Morgunblaðið - 17.06.2011, Blaðsíða 27
27
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 17. JÚNÍ 2011
bæri honum engin skylda til að ljá
þeim eyra. (9).
Með skírskotun í XVIII árgang
Nýrra Félagsrita er bent á að
naumast þúsundasti hver maður á
land-inu skilji danska tungu og
engum sé skylt að hlýðnast lögum
sem þeir skilja ekki, „heldur lög-
um þeim einum, sem íslenzk voru,
og áður réðu“. Það séu réttindi
hverrar tungu sem sé lifandi þjóð-
mál einsog íslenzkan, að það eitt
megi kalla að lögum skipað sem
þjóðin hefur á sína tungu „og skuli
engum öðrum skipunum hlýðnast“.
Athyglisvert er að greinarhöf-
undur telur að brot á réttindum ís-
lenzkrar tungu stuðli að stjórn-
leysi í landinu enda hafi aðförin að
íslenzkunni verið liður í því að inn-
lima Ísland í konungsríkið. Ef
stjórninni hefði tekizt að halda
fram tilætlun sinni til þrautar og
koma því í höfn að réttarstaða Ís-
lands væri einsog hvers annars
dansks fylkis eða héraðs hefði
mátt ganga að því vísu að þjóðleg
glötun og tímanleg niðurníðsla,
hnignun og afturför hefði gagn-
tekið allt á Íslandi, einsog komizt
er að orði. Margvísleg niðurlæging
og viðstöðulausar tilraunir voru
gerðar til að veikla mótstöðuafl Ís-
lendinga og þá ekki sízt með því að
sækja að tungu þeirra. En hún var
sá broddur sem eigi lét beygjast.
Það er óendanlega mikilvæg sögu-
leg staðreynd sem við ættum að
hyggja að, ekki sízt nú þegar að
henni er sótt úr öllum áttum. Án
hennar yrði Ísland einsog hvert
annað auðnulaust eyland sem hefði
glatað tengslum við rætur sínar og
arfleifðin gæti ekki framar borið
þann ávöxt sem að er stefnt. Það
er að minni hyggju „hégómlegt of-
læti“ svoað enn sé vitnað í fyrr-
nefnda Andvara-grein að halda
annað eða gera því skóna að tung-
an sé ekki í hættu. „Hið rángláta
hapt á frelsi túngunnar“ hefði get-
að orðið sá dragbítur í sjálfstæð-
isbaráttu okkar sem úrslitum réð.
Þetta vissi Jón Sigurðsson öllum
öðrum fremur – og þá einnig
Fjölnismenn – og því lögðu þeir
alla áherzlu á tengsl við fornan
arf, tunguna og mikilvægi hennar í
baráttunni við erlent vald og fyrir
þeim mannréttindum sem áttu
rætur í sjálfstæðisyfirlýsingu
Bandaríkjanna, brezkum grund-
vallarreglum um lýðræði og yf-
irlýsingu frönsku borgarastéttar-
innar eftir stjórnarbyltinguna
miklu 1789. Jón forseti og félagar
hans töldu tunguna hvorki meira
né minna en „helgustu réttindi“
Íslendinga og aðför að henni sé
barátta fyrir ólögum sem málstað-
ur dönsku stjórnarinnar byggist á
„og látin hafa verið yfir oss dynja
hvenær sem færi hefir gefizt, rétt
einsog stjórnin hefði skilið svo
köllun sína gagnvart oss, að henn-
ar mark og mið væri að gjöreyða
öllu því, sem væri íslenzkt til, og
þannig að sjá hinni fornu túngu
Norðurlanda og þjóðerni Íslend-
ínga og sjálfsforræði fyrir borð
kastað“.
6.
Þegar ég í vetur vakti athygli
stúdenta í heimspekideild á því
sem hér hefur verið sagt um ís-
lenzka tungu og rétt hennar á mál-
þingi um Jón Sigurðsson klykkti
ég út með örlitlu kvæði um hann
sem ég orti fyrir mörgum árum,
en sá nú í hendi mér að fjallar ekki
sízt um þá hættu sem að íslenzk-
unni steðjar – og þjóðerni okkar.
Það er e.k. forspá, svohljóðandi í
kvæðabókinni Veður ræður akri,
1981, en ljóðið er þó mun eldra:
Hann lagði saman tárin
sem lítilmagnar grétu:
í svipi þeirra og andlit
var Íslandssagan brennd.
Ég laut höfði við legstein hans
letraðan fáum orðum,
í brjósti mínu var heiður himinn,
en haglél í grennd.
sem hin nýja stjórnarskipan út-
heimtir, heldur jafnvel ráðizt í að
gjöra sýnilega tilraun – og það í
nærgöngulara lagi – til að egna
Dönskunni fyrir hið fyrsta löggj-
efenda alþíng, og sæta lagi til að
hafa sitt hið gamla fram“.
Enn er reynt að vinna dönsk-
unni fótmál með því að stjórnin
leggur fyrir alþingi ákvæði um að
„þegar lagafrumvarp er samþykkt
af alþíngi, sjá forsetar beggja
deildanna og landshöfðíngi í sam-
einíngu um, að danski textinn sé
saminn, þannig að málið verði lagt
fyrir hið sameinaða alþíng, ef þeim
kemur ekki saman“. Með þessu er
talið að stjórnin vilji leita sam-
þykkis þingsins til þess að „útvega
sér lagaheimild einmitt fyrir því,
að danska þýðíngin skyldi vera lög
á Íslandi eptirleiðis, og standa
þannig jafnfœtis hinu íslenzka
frumriti laganna, er þíngið hefði
sam-þykkt á sína túngu, og láta
hið Íslenzka fulltrúaþíng gángast
undir það fyrir sitt leyti, að
ábyrgjast alla þá óskipun og öll
þau vandræði, sem þar af kynni
leiða“ einsog segir í Andvara-
greininni.
