Morgunblaðið - 03.09.2011, Síða 30
30 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 3. SEPTEMBER 2011
✝ SigurborgHjaltadóttir
fæddist 27. febrúar
1926 í Hólum í
Nesjahreppi í Aust-
ur-Skaftafellssýslu.
Hún lést 21. ágúst
sl. á hjartadeild
Landspítalans við
Hringbraut. Hún
var dóttir
hjónanna Önnu
Þórunnar Vilborg-
ar Þorleifsdóttur húsfreyju, f.
13.11. 1893, d. 7.6. 1971, og
Hjalta Jónssonar bónda og
hreppstjóra í Hólum í Horna-
firði, f. 6.8. 1884, d. 21.7. 1971.
Anna og Hjalti eignuðust átta
börn, þau misstu nýfædda
stúlku og fárra mánaða dreng
er hét Þorleifur. Sigurborg var
þriðja í röðinni en systkini
hennar eru: Sigurður, f. 1923,
d. 2008, Jón, f. 1924, Halldóra,
f. 1929, Þorleifur, f. 1930, og
Eiríkur, f. 1935, d. 1943. Upp-
eldisbróðir Sigurborgar er
Hjálmar Kristinsson, f. 1945.
Sigurborg hélt heimili með vin-
konu sinni, Sigríði Gísladóttur
lengst af í víxladeild og bók-
haldi, þar sem hún var deild-
arstjóri frá 1974 til 1994 þegar
hún lét af störfum.
Sigurborg var virk í alls
kyns félagsstörfum. Hún vann
ötullega að málefnum Starfs-
mannafélags Búnaðarbankans,
tók þátt í að reisa sumarbústaði
félagsins í Þjórsárdal og á Snæ-
fellsnesi. Fór þangað í ótal
vinnuferðir til að dytta að hús-
unum og gróðursetja plöntur.
Hún lagði einnig hönd á plóg
við gróðursetningu í reit bank-
ans í Heiðmörk. Skaftfellinga-
félagið naut líka starfskrafta
Sigurborgar, bæði við gróð-
ursetningu í Heiðmörk og í öðr-
um störfum.
Sigurborg var listhneigð og
fann sköpunarþrá sinni farveg í
postulínsmálun og útskurði sem
hún lærði hjá Hannesi Flosa-
syni. Hún hafði alla tíð mikinn
áhuga á leiklist og var virkur
félagi í leikfélagi eldri borgara
í Reykjavík, Snúði og Snældu.
Hún lék ýmis aukahlutverk í ís-
lenskum kvikmyndum sem og
stuttmyndum og auglýsingum.
Minningarathöfn var haldin í
Hafnarfjarðarkirkju 1. sept-
ember.
Útför Sigurborgar fer fram
frá Bjarnaneskirkju í dag, 3.
september 2011, og hefst at-
höfnin kl. 14.
sjúkraþjálfara, og
syni hennar, Gísla
Sveini Loftssyni,
allt þar til hún
flutti í þjónustu-
íbúð í Norðurbrún
1 árið 2004. Þar
naut hún góðrar
vináttu og stuðn-
ings Baldurs Sig-
urjónssonar.
Sigurborg ólst
upp í Hólum. Hún
tók virkan þátt í starfi Ung-
mennafélagsins Mána frá ung-
lingsárum og þar til hún flutti
að heiman, lék m.a. í öllum leik-
ritum sem félagið setti upp.
Hún stundaði nám í Húsmæðra-
skólanum á Hallormsstað á ár-
unum 1943-1945 og var vefn-
aðarkennari þar einn vetur
nokkrum árum síðar. Síðan
nam hún einn vetur við lýðhá-
skóla í Voss, Noregi. Sigurborg
tók við starfi símstöðvarstjóra í
Hólum af afa sínum og gegndi
því þar til hún flutti til Reykja-
víkur árið 1955 og hóf störf í
Búnaðarbanka Íslands. Þar
vann hún í ýmsum deildum,
Til minningar um mína kæru
vinkonu Boggu.
ekkert vex í skugga
en allt vex í skjóli
þetta sé ég svo vel
þegar ég átta mig á því
að bilið milli mín og þín
er einsog bilið milli trjánna
þar sem ljósið hefur völdin
með því að virða birtuna
og vera þakklátur
fyrir augnablikið
sem er um það bil að hverfa
í hyldjúpan skuggann
lofa ég tímann sem kemur
og bilið styttist
á milli mín og þín.
(Kristján Finnsson.)
ef hugurinn sér skyndilega
það sem hann hefur alltaf þráð
þá verður eilífðin
brot af augnabliki
þótt staðurinn og stundin
tilheyri vetrarnótt
þá er einsog sól og vor
og fuglasöngur fylli hjartað
öllum tíma
allri visku
og öllum einingum
er þjappað saman í ögn
sem er of lítil
til að geta talist stór
og of stór til að vera lítil
ég fékk að upplifa þessa ögn
því ég einblíndi í undun
á fastan stað í tilverunni
þegar ég sá þig.
(Kristján Finnsson.)
