Morgunblaðið - 05.03.2011, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 05.03.2011, Blaðsíða 29
29 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 5. MARS 2011 Hendur á lofti Stjarnan og Snæfell mættust í körfubolta karla í gær og leikmaður þessi virðist innikróaður og ekki laust við að skelfingarsvipur hafi færst yfir andlit hans. Kristinn Um árabil hef- ur íslenska lög- reglan fylgst með þróun skipulagðr- ar glæpastarfsemi á Íslandi og gripið til aðgerða til að koma í veg fyrir að glæpahópar festi hér rætur. Þrátt fyrir mark- vissar aðgerðir lögreglu stöndum við frammi fyrir þeim veruleika að á Ís- landi eru starfandi hópar glæpamanna, innlendra og erlendra, sem hagnast á fíkni- efnasölu, vændi, fjárkúgun, peningaþvætti og fjársvikum og í einhverjum tilvikum á mansali og vopnasölu. Glæpa- gengi eiga jafnvel í átökum um „markaðinn“ og nýjustu fregnir af því að vélhjóla- gengið MC Iceland fái nú inn- göngu sem fullgild og sjálf- stæð deild innan Vítisengla, eða Hells Angels, hafa ýtt enn frekar undir spennu í undir- heimum hér á landi. Þess ber að geta að þar eru á ferðinni samtök sem stunda glæpa- starfsemi í fjölmörgum lönd- um, með tilheyrandi ofbeldi. Mannslíf skipta engu við hlið- ina á ágóða og völdum í hug- um þessara manna og af og til fáum við innsýn í þann ljóta heim í gegnum fjölmiðla. Þverpólitísk samstaða Í utandagskrárumræðum á Alþingi í vikunni, þar sem Ólöf Nordal, þingmaður Sjálf- stæðisflokks, var málshefj- andi og undirritaður sat fyrir svörum, kom fram skýr þver- pólitísk samstaða um baráttu gegn skipulagðri glæpastarf- semi. Vísa ég þar einnig í þingmál sem Siv Friðleifs- dóttir, þingmaður Framsókn- arflokks, flutti ásamt fjölda þingmanna, þótt mismunandi sjónarmið séu uppi um út- færslu aukinna rannsókna- heimilda. Þessi samstaða er mjög mikilvæg og tel ég að hún sé ekki aðeins bundin við Al- þingi heldur eigi við um þorra þjóðfélagsins. Við neitum að samþykkja glæpi og ofbeldi og að slíkt geti orðið að „iðnaði“. Vandamál þetta er þó miklu stærra en svo að það sé ein- göngu bundið Ísland. Hins vegar hefur landfræðileg staða Íslands oft auðveldað viðbrögð og eftirlit með mönnum og varningi sem kemur inn til landsins. Þannig hefur lögreglan markvisst neitað meðlimum Vítisengla um landgöngu og hér hefur tollgæslan haft ríkt eftirlit með fíkniefnainnflutningi. Dómsúrskurður nauðsynlegur Íslensk lögregluyfirvöld starfa náið með starfsfélögum sínum í öðrum ríkjum til að berjast gegn skipulagðri brotastarfsemi. Slíkt sam- starf er forsenda þess að geta brugðist við útbreiðslu glæpastarfsemi af festu. Hér á landi þarf að efla lögregluna enn frekar til að geta brugðist við starfsemi glæpahópa og í því samhengi hefur hugtakið „forvirkar rannsóknir“ oft ratað í umræðuna. Ég hef verið – og er – meðal þeirra sem vilja stíga afar varlega til jarðar í öllum heimildum til lögreglu til að fylgjast með fólki og safna um það upplýs- ingum. Víða um heim hafa komið upp tilvik þar sem slík- ar heimildir hafa verið mis- notaðar. Einmitt þess vegna hefur sú leið verið farin hér á landi að lögregla þarf dóms- úrskurð til að geta beitt rann- sóknaraðferðum á borð við símhleranir, liggi fyrir rök- studdur grunur um alvarlegt brot. Mat lögreglunnar er hins vegar að þröskuldur sé svo hár að það geri lögreglu vandasamt að fylgjast með hópum sem stunda skipu- lagða glæpi. Ég hef fallist á þau rök lögreglunnar að víkka megi rannsóknarheim- ildirnar út, til dæmis þannig að hægt sé að rannsaka starf- semi hópa, ekki aðeins ein- staklinga. En ég árétta að slíkar heimildir verða enn að- eins fengnar með dóms- úrskurði. Að sama skapi ber lögreglu að upplýsa þann sem aðgerðin beindist gegn að rannsókn lokinni, þó þannig að það skaði ekki rannsókn- arhagsmuni. Átak gegn ofbeldi Með þessu móti er staðinn vörður um mikilvæg mann- réttindasjónarmið á sama tíma og lögreglu er gert kleift að sinna starfi sínu – sem er í þágu okkar allra – í baráttu gegn skipulagðri glæpastarf- semi. Sem innanríkisráðherra ætla ég að gera allt sem í mínu valdi stendur til að styðja við lögregluna í hennar erfiða starfi. Ríkisstjórn hef- ur nú samþykkt að verja við- bótarfjármagni í átaksverk- efni lögreglu til að vinna gegn skipulagðri brotastarfsemi. Náin samvinna er milli lög- regluembætta hér á landi en alþjóðlegt samstarf er einnig lykilatriði í baráttunni. Átak lögreglunnar er hins vegar aðeins einn liður. Sem sam- félag þurfum við að taka af- stöðu gegn ofbeldi og glæp- um. Sú samstaða er fyrir hendi