Morgunblaðið - 03.09.2011, Blaðsíða 11
arnir hafa ótal eiginleika en þeir
draga meðal annars úr örvæntingu,
ótta og einmananaleika, gera fólki
auðveldara með að eiga samskipti
og bæta svefn.
Teknir inn eða spreyjað
„Það er hægt að gefa fólki á
öllum aldri blómadropa við hverju
því sem fólk er að glíma við. Það
geta verið veikindi af ýmsum toga
en droparnir gagnast líka til að ná
árangri í því sem við erum að gera
í okkar daglega lífinu. Í flestum til-
vikum tekur fólk þá inn en það er
líka hægt að setja þá í bað eða
blanda þeim út í vatn. Sumum
finnst bragðið af þeim ekki gott og
þá er gott að þynna þá með vatni
en það hefur enginn áhrif á kraft
þeirra. Það er líka hægt að spreyja
dropunum í kringum sig,“ segir
Stefanía.
Hún segir að það sé líka gott
við blómadropana að þá er auðveld-
lega hægt að taka með lyfjum. Hún
hafi til að mynda fengið til sín fólk
sem tekið hafi svefntöflur svo árum
skipti og hafi verið hrætt við að
hætta því. Þó að blómadropar komi
ekki í staðinn fyrir lyf þá hafi það
hins vegar komið á daginn að
mörgum hafi fundist duga að nota
blómadropana eftir einhvern tíma.
Góður árangur
Ég er forvitin að heyra hvort
blómadropar virki í raun á alla,
hvort maður þurfi kannski að vera
„opinn“ fyrir slíkum aðferðum til að
finna mun. Stefanía segist eiga svo
margar sögur um árangur að það
sé ekki annað hægt en að trúa á
mátt blómadropanna. Sumir sem
hafi prófað að taka dropana tali við
sig um að þeim líði betur en þeir
hafi jú bætt mataræðið og aukið
hreyfinguna líka. Þannig vilji þeir
kannski ekki alveg viðurkenna að
droparnir hafi haft sín áhrif. Ég fæ
með mér heim glas af blómadrop-
um sem verka eiga á einbeitingu og
róa hugann. Ég spreyja þeim upp í
mig kvölds og morgna og get ekki
annað fundið en þeir hafi eitthvað
að segja.
Græðari Stefanía Ólafsdóttir vinnur með huga og líkama sem eina heild.
Blómadropar Droparnir hafa ótal eiginleika meðal annars að bæta svefn.
DAGLEGT LÍF 11
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 3. SEPTEMBER 2011
„Ég á von á því að sinna fjölskyldunni
fram eftir degi, konu og tveimur dætr-
um. Seinnipartinn geri ég mig svo
kláran fyrir kvöldið, finn til spilagall-
ann og athuga hvort strengirnir séu
ekki örugglega í
lagi á hljóðfær-
inu,“ segir Hallur
Guðmundsson
bassaleikari og
sérlegur óláta-
belgur Varsjár-
bandalagsins, en
hljómsveitin sú
ætlar að spila á
Kaffi Haítí í kvöld.
„Við höfum svo
gaman af því að spila saman og notum
hvert tækifæri sem gefst til þess. Svo
er líka gott að boða fagnaðarerindið,
leyfa nýju fólki að heyra og gaman að
spila á nýjum stað.“
Allir hljómsveitarmeðlimir bera inn-
an sviga nöfn sem hljóma vel við tón-
listina sem þau spila. Hallur heitir til
dæmis Boris Kassaviskíj. „Þetta varð
til á sviði og hefur verið að mjatlast
síðan við byrjuðum. Menn fóru í ein-
hverju gríni að kalla mig Boris og þá
smellti ég aftan við Kassaviskíj á ein-
hverjum tónleikunum, bara af því það
hljómaði rússneskt, en ekki vegna
þess að ég sé mikið fyrir viskí. Síðan
hafa nöfnin verið að detta inn og þau
hafa náð að festast við okkur. Stund-
um breytum við til og kynnum okkur
með allt öðrum nöfnum, til dæmis
kynnti ég okkur einhverju sinni sem ís-
lensk tónskáld. Þetta er allt til gamans
gert. Um leið og maður fer að taka sig
of hátíðlega er ekkert gaman lengur.“
Hallur segir að Varsjárbandalagið
hafi orið til fyrir tilviljun. „Sigríður
harmonikkuleikari bandsins hitti konu
úti í Kaupfélagi árið 2008 sem sagði
henni að það vantaði hljómsveit til að
spila balkantónlist við leikrit sem sýna
átti á Listahátíð. Sigga sagði þá að
bragði: „Þá stofna ég bara svona
hljómsveit.“ Og það varð úr. Við urðum
formlega til sem hljómsveit í febrúar
2009. Það var pláss á markaðnum fyr-
ir svona hljómsveit svo við ákváðum
að halda áfram að spila saman og hafa
gaman.“
Hallur segir að þau hafi fengið góð
viðbrögð við nýja diskinum Russian
Bride. „Við erum mjög kát með útkom-
una og höfum fengið góða dóma og
diskurinn selst vel.“
Tónleikarnir hefjast kl. 21.30 og
kostar 1.500 kr. inn.
