Morgunblaðið - 17.06.2011, Page 21

Morgunblaðið - 17.06.2011, Page 21
21 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 17. JÚNÍ 2011 eftir hálfs árs baráttu við sjúkdóminn og markaði sér fljótt braut sem stjórnmálaleið- togi. Næsta vor hafði hann veg og vanda af stofnun tímaritsins Nýrra félagsrita, sem varð hans höfuðmálgagn næstu þrjá áratugina. Í fyrstu þremur tölublöðunum birtust eftir hann þrjár greinar sem lögðu grundvöllinn að bar- áttumálum hans: Um Alþing á Íslandi, Um skóla á Íslandi og Um verslun á Íslandi. Þingmaður Ísfirðinga í 35 ár Íslensk stjórnmál voru á þessum tíma undir miklum áhrifum af rómantíkinni og hverfðust um skáldskap og ættjarðarást. Jón tók annan og vísindalegri pól í hæðina. Hann byggði mál sitt á lögfræðilegum, hagfræðilegum og sögu- legum röksemdum, krydduðum með tilfinn- ingarökum og þjóðerniskennd í bland. Vorið 1844 fóru fram fyrstu alþingiskosn- ingarnar á Íslandi. Kjörgengi var takmörk- unum háð en Jón bjó að því að faðir hans hafði gefið honum jörð í Arnarfirði og var hann því gjaldgengur til framboðs í Ísafjarðarsýslu. Hann hlaut góða kosningu og var þingmaður Ísfirðinga alla tíð síðan. Þegar því langþráða markmiði var náð að endurreisa Alþingi árið 1845 hlaut að koma að því að Jón sneri aftur til Íslands eftir 12 ára útivist. Hann nýtti einnig Íslandsförina til að ríða heim að Hrafnseyri til foreldra sinna og um haustið að loknu þingi var endi bundinn á trúlofunina löngu þegar þau Ingibjörg gengu í hjónaband. Þá um haustið hófu hjónin nýbök- uðu búskap í Kaupmannahöfn en annað hvert ár kom Jón heim til að sitja Alþingi. Markmiðin náðust eftir dauða hans Stefnuskrá sína í sjálfstæðisbaráttunni setti Jón fram í ritgerðinni „Hugvekja til Íslend- inga“ árið 1848. Krafa Jóns var að Alþingi fengi fullt löggjafarvald með konungi, að fjár- hagur Íslands og Danmerkur yrði aðskilinn, að janfrétti skyldi ríkja meðal þjóðanna. Stefn- unni sem Jón markaði fylgdu flestir Íslend- ingar í baráttunni undir forystu hans. Helsta ögurstundin í sjálfstæðisbaráttu Jóns Sigurðssonar er án vafa þjóðfundurinn árið 1851 þegar Jón mótmælti sem frægt er orðið og aðrir þjóðfundarmenn tóku undir. Þessi atburður styrkti mjög stöðu Jóns sem leiðtoga, en í kjölfar fundarins tók þó við löng biðstaða þar sem lítið þokaðist í þá átt að skil- greina þjóðréttarlega stöðu landsins. Þó var það mikill sigur þegar Íslendingar fengu fullt verslunarfrelsi við aðrar þjóðir árið 1855, en það var lengi meðal helstu baráttumála Jóns. Jón lifði það ekki að sjá Ísland sem fullvalda ríki en málin höfðu þó þokast í átt að mark- miðum hans. Síðustu æviárin dró mjög af Jóni og var hann sagður aðeins skugginn af sjálfum sér á síðasta Alþingi sem hann sat, árið 1877. Hann lést í Kaupmannahöfn 7. desember 1879 og kona hans níu dögum síðar. Ósk Jóns um að hvíla í íslenskri mold var uppfyllt vorið 1880 þegar kistur þeirra Ingibjargar voru fluttar til Íslands og þau borin til grafar að viðstöddu fjölmenni í kirkjugarðinum við Suðurgötu. 18 12 18 13 18 14 18 15 18 16 18 17 18 18 18 19 18 20 18 21 18 22 18 23 18 24 18 25 18 26 18 27 18 28 18 29 18 30 18 31 18 32 18 33 18 34 18 35 18 36 18 37 18 38 18 39 18 4 0 18 4 1 18 4 2 18 4 3 18 4 4 18 4 5 18 4 6 18 4 7 18 4 8 18 4 9 18 50 18 51 18 52 18 53 18 54 Jörundur hundadaga- konungur lýsir því yfir í skammvinnu valdaráni að Ísland sé „laust og liðugt frá Danmerkur ríkisráðum“. Baldvin Einarsson gefur út ritið Ármann á Alþingi undir því yfirlýsta markmiði að endurreisa Alþingi. Byltingar blossa upp aftur í Frakklandi og hafa víðtæk áhrif um alla Evrópu. Kristján VIII samþykkir að kanna grundvöll þess að setja á fót fulltrúaþing á Íslandi. Tímaritið Ný félagsrit hefur göngu sína í Kaupmannahöfn. Konungur gefur út tilskipun um endurreisn Alþingis á