Morgunblaðið - 05.03.2011, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 05.03.2011, Blaðsíða 25
FRÉTTIR 25Innlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 5. MARS 2011 Nicotinell er samstarfsaðili Krabbameinsfélagsins ® Lesa skal vandlega leiðbeiningar á umbúðum og fylgiseðli. Nicotinell lyfjatyggigúmmí inniheldur 2 mg eða 4 mg nikótín (nikótínpólacrillín). Nicotinell lyfjatyggigúmmí er notað til að draga úr nikótínþörf og fráhvarfseinkennum nikótíns hjá einstaklingum sem eru háðir nikótíni. Þannig getur það auðveldað reykingafólki sem vill hætta að reykja að hætta eða að draga úr reykingum. Ekki má nota fleiri en 25 stk. 2 mg lyfjatyggigúmmí eða meira en 15 stk. 4 mg lyfjatyggigúmmí á sólarhring. Ef þú ert með ofnæmi fyrir nikótíni eða einhverju öðrum innihaldsefnum eða reykir ekki má ekki nota Nicotinell lyfjatyggigúmmí. Ráðfærðu þig við lækninn eða lyfjafræðing ef þú hefur nýlega fengið hjartabilun eða hjartastopp - ert með hjartasjúkdóma, of háan blóðþrýsting, sykursýki, ofvirkan skjaldkirtil, ofvirkar nýrnahettur, alvarlega skerta nýrna- og/eða lifrarstarfsemi eða magasár. Ef þú ert barnshafandi eða með barn á brjósti máttu einungis nota lyfið í samráði við lækni. Lyfið er ekki ætlað börnum yngri en 18 ára nema í samráði við lækni. Geymið þar sem börn hvorki ná til né sjá. Markaðsleyfishafi: Novartis Healthcare. Umboð á Íslandi: Artasan ehf., Suðurhraun 12a, 210 Garðabæ. Gegn krabbameini í körlum Í mars renna 100 kr. af hverjum seldum pakka af Nicotinell beint til átaksins Mottumars 100 KRÓNUR Skólahreysti MS í ár fer af stað með látum, en keppni hófst í vikunni. Strax á fyrstu dögum keppninnar féllu tvö Íslandsmet. Valgarð Reynaldsson úr Linda- skóla setti Íslandsmet Skólahreysti í dýfum þegar hann tók 83 slíkar í keppninni síðastliðinn fimmtudag. Fyrra met átti hann reyndar sjálfur og það hljóðaði upp á 81 dýfu og var slegið í keppninni í fyrra. Lið Myllubakkaskóla og Lækjar- skóla virðast einnig hafa unnið heimavinnuna sína því keppendur úr þeim skólum settu báðir Íslands- met í armbeygjum. Gamla metið var 95 armbeygjur sem María Ása Ásþórsdóttir úr Heiðarskóla í Reykjanesbæ átti. Fyrst var það Jóhanna Júlía Júl- íusdóttir úr Myllubakkaskóla sem tók 98 armbeygjur síðastliðinn fimmtudag og átti hún því nýtt Ís- landsmet í nokkrar mínútur eða allt þar til Dóra Sóldís Ásmundardóttir úr Lækjarskóla mætti til leiks og tók 100 armbeygjur. birta@mbl.is Tvö ný Íslandsmet sett í Skólahreysti í vikunni Sterk Dóra tók 100 armbeygjur og sló þar með Íslandsmet Skólahreystis. Verið er að leggja lokahönd á prentun skýrslu stjórn- laganefndar sem safnaði gögnum sem nýtast áttu stjórnlagaþingi við að gera til- lögur um breyt- ingar á stjórnar- skránni. Afhenda átti þinginu skýrsluna en þar sem ekkert verður af sjálfu þinginu lét formaður nefndarinnar, Guðrún Pétursdóttir, forseta Alþingis, Ástu Ragnheiði Jóhannesdóttur, hana í té. Hún hyggst ekki láta birta skýrsluna að sinni. „Ég hef látið þetta eiga sig með- an mál varðandi vinnuna fram- undan hafa ekki skýrst,“ segir Ragnheiður Ásta. „En ég geri ráð fyrir að þessi vinna nýtist.“ kjon@mbl.is Beðið með að birta skýrslu stjórnlaga- nefndarinnar Ásta Ragnheiður Jóhannesdóttir „Ræktum okkar land“ eru einkunn- arorð setningarathafnar búnaðar- þings sem hefst á morgun. Har- aldur Benediktsson, formaður Bændasamtaka Íslands, flytur setn- ingarræðu og Jón Bjarnason sjáv- arútvegs- og landbúnaðarráðherra ávarpar samkomuna. Setningarathöfnin verður í Súlnasal Hótels Sögu og hefst kl. 13.30. Að lokinni hátíðardagskrá funda búnaðarþingsfulltrúar og skipað verður í starfsnefndir. Þing- störf hefjast á mánudagsmorgni. Fjöldi mála liggur fyrir þinginu sem stendur fram á miðvikudag. Dagskrá við setn- ingu búnaðarþings Morgunblaðið/Ómar Búnaðarþing Haraldur Benediktsson flyt- ur setningarræðu á Búnaðarþingi. Hagkaup ákváðu í gær í samráði við matvælaeftirlit Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur að innkalla tvær teg- undir af pitsum sem merktar eru búðinni. Var það gert vegna þess að í innihaldslýsingu þeirra kom ekki fram að þær innihéldu glúten. Pitsurnar sem um ræðir eru 16 tommu Hagkaupspitsa með peppe- róní annars vegar og með skinku hins vegar sem Hollt og gott fram- leiðir fyrir Hagkaup. Að því er kemur fram í tilkynn- ingu frá matvælaeftirlitinu kemur ekki fram í innihaldslýsingu á um- búðum pitsnanna að þær innihalda afurðir úr korni sem inniheldur glú- ten. Korn sem inniheldur glúten og afurðir úr því eru á lista yfir ofnæm- is- og óþolsvalda en samkvæmt mat- vælalöggjöfinni eiga ofnæmis- og óþolsvaldar að vera skýrt merktir í merkingum matvæla. Er þó tekið sérstaklega fram að pitsurnar séu skaðlausar fyrir þá sem ekki séu viðkvæmir fyrir glú- teni. Hafa Hagkaup fengið frest til 7. mars til þess að endurmerkja um- búðirnar. Í tilkynningu frá Hagkaupum kemur fram að merkingar varanna hafi þegar verið endurbættar í versl- unum Hagkaupa. Þeir neytendur sem kunni að eiga vörurnar til, í kæli eða frysti, og hafa ofnæmi eða óþol fyrir hveiti (glúteni) eru beðnir um að skila þeim í næstu verslun Hagkaupa gegn fullri endur- greiðslu. Pitsur innkallaðar hjá Hagkaupum
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.