Morgunblaðið - 17.06.2011, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 17.06.2011, Blaðsíða 34
34 DAGBÓK MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 17. JÚNÍ 2011 Grettir Smáfólk Hrólfur hræðilegi Gæsamamma og Grímur Úthverfið Kóngulóarmaðurinn Ferdinand ÉG VAKNA ALDREI ALMENNILEGA ÁN KAFFIS SJÁIÐ BARA, ALLT ANNAR ÓVÆNTA SINFÓNÍA HAYDN ÉG HEF KOMIST AÐ NIÐUR- STÖÐU HVAÐA NIÐURSTÖÐU EDDI? LÍFIÐ ER ÓSANN- GJARNT ÉG HELD AÐ ÞJÓNUSTUSTÚLKAN OKKAR SÉ ALVÖRU UPPVAKNINGUR JÁ, ÞJÓNUSTAN HÉRNA ER HRÆÐILEG FRÖKEN, OKKUR LANGAR AÐ LEGGJA FRAM FORMLEGA KVÖRTUN UNDAN ÞJÓNUST- UNNI HÉRNA ...HÉRNA... ...TALAÐU... VIÐ... HÖNDINA ÞETTA VAR NETT ÉG ÆTLA AÐ LÁTA KLIPPA MIG Á ÓDÝRRI HÁRGREIÐSLUSTOFU ÞENNAN MÁNUÐINN ÞAÐ FINNST MÉR FLOTT HJÁ ÞÉR EN ÉG HÉLT AÐ ÞÚ VÆRIR Á MÓTI ÞANNIG STOFUM ÉG ÆTLA NÚ BARA AÐ LÁTA SÆRA ÞAÐ AÐEINS ÞETTA GÆTU HAFA VERIÐ MISTÖK... PENING- ARNIR ERU KOMNIR Í BRYNVARÐA BÍLINN SENDU HANN ÞÁ AF STAÐ VIÐ GETUM STÝRT HONUM Á ÞESSUM TÖLVUSKJÁ ERTU TILBÚINN AÐ BRJÓTAST INN Í ÞENNAN VAGN? FYRIR DÓTTUR MÍNA, JÁ Var Jónas Hall- grímsson algyð- istrúar? Góðir þættir Tryggva Gíslasonar um Jónas Hallgrímsson og ís- lenska ljóðahefð voru fluttir í Ríkisútvarp- inu á nýliðnu vori. Í þættinum 3. apríl hnaut ég þó um að Jónas var sagður al- gyðistrúar (pan- þeisti). Fátt bendir til að hann hafi hafn- að trúararfi sínum. Um þetta fjallar Matthías Johann- essen ítarlega í bók sinni um trú Jónasar. Fjölnismenn blésu einmitt nýju lífi í eldri trúararf, í andstöðu við trúaráhrif frá upplýsingastefn- unni, sbr. þýðingu þeirra á Myn- stershugvekjum. Sterkari rök, en kvæði Jónasar um Skjaldbreið, þarf til að sýna fram á algyðistrú hjá honum. Kvæðið flytur hefð- bundna, biblíulega sköpunartrú, að náttúran sé sköpun Guðs og í henni láti Guð til sín taka, kraftar hennar og fegurð vitni um höfundinn. Slík- ar hugmyndir birtast víða í Biblí- unni, t.d. áberandi í Davíðssálmum. Með orðinu sköpunartrú er hér ekki verið að vísa til landlægs mis- skilnings um að kristin sköp- unartrú snúist um spurninguna um hvort Guð hafi skapað heiminn á sex dögum. Hugsunin, um að öll veröldin vitni um Guð, (sbr. 8. Davíðs- sálm) hefur alltaf fylgt kristni þó að sumir hafi lagt sér- staka áherslu á vitn- isburð náttúrunnar um Guð, t.d. Hall- grímur Pétursson í hugleiðingum sínum eða keltnesk guð- fræði. Sumir kristnir guðfræðingar hafa talað um náttúruna sem sakramentisígildi og undirstrikað að hún miðli vitneskju um veruleika og dýrð Guðs eins og Páll postuli orðar einnig í bréfi sínu til Rómverja (1.20). Róttækir upp- lýsingastefnumenn höfnuðu því hins vegar að líta bæri á náttúruna sem sköpun Guðs og þá fylgdi, að maðurinn gæti ráðskast með nátt- úruna á eigin forsendum. Af því sjónarmiði erum við að súpa seyðið um þessar mundir og komandi kyn- slóðir líklega enn frekar. Í ljósi slíkra sjónarmiða kann afstaða Jónasar Hallgrímssonar að hljóma sem algyðistrú, en eiginleg algyð- istrú er af allt öðrum toga, ættuð úr fjarlægari Austurlöndum. Vigfús Ingvar Ingvarsson. Ást er… … að leika með glöðu geði undir hjá henni. Velvakandi Svarað í síma 5691100 frá 10–12 velvakandi@mbl.is Það er loksins orðið grænt á tún-um í Aðaldal. „Við vorum að ganga æðarvarpið og meirihlutinn hefur ungað út,“ segir Hólmfríður Bjartmarsdóttir á Sandi og bætir við að hún hafi aldrei séð jafn ljótan og þungan dún: Hreiðrum ganga fuglar frá. Falleg eru túnin. Ófagurt þó er að sjá æðardúninn. Hjálmar Freysteinsson minntist orðaskiptanna í Vísnahorninu í gær um sviptivindana undir sæng Jóns Ingvars Jónssonar og varð að orði: Voðalega er vorið svalt, vantar alla hlýju, aukinheldur orðið kalt undir dúnsæng Fíu. Hallmundur Kristinsson var ánægður með lækninn sinn: Happadrjúgur Hjálmar er. Hér við á því græðum: virðist nokkuð vel að sér vera í sængurfræðum. Fía taldi sig þurfa að leiðrétta orðræðuna: „Var það ekki í sæng- inni hjá Jóni sem næðingurinn var? Að mér kann minn karl að hlú’ þó kólni ögn á Fróni. Það skelfur önnur ektafrú undir sæng hjá Jóni.“ Pétur Blöndal pebl@mbl.is Vísnahorn Af kulda og sængurfræðum Minnisvarðarnir sem reistir hafa verið til heiðurs Jóni Sigurðssyni eru orðnir nokkrir talsins. Strax við andlát hans var stofnuð nefnd til að annast almenna fjársöfnun fyrir gerð minnisvarða og urðu nokkrar deilur um gerð hans. Fulldýrt þótti að reisa honum styttu og var niðurstaðan að reisa fyrir samskotaféð myndarlegan minnisvarða á gröf Jóns og Ingi- bjargar, með ígreyptri vangamynd Jóns. Hann var afhjúpaður í við- urvist fjölmennis í desember 1881, ári eftir jarðarförina, og við hann leggja stúdentar blómsveig 17. júní. Systurstytta í Vesturheimi Hugmyndin um styttuna var þó ekki með öllu horfin og þegar líða tók að 100 ára afmæli Jóns var málið vakið að nýju. Sem fyrr var efnt til fjársöfnunar meðal almenn- ings, að þessu sinni beggja vegna Atlantshafsins og sendu Vestur- Íslendingar rausnarlegt framlag. Einar Jónsson myndhöggvari gerði styttuna sem reist var við Stjórn- arráðið 10. september 1911 en síðar færð á Austurvöll. Í 100 ár stóð styttan ómerkt með öllu, en úr því var bætt á nýársdag 2011 þegar upphaf 200. afmælisársins var markað með koparplötu á bakhlið fótstallsins. Handan við hafið, í austurhorni þinghússgarðsins í Winnipeg í Kan- ada, er Jón einnig að finna því þar stendur systurstyttan og fara þar jafnan fram hátíðahöld á 17. júní í Vesturheimi. En minnisvarðar um Jón standa víðar því við fæðingarstað hans á Hrafnseyri var honum reistur bautasteinn sem í er greyptur eir- skjöldur með mynd af Jóni eftir Einar Jónsson. Meðan Jón var enn á lífi fengu vinir hans norska mynd- höggvarann Brynjulf Bergslien til að gera brjóstmynd úr hvítum marmara í tilefni sextugsafmælis hans. Hún var gefin Alþingi að hon- um látnum. Við stofnun lýðveld- isins var framleiddur koparplatti með vangamynd Jóns og seldur sem minjagripur. Svo má auðvitað ekki gleyma því að fyrsti togarinn sem smíðaður var fyrir Íslendinga var nefndur Jón forseti eftir Jóni, árið 1907. Jón í gifsi, stein og kopar Jón Sigurðsson 200 ára

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.