Morgunblaðið - 03.09.2011, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 03.09.2011, Blaðsíða 22
22 FRÉTTIRViðskipti | Atvinnulíf MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 3. SEPTEMBER 2011 : : 535_1000.is Grunnur að góðu lífi : : 535_1000 EINSTÖK EIGN – MIKLIR MÖGULEIKAR Vonarland við Sogaveg Til sölu virðulegt 581 fm einbýlishús á stórri skógi vaxinni lóð með skemmtilegri aðkomu miðsvæðis í borginni. Í húsinu eru nú stórar og fallegar stofur, eldhús, 3 baðherbergi, fjölmörg herbergi, íþróttasalur, heitur pottur, gufa, mikið geymslurými, þvottahús o.fl. Húsið stendur á 2.300 fm skógi vaxinni lóð og því fylgir einnig önnur samliggjandi 3.700 fm lóð, einnig skógi vaxin. Hægt væri að skipta húsinu upp í nokkrar íbúðir. Lóðin er einstök með tilliti til staðsetningar og stærðar og býður upp á ýmiskon- ar tækifæri til uppbyggingar. Hugmyndir að skipulagsbreytingum til að fá byggingarétt á lóðinni hafa fengið jákvæðar undirtektir hjá skipulagsyfirvöldum borgarinnar. Eign sem býður upp á mikla möguleika, t.d. fyrir stórfjöl- skylduna, fjárfesta, byggingaverktaka, félagasamtök, sendiráð o.fl. Allar nánari upplýsingar á skrifstofu Stakfells. Aðalheiður Karlsdóttir lögg. fasteignasali stakfell.is Fax 535 1009 Fasteignasala . Íbúðarhúsnæði . Skúlatún 2 . 105 Rvk VIÐTAL Örn Arnarson ornarnar@mbl.is Måns Höglund, stjórnarmaður í Arion-banka, segir brýnasta verk- efni íslenska bankakerfisins í dag vera að endurreisa traust almenn- ings á fjármálafyrirtækjum. Hög- lund, sem tók sæti í stjórn bank- ans fyrir fimm mánuðum, segir að margt hafi áunnist í þeim efnum en hinsvegar sé um að ræða mikið verk sem muni taka nokkur ár að ljúka við. Hann segist hinsvegar sannfærður um að Arion-banki verði vel í stakk búinn til að styðja við bakið á íslensku efnahagskerfi þegar það loks tekur að rétta úr kútnum. Höglund hefur starfað sem bankamaður á alþjóðavettvangi í tæpa fjóra áratugi. Hann þekkir vel til á Íslandi en hann var svæð- isstjóri fyrir Ísland, Danmörku og Færeyjar fyrir breska bankann Hambros á árunum 1980 til 1983. Höglund segist eiga góðar minn- ingar frá þeim tíma en Hambros var þá umsvifamikill í viðskiptum við íslensk fyrirtæki. Meðal verk- efna sem hann kom að var fjár- mögnun fjárfestinga íslensku sölu- samtakanna í fiskiðjuverum í Bretlandi og Bandaríkjunum, fjár- mögnun skipakaupa og lánveiting- ar til íslensku bankanna en auk þess var Hambros í miklum við- skiptum við Samband íslenskra samvinnufélaga eða Sambandið eins og það var einatt kallað. Í ljósi þessarar reynslu blasir við að fá álit Höglunds á stöðu ís- lenska bankakerfisins í dag og getu þess til þess að styðja við at- vinnulífið. Þrátt fyrir bankahrunið er íslenska bankakerfið enn þá stórt miðað við landsframleiðslu, sé litið til hefðbundinna mæli- kvarða, en að sama skapi hefur starfsemi þess ekki einkennst af mikilli útlánastarfsemi til fjárfest- ingar, enda hefur verið bent á að þar sem íslensku viðskiptabank- arnir séu fyrst og fremst fjár- magnaðir með óbundnum innlán- um þá búi þeir yfir takmarkaðri getu til langtímafjármögnunar á fjárfestingaverkefnum í atvinnulíf- inu. Bankarnir verða að fylgja at- vinnulífinu en ekki öfugt Höglund hefur um þetta að segja að mestu máli skipti að eft- irspurn eftir lánum í hagkerfinu sé lítil, eins og sjáist í lítilli fjárfest- ingu. Því sé afar mikilvægt að bankarnir séu í stakk búnir að styðja við bakið á efnahagslífinu þegar eftirspurnin eykst á ný sam- hliða vaxandi slagkrafti í hagkerf- inu. Hann segir stjórn Arion hafa einsett sér að bankinn verði í for- ystu í þeirri þróun. Höglund segir í þessu samhengi það reynslu sína að farsælast sé að bankakerfið vaxi í takt við efna- hagslífið en ekki öfugt. Hann hafi upplifað fleiri en eina fjármála- kreppu í störfum sínum sem bankamaður á Bretlandi og í Sví- þjóð og segir þær eiga það sam- merkt að rótina megi finna í út- lánaþenslu sem óðavöxtur banka- kerfisins