Morgunblaðið - 17.06.2011, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 17.06.2011, Blaðsíða 20
20 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 17. JÚNÍ 2011 Una Sighvatsdóttir una@mbl.is J ón Sigurðsson fæddist að Hrafnseyri í Arnarfirði hinn 17. júní 1811. Hann var fyrsta barn foreldra sinna, þeirra Þórdísar Jónsdóttur og séra Sigurðar Jónssonar. Engar myndir eru til af foreldrum Jóns en hann mun hafa líkst móður sinni bæði að yf- irbragði og atgervi, því að þau mæðgin voru dökk á brún og brá og Þórdís sögð góðum gáf- um gædd. Yngri systkini hans voru Jens, fæddur 1813, sem síðar varð rektor Lærða skólans í Reykjavík, og Margrét, fædd 1816, síðar húsfreyja á Steinanesi í Arnarfirði. Litlar heimildir eru um æsku Jóns en vitað er að undir handleiðslu föður síns, séra Sig- urðar, nam hann undirstöðumenntir og klass- ísk fræði til undirbúnings fyrir stúdentspróf. 18 ára gamall fór Jón úr foreldrahúsum og hélt til Reykjavíkur til að taka stúdentspróf hjá dómkirkjuprestinum. Foreldra sína, systur og heimasveit sá hann ekki aftur næstu 16 árin. Eftirsóttur og virtur vísindamaður Jón dvaldi fjögur ár í Reykjavík, sem þá var ört vaxandi smábær, en hugurinn stefndi út og í ágúst 1833 sigldi Jón utan til náms í Kaup- mannahafnarháskóla, þá nýtrúlofaður Ingi- björgu Einarsdóttur frænku sinni. Jón var 22 ára gamall þegar hann hélt af landi brott og var hann Hafnar-Íslendingur allar götur síðan. Jón var oft kallaður Sivertsen upp á dönsku. Hann fékk inni á Garði í félagsskap fleiri ís- lenskra stúdenta og nam málfræði og sögu af kappi framan af. Svo fór þó að Jón lauk aldrei formlegu embættisprófi. Fljótlega tók hann að sinna ýmsum vísindastörfum samhliða náminu sem urðu æ umfangsmeiri, m.a. fyrir Árna- safn, Vísindafélag Dana og Hið íslenska bók- menntafélag. Af stjórnmálum er það hinsvegar að segja að fyrstu sjö árin í Kaupmannahöfn hafði Jón lítil afskipti af þeim. Smám saman virtist hann þó vakna til vitundar, enda var mikið pólitískt umrót í Danmörku og Evrópu á þessum tíma. Neistinn kviknaði á sjúkrabeðnum Árið 1840 veiktist Jón alvarlega, að líkindum af sárasótt. Mánuðum saman lá hann rúmfast- ur í herbergi sínu og hafði því nægan tíma til að hugsa og skrifa. Verslunarmál voru fyrstu þjóðmálin sem Jón Sigurðsson skipti sér af, en það var hans einarða skoðun að verslunarfrelsi væri undirstaða viðreisnar landsins og átti hann í ritdeilu við danska Íslandskaupmenn. Í pestarbælið bárust honum svo þær fregnir þetta vor að Kristján VIII konungur vildi kanna grundvöll þess að fá Íslendingum eigið fulltrúaþing. Þetta voru stórtíðindi og hreyfðu við Jóni. Hann virtist rísa tvíefldur úr rekkju 17 76 17 77 17 78 17 79 17 80 17 81 17 82 17 83 17 84 17 85 17 86 17 87 17 88 17 89 17 90 17 91 17 92 17 93 17 94 17 95 17 96 17 97 17 98 17 99 18 0 0 18 0 1 18 0 2 18 0 3 18 0 4 18 0 5 18 0 6 18 0 7 18 0 8 18 0 9 18 10 18 11 f}öÄyáà—"|áutÜöààt ˝áÄxÇw|Çzt ¡ä|özÜ|Ñ ]™Çá f|zâÜ"ááÉÇtÜ Bandaríkin lýsa yfir sjálfstæði. Franska byltingin. Alþingi Íslendinga lagt niður með tilskipun konungs. Jón fæðist 17. júní á prestssetrinu Hrafnseyri við Arnarfjörð Bandaríkjamenn setja sér stjórnarskrá, þá fyrstu í heimi. Fátækur sveitapiltur verður þjóðhetja Það var ekki aðeins hugmyndafræði Jóns Sigurðs- sonar sem hreif samlanda hans með sér. Sjálfur þótti hann mikið glæsimenni og fríður sýnum, þótt andlitið væri stórskorið. Jón var mælskur bæði í ræðu og riti auk þess að hafa fallega rithönd. Hann virðist hafa búið yfir persónutöfrum og skörugleika sem hreif menn með honum. Sjálfur hefur Jón efalítið verið meðvitaður um mik- ilvægi ímyndarsköpunar því hann lagði mikið upp úr því að rækta landsföðurlega ímynd sína sem stjórn- málaleiðtogi. Hann nýtti sér til dæmis óspart ljós- myndatæknina, sem þá var tiltölulega ný af nál- inni, og lét taka af sér margar myndir sem hann sendi heim til Íslands. Stuðningsmenn hans gripu þetta framtak á lofti og létu m.a. steinprenta mynd af honum í fjölda eintaka árið 1857 og dreifa henni um allt land svo andlit hans varð þekkt. Á sumum heimilum var myndin af Jóni eina ljósmyndin sem prýddi veggina. Af öllum þessum myndum má dæma að Jón hafði yfirbragð heims- mannsins, ólíkt flestum löndum sínum á hinni af- skekktu eyju. En hann þótti ekki síður koma vel fyrir meðal Dana þar sem hann var kallaður „Den smukke Sivertsen“. Hann bar bæði vasaúr í keðju og pípuhatt úr silki, sem eflaust hefur kostað skildinginn, enda var hann „skartmaður mikill í klæðaburði alla ævi, að höfðingjahætti og tísku þeirra daga,“ að því er dr. Páll Eggert Ólason sagnfræðingur segir. (Jón Sigurðsson, foringinn mikli ,1947). Það var því höfðingjabragur á Jóni, en hann var líka höfðingi heim að sækja. Þau Ingibjörg stofnuðu borgaralegt heimili í Kaupmannahöfn þar sem þau tóku títt á móti gestum og héldu uppi mikilli risnu. Þegar Jón var á Íslandi tók hann auk þess upp á því að ferðast um kjördæmi sitt til að hitta kjósendur og hélt fyrir þá opna fundi. Allt varð þetta til þess að Jón naut mikilla og almennra vinsælda á Íslandi.  Jón Sigurðsson setti fram stefnu í sjálfstæðisbaráttunni sem Íslendingar fylgdu undir hans forystu  Lærði til stúdents í föðurhúsum  Mikilvirkur stjórnmála- og vísindamaður  Lifði það ekki að sjá Ísland fullvalda Jón Sigurðsson forseti þótti bera af í glæsileika. 29 sinnum sigldi Jón milli Íslands og Kaup- mannahafnar. Ferðin gat tekið tvo mánuði. Átta þúsund sendibréf tengd Jóni hafa varðveist. 10 sinnum var Jón kosinn forseti Alþingis og hefur enginn gegnt þeirri stöðu jafnlengi. ‹ ÆVI OG STÖRF JÓNS › » „Den smukke Sivertsen“ heillaði menn Jón Sigurðsson 200 ára

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.