Morgunblaðið - 03.09.2011, Qupperneq 2
2 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 3. SEPTEMBER 2011
Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fréttir ritstjorn@mbl.is Fréttastjórar Sunna Ósk Logadóttir, sunna@mbl.is Sigtryggur Sigtryggsson, sisi@mbl.is Viðskipti vidsk@mbl.is
Ívar Páll Jónsson, fréttastjóri, ivarpall@mbl.is Menning menning@mbl.is Umræðan | Bréf til blaðsins | Minningar mbl.is/sendagrein, Arnór Ragnarsson Íþróttir sport@mbl.is Víðir Sigurðsson,
vs@mbl.is mbl.is netfrett@mbl.is Guðmundur Sv. Hermannsson fréttastjóri gummi@mbl.is Marta María Jónasdóttir fréttastjóri dægurmála martamaria@mbl.is Prentun Landsprent ehf.
Þó að sumarið sé senn á enda og haustlitirnir að
hefja innreið sína var hitinn í Reykjavík í gær
eins og best lætur á góðum sumardegi. Mældist
hitinn mestur í mælitækjum við Reykjavík-
urflugvöll og komst nærri því að slá hitamet við
flugvöllinn. Hæst hefur hitinn mælst 18,3 gráður
í september árið 2006 en var 18,1 gráða í gær.
Hitinn í Reykjavík var almennt um 16 gráður
og virtust borgarbúar taka honum fegins hendi.
Trausti Jónsson veðurfræðingur segir hitann
ekki einsdæmi þó að hann sé í hærra lagi í
Reykjavík á þessum árstíma. „Hitinn í dag var á
svo litlu svæði og þess vegna kemst dagurinn
varla inn á mettöflur fyrir landsmeðaltalið. Það
er bara venjuleg tíð annars staðar þó svo að það
hafi verið hlýtt í Reykjavík.“
Ekki hægt að fullyrða um áhrifin
Leifarnar af fellibylnum Irenu eru lægðin sem
gengur nú yfir landið. „Það er ekki hægt að full-
yrða neitt um það hvaða áhrif fellibylurinn hefur
á veðrið hér. Við fáum eiginlega aldrei þetta eig-
inlega hitabeltisloft sem fylgir fellibyljum. Þeir
koma þó hlýju lofti norðar en mörg önnur veð-
urfyrirbrigði,“ segir Trausti.
Einstaka sinnum, að sögn Trausta, höfum við
fengið mjög vond skaðaveður vegna fellibylja en
það gerist að hans sögn ekki nema einu sinni á
þrjátíu ára fresti. Síðast gekk mjög vont veður
yfir landið vegna fellibyls árið 2008 en þá rigndi
mikið og var nokkuð hvasst. vilhjalmur@mbl.is
Sló næstum hitamet í Reykjavík
Leifarnar af fellibylnum Irenu eru lægðin sem gengur yfir landið með nokkrum hlýindum
Hitastigið ekki einsdæmi en þó í hærra lagi á höfuðborgarsvæðinu á þessum árstíma
Morgunblaðið/Eggert
Á bol Þessir ungu menn þurftu ekki að klæða af sér veðrið þegar þeir skokkuðu við Tjörnina.
Fellibyljir
» Lægðir sem ganga yfir Ís-
land myndast á mörkum hlýrra
og kaldra loftmassa og því
geta leifar af fellibyl valdið
djúpri lægð yfir Íslandi og tölu-
verðu óveðri. Sjálfur fellibyl-
urinn sækir hins vegar kraft
sinn í varma sem losnar við að
raki í lofti þéttist í skýjadropa.
» Aðstæður til myndunar felli-
byls er að finna yfir úthöfum í
hitabeltinu.
» Algengt er að fólk rugli sam-
an fellibyl og skýstrók en um
er að ræða gjörólík veður-
fyrirbrigði.
Vilhjálmur Andri Kjartansson
vilhjalmur@mbl.is
Þórunn Sveinbjarnardóttir, þingmað-
ur Samfylkingarinnar, tilkynnti fé-
lögum sínum í gær að hún mundi
segja af sér þingmennsku á mánudag-
inn. Ákvörðun Þórunnar, sem er for-
maður þingflokks Samfylkingarinnar
og gegndi þar á undan embætti um-
hverfisráðherra í ríkisstjórn Sjálf-
stæðisflokks og Samfylkingar fyrir
bankahrun, kom flestum á óvart.
