Morgunblaðið - 17.06.2011, Side 31

Morgunblaðið - 17.06.2011, Side 31
MINNINGAR 31 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 17. JÚNÍ 2011 Smáauglýsingar 569 1100 www.mbl.is/smaaugl Dýrahald Merktu gæludýrið Fyrir gæludýr. Merki með hlekk, nafni dýrsins og símanúmeri eiganda. Verð 2000 kr. Fannar, Smiðjuvegi 6, Kóp. Rauð gata. Sími 551-6488. fannar@fannar.is Rat Terrier Von er á Rat Terrier goti eftir 3 vikur undan innfluttum, sýndum foreldrum, endilega kynnið ykkur tegundina, mjolniskennels.123.is - Uppl. á ratterrier87@gmail.com eða í síma 694 8225. St. bernhards! St. bernhards! Þín draumategund?? Frábær hvolpur leitar að góðu og öruggu framtíðarheimili hjá fólki með reynslu af hundahaldi! Allar uppl. um tegundina og hvolpa gefur Guðný Vala, s. 699 0108, www.sankti-ice.is. Border Collie hvolpur til sölu Einn fallegur rakki til sölu. Undan margverðlaunuðum foreldrum. Blíður og góður. Örmerktur, bólusettur með ættbók frá Hundaræktarfélagi HRFÍ. Nánari upplýsingar í gsm: 696 1196 og jorunn@veb.is. Tilbúinn til afhendingar. Garðar Er mosinn að eyðileggja grasflötinn? Erum með góðar lausnir við því. Eiríkur, s. 774-5775. Garðaþjónusta Reykjavíkur 20% afsláttur fyrir eldri borgara Öll almenn garðvinna á einum stað fyrir garðinn þinn. Trjáklippingar, beðahreinsanir, trjáfellingar, garða- úðun, þökulagnir, sláttur, hellulagnir o.fl. Fagleg vinnubrögð og sanngjarnt verð. Eiríkur, s. 774-5775. Þórhallur, s. 772 0864. Gisting Hótel Sandafell Þingeyri Býður gistingu og orlofsíbúðir. Sími 456 1600. Veitingastaðir Grillum Njáluspjótin í Eldstó Café á Hvolsvelli Með kjúkling, lambi og kálfakjöti (beint frá bónda). www.eldsto.is - S. 482 1011. Eldstó Café á Hvolsvelli - nýtt - nýtt Empanadas Chilenas í fyrsta sinn á Íslandi. Fjölskylduuppskrift frá Chile, algjört æði. Verðum með tilboð um helgina, sjá www.eldsto.is - S. 482 1011. Atvinnuhúsnæði SKRIFSTOFURHÚSNÆÐI til leigu að Súðarvogi 7 á annari hæð, 18 fm.skrifsota með tölvi og símatengi. í sameign er aðgangur að fundarherbergi. uppl. í S: 824-3040 og 862-6679 Sumarhús Sumarhús - Gestahús - Breytingar Framleiðum stórglæsileg sumarhús í ýmsum stærðum. Tökum að okkur stækkun og breytingar á eldri húsum. Smíðum gestahús – margar útfærslur. Sjáum um almennt viðhald á sumarhúsum og sólpöllum. Setjum niður heita potta og smíðum palla og skjólveggi. Áratugareynsla - Endilega kynnið ykkur málið. Trésmiðja Heimis, Þorlákshöfn, sími 892 3742 og 483 3693, www.tresmidjan.is Til sölu Ódýr gæðablekhylki og tonerar í prentarann þinn. Öll blekhylki framleidd af ORINK. Blekhylki.is Fjarðargötu 11, Hafnarfirði, sími 517 0150 Verslun Trúlofunar- og giftingarhringar í úrvali. Auk gullhringa eigum við m.a. titanium og tungstenpör á fínu verði. Sérsmíði, framleiðsla og viðgerðarþjónusta. ERNA, Skipholti 3, s. 552 0775, www.erna.is. Þjónusta MÓÐUHREINSUN GLERJA Er komin móða eða raki á milli glerja? Móðuhreinsun ÓÞ. Sími 897-9809. Bílar Lancia árg. '99 ek. 172 þús. km Lancia Y, árgerð 1999, ekinn 172 þús. km, vel með farinn og nýskoðaður (í apríl 2011), verð 240 þús. Uppl. í síma 690 6985 eða tölvupósti: ivakrezkova@seznam.cz. FORD MONDEO 11/2007, ek. 105 þús. km Til sölu FORD MONDEO 1600 Trend, 4 dyra. Með spólvörn, loftkælingu, rafdrifið ökumannssæti og fl. Kr. 2.000.000. Bensín. Skuldlaus. Uppl. í síma 897 3660. Pallbíll Pall-lok á ameríska pickupa Eigum til á lager pall-lok frá www.undercoverinfo.com - þetta eru sterk og létt lok sem gefa pallbílnum aukið notagildi og minnkar eyðslu. Uppl. Frank 844 5222. Bílaþjónusta Fellihýsi Palomino Yearling fellihýsi til sölu Nýlegt, gott fellihýsi til sölu. Hlaðið aukahlutum, svo sem sólarsellu, tveimur rafgeymum, svefntjöldum, ísskáp, hljóðlátri miðstöð með heitu vatni, grjótgrind, útvarpi og fleiru. Upplýsingar í símum 661 7561 og 564 5353. Hobby 560 KMFe kojuhús Nýskr. 