Ný saga - 01.01.1993, Page 67

Ný saga - 01.01.1993, Page 67
Stjómtœki gatnla samfélagsins aflögö Sveitastörf á íslenskum bæ á 19. ölc/. Hagnr bóndans varsettur í öndvegi meö lögfest i11g 11 vista rba iidsins. setningin á ýmsum tímum virðist jafnan vera viðbrögð við sókn manna til sjávarsíðunnar en ekki hordauða í sjávarsveitum og sveitar- þyngslum af völdum lausamanna og þurra- búðarmanna. Opinber stefna hafði það að markmiði að beina jarðnæðisleysingjum í vinnuvistir hjá bændum með joví að takmarka aðgang að lausamennsku og þurrabúðarsetu. Stjórnaðist þessi stefna að því er virðist aðal- lega af tveim sjónarmiðum: a) Lausamenn stóðu að ýmsu leyti utan samfé- lagsins og var tilvist þeirra álitin skapa ákveð- ið óöryggi, andóf, og óróa. Þar sem lausamað- urinn hafði ekki fast heimili og naut þar af leiðandi ekki framfærsluréttar lögheimilisins gat fjölgun í þessum hópi skapað aukna hættu á sveitarþyngslum. Líta má á eignarskilyrðin fyrir lausamennsku sem tryggingu fyrir því að þeir sem í hana sóttu gætu framfleytt sér. Lausamennska var oft höfð að skálkaskjóli af betlurum, flökkurum og iðjuleysingjum á öld- um áður og beindist aðför stjórnvalda að lausamönnum ekki síst að Joví að uppræta joessa liópa. Á bæjunum grófu lausamenn undan styrkri liússtjórn, joeir voru ekki undir húsaga og sýndu meira sjálfstæði - já jafnvel mótþróa og ósvífni - gagnvart ltúsbændum en hjúin. Þeir höfðu ekki nógsamlega tamið sér lífsmáta dyggðugra hjúa: hlýöni og vinnusemi. lo) Bændur höfðu meiri hag af bundnu en frjálsu vinnuafli. Með ársvistarskyldunni tryggðu bændur sér meira, stöðugra og ódýr- ara vinnuafl en hefði vinnumarkaður verið frjáls. Fleira fólk hefði séð sér farborða í þurrabúðum og dregið þannig úr framboði á launavinnu. Samningsstaða vinnuhjúa var miklu lakari en lausamanna, sem gátu fært sér í nyt eftirspurn eftir vinnuafli og þrýst kaupi upp á annatimum ársins. Kostnaður við að halda vinnumann á 18. og lengst af 19. aldar var, gróft reiknað, helmingi minni en viö kaupamanninn.' Af sömu rót runnin voru op- inber höft á þurrabúðarsetum sem miðuðu að joví að takmarka heimilisstofnun fátækari 65

x

Ný saga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ný saga
https://timarit.is/publication/806

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.