Ný saga - 01.01.1993, Qupperneq 66

Ný saga - 01.01.1993, Qupperneq 66
Guómundur Jónsson Stjórntæki gamla samfélagsins Hundrað ár frá leysingu vistarbandsins Hér er því fyrst ogfremst aðgcetandi, á einn bóginn þörf bœndastéttarinnar á íslandi, að bún hafi fasta og stöð- uga vinnukrafta yfir að ráða, til þess að geta yrkt jarðir sínar og haldið atvinnuvegi sínum í tilhlýðilegu horfi, og á hinn bóginn réttindi hvers einstaks manns, sem allir eiga heimt- ingu á, að náttúrulegum réttindum þeirra verði ekki þröngvað meira en þörf borgaralegs félags útheimtir' í ár eru eitt hundrað ár iiðin frá því að kastað var rekunum á hina aldagömlu íslensku stofn- un, vistarbandið. Með lögum frá Alþingi árið 1893, sem tóku gildi árið eftir, var öllu fólki eldra en 21 árs leyft að ráða vinnu sinni sjálft og eiga allt kaup sitt. Það vill einnig svo til að í ár eru rétt tvö hundruð ár síðan hert var svo mjög á vistarskyldu búlausra manna hér á landi að harkalegri verkalýðslöggjöf er vand- fundin í sveitasamfélögum Evrópu fyrir daga iðnlryltingar. Lausamennskulögin frá 1783 lögðu næstum algert bann við launavinnu verkafólks utan vinnumennsku. Strangt eftirlit var haft með lögunum og fólki sem var upp- víst að því að brjótast úr vistum var refsað með fésektum og hýðingu. Dálítið var slakað á vistarbandinu árið 1863, refsingar mildaðar og mönnum gefinn kostur á að verða sér úti um lausamennskubréf að uppfylltum ákveðn- um skilyrðum og gegn ærnu fégjaldi. Islenska verkalýðslöggjöfin var ekkert einsdæmi, svip- uð lög voru í nágrannalöndum okkar fram eft- ir öldum, þar á meðal Danmörku.2 En hún varaði lengur hér en í flestum löndum Evrópu og þrengdi meira afkomumöguleika jarðnæð- islausra vegna þess að engar útgöngleiðir voru til borga - nema þá með því að flýja land. II í Evrópu á miðöldum voru höfuðstéttir samfélagsins lénsaðall og bændur, sú fyrr- nefnda í drottnandi stöðu gagnvart hinni síð- arnefndu. Víða tóku lénsmenn upp þá aðferð til að tryggja sér vinnuafl bændafólks að binda það í átthagafjötra og leggja á það vinnukvaö- ir. Enda þótt vinnukvaðir væru víðtækar fram á síðari hluta 18. aldar á íslandi var ekki geng- ið eins nærri persónufrelsi manna og víða á meginlandi Evrópu. Öðru máli gegndi meö hinn fjölmenna hóp búleysingja á íslandi sem var sviptur valdi yfir eigin persónu og vinnu og dæmdur með ströngum lögum um vinnti- vistarskyldu til að eyða lífi sínu sem landbún- aðarverkamenn á bændabýlum. Líkt og evr- ópski ánauðarbóndinn uppskar vernd léns- mannsins gegn ræningjum og utanaðkomandi árásarmönnum naut vinnuhjúið verndar hús- bændanna gegn hungri og dauöa í hörðum árum. hannig byggðist vistarskyldan ekki ein- göngu á valdbeitingu húsbænda á verkalýð heldur ákveðnum siðrænum grundvelli efna- hagslífsins, moral economy, þar sem eitt æðsta lögmálið var undirgefni hinna lægri og ábyrgð hinna æðri. Húsbændur máttu ekki fara með vinnuhjú eins og þeim sýndist, þeim bar að veita þeim forsvaranlegt kaup, klæði og skæöi eins og sveitarvenja bauð, og ala önn fyrir þeim í sjúkdómum og veikindum. Mörg göm- ul og heilsubiluð hjú fengu að eyöa síðustu æviárunum hjá húsbændum eins og þau væru meðlimir fjölskyldunnar. Lausamenn og þurrabúðarmenn voru aðal- hópar verkafólks utan vinnuhjúastéttarinnar. Snemma á öldum var farið að setja skorður við fjölgun þeirra og stefndi þróunin í átt til strangari löggjafar allt frá Píningsdómi 1490 og fram á 18. öld. Harðast gekk ríkisvaldið fram með lausamannalögunum 1783-1863. Laga- 64
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88

x

Ný saga

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ný saga
https://timarit.is/publication/806

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.