leiddi til. Höglund segist telja að það sama hafi gerst hér á landi í aðdraganda hrunsins. Að- spurður hvort stærð bankakerfis- ins í dag bjóði ekki hættunni heim þegar fram í sækir svarar Höglund því til að bregðast verði við þessu verði reyndin sú en leggur samt áherslu á að bankakerfið verði að hafa nægan styrk til að vera reiðu- búið til að styðja við efnahagslífið þegar hjól atvinnulífsins fara að snúast á ný með fullum þunga. Efasemdir um að evran henti Svíum um þessar mundir Höglund er búsettur um þessar mundir í heimalandi sínu. Sem kunnugt er hefur sænska hagkerf- ið staðið að mestu leyti af sér þær efnahagsþrengingar sem flest hag- kerfi Vesturlanda hafa gengið í gegnum á undanförnum árum. Segja má að sænska hagkerfið ásamt því tyrkneska séu þau hag- kerfi Evrópu sem þar hafa skarað fram úr. Hann segir að þakka megi styrkri stjórn ríkisfjármála í Svíþjóð þann árangur en bendir á að sjálfstæð peningastjórn hafi einnig stutt við bakið á sænskum útflutningi. Þrátt fyrir það segir hann vandann á meginlandinu ekki stafa af tilvist sjálfrar evrunnar heldur megi rekja vanda verst stöddu evruríkjanna til mistaka við stjórn efnahagsmála fremur en hinnar sameiginlegu peningamála- stefnu. Aðspurður um skoðun hans á hvort Svíar ættu að taka upp evru segist hann hinsvegar ekki vera sannfærður um gildi þess. Hann segist hafa stutt upptöku þegar gengið var til þjóðaratkvæð- isgreiðslu árið 2003 en mikið vatn hefur runnið til sjávar síðan og hann er ekki viss hvort hann myndi greiða atkvæði með evrunni ef um það væri kosið í dag. Brýnast að endurheimta traustið Morgunblaðið/Sigurgeir S. Höglund Måns Höglund hefur starfað sem bankamaður á alþjóðavettvangi í tæpa fjóra áratugi.  Måns Höglund, stjórnarmaður í Arion, sá um umsvifamikil viðskipti Hambros á Íslandi á níunda ára- tugnum Atvinnulífið verður að ráða stærð bankanna  Efasemdir um að evran henti Svíum Sviðsstjóri Hambros » Måns Höglund starfaði hjá breska bankanum Hambros á áttunda og níunda áratugn- um. » Hann var sviðsstjóri fyrir Ísland, Danmörku og Færeyjar hjá Hambros frá árinu 1980 til 1983. » Þar sá hann um viðskipti bankans hér á landi sem meðal annars fólust í fjár- mögnun fjárfestinga sölu- samtakanna erlendis, lánveit- ingum til Sambandsins og til íslenskra banka. Gamli Landsbanki hefur krafist gjaldþrotaskipta á búi Eignarhalds- félagsins ISP ehf., sem er í eigu Ingi- bjargar Stefaníu Pálmadóttur. Kraf- an er gerð vegna ógreiddrar kröfu upp á rúmlega 2,2 milljarða króna. Þetta kemur fram í Lögbirtinga- blaðinu, en fyrirtaka málsins hjá héraðsdómi Reykjavíkur verður 5. október næstkomandi. Samkvæmt heimildum Morgun- blaðsins er ekki talið vera mikið af eignum í félaginu. Sem kunnugt er á Ingibjörg og eignarhaldsfélög henn- ar nærri því allt hlutafé í 365 miðlum ehf., sem reka m.a. Stöð 2 og Frétta- blaðið. Samkvæmt því sem Morgun- blaðið kemst næst er Eignarhalds- félagið ISP ehf. ekki eitt af þeim eignarhaldsfélögum. Hagnaðist á gjaldeyrisviðskiptum Um Eignarhaldsfélagið ISP ehf. segir í skýrslu Rannsóknarnefndar Alþingis að félagið hafi keypt 62,8 milljónir evra í framvirkum viðskipt- um við Kaupþing í janúar 2008 eða fyrir um 6 milljarða íslenskra króna á þáverandi gengi. „Í júní sama ár selur félagið svo megnið af þeim gjaldeyri sem keyptur hafði verið eða jafnvirði um 61,7 milljóna evra, í stundarviðskiptum við sama banka. Þar sem gengi krónunnar hafði þá fallið verulega var mikill hagnaður af viðskiptunum í íslenskum krónum en stundarviðskiptin voru upp á um 7,9 milljarða króna. Því metur rann- sóknarnefnd Alþingis hagnað Eign- arhaldsfélagsins ISP ehf. af um- ræddum viðskiptum á um 1,9 milljarða íslenskra króna,“ segir í skýrslu nefndarinnar. ivarpall@mbl.is Krafist gjald- þrotaskipta á ISP ehf. Reuters ISP ehf. Hagnaðist um 1,9 milljarða króna á gjaldeyrisviðskiptum 2008.  Skuldaði Landsbanka 2 milljarða króna

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.