Hvað ætlar þú að gera í dag?
Stemning Varsjárbandalagið er mikið gleðiband eins og hér má sjá.
Ætlar að ólátabelgjast á tónleikum um helgina
Hallur Guðmundsson
Kristín Heiða Kristinsdóttir
khk@mbl.is
„Við ætlum fyrst og fremst að njóta þess að vera saman
og fagna þessum tímamótum,“ segir Rósa Guðbjarts-
dóttir, formaður Styrktarfélags krabbameinssjúkra
barna, sem fagnar tuttugu ára afmæli á morgun, sunnu-
dag. „Í félaginu eru fjölskyldur 270 barna sem greinst
hafa með krabbamein en árlega greinast um 10-12 börn
með krabbamein á Íslandi,“ segir Rósa sem sjálf kom inn
í félagið árið 2000 þegar sonur hennar greindist með
krabbamein. Síðastliðin tvö ár hefur hún verið formaður
stjórnar félagsins en hún gegndi um árabil starfi fram-
kvæmdastjóra þess.
„Félagið ætlar að halda afmælisveislu í Gullhömrum
í Grafarholti með blöðrum, kökum og tilheyrandi, fyrir
sína skjólstæðinga sem eru börn og unglingar sem hafa
greinst með krabbamein og þeirra nánustu fjölskyldur.
Við viljum líka gjarnan sjá velunnara félagsins og bjóða
þeim að gleðjast með okkur,“ segir Rósa og bætir við að
heiðursgestir verði Ólafur Ragnar Grímsson forseti og
Guðbjartur Hannesson velferðarráðherra og að Þóra
Arnórsdóttir ætli að halda utan um skemmtidagskrána.
„Þessi félagsskapur er mjög þéttur og samheldinn
og félagið hefur getað stutt vel við fjölskyldur sem lenda
í þessum hremmingum. Málstaður okkar hefur notið
mikillar velvildar í samfélaginu í gegnum tíðina og við
höfum notið stuðnings bæði frá einstaklingum og fyrir-
tækjum sem hafa gert okkur kleift að styðja vel við bakið
á fjölskyldum, bæði fjárhagslega og félagslega. Þetta er
félag sem enginn vill lenda í en þegar fólk mætir þessum
örlögum með barnið sitt, þá er afskaplega gott að vita af
traustum stuðningsaðila.“
Rósa segir að félagið haldi sumarhátíðir á hverju ári
og samkomur þar sem fólki finnst gott að koma saman.
„Þetta er fólk sem skilur hvert annað og á þessa erfiðu
lífsreynslu sameiginlega og það myndast mjög góður vin-
skapur milli fólks. Eftir að meðferð lýkur þá heldur fólk
áfram að vera félagsmenn og það heldur sínum rétt-
indum. Fólk er oft í langan tíma að jafna sig, jafnvel þó
allt endi vel, eins og það gerir langoftast. Allir í fjölskyld-
unni verða fyrir áfalli þegar barn fær krabbamein og það
er til dæmis mikið álag á systkinum veika barnsins. Því
finnst fólki gott að eiga okkur að. Og á morgun verður
gaman hjá okkur.“ Afmælisveislan hefst kl. 15.
Tímamót
Morgunblaðið/Kristinn
Formaður „Þessi félagsskapur er mjög þéttur og sam-
heldinn,“ segir Rósa Guðbjartsdóttir.
Afmælishátíð Félags
krabbameinssjúkra barna
Suðurlandsbraut 20, Reykjavík | Sími 588 0200 | www.eirvik.is
vi
lb
or
ga
@
ce
n
tr
u
m
.is
Berjaís með Magimix
Verð kr.: 44.990
Farðu alla leið með Magimix
Berja- og safapressa af fullkomnustu gerð
frá Magimix. Með safapressunni má útbúa
girnilega og heilsusamlega drykki með
lágmarks fyrirhöfn.
Ísvél að andvirði kr. 14.ooo fylgir með
hverri safapressu meðan birgðir endast.
Nú er upplagt að búa til heimalagaðan
bláberja- eða krækiberjaís.