Ný saga - 01.01.1993, Qupperneq 15
Rómaskattur og páfatíund
biskupstíund talin í nöglum. Ekki er samt
nauðsynlegt að gera ráð fyrir, að svo mikill
fjöldi nagla hafi árlega streymt heim aö bisk-
upsstólnum, heldur hlýtur þetta einungis að
staðfesta, að naglar hafi verið reiknieining
jafnt sem gjaldmiðill. Ef gert er ráð fyrir, að
hlutfallið milli biskupstíundar og Rómaskatts
hafi verið svipað um allt biskupsdæmið, má
fara nokkuð nærri um upphæð Rómaskatts.
Arið 1232 greiddi Magnús biskup Gissurarson
í Skálholti helming af fjórðungi tíundar sinnar
(1/8 af biskupstíund) í svonefndan tygilstyrk,
svo að erkibiskup gæti sótt vígslu suður til
Rómar og leyst út embættistákn sín. Styrkurinn
frá Magnúsi jafngilti 24 hundruðum á lands-
vísu.” Biskupstíund í heild hefur þá numið
það ár 192 hundruðum og Rómaskattur 1,9
hundraði á landsvísu (2,300 nöglum). Ein-
livern tíma nálægt 1290 var biskupstíund úr
umdæmi Skálholts komin upp í 280 hundr-
uð*, og samkvæmt því hefur Rómaskattur ver-
ið um 2,8 hundruð (3.360 naglar).
Páfatíund var margfalt hærri, eins og glöggt
má sjá af tölum frá 1337. í júlí það ár kvittaði
Hákon biskup í Björgvin, innheimtumaður
páfa i Noregi, Jóni Halldórssyni biskupi í Skál-
holti fyrir greiðslu á „fjárhagsaðstoð" og Pét-
urspeningi frá átta ára tímabili („subsidii nec
non et censu Petri de annis octo“);
Pakkavaömál 98 bundruð og 72 álnir
Hafnarvaðmál 13 hundruð og 52 álnir
Bragðawoð 40 álnir
Enn fremur höfðu skemmst í hafi 9 hundruð
af þeirri gerð vaðmáls, „sem kallast íslenska"
(„quod islencha ciicitur”).’7 Pakkavaðmál mun
hafa verið annað nafn yfir vöruvaðmál, en
hafnarvaömál var helmingi dýrara, svo að
samanlögð upphæð Péturspenings, páfatíund-
ar og alls söfnunarfjár úr Skálholtsbiskups-
clæmi þessi átta ár hefur verið nálægt 133
hundruðum á landsvísu eða 135 kýrverð.
Péturspeningur og páfatíund voru geymd
við biskupsstólana og ekki send utan fyrr en
eftir var leitaö. Þá voru vaðmálspakkarnir flutt-
ir um borð í skip biskupsstólanna eða kaup-
manna og fengnir í hendur umboðsmönnum
erkibiskups gegn framvísun skilríkja. í Noregi
var vaðmálið selt fyrir gull og silfur og afhent
sendifulltrúa páfa.’K Þannig var séð til þess, að
Skopmynd qf
Clemensi páfa
VI (1342—
1352). Hann
keypti borgina
Avignon árið
1348 afjó-
hönnu drottn-
ingu í Napólí
og lagði skatt á
kirknafé, m.a.
á íslandi, til
að fjármagna
herleiðangur
gegn Tyrkjum.
skatturinn norðan af íslandi kæmist um síðir í
hendur páfa, hvort sem hann sat í Avignon
eða Róm.
Péturspeningur nú á tímum
Með siðaskiptunum lagðist Péturspeningur af,
hér á landi sem annars staðar, en var tekinn
upp að nýju um miðja 19. öld. Árið 1848 varð
Píus IX páfi (1846—1878) að flýja til borgar-
innar Gaeta fyrir sunnan Róm eftir að forsætis-
ráðherra hans hafði veriö myrtur í óeirðum í
Róm. Næsta ár fór fram mikil fjársöfnun í
Frakklandi und'ir heitinu „peningur handa
heilögum Pétri“ („denier de Saint Pierre"), og
var henni fylgt eftir í fleiri löndum rúmlega
áratug síðar. Um þær mundir var mjög farið
að þrengja að eftirmanni Péturs postula, og
árið 1870 missti hann endanlega öll veraldleg
völd, þegar höfuðbprg hans, Róm, féll í hend-
ur þjóðfrelsismanna á Ítalíu. Eftir þaö hefur
Péturspeningur verið ein helsta tekjulind
páfa.w
13