Morgunblaðið - 17.06.2011, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 17.06.2011, Blaðsíða 1
F Ö S T U D A G U R 1 7. J Ú N Í 2 0 1 1  Stofnað 1913  140. tölublað  99. árgangur  Morgunblaðið/Sverrir Bændur Erfitt ástand er víða hjá bændum norðanlands. Álag á bændur á Norðausturlandi hefur verið mikið, bæði andlegt og líkamlegt, að því er fram kemur á vef Búgarðs, ráðgjafarþjónustu í landbúnaði. Ástand hefur verið erf- itt vegna kulda og lítillar sprettu. Segir þar að full ástæða sé til að hvetja nágranna til að líta hver til með öðrum. „Það er þreyta í fólki. Í svona ástandi skiptir mannlegi þátturinn miklu máli því menn verða að hafa andlegt þrek til að standa þessa erfiðleika af sér,“ seg- ir María Svanþrúður Jónsdóttir, héraðsráðunautur hjá Búgarði. „Þetta er alvarlegt ástand. Um er að ræða stórt landsvæði og marga bændur og þetta er óvenju langur kuldakafli,“ segir Haraldur Benediktsson, formaður Bænda- samtaka Íslands. Eftir helgi munu Bændasamtökin reyna að meta að- stæður og þá möguleika sem eru fyrir hendi. „Það gæti orðið afurðatjón og út- lit fyrir heyskap er í lágmarki. Fólk er útkeyrt af löngu harðindavori en andlega hliðin er sá þáttur sem þarf ekki síður að gefa gaum en grassprettunni,“ segir Haraldur. Undir það tekur Eiríkur Blöndal, framkvæmdastjóri Bændasamtaka Íslands. „Þetta er mikil vinna og álag hefur verið á mönnum.“ kristel@mbl.is »4 Mikið and- legt álag á bændum  Kuldakast ógn- ar heyfengnum Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Hörð gagnrýni kemur fram í grein- argerð sex sérfræðinga sem skipaðir voru af sjávarútvegsráðherra til að meta hagræn áhrif af frumvarpi til nýrra laga um stjórn fiskveiða. Sér- fræðihópurinn mælir eindregið gegn takmörkunum á framsali aflaheim- ilda og telur bann við veðsetningu óráðlegt. Hópurinn gerði könnun á áhrifum frumvarpsins á rekstur nokkurra útgerðarfyrirtækja og sýna niðurstöðurnar að áhrifin eru almennt til hins verra. Fram kemur það álit hópsins að takmörkun á framsali og viðskiptum með aflaheimildir, bann við veðsetn- ingu aflaheimilda og byggðasjónar- mið við stjórnun fiskveiða hafi í för með sér kostnað fyrir núverandi fyr- irtæki í greininni. Frumvarp um heildarendurskoð- un á fiskveiðistjórnun var lagt fram á Alþingi nú í vor, en skömmu fyrir þinglok var ákveðið að fresta frekari meðferð þess á Alþingi til haustsins. Sérfræðihópurinn lagði í sérstaka könnun á áhrifum frumvarpsins á rekstur nokkurra útgerðarfyrir- tækja. Bæði hærra veiðigjald og flutningur afla frá núverandi hand- höfum veiðiheimilda í potta hefur neikvæð áhrif á rekstur þeirra fyr- irtækja sem nú ráða yfir aflaheim- ildum, segir í skýrslunni. Á þetta einnig við um þá sem eru í krókaafla- markskerfinu, vegna þess að fyrir- tæki í því séu almennt mjög við- kvæm fyrir hækkun á veiðigjaldi. Verði frumvarpið að lögum hefðu þau mikil áhrif á efnahagslega stöðu íslenskra sjávarútvegsfyrirtækja vegna þess að verðmæti aflaheimilda muni lækka, verði lögin samþykkt, og því muni raunveruleg eiginfjár- staða fyrirtækjanna veikjast. Sam- kvæmt mati sérfræðihópsins munu ákvæði frumvarpsins leiða til rúm- lega 50% lækkunar á virði aflaheim- ilda. Áhrif breytinga til hins verra  Sérfræðihópur sjávarútvegsráðherra gagnrýnir fyrirhugaðar breytingar í fiskveiðistjórnun  Mælir eindregið gegn takmörkunum á framsali aflaheimilda og telur bann við veðsetningu óráðlegt Gegn nýliðun » Nokkur ákvæði frumvarps- ins munu hafa áhrif á nýliðun, segir í greinargerðinni. Tak- markað framsal og bann við veðsetningu heimilda geri ný- liðun erfiða. Að þessu leyti sé frumvarpið fjandsamlegt nýlið- un. Morgunblaðið/Eggert Saman Fjölskyldan í lok ferðar í Valsheimilinu í gær: Krummi, Sveinn Benedikt Rögnvaldsson og Signý Gunnarsdóttir. Hlaupurunum fjórum, Signýju Gunnarsdóttur, móður Krumma, Sveini Benedikt Rögnvaldssyni, föður hans, Ölmu Maríu Rögn- valdsdóttur, frænku hans, og Guð- mundi Guðnasyni var fagnað mik- ið í Valsheimilinu í gær þegar hlaupinu í kringum landið til styrktar krabbameinssjúkum börnum lauk. Jón Gnarr borgarstjóri tók á móti hópnum ásamt fjölda fólks, fjölskyldumeðlimum og stuðnings- mönnum. Eftir að borgarstjórinn og fleiri höfðu lokið ræðum sínum gaf slökkviliðið á höfuðborgar- svæðinu 450 þúsund krónur til styrktar félaginu. Hlaupurum leið mjög vel andlega eftir að hafa hlaupið um 1.350 kílómetra. »4 „Mikill fögnuður í Valsheimilinu“  Hetjurnar fjórar komnar heim Börn af leikskólanum Kvistaborg brostu sínu blíðasta og veifuðu fánum í tilefni af þjóðhátíð- ardeginum. Með skrautlegan höfuðbúnað og andlitsmálningu léku þau sér utandyra í blíð- skaparveðri og í tilefni hátíðahaldanna var m.a. boðið upp á hoppkastala sem vakti mikla kátínu. Þjóðhátíðardeginum fagnað með fána á lofti Morgunblaðið/Eggert Jón Sigurðsson 200 ára ævi og áhrif

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.