Ný saga - 01.01.1993, Qupperneq 65

Ný saga - 01.01.1993, Qupperneq 65
Ættfrœöifélagiö og útgáfa Matmtalsins 1910 sem í sátu: Einar Egilsson, Sigurður Sigurðarson og Hólmfríður Gísladóttir. Eftir að öll leyfi voru fengin, í febrúar 1990, var byrjað upp á kraft. Við byrjuðum á Austur-Skaftafellssýslu og erum núna komin að Akureyri með fyrstu yfirferðina. Hvernig er staðið að undirbúningi útgáfu á borð við þessa? Þegar farið var að tala um útgáfu á Manntalinu 1910 vissu margir að það var til á tölvu hjá Erfðafræðinefnd frá því á sjöunda áratugnum. Fyrsta verk okkar var því að semja við nefndina um að fá útskrift hjá þeim. Einnig var samið við Þjóðskjalasafn um aðstöðu og lán á fmmgögnum til að bera saman við tölvuútskriftina. í frumgögnunum er náttúrulega getið um fæðingarstað manna ásamt bæjarnafni, og í út- gáfunni verður að auki leiðréttur fæðingartími samkvæmt ministerialbókum. Þar má einnig sjá hvenær og hvaðan fólkið kemur inn í sóknirnar. Þá er getið stöðu á heimili, oft mjög nákvæm- lega; t.d. er stundum ekki látið nægja að segja konu vera vinnukonu, heldur einnig að hún sé við spuna eða eitthvað því um líkt. Einatt setja teljaramir almennar athugasemdir um fólkið, t.d. óðalseigandi eða óðalsbóndi. Giftingarárs er getið hjá hjónum og ef um er aö ræða ekkjur eöa ekkla er tekiö fram hvenær þau misstu makann. Loks er getið fjölda barna, bæði lifandi og dáinna. Við sleppum þó að geta um sjúk- dóma fólks, sem eru í frumgögnunum, og sömuleiðis trúarbrögð. Er það samkvæmt samn- ingi við þá, sem lánaö hafa gögnin. Erfðafræðinefnd hefur unnið í því að bæta dánarári viðkomandi manna við upplýsingar frumritsins, og við erum að velta fyrir okkur að láta þær upplýsingar fylgja í útgáfunni. Hvernig er útgáfan fjármögnuð? Verkið er allt unnið í sjálfboðavinnu, en við þurfum fjárstyrk til að koma þessu út. Hin manntölin voru gefin út með styrkjum frá Þjóð- hátíðarsjóöi og úr Ríkissjóði. Síðustu árin hefur okkur veist erfitt aö afla styrkja frá þessum að- ilum. Hins vegar höfum viö aldrei verið talin styrkhæf hjá Vísindasjóði. Á árinu 1993 veitti Menntamálaráðuneytið okkur styrk sem líklega gerir okkur kleyft að ltefja útgáfuna. Hversu margirstarfa við verkið? Við verkið vinna nú að jafnaði sex manns, en fleiri hafa komið við sögu. Reynir hópurinn að koma saman einu sinni í viku, 4-5 tíma í senn. Og hverjir hafa borið bita og þunga afþessu? í þessum aðalhópi hafa verið: Eggert Kjartans- son, Guðbjörg Sigfús- dóttir, Gunnar Hvann- dal, Hólmfríður Gísladóttir, Klara Kristjánsdóttir og Kristín Guðmundsdóttir. Árið 1910 voru íslendingar 85.000. Alla þessa einstaklinga þarf að kanna. Það er gert tvisvar og aldrei sá hinn sami sem fer seinni umferðina og fór yfir þá fyrri. Þá hefur Eggert Kjartansson farið þriðju umferðina yfir það sem fyrir liggur. Að þessu búnu er handritið sent upp á erfðafræðinefnd, en þar eru leiðréttingam- ar settar inn á tölvu. Skrá yfir fólkstölu hinn 1. desember •-BB&Ssrsr- “ ~~ 4= / fí l j , AL L/ 'ú- á£yo 4 — fc' 0' 0 V A /Tu ií\ : ■' X f/ -s '0\ X Á/ A Á.U. £ m m » 4 Ö__. ó 'Jcx-fdt / Úrfrumriti manntalsins 1910. Hamra- endarí Stqfbolts- tungum. Hvert verður framhaldið i útgáfumálum félags- insþegarþessari útgáfu lýkur? Það er eitt meginmarkmið Ættfræðifélagsins að gefa út hjálpargögn við ættfræðirannsóknir. Næst þyrftum við að reyna aö brúa bilið á milli 1845 og 1910, t.d. aö gefa út manntalið 1880, en viö erum nú ekki farin að hugsa svo langt. llvað um starfsemi Ættfrœðifélagsins almennt? Stundum heyrir maður því fleygt að œttfræði- áhuginn tni til dags sé bundinn við eldri kyn- slóðir og k.omi til með að deyja út. Er þetta rétt, aðþínum dómi? Það er að aukast að ungt fólk gangi í Ættfræði- félagið og ættfæðingar verða varir við vaxandi áhuga fyrir greininni í þjóðfélaginu almennt. Þetta bendir fremur til þess að ættfræðiáhuginn eigi eftir að lifa með landsmönnum lengi enn. 63
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88

x

Ný saga

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ný saga
https://timarit.is/publication/806

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.