Morgunblaðið - 03.09.2011, Side 8
8 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 3. SEPTEMBER 2011
Einn þingmanna Vinstrigrænna, Þráinn Bertelsson,
ákvað að minna á það á fundi alls-
herjarnefndar Alþingis í gær hve
veikburða meirihluti ríkisstjórn-
arflokkanna er. Um leið minnti
hann á mikilvægi
sitt fyrir ríkisstjórn-
ina og á kröfur sín-
ar um kennslu í
kvikmyndagerð.
Fyrir venjulegaríkisstjórn
hefði svona uppá-
koma verulega þýðingu. Í venju-
legri ríkisstjórn yrði það að stór-
máli ef hún kæmi ekki einu helsta
áhugamáli forsætisráðherrans í
gegnum nefnd þingsins.
Þetta á ekki síst við þegar búið erað vinna að því lengi að ná
samkomulagi um málið á milli
stjórnarflokkanna og þegar talið
var að samkomulag lægi fyrir
þeirra á milli.
Fyrir þá ríkisstjórn sem nú siturmun þessi uppákoma hins veg-
ar tæplega hafa nokkur áhrif.
Forysta Samfylkingarinnar munekki gera um það kröfu til
samstarfsflokksins að hann hjálpi
til við að koma stjórnarfrum-
vörpum í gegnum þingið því að slík
krafa gæti endað með því að ráð-
herrar Samfylkingarinnar misstu
stólana.
Og forysta Vinstri grænna munekki gera þá kröfu til Þráins
að hann styðji stjórnarfrumvörp
því að sú krafa gæti endað með því
að ráðherrar Vinstri grænna
misstu stólana.
Ríkisstjórnin mun þess vegnahalda áfram í þessu lang-
dregna tilgangsleysi eins og ekkert
hafi í skorist.
Þráinn
Bertelsson
Algjört bíó
STAKSTEINAR
Veður víða um heim 2.9., kl. 18.00
Reykjavík 15 skýjað
Bolungarvík 10 rigning
Akureyri 12 rigning
Kirkjubæjarkl. 11 rigning
Vestmannaeyjar 11 rigning
Nuuk 2 súld
Þórshöfn 11 skúrir
Ósló 15 skýjað
Kaupmannahöfn 16 léttskýjað
Stokkhólmur 17 léttskýjað
Helsinki 16 léttskýjað
Lúxemborg 27 léttskýjað
Brussel 25 léttskýjað
Dublin 17 skýjað
Glasgow 16 skýjað
London 26 heiðskírt
París 27 heiðskírt
Amsterdam 23 heiðskírt
Hamborg 20 heiðskírt
Berlín 21 léttskýjað
Vín 25 skýjað
Moskva 17 heiðskírt
Algarve 21 léttskýjað
Madríd 25 léttskýjað
Barcelona 26 léttskýjað
Mallorca 31 léttskýjað
Róm 31 heiðskírt
Aþena 30 léttskýjað
Winnipeg 18 léttskýjað
Montreal 25 léttskýjað
New York 24 léttskýjað
Chicago 28 skýjað
Orlando 30 skýjað
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar-
greinum Morgunblaðsins á slóðinni
http://mbl.is/mogginn/leidarar/
VEÐUR KL. 12 Í DAG
3. september Sólarupprás Sólsetur
REYKJAVÍK 6:16 20:39
ÍSAFJÖRÐUR 6:14 20:51
SIGLUFJÖRÐUR 5:57 20:34
DJÚPIVOGUR 5:44 20:11
Páll Ásgeir Tryggva-
son, fyrrverandi sendi-
herra, lést í fyrra-
kvöld á
dvalarheimilinu
Grund, 89 ára að aldri.
Páll Ásgeir fæddist
í Reykjavík 19. febr-
úar 1922. Foreldrar
hans voru Tryggvi
Ófeigsson útgerð-
armaður og Herdís
Ásgeirsdóttir hús-
móðir.
