zetor-traktor.
Svo sjóðum við okkur nýveiddan
silung á prímus, borðum hann
með vasahníf af flötum steini og
Eiríksjökullinn gnæfir yfir.
Ásgeir Brynjar Torfason.
Á þeim tímum þegar stóra
fólkið er mikilvægasta öryggis-
net barnssálar var Kalman
bóndi Stefánsson hvort tveggja í
senn, styrkur eins og fjallgarð-
urinn umhverfis Kalmanstung-
una og flinkur verkstjóri sem
laðaði fram dugandi verklag hjá
alls fákunnandi ungmennum.
Heimur bústólpans í
Kalmanstungu stóð opinn ófáum
og á margvíslegan hátt. Við átt-
um því láni að fagna að dvelja
þar oft og tíðum þar sem móð-
ursystir okkar, Bryndís Jóns-
dóttir, gift Kalmani, var bústýra
og Stebbi, Stína og Jón, börn
þeirra hjóna, voru á okkar reki.
Nú er skarð fyrir skildi, hetja
er fallin í valinn, og klökkvinn
leitar sér skjóls í minningunum.
Góðar minningar eru líkn við
leiðarlok.
Við munum karlana spila
lomber og hvernig það buldi í
borðinu þegar Kristófer bóndi
lagði spilin á borðið. Við töldum
víst að hann væri af tröllakyni
og stafurinn hans líka. Stefán
eldri var eins og mildin sjálf í
minningunni og Valgerður, kona
hans, móðir Kalmans, stórbrotin
og vitur. Hún sá dýptir í smá-
mosaslóð, gaf öllu nafn og kunni
á öllu skil. Gömul þúsund ára
sál, Steini gamli, var líka hluti
af heimsmyndinni. Hann mynd-
aði tengsl við jörðina, búfénað-
inn og stóra fólkið en varð börn-
um að góðlátlegri gátu og
persónu í spili þar sem örlög
voru ákveðin. Þannig gat stelpa
átt að giftast Steina gamla ef
upp kom tígull.
Fólk kom og fór ævinlega og
endalaust, höfðingjar og smá-
börn jöfn. Vinnustrákar og
stelpur sem voru æðri verur hjá
litlu fólki kenndu okkur einn og
einn mannasið og einn og einn
ósið, en hjá stóra fólkinu lærð-
um við aðeins góða siði. Þar var
enginn málstaður litinn smáum
augum, þó hæst bæri stjórn-
málin og ævi manna að
ógleymdri ættfræðinni, sem var
vísindalega nákvæm. Söngurinn
og tónlistin voru aufúsugestir á
mannamótum og spilamennskan
ætíð í hávegum höfð. Frétta-
tímar yfir nýjum silungi var
taktfastur hluti af tilverunni,
besta slátur í heimi, skyr, blá-
ber, vöfflur, nýjar kartöflur og
ferskt grænmeti úr garðinum
hennar Biddýar. Stórkostlegum
eldhússtundum fylgdi jafnan
óárennilegasti fylgikvillinn, upp-
vaskið, sem virtist jafn langt og
ófarinn Hvalfjörður.
Hvergi á jörðu, fyrr eða síð-
ar, skiptum við meira máli en í
þessum fjallasal þegar ógleym-
anlegar hástundir sköpuðust, þá
bjarga þurfti töðunni frá óvænt-
um veðrum, finna fé í fjallaskor-
um og undir börðum, bíða í
heimatúnum og reyna að standa
sig.
Það kann að vera örlæti
hinna meiri bústólpa að gefa
ungmennum hlutdeild í slíkum
heimi, en Kalman og Bryndís
stóðu þannig að málum að gagn-
vegir mynduðust sama hver ald-
ur okkar var. Nærvera þeirra
var næm, aldrei áleitin, en alltaf
vakandi og áhugasöm um smátt
og stórt. Auðlegðin í svo stóru
fólki verður aldrei fullþökkuð né
skilgreind en þó má segja að
sjálfstraustið sem slíkt umhverfi
glæðir í ungu fólki verði að
hæglátum áningarstað í ævinni,
einkum og sér í lagi þegar syrt-
ir í álinn.
Við kveðjum bústólpann með
virðingu og þakklæti og biðjum
þess að Guði séu falin þau
Biddý, Stebbi, Stína og Jón,
makar þeirra og börn.
Systkinin Ágúst og
Gunnbjörg.
✝
Ástkær faðir okkar, tengdafaðir, afi og
langafi,
PÁLL ÞORLEIFSSON,
fyrrv. húsvörður í
Flensborgarskólanum,
lést á Hrafnistu í Hafnarfirði mánudaginn
28. febrúar.
Útförin fer fram frá Hafnarfjarðarkirkju mánudaginn 7. mars
kl. 15:00.
Kristín Ína Pálsdóttir, Magnús R. Aadnegard,
Þóra Gréta Pálsdóttir, Magnús J. Sigbjörnsson,
barnabörn og barnabarnabörn.
✝
Móðir okkar, tengdamóðir, amma og
langamma,
ÞÓRA LILJA KLEIN,
er látin, útförin hefur farið fram í kyrrþey að
ósk hinnar látnu.
Elín Klein, Guðni Þorsteinsson,
Jóhannes Carl Klein,
Pála Klein, Skúli Þorvaldsson,
barnabörn og barnabarnabörn.
✝
Ástkær sambýliskona mín, móðir okkar,
tengdamóðir, amma og langamma,
HULDA SIGURÐARDÓTTIR,
Strikinu 2,
Garðabæ,
verður jarðsungin frá Garðakirkju mánu-
daginn 7. mars kl. 13.00.
Svavar Færseth,
Auður Hallgrímsdóttir, Óðinn Gunnarsson,
Steinunn Hallgrímsdóttir, Ragnar Bjarnason,
Hallgrímur Hallgrímsson, Halla Aradóttir,
Guðný Hallgrímsdóttir, Hörður Arnarsson,
Sigurður Örn Hallgrímsson, María Ósk Birgisdóttir,
barnabörn og barnabarnabörn.
✝
Okkar ástkæri eiginmaður, faðir, afi og
langafi,
JÓHANN GEORG MÖLLER,
fv. skrifstofustjóri,
Naustahlein 20,
lést á heimili sínu aðfaranótt laugardagsins
26. febrúar.
Jarðarförin fer fram frá Dómkirkjunni mánudaginn 7. mars
kl. 15.00.
Elísabet Á. Möller,
Árni Möller, Signý Pálsdóttir,
Helga Möller,
barnabörn og barnabarnabarn.
✝
Ástkær faðir okkar, tengdafaðir, afi og lang-
afi,
ÞORFINNUR TÓMASSON,
ökukennari á Selfossi,
sem lést á Fossheimum þriðjudaginn
1. mars, verður jarðsunginn frá Selfoss-
kirkju laugardaginn 12. mars kl. 13:30.
Skúli Valtýsson,
Hjördís Þorfinnsdóttir, Agnar Pétursson,
Kristín Þorfinnsdóttir, Kristinn Pálsson,
barnabörn og barnabarnabörn.
✝
Elskulegur faðir okkar og afi,
SNORRI GÍSLASON,
Skeljagranda 7, Reykjavík,
lést á Landspítalanum, Fossvogi,
miðvikudaginn 2. mars.
Útför fer fram frá Laugarneskirkju hinn
11. mars kl. 11:00.
Anna Stella Snorradóttir, Þórður C. Þórðarson,
Áki Snorrason,
Una Snorradóttir, Pétur Sveinsson,
og barnabörn.