6/2008. Fortjald, markísa, gólfhiti, bakarofn og margt fleira. Verð 3.490 þ. kr. Nánari upplýsingar á www.til-solu.blog.is og í síma 693-5915. Góð aðstaða meðan þú byggir í sveitinni 18 m² tveggja öxla hjólhýsi, tvö svefnherbergi, fín innrétting, eldavél og uppþvottavél, 240v kerfi, wc, sturta. Gerðu mér tilboð. Uppl. í síma 841-7794. Hjólhýsi Sumarið er rétt að byrja. Ég á heimleið eftir stutt frí og þá kom símtalið – Inga hef- ur fengið hvíldina. Inga var búin að vera mikið veik en alltaf var vonin til staðar um að úr rættist. Nú er samferð- inni lokið. Kynni okkar Ingu eru talsvert gömul. Við kynntumst í Árósum 1984 þegar Inga var nýkomin þangað til að hefja nám í tann- fræðum sem ég var rétt að ljúka. Vinskapur okkar hófst eftir að hún kom heim frá námi og við fór- um að starfa saman. Það kom þannig til að Tannverndarráð setti af stað forvarnarátak þar sem börn í leik- og grunnskólum fengu tannfræðslu. Í tólf ár störf- uðum við saman og á milli okkar mynduðust sterkir þræðir vin- áttu og virðingar sem aldrei bar skugga á. Samstarfið var mjög náið því við fórum í vikuferðir, eina til tvær á ári, og heimsóttum skóla víðs vegar um landið. Þetta kallaði á töluverðan undirbúning og Inga sá um samskipti við skólana því hún átti svo auðvelt með að fá fólk til að vinna með sér og ná til ólíkra einstaklinga. Ég tók að mér annað, eins og bíl, vegakort og akstur enda vita þeir sem til þekkja að líklega hefðum Inga Jóhanna Birgisdóttir ✝ Inga JóhannaBirgisdóttir fæddist í Reykjavík 17. júní 1957. Hún lést á Landspít- alanum í Fossvogi 1. júní 2011. Útför Ingu Jó- hönnu fór fram frá Bústaðakirkju 10. júní 2011. við aldrei komið heim ef Inga hefði séð um þá hluti. Hún var hreint ótrúlega áttavillt en þar sem hún var gædd þeim dýrðar- eiginleika að taka sig aldrei hátíðlega gerði hún óspart grín að sjálfri sér með það. Í þessum ferðum okkar voru margar ævintýralegar uppákom- ur. Í kringum Ingu var alltaf mik- ið líf og fjör og fólk sóttist eftir að vera í návist hennar. Hún var ein- staklega jákvæð og gerði gott úr öllu. Eitt sinn vantaði hana hlýja úlpu fyrir ferðirnar okkar. Mamma hennar var úti og keypti úlpu fyrir hana sem hentaði helst að vori en Inga var hæstánægð og sagði að hún væri ótrúlega hlý ef hún væri í þykkri peysu undir. Inga var ein af stofnfélögum íslenskra tannfræðinga og gegndi mörgum trúnaðarstörfum fyrir félagið í gegnum árin. Þar fyrir utan var hún sjálfkjörin í all- ar skemmtinefndir því þar voru hennar sterkustu hliðar. Lífs- þróttur hennar og glaðværð smit- uðu alla. Hún hafði svo fallegt og bjart bros, sagði skemmtilega frá og hafði einstakt lag á að koma öðrum til að hlæja – jafnvel á erf- iðum stundum – það gera aðeins þeir sterku. Stundum – oft – gleymdi hún bröndurunum og var búin að týna miðanum sem hún hafði punktað þá á. Þá var langfyndnast þegar við biðum á meðan hún hringdi í hann Dóra sinn til að fá þá rifjaða upp. Inga talaði mjög fallega um fólkið sitt. Það voru ekki börnin hennar eða Dóri heldur sagði hún alltaf „hann Úlli minn“, „hún Ás- dís mín“ eða „hann Dóri minn“ með svo mikilli hlýju í röddinni að auðvelt var að sjá þau fyrir sér meðan hún talaði. Missir þeirra er mikill. Þrátt fyrir veikindi hélt Inga áfram sömu lífsviðhorfum sínum, bjartsýni og húmor sem voru svo yndislega rík í fari hennar. Ég gæti skrifað bók um hana Ingu mína en að leiðarlokum kveð ég með þakklæti fyrir að hafa fengið hlutdeild í lífsgleði hennar. Það voru forréttindi að eiga vináttu hennar. Við Einar þökkum góða sam- fylgd og sendum Dóra, Ásdísi, Úlfari og Birgi pabba hennar sem og öðrum vandamönnum hug- heilar samúðarkveðjur. Það er víst að minningin um geislandi