Morgunblaðið - 17.06.2011, Page 23

Morgunblaðið - 17.06.2011, Page 23
Íslendingar fá heimastjórn. Þingræði fest í sessi og Hannes Hafstein verður fyrsti ráðherra Íslands. Uppkastskosningarnar. Ísland fær sinn sérstaka fána. Samþykktur 19. júní af Kristjáni X. Konur fá kosningarétt og kjörgengi til Alþingis. Fyrstu stjórnmálaflokkar landsins stofnaðir (Framsóknarflokkur og Alþýðuflokkur). Ísland verður fullvalda ríki í konungs- sambandi við Danmörku 1. desember. 1000 ára afmæli Alþingis fagnað á Þingvöllum. Sjálfstætt lýðveldi stofnað á Þingvöllum 17. júní, fæðingardegi Jóns. Sveinn Björns- son kosinn fyrsti forseti lýðveldisins. Háskóli Íslands stofnaður 17. júní á aldarafmæli Jóns Sigurðssonar. Hátíðahöld víða um land og stytta reist af honum. 19 0 0 19 0 1 19 0 2 19 0 3 19 0 4 19 0 5 19 0 6 19 0 7 19 0 8 19 0 9 19 10 19 11 19 12 19 13 19 14 19 15 19 16 19 17 19 18 19 19 19 20 19 21 19 22 19 23 19 24 19 25 19 26 19 27 19 28 19 29 19 30 19 31 19 32 19 33 19 34 19 35 19 36 19 37 19 38 19 39 19 4 0 19 4 1 19 4 2 19 4 3 19 4 4 Ákveðið að stofna lýðveldið á afmælisdegi Jóns Sigurðssonar. 17. júní verður þjóðhátíðardagur. 23 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 17. JÚNÍ 2011 Hallur Már hallurmar@mbl.is Í sagnfræðinni er umræðan um Jón Sigurðsson ennþá ljóslifandi og hvergi nærri greypt í stein. Guð- mundur Hálfdanarson sagnfræðipró- fessor hefur í rannsóknum sínum skoðað vandlega hvernig Jón byggði upp röksemdarfærslu sína í baráttu sinni fyrir réttindum Íslendinga. Spurninguna segir hann í raun snúa að því hvort Jón hafi bar- ist fyrir sjálfstæði eða ekki, þ.e. hvort það hafi verið hið pólitíska markmið sem hann setti sér. Hann telur að í raun sé erfitt að draga þá merkingu úr því sem Jón skrifaði að hann hafi séð sjálfstæði Íslands fyrir sér sem raunhæfan möguleika en bætir jafnframt við að erfitt sé að fullyrða um hvað Jón hafi horft langt fram í tímann. ,,Í raun talaði Jón aldrei beinlínis um sjálfstæði Íslands, pólitísk stefna hans laut frekar að sjálfræði Íslands í eigin málum,“ segir Guðmundur. Það var gert með tilvís- unum í Gamla sáttmála og söguleg rök um að Ísland hafi gengið inn í samband við Nor- eg sem sjálfstætt ríki. Þar hafi í raun verið um að ræða milliríkjasamband sem Jón taldi leysast upp þegar einveldið var lagt af á ár- unum 1848-49. Þá taldi Jón að Ísland hafi átt að snúa aft- ur til þess fyrirkomulags sem var við lýði þegar það gekk upphaflega til sambands við Noreg. Í raun má segja að því fyrirkomulagi sem hann hafi séð fyrir sér hafi svipað mjög til þess sem komið var á við fullveldisstofn- unina árið 1918. Guðmundur segir Jón hafa séð fyrir sér að Danir greiddu Íslendingum verulegan hluta af sínum ríkisútgjöldum; það rökstuddi hann með fjárhagskröfu sinni. ,,Jón sá eiginlega fyrir sér Ísland sem var meira og minna sjálfstætt en þó í nánum tengslum við Danmörku sem myndi taka verulegan þátt í greiðslu á íslenskum rík- isútgjöldum.