Ný saga - 01.01.1993, Side 58

Ný saga - 01.01.1993, Side 58
Gunnar Karlsson Óarðbærasta búfjárleiga Erleiga með 10% vöxlum, áöur en smjörvero hœkkaóijlíkleva á 14. 180 174 168 162 156 150 144 138 132 126 120 114 108 102 96 90 84 78 72 66 60 54 48 42 36 30 24 18 12 6 Ærleiga liiRnndi lætur í té Ahætta Vanskii Innheimtukostnaður Fjármagnskostnaður Alit að 60 álnír áætlað af handa- hófi Ærkúgildi sex ær tvævetrur 120 álnir smjörverö bœkkadi, líklega á 14. ölá EÍRiindi fær til baka hann dó, árið 1177, samkvæmt Sturlu sögu í Sturlungu.'7 Engin rök eru til að ætla annað en að hann hafi leigt þau fyrir lögleigu, 10% á ári. Yngsta heimildin um tólf álna leigu fyrir kú- gildi er réttarbót konungs árið 1294, þar sem Jónsbókarreglan er ítrekuð og útfærð nánar.® Heimildir benda því til að búfé hafi verið leigt á þessum kjörum að minnsta kosti á aðra öld, kannski miklu lengur í báðar áttir. Páll Briem gekk út frá því að búfjárleiga hefði tíðkast frá upphafi byggðar.” Breytt leigukjör Síðar áttu leigukjörin eftir að breytast, fyrst vegna þess að smjör hækkaði í verði, án þess að minna smjör væri greitt í leigu vegna þess. í flestum gerðum Búaiaga, allt frá hinni elstu, er smjörfjórðungur talinn 10 álnir,"1 svo að tveggja fjórð- unga kúgildisleiga varð 20 álna viröi en ekki 12 eins og áður. Frávik koma fyrir; stundum er tilgreint sérstakt verð á vetrarsmjöri, 8 álnir fjórðungurinn." Eitt dæmi er um átta álna fjórðung, kallað „matarlag á vinnu“, annað um sex álna.12 Þá gægist stöku sinnum fram markaðshyggja sem gerir ráð fyrir lægra verði „þá best er til smjörs“, en svolitlu hærra „þá verra er“.11 Helgi Þorláksson telur að Búalög sýni í megin- dráttum verðlag sem hafi oröiö fast um 1400, þótt einstakar breytingar hafi slæðst inn í þau síðar." Mun því mega treysta því að ákvæði sem er síendur- tekið þar með ólíku orða- lagi sé heimild um verð ekki síðar en um 1400. Lengi hefur verið gengið að því sem vísu að búfjárleiga hafi haldist ó- breytt í smjöri þrátt fyrir hækkun þess. Þegar kú- gildi er taliö 120 álnir og leiga eftir það tveir fjórðungar smjörs á 10 álnir hvor, þá er það oröin leiga upp á 16 2/3%. Þorvaldur Thor- oddsen taldi að búfjárleiga hefði hækkað með þessu móti á 14. öld, en tilfærði engar heim- ildir um það.17 Björn Lárusson segir það vera „everywhere clearly stated that the hire of dairy cattle is 10 ells per farthing butter.“ En hann tilfærir aðeins eitt dæmi um 16 2/3% leigu, frá 1401, en þar er um að ræða vexti af skuld en ekki búfjárleigu. Annars segir Björn að vextir hafi verið á bilinu 5-10% á 15. öld.'16 Ó- tvírætt dæmi um 16 2/3% leigu, hvort sem er í smjöri eða öðru, er hins vegar að finna í Búa- lögum XVI, í handriti frá 17. öld:17 „Með samri leigu á að byggja ár um kring ásauðarkúgildi, þaö er sex ær með lömbum, sem kú, fyrir tvo fjórðunga smjörs eða aðrar tuttugu álnir ...“ Ekki þarf því að efa að rétt sé að búfjárleigan 56

x

Ný saga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ný saga
https://timarit.is/publication/806

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.