Minningin um þig verður alltaf
björt og hlý.
Baldur Sigurjónsson.
Við Bogga frænka mín og
fóstra svifum um gólfið í polka og
ræl. Það lá mikið við því í Mennta-
skólanum á Akureyri voru flott-
ustu stelpurnar og mesta fjörið á
gömlu dönsunum. Hún Bogga var
nú til í að taka að sér þessa
kennslu og reyndi að kenna
stráknum stirða fótamennt.
Dansæfingarnar í stofunni heima
stóðu hvert einasta kvöld allt
jólafríið 1975 að aðfangadegi og
jóladegi frátöldum.
Í Heimaeyjargosinu 1973 tók
Bogga mig í fóstur. Ég var hjá
henni fram á vor þegar foreldrar
mínir komu úr björgunarstarfinu
í Eyjum. Það var gott að eiga
skjól hjá Boggu þessa örlagatíma.
Þótt fóstrinu lyki hafði hún ung-
linginn með sér í Þjórsárdal að
sinna sumarhúsum Starfsmanna-
félags Búnaðarbankans, í skógar-
reit Skaftfellingafélagsins í Heið-
mörk og jafnvel sem spilafélaga í
framsóknarvist í bankanum. Þeg-
ar henni fannst tímabært að ung-
mennið lærði á bíl fór hún með
mig til akstursæfinga á fáfarna
stíga í Heiðmörk og í Öskjuhlíð.
Hún vildi gera mann úr strákn-
um.
Bogga varð örlagavaldur lífs
míns. Sumarið 1973 fékk ég þrá-
látan skógræktaráhuga. Okkur
krökkum úr Eyjum var boðið til
sumardvalar í Noregi og trén og
skógarnir við Mjösa voru
heillandi. Bogga var nú ekkert að
letja strákinn í þessu áhugamáli
enda sjálf kappsamur plöntunar-
maður hjá Skaftfellingafélaginu
og Starfsmannafélagi Búnaðar-
bankans. Í Hólum var minning-
arreitur um nafngjafa minn Þor-
berg Þorleifsson, alþingismann
og eldhuga. Girðingin var nú fallin
og sá helgi reitur orðinn að klauf-
troðnum kúabeitum. Þar vildi ég
reisa girðinguna við og bæta
trjám í lundinn. Þá sagði mín holl-
ráða Bogga: „Farðu á fund Há-
konar Bjarnasonar skógræktar-
stjóra og sæktu um styrk.“
Fjórtán ára krakka og heldur ód-
jörfum leist ekkert á þessa tillögu.
Auðvitað þorði ég ekki. En af
tvennu illu var skárra að láta sig
hafa það en lækka í áliti hjá
Boggu. Hákon tók mér alúðlega,
sagði mér frá kynnum sínum af
Þorbergi nafna mínum og að það
væri sjálfsagt mál að styrkja mig
um 900 plöntur. Þarna voru örlög
mín ráðin.
Bogga sleppti aldrei alveg
hendinni af stráknum þótt hann
eltist með árunum. Fram á elliár
stökk hún með mér í mælinga-
ferðir í Hellisskóg, Grímsnesið og
austur í Hornafjörð. Þótt hún
Bogga væri grönn kona og fín-
gerð til að sjá þá var hún jaxl.
Þessi Hólastofn, bæði hestar og
menn, er stefnufastur, svolítið
sérlundaður en gefst aldrei upp
þótt á móti blási. Móðir mín
nefndi þessar skepnur „karakter-
hross“. Í einni mælingareisunni
lentum við Bogga í ofstopa norð-
anroki. Bogga var skrifari og sat á
léttum ferðastól en ég mældi trén.
En skarðaveðrin eru hvöss í Grá-
mosahólum og Bogga og stóllinn
fuku hvað eftir annað um koll.
Gamla konan gafst ekki upp, lagð-
ist á grúfu yfir mælingabókina og
skrifaði meðan ég skreið með
tommustokkinn milli trjáplantn-
anna.
Nú er hún fóstra mín farin og
fleiri verða ekki ferðirnar okkar
saman en lífsdansinn dunar áfram
og þar munar um þá fótamennt
sem hún kenndi okkur.
Þorbergur Hjalti Jónsson.
Tengsl okkar Sigurborgar
Hjaltadóttur, Boggu eins og hún
var alltaf kölluð, voru óvenju
margvísleg. Hún var frænka mín
en líka sem systir því að öll mín
barndómsár frá þriggja ára aldri
var ég sumarlangt á æskuheimili
hennar, Hólum í Hornafirði. Hún
gegndi þá líka að nokkru leyti
hlutverki móður þegar á bjátaði
eða tyfta þurfti stráksa til. Það
æxlaðist svo þannig að við urðum
samstarfsmenn í Búnaðarbanka
Íslands nánast öll okkar starfsár.
Vinir vorum við alla tíð og áttum
margar glaðar stundir saman.
Bogga var óvenjuleg kona.
