Morgunblaðið - 03.09.2011, Side 4

Morgunblaðið - 03.09.2011, Side 4
4 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 3. SEPTEMBER 2011 BAKSVIÐ Steinþór Guðbjartsson steinthor@mbl.is Bætt heilsa vegna heilsueflandi íhlutunar getur haft áhrif á námsframmistöðu, ekki síst hjá börnum sem annars hreyfa sig minna en önnur börn og stunda lítið eða alls ekki frjálst íþrótta- starf utan skóla. Þetta eru helstu niðurstöður rannsóknarinnar „The Effect of a Health Int- ervention on Academic Achieve- ment: A Study in 7-9 year old Icelandic Children“ sem er loka- verkefni Katrínar Gunnarsdóttur í meistaranámi í heilsuhagfræði við Háskóla Íslands. Kynjamunur Markmið rannsóknarinnar var að skoða samband námsárangurs og heilsu barna með áherslu á þá tilgátu að bætt heilsa vegna heilsueflandi íhlutunar gæri haft áhrif á námsframmistöðu. Byggt var á rannsókn HÍ um lífsstíl 7-9 ára barna, sem var framkvæmd 2006-2008. Upplýsingar um náms- árangur fengust hjá Námsmats- stofnun og var byggt á einkunn- um úr samræmdum prófum í 4. bekk í íslensku og stærðfræði. Katrín segir að niðurstöðurnar sýni að einkunnir í íslensku séu töluvert hærri hjá börnum í íhlut- unarhópi. „Það eru marktæk já- kvæð áhrif af þessari íhlutun,“ segir hún en bendir á að sömu niðurstöður hafi ekki verið í sam- bandi við stærðfræðina. Það þurfi að skoða betur. Hins vegar hafi meiri menntun og auknar tekjur foreldra líka jákvæð áhrif á námsárangur. Hún segir athygl- isvert að töluverður munur hafi verið á námsárangri stráka og stelpna hvað þetta varðar og hafi menntun móður haft mun meiri áhrif á námsárangur hjá strákun- um. Þessi kynjamunur sé merki- legur vegna þess að almenna skólakerfið miði að því að strák- ar og stelpur fái sömu meðferð í skóla. „Það er vert að rann- saka frekar þennan mun á kynjunum og sérstaklega í ljósi þess að strákar standa sig verr í námi á öllum skólastigum á Ís- landi.“ Katrín er menntaður dans- ari og danshöfundur frá ArtEZ í Hollandi en leiðbeinandi hennar í rannsókninni er Tinna Laufey Ás- geirsdóttir. Heilsueflandi íhlutun og námsárangur  Einkunnir í íslensku töluvert hærri í íhlutunarhópi Morgunblaðið/Kristinn Dansandi heilsuhagfræðingur Katrín Gunnarsdóttir er að leggja lokahönd á meistaraverkefni sitt. „Stjórnvöld fóru að lögum við þessa ákvörðun og við vísum fullyrðingum um annað á bug,“ segir Gunnar Þ. Andersen, forstjóri Fjármálaeftir- litsins, um ákvörðun FME varðandi stofnun SpKef sparisjóðs og ráðstöf- un eigna og skulda sparisjóðsins. Í Morgunblaðinu í gær kom fram að Árný J. Guðmundsdóttir lögfræð- ingur hjá Rökstólum ehf., fékk þau svör frá FME að engin skrifleg gögn lægju fyrir hjá stofnuninni um hvernig FME komst að þeirri nið- urstöðu að heimild til að stofna SpKef sparisjóð og veita honum starfsleyfi byggðist á lögjöfnun. Afrakstur vinnu sérfræð- ingahóps innan FME „Þetta er komið út í einhverja smá hártogun. Það er öllum frjálst að hafa skoðun á hverju sem er en þessi ákvörðun um ráðstöfun eigna og skulda Sparisjóðsins í Keflavík var tekin að vel athuguðu máli af stjórn Fjármálaeftirlitsins,“ segir Gunnar. „Það er meðal annars svo að það eru tveir lögfræðingar í stjórn og [þetta] var afrakstur vinnu sérfræðinga- hóps innan Fjármálaeftirlitsins. Það hafa engin rök komið fram sem hafa hnekkt þessu áliti þeirra,“ segir Gunnar. Hann segir að FME geti eðli máls samkvæmt ekki nema að takmörk- uðu leyti staðið í skoðanaskiptum um einstök mál eða um afmörkuð atriði sem felast í ákvörðunum. „Það eru heilmikil gögn“ Gunnar var spurður hvort engin gögn væru til um þessa ákvörðun eins og segir í svarinu til Árnýjar, sem sagði í Morgunblaðinu í gær að þetta benti ekki til að vandað hefði verið til verks. „Það eru heilmikil gögn. Það er vönduð ákvörðun sem liggur fyrir og það er afrakstur þessa hóps og lýsir og rekur forsendurnar í ákvörðunar- ferli stjórnar. Ég held að það sé al- veg skýrt,“ segir Gunnar. Segir ákvörðunina vel rök- studda og birta á vefsíðu FME Spurður hvort Árný hafi þá ekki fengið öll gögn sem hún bað um segir Gunnar að þessi ákvörðun sé á vef- síðu FME „og er vel rökstudd þar. Hún þekkir sjálf hvernig vinnu- brögðin eru hér innan dyra því hún var sjálf starfsmaður eins og komið hefur fram í ykkar blaði og var reyndar þar þegar þetta var gert.