Ný saga - 01.01.1993, Blaðsíða 22
Vnnur Björk Lánisdóttir
íslenskar konur
áttu að vera
snyrtilegar og
þrifnar hús-
freyjur, þótt
húsbcendumir
vœru oftfremur
ótótlegir.
þó að þrifnaði, bæði í ævisögum, opinberum
gögnum og blaðagreinum. Auk þess eru svo
rit ýmsra boðbera siðmenningar sem vildu
skitinn burt, svo ekki sé minnst á lýsingar
ferðamanna sem oft og iðulega gátu ekki
orða bundist um hreinlæti landsmanna.
Hvernig landinn leit út á 19. öld
Árið 1789 er íslensku sveitafólki lýst svo að
það sé „horaö, skítugt og gráðugt.”1 Rúmum
20 árum síðar eru lýsingarnar á íslendingum
enn fremur bágbornar. Bretinn Henry Hol-
land, sem lagöi leið sína til íslands áriö 1810,
lýsir prestinum í Skálholti svo: „Hann er
ruddalegur útlits og óhreinn, og líkist einna
helzt í klæðnaði og yfirbragði burðarkörlunum
á hafnarbakkanum í enskum hafnarbæ.”'
Bandaríkjamaðurinn J. Ross Browne lýsir
öðrunt íslenskum klerki á svipaðan hátt rúm-
um 50 árum síðar.6 Fleiri erti þær lýsingarnar
sem gefa fremur óhrjálega mynd af þrifnaði
landsmanna. Og ef heldri mennirnir voru svo
skítugir, hvernig var þá almúginn ? Auðvitað
virðist liggja beinast við aö ætla „pöpulinn”
enn sóðalegri. En þá ber á það að líta að
ferðamönnum var gjarnt aö lýsa fremur því
sem miður fór og var sláandi eða skondið en
hinu sem var betra og ef til vill minna í frásög-
ur færandi. Efnahagur klerka var einnig mis-
jafn og menntunin eftir Joví. Margir bændur
voru þeim ríkari og upplýstari. Útlit manna
hefur því verið upp og ofan, en athyglisvert er
að sumir hinna ótótlegu karlmanna voru á-
hugamenn um að konur væru snyrtilegar.
Fósturlandsins Freyja
Islenska konan átti að vera „góðfús, forsjál,
hagnaðarsöm, þrifin, sparsöm ...” og sitthvað
fleira, svo vitnaö sé til orða Halldórs Pálsson-
ar sent fæddur var á Sleggjulæk í Staf-
holtstungum árið 1773.7 Menn vissu nákvæm-
lega hvernig hin fullkomna eiginkona átti að
vera. í kvæðinu „Prifna konan”, sem birtist í
Klausturpóstinum árið 1818, segir meðal ann-
ars svo:
Sœll ersá maður til frambúðar hlýtur,
siðaða Konu, efþrifnaði ann;
heimilis sœlda efbollra við nýtur,
og hjónabandsyndœlis saknarei hann.
:/: Þvíyfrið hugglaður sjer árla og seint,
allt húsið og rúmið ogfatið tárhreint
Magnús Stephensen, sem sá um að koma
þessum boðskap á framfæri, var auðvitað í
hópi siðmenntuðustu manna samtímans.
Hann hafði háleitar hugsjónir, og tæplega þarf
að draga í efa að hann hefur verið mörgum
fyrirmynd. Það er því eilítið skrítið að lesa lýs-
ingu Henry Hollands á heimilisbrag í húsi
Ólafs Stephensens í Viðey árið 1810. Þar
kvartar Holland hástöfum yfir þeim hvimleiða
sið systur Magnúsar og lagskonu hennar að
skyrpa í sífellu.‘J
Fleiri útlendingar víkja að sóðaskap ís-
lenskra kvenna, t.d. fannst Williant Morris
húsfreyjan á Bjargi í Miðfirði vera ósköp ó-
hrein og eymdarleg árið 1871. Hann taldi ís-
20