eiginkonu, mömmu, tengda- mömmu, dóttur, ömmu, systur og vinkonu verður ekki frá neinum tekin. Megi Inga hvíla í friði. Ásthildur Dóra (Dóa). Nú ert þú farinn pabbi á betri stað. Ég veit ekki al- veg hvað ég á að segja pabbi minn. Á mínum yngri árum sá ég þig bara sem pabba minn en eftir að ég eltist varstu bæði pabbi Eðvarð Árdal Ingvason ✝ Eðvarð ÁrdalIngvason fædd- ist í Finnstungu 28. ágúst 1948. Hann lést á Heilbrigð- isstofnun Blöndu- óss 29. maí 2011. Eðvarð var jarð- sunginn frá Hóla- neskirkju 6. júní 2011. minn og vinur minn. Við áttum margar góðar stundir sam- an í kringum kind- urnar og hestana. Ég á eftir að sakna þess að fara á rúnt- inn með þér og hlusta á allar sög- urnar sem þú sagðir mér um þín æskuár og allt sem þú hafðir séð og upplifað. Ég mun alltaf geyma minn- ingu þína í hjarta mér og góðu stundirnar sem við áttum saman. Þinn sonur, Árni. Það var sumarið 1962, þegar tólf ára stúlkubarn utan af landi kom í fyrsta sinn til höfuðborgar- innar. Á móti henni tók móður- bróðir hennar Ágúst sem búsettur var þá ásamt konu sinni Þrúði á Lokastíg. Þetta var hvorki í fyrsta né síðasta sinn, sem þau hjónin tóku á móti ættingjum utan af landi. Næsta minning mín er teng- ist Ágústi er eftir að ég kom hing- að til náms 16 ára gömul. Ágúst og Þrúður voru fasti punkturinn í til- verunni og eitt sinn er aumingja sveitastelpan var einmana kom Ágúst frændi og bauð henni í öræfaferð. Ferðinni var heitið yfir óbrúaðar stórár á leið austur í Öræfasveit, en lengsta ferðin sem hún hafði farið til þessa var til höf- uðborgarinnar. Þessi ævintýra- ferð varð ungu stúlkunni því ógleymanleg. Minningarnar eru óteljandi og flestar tengjast þær þeim mannkostum Ágústar frænda er lýsa honum best: þraut- seigju, óeigingirni og umhyggju. Umhyggju ekki bara fyrir fjöl- skyldu og vinum, heldur öllum. Í mörg ár tók hann þátt í ásamt öðru góðu fólki að gera ungum rúmliggjandi börnum á Barna- deild Landspítalans lífið léttara með heimsóknum ýmissa Ágúst Kristinn Guðlaugur Björnsson ✝ Ágúst KristinnGuðlaugur Björnsson fæddist á Siglufirði 16. febr- úar 1938. Hann lést á Landspítalanum í Fossvogi 29. maí 2011. Jarðarför Ágústs fór fram frá Hall- grímskirkju 7. júní 2011. skemmtikrafta. Ágúst frændi átti mörg áhugamál. Eitt af þeim var skíða- íþróttin. Hann ferð- aðist um landið til að kenna ungmennum á gönguskíði. Hann starfaði líka lengi með Flugbjörgunar- sveitinni í Reykjavík (FBSR). Sú þátttaka virðist hafa smitað út frá sér í stórfjölskyldunni því á tímabili voru sex fjölskyldumeð- limir starfandi félagsmenn í FBSR. Þess má og geta að Þrúður kona hans var einn af stofnendum Kvennadeildar FBSR og skipaði FBSR stóran sess í lífi þeirra. Ný- lega var Ágúst gerður að heiðurs- félaga FBSR. Ágúst frændi var reglumaður. Það var því mikið áfall þegar hann fyrir rúmum tutt- ugu árum greindist með lungna- krabbamein. Þessi illskeytti sjúk- dómur lét ekki að sér hæða og birtist aftur og aftur þrátt fyrir erfiðar lyfjameðferðir. Veikindin tóku smám saman sinn toll en þrautseigjan og baráttuþrekið var ótrúlegt. Unga sveitastúlkan er nú kona á besta aldri. Hún og fjölskylda hennar þakka Ágústi og Þrúði fyr- ir allar góðu minningarnar. Guð blessi þig frændi, þín verður sárt saknað. Heimurinn væri betri ef fleiri væru eins og þú. Jóninna Hólmsteinsdóttir. Morgunblaðið birtir minningargreinar endurgjaldslaust alla útgáfudaga. Skil | Greinarnar skal senda í gegnum vefsíðu Morgunblaðsins. Smellt á reitinn Senda inn efni á forsíðu mbl.is og viðeigandi efnisliður valinn. Skilafrestur | Ef óskað er eftir birtingu á útfarardegi verður greinin að hafa borist eigi síðar en á hádegi tveimur virkum dögum fyrr (á föstudegi ef útför er á mánudegi eða þriðjudegi). Minningargreinar

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.