Hún var forkur dugleg, hvers
manns hugljúfi en þó skapmikil og
föst fyrir ef því var að skipta. Hún
lét sér ekkert fyrir brjósti brenna
og var til í allt jafnvel á þeim aldri
sem flestir eru farnir að hafa
hægt um sig. Ef stungið var upp á
ferð, jafnvel til fjarlægra landa
var Bogga alltaf til. Hún var með-
limur í leikhópnum Snúði og
Snældu og tók þátt í mörgum leik-
ritum, lék í auglýsingum og auka-
hlutverk í kvikmyndum. Í einni
auglýsingunni tók hún þátt í bol-
tasparki í afgreiðslusal Lands-
bankans.
Hún var afburðastarfsmaður í
bankanum, traust og glögg. Hún
starfaði lengst af í aðalbókhaldi
bankans, alltaf tilbúin að leysa
þau flóknu verkefni sem inn á
hennar borð komu. Bogga tók
mikinn þátt í félagsmálum í bank-
anum og var oft kosin í nefndir,
sjaldan sem formaður oft sem rit-
ari og aðalvinnan lenti oft á henni.
Hún sá um fjárreiður mötuneytis
starfsmanna bankans í mörg ár
og sinnti því starfi með fádæma
umhyggju og hagsýni. Bogga
hafði mjög fallega rithönd og var
oft fengin til að skrautrita skjöl. Á
seinni árum lærði hún útskurð í
tré og til eru mörg falleg verk sem
bera listrænu handbragði hennar
fagurt vitni.
Bogga var falleg kona. Hún var
ekki smáfríð, en innri fegurð
hennar var svo mikil að það geisl-
aði af henni hvar sem hún fór. Ég
hafði þann heiður að aka Boggu í
mánaðarlegt kaffiboð eftirlauna-
fólks í bankanum. Það var gaman
að sjá hvernig öll andlit ljómuðu
af gleði og væntumþykju þegar
Bogga gekk í salinn. Hennar
verður sárt saknað í þeim hópi.
Bogga bjó síðustu æviár sín að
Norðurbrún 1 í Reykjavík. Þar
leið henni vel og eignaðist þar vin,
Baldur Sigurjónsson, sem varð
hennar stoð og stytta seinustu ár-
in þegar heilsu hennar fór að
hraka.
Bogga var hress fram á sein-
asta dag en fyrirsjáanlegt var að
hún þyrfti fljótlega meiri umönn-
un en hægt var að bjóða á Norð-
urbrún. Það er því huggun að hún
kvaddi með fullri reisn og við eig-
um minninguna um hana hressa
og káta eins og henni var svo eig-
inlegt.
Gunnar Már Hauksson.
Það er margs að minnast þegar
litið er yfir æviferil Boggu frænku
minnar í Hólum.
Hún var aldrei kölluð annað en
Bogga frænka af öllum hennar
frændsystkinum. Það hefur ef-
laust komið til vegna þess hvað
hún var frændrækin og gaf sér
alltaf tíma til þess að taka þátt í
stóru stundunum í lífi okkar allra.
Það kom fljótt í ljós þegar hún
var lítil stelpa hvað hún var hjálp-
söm og hugsaði vel um aðra. Hún
tók snemma þátt í þeim störfum
sem til féllu á stóru sveitaheimili í
þá daga. Eitt af því sem hún gerði
ósjaldan var að sækja kýrnar,
sem gátu verið á hinum ólíkleg-
ustu stöðum. Hún fór þá oftast
ríðandi og fannst henni þá gott að
hafa einhvern með sér, sem hún
setti þá fyrir aftan sig á hestinn.
Fyrir valinu í þær ferðir varð
gjarnan Helga frænka hennar
sem kom mjög ung í Hóla og
dvaldi þar í mörg sumur.
Bogga var henni sem stóra
systir og mynduðust þarna sterk
tengsl sem aldrei hafa rofnað síð-
an. Það má segja að Bogga hafi
fengið það margfalt til baka frá
Helgu hvað hún reyndist henni
vel á þessum tímum. Helga hefur
verið Boggu stoð og stytta, sér-
staklega núna á seinni árum.
Hugsað um hana í hennar veik-
indum, tekið hana með sér í leik-
hús og ófáar ferðirnar hingað til
okkar á Seljavelli þegar eitthvað
stóð til hjá okkur eða bara í heim-
sókn.
Bogga frænka mín hefur alltaf
átt stóran sess í hjarta mínu. Hún
er ein sú besta og heiðarlegasta
manneskja sem ég hef kynnst.
Hún var glaðvær og glettin og
hafði gaman af að skemmta sér og
ferðast. Hún var líka mjög ákveð-
in og föst fyrir og hafði alltaf allt
sitt á hreinu. Hún fann það sjálf
þegar hún gat ekki lengur keyrt
með góðu móti, þá losaði hún sig
við bílinn sinn og notaði strætis-
vagna til að komast leiðar sinnar.
Hún sótti líka um íbúð í Norður-
brún sem er dvalarheimili fyrir
aldraða. Þar var hún búin að
dvelja í nokkur ár, leið vel og var
mjög ánægð enda kynntist hún
þar Baldri besta vini sínum á lífs-
leiðinni. