Ný saga - 01.01.1993, Blaðsíða 28
Unnur Björk Lárusdóttir
Erlendum ferðamönnum blöskraði gjaman að sjá hýbýli almúgans á íslandi.
Lágreista torfkofa, þar sem innan dyra œgði saman í reykjarkófinu hertum fiski
og alls kyns drasli.
Baðstofunafniö gefur annars til kynna að
hugsanlega hafi áar okkar verið þrifnir. Hörð-
ur Agústsson fullyrðir að haðstofan hafi upp-
runalega verið nokkurs konar gufubað, en síð-
ar breyst í svefnhús.'" íslendingar hafa þá með
tímanum þjappað sér saman í hlýjustu vistar-
veruna og jafnframt gleymt þarfsemi baða.
Ekki eru allir sammála þeirri fullyrðingu og
telja að baðstofan hafi aldrei þjónað sem bað-
hús.
Batnandi fólki er best að lifa
Burtséð frá því hvort menn böðuðu sig á mið-
öldum eður ei, þá er ljóst að böð hafa að
miklu leyti verið úr sögunni á 19. öld. Langt
fram eftir öldinni virðist stór hluti landsmanna
hafa talið sig hafa ýmsu öðru þarfara að gegna
en þvottum og líkamshirðingu. Sinnuleysið i
þessum efnum var mikið, en þá má heldur
ekki gleyma aðstöðuleysi og eldiviðarskorti
sem gerði mönnum óhægt um vik við að hita
upp vatn til þvotta og sinna almennum þrif-
um.
Óþrifin festust við landsmenn og fóru ekki
fram hjá erlendum ferðamönnum sem gerðu
þau að umtalsefni í ferðaliókum um ísland.
Siðmenntaðri menn sáu líka hvílíkur ljóður ó-
þrifnaðurinn var á ráði landsmanna. Var þá
skorin upp herör gegn þeim, læknar geystust
fram á ritvöllinn og prédikuðu þrifnað og sett-
ar voru reglugerðir um málefni viðvíkjandi
hreinlæti. Auk þess hafa stúlkurnar á kvenna-
skólunum, sem komu til á síðari hluta 19- ald-
ar, eflaust gert sitt til að breiða út nýjar hug-
myndir um þrifnað og hreinlæti. Húsakynni
urðu líka betri, hreinlætistækjum fjölgaði og
efnahagur og almenn menntun fóru batnandi.
íslendingar tóku stökk fram á við eftir 1870,
en fullkomlega viðunandi þrifnaður og hrein-
lætisaðstæður urðu að bíða 20. aldar.
26