á Alþingi og að því er best verður séð í þjóðfélaginu í heild sinni. Eftir Ögmund Jónasson » Sem samfélag þurfum við að taka afstöðu gegn ofbeldi og glæp- um. Ögmundur Jónasson Höfundur er innanríkis- ráðherra. Skýr skilaboð gegn ofbeldi Þrír þingmenn þriggja stjórn- málaflokka á Al- þingi, Samfylk- ingar, Vinstri grænna og Hreyf- ingar, hafa nú lagt fram tillögu á Al- þingi þar sem lagt er til að skipað verði 25 manna stjórnlagaráð sem ætlað er að gera tillögur um breytingar á stjórnarskránni. Þingmennirnir leggja til að Alþingi hafi niðurstöðu Hæstaréttar Íslands, æðsta dómstóls landsins, um ógild- ingu kosninga til stjórnlaga- þings, að engu. Ógild kosning Rifjum upp að það var kos- ið til stjórnlagaþings á síðasta ári. Hæstiréttur Íslands komst að þeirri niðurstöðu að framkvæmd kosninganna bryti í bága við lög landsins. Þess vegna var kosningin ógilt og í kjölfarið kjörbréf þeirra sem bestum árangri náðu. Kosningin hafði því ekk- ert gildi að lögum. Engu að síður leggja þing- mennirnir nú til að áfram skuli haldið eins og ekkert hafi í skorist. Þeir 25 ein- staklingar sem hlutskarpastir voru í hinum ógildu kosning- unum, og hafa þar af leiðandi ekki lengur kjörbréf frá landskjörsstjórn upp á vas- ann, skuli engu að síður taka sæti á þessari samkomu, sem nú verður gefið annað nafn, stjórnlagaráð. Verkefni þeirra verður það sama og launakjör væntanlega óbreytt. Grafið undan Hæstarétti Það blasir auðvitað við öll- um að með tillögu sinni eru þingmennirnir að leggja til að Alþingi fari á svig við niður- stöðu Hæstaréttar Íslands og hafi hana að engu. Það sjá ekki bara pólitískir andstæðingar þingmannanna. Undir þá skoðun hafa tveir lagapró- fessorar við Há- skóla Íslands og Háskólann í Reykjavík tekið. Það hefur Ög- mundur Jónasson, innanríkisráðherra og æðsti yfirmaður dómsmála á Ís- landi, eðlilega líka gert, enda getur hann ekki annað. Dómsmála- ráðherra landsins getur ekki stutt tillögu sem hefur það að markmiði að hafa niðurstöðu æðsta dómstóls landsins að engu. Hann getur ekki tekið þátt í því að grafa undan Hæstarétti með þessum hætti. Það segir sig sjálft. Það er auðvitað mjög alvar- legt mál að á Alþingi Íslend- inga fyrirfinnist fólk sem sér enga ástæðu til þess að farið sé að niðurstöðum Hæsta- réttar. Enn alvarlegra er að þingmennirnir virðast njóta liðsinnis og stuðnings for- sætisráðherra og fjármála- ráðherra landsins við þennan fráleita tillöguflutning. Æskilegt fordæmi? Þeir alþingismenn sem flytja eða ætla að styðja til- löguna um stjórnlagaráð, eins og hún er fram sett, verða að svara þeirri spurningu hvort þeir telji yfir höfuð að það sé ástæða til þess að hér á landi sé starfræktur Hæstiréttur. Afstaða þeirra til niðurstöðu dómstólsins í stjórnlagaþings- málinu hlýtur að benda til þess að þeir telji hann óþarf- an, fyrst þeir sjá ekki ástæðu til að fara að niðurstöðum hans. Þar við bætist sú skamm- sýni sem í tillögunni felst. Hvernig geta þeir alþing- ismenn sem að tillögunni standa ætlast til þess að al- menningur á Íslandi hlíti nið- urstöðum æðsta dómstóls landsins í öðrum málum, ætli þeir sér ekki að gera það sjálfir í þessu? Þeirri spurningu verða þingmennirnir auðvitað að svara. Og hvað ætli yrði sagt ef Hæstiréttur Íslands ógilti kosningar til Alþingis, en hóp- ur manna myndi engu að síð- ur ákveða að þeir sem bestum árangri næðu í hinni ógildu kosningu myndu engu að síð- ur taka sæti á Alþingi, sem starfa ætti það kjörtímabilið undir nýju nafni? Það hefði verið full ástæða fyrir þingmennina og þá sem styðja tillöguflutning þeirra að velta því fyrir sér hvaða fordæmi þeir eru að setja til framtíðar. Stjórnmál í ógöngum Hafi Ísland glatað trausti umheimsins í efnahags- hruninu er þessi tillöguflutn- ingur ekki til þess fallinn að endurheimta það traust sem glatast hefur. Sameiginlegir hagsmunir okkar Íslendinga felast að minnsta kosti í því að fréttir af því að hópur alþingismanna leggi nú til við Alþingi að nið- urstöður Hæstaréttar Íslands verði að engu hafðar berist ekki langt út fyrir landstein- ana. Slíkur fréttaflutningur myndi endurspegla með skýr- um hætti í hversu miklar ógöngur stjórnmál á Íslandi hafa ratað. Eftir Sigurð Kára Kristjánsson »Ætlast alþingis- menn til þess að almenningur á Ís- landi hlíti niður- stöðum Hæstaréttar í öðrum málum, ætli þeir sér ekki að gera það sjálfir í þessu? Sigurður Kári Kristjánsson Höfundur er þingmaður Sjálfstæðisflokksins. Á svig við Hæstarétt Íslands
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.