“ Árný hefur fært ítarleg rök fyrir þeirri skoðun sinni að ekki hafi verið lagaheimild fyrir því að stofna og veita SpKef starfsleyfi með þeim hætti sem gert var. Bæði fjármála- ráðherra og FME hafa hafnað þessu og fullyrt að ákvörðun um að stofna sjóðinn hafi byggst á lögum, en einn- ig lögjöfnun. omfr@mbl.is Segir ákvörðun FME tekna að vel athuguðu máli  Forstjóri FME segir engin rök hafa hnekkt áliti sérfræðinga varðandi SpKef Morgunblaðið/Eyþór Fjármálaeftirlitið Forstjóri FME segir stjórnvöld hafa farið að lögum. Vísað í upplýsingalög » Árný J. Guðmundsdóttir óskaði eftir því við FME með vísan til upplýsingalaga, að fá að sjá þau gögn sem FME byggði á þegar stofnunin skoð- aði hvort hægt væri að stofna SpKef og veita honum sjálf- krafa starfsleyfi með lögjöfn- un. » Í svarbréfi FME til hennar segir orðrétt: „Fjármálaeft- irlitið hefur ekki undir höndum gögn er varða stofnun SpKef sparisjóðs með lögjöfnun.“ Baldur Arnarson baldura@mbl.is Af tæplega 4.000 umsækjendum um greiðsluaðlögun veit umboðsmaður skuldara um u.þ.b. tíu tilfelli þar sem umsækjendur hafa ekki lagt fyrir tekjur umfram nauðsynlegan fram- færslukostnað. Upplýstir um skyldur sínar Svanborg Sigmarsdóttir, talsmað- ur umboðsmanns skuldara, svarar því aðspurð til að fátítt sé að umsækj- endur virði ekki reglur. „Það hefur því ekki verið mikið vandamál til þessa að fólk leggi ekki fyrir. Umboðsmaður skuldara hefur lagt ríka áherslu á að upplýsa um- sækjendur um þessar skyldur sínar, meðal ann- ars með því að senda umsækj- endum í greiðslu- skjóli bréf, þar sem þessi skylda er ítrekuð. Komi í ljós að fólk er ekki að leggja fyrir, eins og það ætti að geta gert miðað við tekjur, getur það haft dýrar og alvarlegar afleiðingar. Umsjónarmenn leggja þá til að greiðsluaðlögunarumleitanir verði felldar niður, þar sem umsækjandi hafi brugðist skyldum sínum,“ segir Svanborg og bendir á að frystar greiðslur gufi ekki upp í kerfinu. „Við það fellur greiðsluskjólið nið- ur og umsækjandi verður þá að greiða allar ógreiddu skuldirnar sem voru í frosti á meðan frestun greiðslna varaði. Þetta geta orðið verulegar upphæðir, þrátt fyrir að dráttarvextir leggist ekki ofan á skuld á skjólstímabilinu, sérstaklega fyrir þá sem ekki hafa greitt af hús- næðislánum í einhverja mánuði.“ Verulegar afleiðingar Hún varar við afleiðingunum. „Ef ástæðan fyrir því að greiðslu- aðlögun kemst ekki á er sú að fólk lagði ekkert fyrir getur það lent í verulegum erfiðleikum við að standa skil á þeim skuldum.“ Langflestir umsækjendur sýna ráðdeild og safna fé Svanborg Sigmarsdóttir  Brotabrot fer ekki eftir skilyrðum greiðsluaðlögunar Íhlutunarrannsókn Háskóla Ís- lands og sex grunnskóla frá hausti 2006 til vors 2008 er viðamesta rannsókn sem gerð hefur verið í íslenskum grunn- skólum. Erlingur Jóhannesson, pró- fessor í íþrótta- og heilsufræði við HÍ, hafði yfirumsjón með rannsókninni, sem hafði það að markmiði að auka hreyfingu barna og stuðla að hollu og góðu mataræði þeirra. Markmið hreyfiíhlutunarinnar var að auka vægi hreyfingar í almennu skólastarfi. Næringaríhlutunin fólst meðal annars í nær- ingarfræðikennslu og verklegum æfingum. Jákvæð áhrif hreyfingar ÍHLUTUNARRANNSÓKN Með breyttu hugarfari getur þú öðlast það líf sem þú óskar þér. NLP er notað af fólki um allan heim sem hefur náð frábærum árangri í lífinu. NLP er öflugasta sjálfstyrkingarnámskeið sem völ er á. Námskeið í NLP tækni verður haldið 23. - 25.sept. og 30.sept - 2.okt. 2011 www.karieythors.is; rosamatt@gmail.com; Sími: 894-2992 NLP Practitioner „Hugurinn ber þig alla leið“ - Er sjálfstraustið í ólagi? - Viltu betri líðan? - Skilja þig fáir? - Viltu vinna bug á einhverju í fari þínu? - Gengur öðrum betur í lífinu en þér? - Gengur illa að klára verkefni? - Er erfitt að höndla gagnrýni? © Kári Eyþórs. Kári Eyþórsson MPNLP

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.