Síðan er bent á að alþingi eigi
ekki að semja lög nema á íslenzku
og að engin lög séu gild nema á
frumtungunni. Þetta verði að vera
ótvírætt þvíað annars gæti orðið
ágreiningur um orðalagsmun.
Dönsk þýðing á frumvörpum al-
þingis geti þannig ekki öðlazt
minnsta lagagildi þótt konungur
staðfesti hana. Um þetta er síðan
fjallað í þessari athyglisverðu
grein og rökin ekki sízt sótt í at-
hugasemdir Jóns forseta sem birzt
höfðu í Nýjum Félagsritum fyrr á
öldinni, en þau eiga augsýnilega
rætur í II kafla Ritgerðar um rík-
isvald eftir Locke, Um ríki náttúr-
unnar, þarsem segir: Svo mikið er
víst að lög ríkisins geta ekki, fyrir
neina þá helgun sem yfirlýstur
vilji löggjafarvaldsins veitir þeim,
náð til útlendings; þau tala ekki til
hans og þótt þau töluðu til hans þá
þyngdarstað nú um stundir og því
ekki úr vegi að láta herhvötina
fyrir 100 árum dynja á þeirri sam-
tíð sem nú stendur ráðalítil and-
spænis erlendri ásókn sem gæti
borið okkur ofurliði, eyðilagt
tungu okkar og þar með þann ís-
lenzka arf sem er frelsi okkar og
fjöregg. Jón forseti taldi tunguna
einhverja mikilvægustu málsvörn
okkar í sjálfstæðisbaráttunni. Án
hennar byggi um sig í landinu önn-
ur þjóð og ókunnug.
Ástæðan til þess að greinin Um
rétt íslenzkrar túngu var skrifuð
og birt í 3ja árgangi Andvara 1876
var sú, að mikið hafði á skort að
íslenzkan væri látin njóta réttar
síns og því var þess óskað í álits-
skjali alþingis 1863 til konungs að
íslenzk tunga verði við höfð í öllum
bréfaskiptum milli Íslendinga og
stjórnarinnar. En afsvar hennar er
í auglýsingu til alþingis 1865. En í
4. gr. stjórnarskrárinnar sem birt
er í Andvara 1874 með rækilegum
hugleiðingum og athugasemdum
Jóns Sigurðssonar segir að „kon-
úngur veitir öll þesskonar emb-
ætti, sem hann hefir veitt híng-
aðtil. Breytíngu má á þessu gjöra
með lagaboði. Engan má skipa
embættismann á Íslandi, nema
hann hafi hin almennu réttindi
innborinna manna, og þar á ofan
hafi fært sönnur á, að hann hafi
fullnægt því, sem fyrir er mælt í
hinum gildandi ákvörðunum um
kunnáttu í máli landsins.“
Þetta er að sjálfsögðu hið merk-
asta ákvæði þótt lágt fari og segir
mikla sögu.
5.
Í fyrrnefndri ritgerð Um rétt Ís-
lenzkrar túngu er bent á að hálf
viðreisn sé fallvölt, „því þrátt fyrir
það, að stjórnarbreytíngin 1874
hafi hreinsað svo mikið til, að
synjunarátyllur þær, sem stjórnin
þóttist hafa að bera fyrir sig í
þessu máli, megi þykja fallnar
gjörsamlega í stafi, hefir hún þó
eigi einúngis látið sér lynda, að
humma fram af sér umbætur þær,
g réttur tungunnar
Úr bókinni Ævisaga hugmynda.
Hér til hliðar er hið fræga
málverk eftir Gunnlaug
Blöndal af þjóðfundinum
1851, sem hangir uppi í Al-
þingishúsinu. Fulltrúa
konungs, Trampe greifa,
hafði mislíkað hve langt ís-
lensku fulltrúarnir, undir
forystu Jóns Sigurðssonar,
vildu ganga í sjálfstæðisátt
og sleit fundinum skyndi-
lega. Atburðinum er lýst
svo í fundargerð:
Konúngsfulltrúi: … Til
að baka landi þessu fleiri
óþarfaútgjöld, en orðið er,
finn eg alls ekki ástæðu, og
mun eg því, samkvæmt
þeim myndugleika, sem
vor allra – mildasti kon-
úngur hefur gefið mer til
þess, og sem eg hef lagt
fyrir fundinn, nú þegar
enda fund þennan.
Og lýsi eg þá yfir í nafni
konúngs (J. kandíd, Sig-
urðsson: Má eg biðja mer
hljóðs, til að forsvara að-
gjörðir nefndarinnarog-
þíngsins? Forseti: Nei.), að
fundinum er slitið.
J. kandíd. Sigurðsson: þá
mótmæli eg þessari aðferð.
Konúngsfulltrúi (Um leið
og hann og forseti gengu
burt úr sætum sínum): Eg
vona, að þíngmenn hafi
heyrt, að eg hef slitið fund-
inum í nafni konúngs.
J. kandíd. Sigurðsson:
Og eg mótmæli í nafni kon-
úngs og þjóðarinnar þess-
ari aðferð, og eg áskil
þínginu rett til, að klaga til
konúngs vors yfir lögleysu
þeirri, sem her er höfð
frammi.
Þá risu upp þingmenn,
og sögðu flestir í einu
hljóði:
Vér mótmælum allir!
Söguleg
slit þjóð-
fundarins
1851