“ Þarna setur Guðmundur spurningarmerki við sjálfstæðiskröfu Jóns þar sem ríki sem þiggur aðstoð við greiðslu á ríkisútgjöldum sínum er í eðli sínu ekki sjálfstætt, hvernig sem rökstuðningi við þær greiðslur er háttað. Hið eiginlega sjálfstæði Guðmundur segir að Jón hafi eflaust ekki haft neitt á móti sjálfstæði en þegar Jón hafi staðið í sinni baráttu hafi aðstæður ein- faldlega verið aðrar. Landið var fámennt, fá- tækt og vanþróað og ekki að sjá að Jón hafi séð fyrir sér að það myndi breytast á næstu áratugum. Eitt helsta baráttumál Jóns var að vekja Íslendinga af dvala og efla þjóðinni þor til að taka málin í eigin hendur. Guðmundur segir að Jón hafi einmitt séð fyrir sér að ástandið á Íslandi mundi skána. Ákveðna þversögn sé þó að finna í málflutningi sjálf- stæðishetjanna sem sáu frelsið eða sjálf- stæðið í raun fyrir sér sem forsendu fram- faranna en um leið að framfarir á Íslandi væru forsenda fyrir því að geta staðið á eig- in fótum. Þetta segir Guðmundur vera mjög í anda líberalismans, þar sem frelsi og framfarir séu einhvernveginn tvær hliðar á sama pen- ingnum. Spurningin snerist því að verulegu leyti um hvort kæmi á undan hænan eða eggið. Í raun megi túlka baráttu hans þannig að Jón hafi sett fram kröfur sínar til að tefja málið, þ.e. að Íslendingar myndu aldrei við- urkenna rétt Dana til að stjórna Íslend- ingum, en um leið að setja fram svo miklar kröfur að Dönum væri ómögulegt að fallast á þær á meðan Ísland væri í þessu ósjálf- bjarga ástandi. Tvær sjálfstæðisbaráttur Önnur hlið á málinu snýr að eðli sjálf- stæðisbaráttunnar. Guðmundur segir hana ekki eingöngu hafa verið baráttu við Dani sem hafi í raun verið sammála Íslendingum í flestum málum. Þeir höfðu lítinn áhuga á að stjórna Íslendingum gegn þeirra vilja og því síður voru umtalsverð fjárútgjöld til Íslend- inga á hverju ári vinsæl á meðal Dana. Ástandið hafi því síður en svo verið æskilegt í huga Dana. Hin raunverulega sjálfstæðisbarátta hafi snúið að því að geta staðið á eigin fótum. Framlag Jóns til hennar sé í raun ekki svo skýrt, þar sem ekki hafi orðið mikið ágengt í þeim málum á hans tíma. Erfitt væri því að segja að hann hafi verið frumkvöðull í þeim efnum. Guðmundur segir að auðvitað hafi hann tekið forystu í versl- unarmálinu, umfram það hafi Jón ekki skipt sér mikið af verklegum framkvæmdum á Ís- landi. Framfarir í efnahagsmálum hafi að mestu átt sér stað eftir hans daga. Þolir endurskoðun Aðspurður að því hvort fólk sé viðkvæmt fyrir endurskoðun á hlutverki Jóns segir Guðmundur: ,,Ég held að menn geri sér al- veg grein fyrir því að Jón lifir margskonar lífi. Hann lifir lífi í því sem hann sjálfur skrifaði sem fáir hafa lesið og sem þessi hetja sem menn hafa búið sér til mynd af. Sú mynd gefi ekki alltaf rétta mynd af manninum sjálfum.“ Hann sé í raun tákn fyrir sjálfstæðisbaráttuna og á okkar tímum geti slík tákn ekki lifað án stanslausrar um- fjöllunar og gagnrýni. „Ef slík tákn eru gerð að einhverjum helgimyndum þá deyja þær, það er bara eðli nútímans.“ Guðmundur leggur einmitt áherslu á mikilvægi þess að skoða Jón mjög gagn- rýnum augum vegna þess að hann þolir það. ,,Ef maður skoðar Jón þá getum við verið nokkuð ánægð með að hann skuli vera okkar sjálfstæðishetja, þær geta sannarlega verið miklu verri.“ Guðmundur leggur áherslu á sérstæðu Jóns sem sjálfstæðishetju: ,,Hetjur vinna vanalega einhverja glæsta sigra, oft í stríðum eða líða einhver tragísk örlög.“ Jón gerði í raun hvorugt, þ.e. hann vann engan sigur á Þjóðfundinum þar sem hann raun- verulega stoppaði málið og stjórnarskráin frá árinu 1874 var ekki beinlínis að hans skapi.“ Hann lagði í raun línurnar fyrir baráttuna en sigurinn vannst töluvert seinna og erfitt er að segja að hann hafi liðið eitthvað sér- staklega fyrir baráttu sína. Jón var alla tíð vel metinn í Danmörku þó hann hafi fallið í ákveðna ónáð eftir þjóðfundinn. Jón er því í raun mjög sérstök þjóðhetja og fólk hafi því almennt bara gaman af því að skoða Jón þó í því felist ákveðin endurskoðun. Gott að hafa Jón á hendi Nafn Jóns hefur alla tíð verið mjög lifandi í pólitískri orðræðu okkar og Guðmundur sér ekki fyrir sér að það muni breytast nokkuð. Guðmundur líkir honum við tromp í pólitískum hanaslag og ef viðkomandi er með hann á hendinni ber hann sigur úr být- um. Þetta segir Guðmundur hafa verið aug- ljóst við stofnun Háskóla Íslands þar sem nafn hans og tilvera var notuð til þess afla hugmyndinni stuðning. En Háskólinn var einmitt stofnaður á hundrað ára afmæli Jóns. ,,Enn þann dag í dag eru menn að gera hans skoðanir að sínum eða réttara sagt sín- ar skoðanir að hans,“ segir Guðmundur. Þar tala menn út og suður án þess að umræðan verði sérlega frjó fyrir vikið þar sem Jón hafði enga skoðun á Evrópusambandinu, NATO eða veru bandarísks hers á Íslandi. En Guðmundur segir ómögulegt að ráða í hvaða afstöðu Jón hefði tekið til slíkra mála. Hið jákvæða sé þó að hann sé lifandi og ein- hvers virði og þetta sé einfaldlega eitthvað sem fylgi því að vera þjóðhetja. Sjálfstæðishetja eða ekki? Morgunblaðið/ Jim Smart Prófessor Guðmundur Hálfdanarson. Guðmundur Hálfdanarson, prófessor við Háskóla Íslands, flutti ný- lega erindi um Jón Sigurðsson. Þar setti hann fram spurninguna hvort Jón hafi verið sjálfstæðishetja eða ekki. Jón hafi séð Ísland fyrir sér sem meira og minna sjálfstætt en þó í nánum tengslum við Danmörku sem myndi taka verulegan þátt í greiðslu á íslenskum ríkisútgjöldum. hefta þróun landsins svo lengi sem fyrirkomulagið væri við lýði. Þessi sjónarmið Jóns voru grundvöll- ur að þeim kröfum sem Íslendingar lögðu fram á þjóðfundinum sem haldinn var árið 1851. Tillögur Dana að stjórnskipunarlögum sem þar voru lagðar fram gengu þvert á þessi rök. Tillögur þeirra um innlimun Íslands í danska ríkið og að Íslendingar fengju fulltrúa á danska þinginu féllu ekki frjóan jarðveg. Nefnd fundarins lagði fram nýtt frumvarp þar sem rökum Jóns var haldið á lofti. Söguleg rök Jóns um innlenda landsstjórn, sérstakan fjárhag og jafnrétti þjóðanna urðu þar með þungamiðjan í málflutningi Íslendinga sem þjóðin fylkti sér á bak við. byggðar m

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.