Morgunblaðið - 17.06.2011, Side 11

Morgunblaðið - 17.06.2011, Side 11
hópi. „Það kom mér á óvart hvað ég hafði úr góðu fólki að velja. Þeir sem ég valdi eru allir með brennandi áhuga á leiklist. Ég er líka með dansara og fólk sem hef- ur áhuga á búningahönnun. Þau eru eiginlega öll fær á fleiri en einu sviði, geta dansað, sungið og leikið. Í þessum hópi eru framtíð- arleikarar þjóðarinnar.“ Þetta er í fyrsta skipti sem Aðalbjörg leikstýrir Götuleikhús- inu en hún tók við af Steinunni Knútsdóttur sem er að taka við stöðu forseta leiklistardeildar Listaháskólans. „Mér þykir þetta mjög skemmtileg vinna og vissi ekki að við kæmum svona miklu í verk. Ég hef engar áhyggjur af þessu sumri,“ segir Aðalbjörg sem er menntuð leikkona. Uppákomur í miðbænum Götuleikhúsið kemur fram á Föstudagsfiðrildum Hins hússins í sumar ásamt öðrum listhópum þess. „Svo verðum við með óvænt- ar uppákomur í miðbænum einu sinni til tvisvar í viku og ljúkum svo starfinu á Menningarnótt. Við erum búin með eitt Föstu- dagsfiðrildi þar sem við vorum með smáhundakeppni á Austur- velli. Það er svo leyndarmál hvað við gerum næst,“ segir Aðalbjörg sposk. Atriðið Drekinn í Tjörninni hefst í dag á því að amma Þór- gunnur og fólkið í Kátakoti fer í skrúðgöngu niður Laugaveginn sem leggur af stað frá Hlemmi kl. 13.40. Skrúðgangan verður komin að Arnarhóli um kl. 14 og baráttan við að frelsa drekann hefst í kjölfarið við Tjörnina. Smíðað Drekinn verður frelsaður úr klóm vondu konungshjónanna í dag. Kátakot Fjölskyldan fer í vagni niður Laugaveginn. DAGLEGT LÍF 11 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 17. JÚNÍ 2011 Ég var níu ára og stödd í dapur- legum tölvutíma í skólanum þegar kennarinn miskunnaði sig yfir okkur og tilkynnti frjálsan tíma á Internet- inu. Vegna fávisku minnar um þetta fyrirbæri aðstoðaði kennarinn mig við að skoða mbl.is. Með aðstoð bekkjarfélaga skoðaði ég fótbolta- síðu. Ég vissi jafn lítið um bæði Internet og fótbolta en eftir situr minning um fyrstu kynni við veraldarvefinn. Ég ólst nefnilega upp við Internetið sem samskipta- tæki. Ég lærði að senda tölvupóst. Átti næturlöng samtöl um ekkert á MSN forritinu. Á tímabili skrifaði ég blogg ásamt fimmtán öðrum stelpum. Við skrásettum síð- ustu ár grunnskólans og lesum þessa samtíma- heimild nú ýmist í hlát- urskasti eða með hryll- ingi. Svo kom MySpace. Skype. Facebook. Twit- ter. Ég hef ekki enn lagt í það síðast- nefnda. Það er varla að lengur þurfi ævi- sögur og minning- argrein- ar ef ein- hver er skráður á samskiptavef eins og Facebook. Allt saman fært til geymslu á stað sem ég kann ekki skil á. Ég velti því stundum fyrir mér hvað verður um allar sónarmyndirnar? Já, Facebook. Nýja sígarettan sem á langlífinu forvitni fólks að þakka. Fólk hefur auðvitað alltaf haft áhuga á öðru fólki – Facebook fyrri tíma mátti nálgast með því að hanga á línunni í sveitasímanum. Þörfin fyrir að tjá sig hefur vissu- lega verið til staðar en nú er talað um að ekkert sé prívat lengur. Kannski er það rétt. Vissulega hefur mín kynslóð ný og önnur gildi en þær fyrri. Hvað ætli Jón Sig- urðsson hefði sagt heiminum hvað honum lægi á hjarta? Hefði Ingibjörg skrifað að hún væri ánægð með kallinn og væri að elda handa honum læri? Hvað ætli margir hefðu „líkað“ við til- kynningu um stofn- un lýðveldisins Ís- lands? Kristel Finn- bogadóttur langar alla- vega í gas- blöðru, ætlar að mæta á Arnarhól í dag og „líkar“ við 17. júní. Heimur Kristelar »Hvað verður um allarsónarmyndirnar? Kristel Finnbogadóttir kristel@mbl.is Í októbermánuði árið 1852 fluttu hjónin Jón og Ingibjörg inn í íbúð á þriðju hæð í reisulegu húsi við Øs- ter Voldgade nr. 486b, en er nú númer 12. Þar bjuggu þau til ævi- loka í desembermánuði árið 1879 . Heimili Jóns og Ingibjargar gegndi hlutverki nokkurs konar félagsmiðstöðvar og athvarfs fyrir Íslendinga í Kaupmannahöfn. Á meðal þeirra gekk það undir nafn- inu „við Austurvegg“. Jón og Ingibjörg skutu skjóls- húsi yfir fjölmarga landa sína sem áttu ekki í önnur hús að venda en hjónin þóttu afar hjálpfús og góð- hjörtuð. Á miðvikudagskvöldum var ávallt opið hús fyrir Íslendinga. Þetta voru viðburðir sem jafnan voru vel sóttir af ungum náms- mönnum. Á slíkum kvöldstundum var rætt um það sem var efst á baugi hverju sinni og íslenskur matur var borinn á borð. Að máltíð lokinni var svo haldið inn í stofu þar sem reyktir voru vindlar og haldið áfram að skrafa. Samræðunum var vanalega haldið uppi af Jóni forseta sem var mikill húmoristi og óþrjótandi visku- brunnur um þjóðmál, íslenska sögu og menningu. Árið 1967 keypti stórkaupmað- urinn Carl Sæmundsen húsið sem er á fjórum hæðum og færði Al- þingi Íslands að gjöf í minningu hjónanna. Frá 1970 hefur verið rekstur í húsinu og nú er þar rekið félagsheimili Íslendinga í Kaup- mannahöfn, minningarsafn um Jón Sigurðsson og Ingibjörgu ásamt bókasafni. Stúdentafélagið, Íslendinga- félagið, íslenski söfnuðurinn og sendiráðspresturinn hafa einnig aðstöðu í húsinu. Jónshús – Við Austurvegg Jón Sigurðsson 200 ára Götuleikhús Hins hússins er orðið vel þekkt á meðal fólks í borginni enda hefur leikhúsið verið starfrækt yfir sumar- tímann frá árinu 1992. Síðan þá hefur leikhúsið fóstrað stóran hóp af ungu fólki sem margt starfar í dag sem þekktir listamenn á ólíkum sviðum. Á hverju sumri býðst ungmennum á aldrinum 17 til 25 ára að sækja um að starfa með Götuleikhúsinu. Árlega er leikstjóri fenginn til liðs við Götuleikhúsið ásamt búningahönnuði sem hannar búninga og leikmyndir í samvinnu við hópinn. Meðlimir Götuleikhússins fá því þjálfun í öllu því helsta sem tengist starfi götuleikhúss þar sem leikararnir koma að öllum undirbúningi sem viðkemur sýning- unum. Götuleikhúsið hefur skapað sér sérstöðu með metn- aðarfullum og myndrænum uppákomum sem breyta sýn vegfarenda á umhverfi, líf og list. GÖTULEIKHÚSIÐ Skoðað Það er að mörgu að huga þegar að búning- unum kemur. Metnaðarfullar uppákomur Blaz Roca F riðrik Dór Jón Jón sson Björgvin Fran z Götuleikhús ...og margt fle ira 17. júní í Kópavog i www.kopavogur.is Hoppukastala r Nánar á www.k opavogur.is B IR G IR M A R .C O M // 11 0 6 12 Hljómsveitin B uff

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.