Þórunn hefur setið á Alþingi fyrir
Samfylkinguna frá árinu 1999. Fyrst
sem þingmaður Reykvíkinga til árs-
ins 2003 en eftir það hefur hún verið
fulltrúi kjósenda í Suðvesturkjör-
dæmi. Að hennar sögn langar hana að
setjast á skólabekk og leggja fyrir sig
heimspeki, m.a. siðfræði. Hún segist
hvorki vera að setjast í helgan stein
né ætli hún að hætta öllum afskiptum
af pólitík. Ætlar hún að halda áfram
að starfa í þágu kvenfrelsis, umhverf-
isverndar og jafnaðarstefnu innan
Samfylkingarinnar.
Ásta Ragnheiður Jóhannesdóttir,
forseti Alþingis, hefur starfað með
Þórunni frá því hún kom inn á þing
fyrir tólf árum. „Ég kom á undan Þór-
unni inn á Alþingi og hef því starfað
með henni frá því hún kom þangað.
Ákvörðun hennar að hætta kom mér
eins og öðrum í þingflokknum á óvart.
Þórunn býr yfir mikilli reynslu sem
þingmaður og það verður erfitt að
horfa á eftir henni úr pólitíkinni og
enn erfiðara að fylla hennar skarð. Ég
á eftir að sakna hennar mikið og vildi
gjarnan hafa hana áfram núna þegar
við erum að fara að taka ný þingskap-
arlög í gagnið en Þórunn leiddi starf
nefndarinnar sem tók við frumvarp-
inu á sínum tíma,“ segir Ásta og bætir
því við að ekki sé enn ljóst hver taki
við starfi Þórunnar sem þingflokks-
formaður.
Hættir á þingi fyrir heimspekina
Morgunblaðið/Eggert
Gleði Þórunn Sveinbjarnardóttir var sæl á svip á þingfundi í gærdag.
Þórunn Sveinbjarnardóttir hættir á Alþingi til að hefja heimspekinám Ásta Ragnheiður Jóhann-
esdóttir segir það vera erfitt að fylla skarð Þórunnar sem sé bæði reyndur og duglegur þingmaður
Á Laugarnestanganum í Reykjavík kennir
margra grasa, hnarreistur njólinn ber auðvitað
höfuð og herðar yfir flesta granna sína hvað
dugnað og þrautseigju snertir. Í baksýn er
gamla höfuðbólið Viðey með fornfrægum húsum
sínum sem anga af sögu en líka kaffi og kleinum
þegar gesti ber að garði. Spáð er ágætu veðri í
höfuðborginni um helgina og göngumaðurinn
naut blíðunnar í gær.
Morgunblaðið/Kristinn
Sveitasæla í miðri höfuðborginni
Róbert Marshall,
formaður alls-
herjarnefndar
Alþingis, sagði í
gær að ekki hefði
náðst sam-
komulag við
stjórnarandstæð-
inga í nefndinni
um fund síðdegis
til þess að ræða
frumvarp ríkisstjórnarinnar um
breytingar á stjórnarráðinu. Þrá-
inn Bertelsson, VG, stóð með stjórn-
arandstæðingum og greiddi á fundi
nefndarinnar um morguninn at-
kvæði gegn því að frumvarpið yrði
afgreitt. Róbert Marshall sagði að
fundað yrði í nefndinni á mánudag.
Vigdís Hauksdóttir úr Framsókn-
arflokki andmælti og sagði að sam-
ið hefði verið um að nota ekki sept-
emberþingið til að afgreiða mál í
nefndum nema full eining væri um
þau. kjon@mbl.is
Stjórnar-
ráðstillaga
féll í nefnd
Nýr fundur í allsherj-
arnefnd á mánudag
Þráinn Bertelsson
Lúðvík Geirsson er fyrsti vara-
maður Samfylkingarinnar í Suð-
vesturkjördæmi. Hann hefur
ekki enn gert það upp við sig
hvort hann tekur sæti á Alþingi í
stað Þórunnar Sveinbjarn-
ardóttur. „Ég er að skoða mína
stöðu út frá þeim verkefnum
sem ég er að sinna í dag. Það
skýrist um helgina hvað ég
geri,“ segir Lúðvík og bætir því
við að þingið sé áhugaverður
vettvangur en það sé sérstakt
andrúmsloft á þingi.
Skoðar stöðu
SKÝRIST UM HELGINA