Ný saga - 01.01.1993, Qupperneq 24
Unntir Björk Lárusdóttir
Snorralaug. Áríð
1862varhún
aðeins notuð til
að skola úrskít-
ugum fötum, en
enginn lét sér
detta í hug að
liggja í henni að
sið Snorra
Sturlusonar
forðum daga.
Magnús Stephensen leggur hins vegar minni
áherslu á þrif fullorðinna. Hann nefnir það
reyndar að böö geri fullorðnum tæplega nema
gott eitt og þau séu sérlega heilsusamleg ef
sjúkleika beri að höndum.17 Vatnið virðist að
mati hans og margra annarra hafa styrkjandi á-
hrif og nærandi. Þannig telur séra Björn Páls-
son að umgangspestir nái lítilli fótfestu í Þing-
vallasókn um 1840 vegna „hreina og góða”
vatnsins í Þingvallavatni. Að hans mati mundi
það „máske draga til sín illskudampa, en frá
mönnum.”1" Hann hefur ákveðnar skoðanir á
heilnæmi vatnsins og gengur jafnvel svo langt
að telja það hina mestu hneisu að menn skuli
ekki gera sér jarðböð eða laugar, svo mikið
sem sé nú af vatni og hverum á Iandinu. í
sama streng tekur Jón Hjaltalín landlæknir, en
hann segir:
Jeg þori óhœtt að fullyrða það, að ef menn
héldu uppi venju forfeðra vorra, og geng/u í
laugar að minnsta kosti einusinni í hvörjum
mánuði, þá mundu hœði kláiði og aðrir hör-
unds kvillar verða lángtum sjaldgœfari á ís-
landi; og það er undarlegt, að fólk. ek.k.i skiþtir
sér af þessu, jafnvel þó náttúran á mörgum
stöðum minni þá á það með heita hveravatn-
inu."’
Menn virtust þannig ekkert draga í efa laug-
arferðir fornmanna og voru sumir meira að
segja á því að slíkt væri ekki aðeins líkaman-
um hollt heldur og andanum. Sveinn Páls-
son, settur landlæknir, telur áriö 1803 aö:
Innflutningur 1840-1872
Sápa, kaffi og tóbak
Hreinlœti... [styrki] heilsu manns og skynsemi;
... [auki] hanns náttúrugiœði, glaðsinni og
iðiusemi ... í einu orði: hreinlát manneskia
einúngis nœr sinni ásköþuðu, há-dýrmœtu
fullkomnun, og nýtur lífsins í allri þess yndœl-
is og farsœldar fyllingu.1"
Sveinn nefnir líka laugarferðir fólks laust
tyrir 1800, er liann fjallar um Laugarnes, ann-
exíu frá Reykjavíkurdómkirkju. Segir hann
menn sækja þar í heita laug við Laugarhól til
að javo þvott, en einnig bregði menn sér í
laugina og hafi af því mikið gaman. Sú ánægja
vildi þó verða lævi blandin því einhverjir eiga
að hafa látið lífið af þvi að joeir sátu of lengi í
heitu vatninu.21
Snorralaug í „aumkunarverðu
ástandi”
Gamlar laugar fengu sums staðar að falla sam-
an og menn eins og ferðamaðurinn C. W.
Shephard hörmuðu örlög þeirra. Hann segir
um Snorralaug í Reykholtsdal árið 1862 að
hún sé í „aumkunarverðu ástandi ... einungis
notuð til aö skafa úr óhreinum fötum.”22
Þaö vorti joví breyttir tímar frá J:>ví að Snorri
og aðrir höfðingjar gáfu sér tíma til laugar-
ferða, menn máttu varla vera að því að jwo
sér. Fólk sparaði vatnsburðinn sem mest það
mátti, ef það átti þess ekki kost að leggjast í
volga laug, og vísast hafa menn forðaðist sóun
22