Páll Ásgeir lauk
cand. juris-prófi frá
HÍ 1942 og öðlaðist
réttindi sem hæstaréttarlögmaður
1957. Starfsferill hans var í utan-
ríkisráðuneytinu allt frá 1948 til
1992. Páll gegndi embættum
sendiherra í Osló, Moskvu og
Bonn. Hann var í varnarmála-
nefnd í 17 ár og þar af formaður á
tímabilinu 1968-1978 er hann
stýrði varnarmáladeild utanrík-
isráðuneytisins. Um fjögurra ára
skeið var Páll prótókollstjóri ráðu-
neytisins og síðar formaður bygg-
ingarnefndar flugstöðvar Leifs Ei-
ríkssonar.
Alla tíð var Páll virkur í fé-
lagsmálum. Hann starfaði í stjórn-
um Nemendasambands MR, Stúd-
entafélagsins,
Félagsheimilis stúd-
enta og Stéttarfélags
Stjórnarráðsins.
Hann var einn stofn-
enda Lionsklúbbs
Reykjavíkur og
gegndi embættum í
Frímúrarareglunni.
Páll var í stjórn Golf-
klúbbs Reykjavíkur í
nokkur ár og formað-
ur Golfsambands Ís-
lands 1970-1980;
stofnandi og fyrsti
formaður Einherja.
Sem formaður
stjórnar útgerðarfélaganna Júpi-
ters og Marz hf. frá 1945 til loka
og síðar Pólarminks hf. kom hann
að uppbyggingu í atvinnumálum.
Viðurkenningar hlaut hann fjöl-
margar fyrir störf sín en vænst
þótti honum um hetjuverðlaun
Carnegies fyrir að bjarga tveimur
drengjum frá drukknun og stór-
riddarakross íslensku fálkaorð-
unnar.
Eiginkona hans var Björg Ás-
geirsdóttir, dóttir Ásgeirs Ás-
geirssonar forseta og Dóru Þór-
hallsdóttur, og áttu þau fimm
börn. Þau eru Dóra, Tryggvi, Her-
dís, Ásgeir og Sólveig.
Andlát
Páll Ásgeir Tryggvason
Starfsmenn á meðferðarheimilinu á
Laugalandi fengu þá hugmynd á
vordögum að halda tónleika til þess
að styrkja minningarsjóð Sigrúnar
Mjallar Jóhannesdóttur. Sigrún
Mjöll eða Sissa eins og hún var oft-
ast kölluð, var í meðferð á Lauga-
landi og átti góða tíma þar. Hún
lést í júní 2010 eftir að hafa tekið of
stóran skammt af lyfjum aðeins 17
ára gömul.
Við andlát Sissu var stofnaður
minningarsjóður sem hefur það
hlutverk að stuðla að skapandi
störfum ungmenna sem lent hafa út
af sporinu og eru á meðferðarheim-
ilum landsins.
Úthlutað er úr sjóðnum 22. des-
ember á afmælisdegi Sigrúnar
Mjallar.
Minningartónleikarnir munu
fara fram í Hofi, menningarhúsinu
á Akureyri föstudaginn 30. sept-
ember næstkomandi kl. 20. Fram
koma margir af vinsælustu tónlist-
armönnum landsins í dag og verður
efnisskráin fjölbreytt enda tónleik-
arnir hugsaðir sem fjölskyldu-
tónleikar.
Þeir sem fram koma eru Óskar
Pétursson, Eyþór Ingi Jónsson,
Friðrik Dór, Rúnar Eff, Krist-
mundur Axel, Bjartur Elí, Júlí
Heiðar, Kór Glerárkirkju, Karlakór
Akureyrar- Geysir, Hvanndals-
bræður, Bent, Steindi jr. og Páll
Óskar. Kynnir verður Þórunn Ant-
onía.
Miðasala er hafin á www.minn-
ingsissu.is og einnig á www.midi.is.
Minningartónleikar um Sissu
Vinsælustu tónlistarmenn landsins
koma fram á tónleikum í Hofi
Sigrún Mjöll Jóhannesdóttir
NÁTTÚRUAFURÐ
án alcahóls
Varan fæst í: apótekum
og Þinni verslun Seljabraut.
Sími 555 2992 og 698 799