Ný saga - 01.01.1993, Page 18

Ný saga - 01.01.1993, Page 18
Guórun Nordal Hugleiðingar um nýja útgáfu Grágásar 1 Kringilyrði laga þjóðveldisins kunna að eiga lítið erindi við þá sem fást við íslenskar mið- aldabókmenntir. Lög heyrast við ákveðin tæki- færi, þau eru þulin á þingum og til þeirra vitn- að við dóma, en eru ekki á vörum þeirra ís- lensku búandmanna sem reyna afl sitt í ís- lenskum fornsögum. Lagaflækjur virðast því eiga lítt við hina rótgrónu og sífelldu togstreitu um virðingu og staðfestu sem einkennir marg- ar fornsögur. En sitthvað er kunnugleiki lögsögumanns af lagakrókum og tilfinning griðkonu í forn- sögu fyrir anda laganna; því vaknar spurning- in hvort þau eigi eitthvert erindi við Islend- ingasögur. Lagasafn þjóðveldisins, kallað einu nafni Grágás, er ótrúlega fjölbreytt heimild um hugmyndir manna um mörk réttmætrar eða þolanlegrar hegðunar á þjóðveldisöld, en þó speglar Joað ekki óyggjandi hvernig fólk skip- aði málum sínum. Hægur vandi er að finna dæmi um hve lýsingar af málatilbúningi í Sturlungu er oí't ólíkar því sem lögin boða. í lögunum eru flestar hliðar hins óþekkta saka- máls skoðaðar, svo að ekkert þurfi að koma á óvart þegar afbrot kemur til kasta dómara. í þessari einstæðu og óþreytandi nákvæmni ís- lensku þjóðveldislaganna býr bæði þróttur þeirra og seiðmagn. Ef lög þjóðveldisins eru borin saman við evrópsk lög frá sama tíma kemur í Ijós hve ó- venjulega rækileg þau eru í forsögnum sínum. Grágás er Jxinnig fágæt lagaheimild um að- stæður á miðöldum, jafnvel J^egar til stærra svæðis á jarðarkringlunni er litið. Hún lætur sér fátt óviðkomandi lwað mannleg samskipti varðar. har má lesa um barnaskírn, næturvíg, afréttardeilur, tilfærslur ómaga, lögréttuskipan, verslun við útlendinga, festarmál, svo að fátt eitt sé talið. Ef litið er til margbreytileika laganna er næsta ótrúlegt að þessi fróðleiksnáma skuli ekki hafa komið út í handhægri útgáfu á ís- landi fyrr en síðla ársins 1992. íslenskir lög- fræðingar, sagnfræðingar, bókmenntafræðing- ar og textafræðingar, hafa þannig sýnt þessari einstöku heimild um þjóðveldið óskiljanlegt fálæti. I ljósi þessa afskiptaleysis er hin nýja útgáfa Gunnars Karlssonar, Kristjáns Sveins- sonar og Marðar Árnarsonar með nútímastaf- setningu (Mál og menning; Reykjavík) Jwí vel- komnari gestur á bókamarkaöi og í mínum huga einn mesti bókmenntaviðburður síðasta árs. 2 Utgáfan er byggð á stafréttri útgáfu Vilhjálms Finsens sem út kom á árunum 1852-83, eftir tveimur lagahandritum frá þrettándu öld, Kon- ungslDÓk og Staðarhólsloók. Finsen prentaði ennfremur texta Skálholtsbókar í þriðja bind- inu auk fjölda mikilvægra brota úr öðrum handritum. Þar aftan við voru skýringar og at- riðisorðaskrá fyrir öll þrjú bindin. Útgáfa hans var fyrsta - og sú eina þar til nú - heildarútgáf- an á þjóðveldislögunum. Hún er gömul og fá- gæt, og var því ljósprentuð árið 1974, en eng- inn hefur aftur farið í saumana á handritunum. Finsen var stórhuga og atorkusamur líkt og aðrir útgefendur íslenskra fornrita er ruddu brautina í textaútgáfu. Þeir erfiðleikar, sem útgefendur í dag setja fyrir sig, verða hjóm eitt J^egar hugsað er til aðstæðna þessara brautryðjenda. í þessum hópi má nefna C. R. Unger sem gaf t.a.m. út Heilagramannasögur og Postulasögur, en eng- in heildarútgáfa á þeim sagnaflokkum hefur komið í þeirra stað. Guðbrandur Vigfússon 16 i

x

Ný saga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ný saga
https://timarit.is/publication/806

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.