Íslandi. Kosningar til Alþingis. Konungur samþykkir að embættismenn hans á Íslandi skuli kunna íslensku. Alþingi endurreist Frakkland verður lýðveldi eftir febrúar- byltingu. FriðrikVII afsalar sér einveldi. Kosið til þjóðfundar Þjóðfundurinn. Jón Sigurðsson tekur forystu á örlagastund. Jón flytur til Reykjavíkur til að taka stúdentspróf. Jón trúlofast Ingibjörgu Einarsdóttur. Siglir utan til Kaupmanna- hafnar til náms. Garðvist Jóns lýkur. Hann lauk aldrei prófi. Um þetta leyti virðist stjórn- málaáhugi hans vakna. Jón veikist og leggst fyrir í 6 mánuði. Rís aftur úr sæng sem fullmótaður stjórn- málamaður. Fyrsta blaðagrein hans birtist, í deilu um skipan Íslandsverslunarinnar. Greinin „UmAlþing á Íslandi“ eftir Jón birtist í Nýjum félagsritum. Jón kjörinn þingmaður Ísfirðinga til endurreists Alþingis. Jónkemuraftur til Íslandseftir 12ár til aðsitja hiðendurreistaAlþingi. Kvænist Ingibjörgu. RitgerðJóns, „Hugvekja til Íslendinga“, birtist í Nýjum félagsritum. Jón kosinn forseti Alþingis í fyrsta sinn Jón kosinn forseti Hafnardeildar Hins íslenska bókmennta- félags. Forsetanafnið festist við hann. Ljósmynd/Þjóðminjasafn Íslands Ingibjörgu Einarsdóttur voru þröngar skorður settar líkt og öðrum konum á 19. öld. Hennar framtíðarvonir voru alfarið bundnar því að eignast góðan mann og hefur hún eflaust verið orðin langeyg eftir góðu mannsefni þegar leiðir þeirra Jóns Sigurðssonar lágu fyrst saman. Þá var Ingibjörg 25 ára gömul og bjó enn í föð- urhúsum en Jón aðeins 18 ára skólapiltur. Ingibjörg, sem kölluð var Imba innan fjölskyldunnar, var fædd 9. október 1804, frumburður hjónanna Ingveldar Jafets- dóttur og Einars Jónssonar, kaupmanns í Reykjavík og föðurbróður Jóns. Þau voru því náskyld og inn á heimili þessa frænd- fólks síns flutti Jón þegar hann kom til Reykjavíkur til að taka stúdentspróf. Þrátt fyrir sjö ára aldursmun varð greinilega kært með þeim Ingibjörgu, því áður en hann sigldi utan í fyrsta sinn sum- arið 1833 bað hann um hönd hennar. Ingi- björg var 28 ára þegar þau trúlofuðust en hún mátti bíða í meira en áratug í festum áður en Jón efndi heit sitt við hana. Biðin hefur ekki reynst Ingibjörgu auð- veld, ekki síst eftir að móðir hennar dó og hún sat ein uppi með föður sinn sem var drykkfelldur og erfiður. Þá hefur það ekki verið til að bæta sálarlíf hennar í biðinni þegar fiskisögur tóku að fljúga um sára- sótt Jóns og meintan ólifnað í vafasamari hverfum Kaupmannahafnar. Af bréfa- skriftum samtíðarfólks hennar má ráða að Ingibjörg hafi á stundum fyllst örvæntingu yfir stöðu sinni og hún hlýtur að hafa efast að Jón reyndist maður orða sinna. Ingibjörg reyndist Jóni traustur lífs- förunautur og hún fylgdi honum alltaf í hinum mörgu Íslandsferðum hans. Jón lýs- ir því í bréfum til vina að Ingibjörg sé hon- um „trúföst og elskuleg“ og að þeim komi í öllu „æskilega saman“. Heimili þeirra Jóns var nánast eins og félagsmiðstöð í Ís- lendingasamfélagi Kaupmannahafnar og hjónin voru ósérhlífin í ýmsum snúningum fyrir landa sína. Heimildir herma einnig að Ingibjörg hafi ekki vílað fyrir sér að láta Jón vita ef hún hafði aðra skoðun á mönn- um og málefnum. Ingibjörg hjúkraði Jóni á dánarbeðnum en lést sjálf 9 dögum á eftir honum og var jarðsett við hlið hans. Traustur og þolinmóður lífsförunautur Ingibjörg Æskuunnusta og eiginkona Jóns Sig- urðssonar. Myndin er í eigu Þjóðminjasafnsins. Ingibjörg Einarsdóttir» „Það mun hverjum þeimvirðast, sem þekkir hið and- lega líf mannsins, að hollast sé að taka eftir skaplyndi og framferði sjálfs sín, og bera það saman við annarra, til þess að læra að þekkja sig eins og maður er. Eins er þessu varið um þjóðirnar, taki þær ekki eftir þjóðlífi sínu, þá sundrast þær.“ –Jón Sigurðsson, 1841

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.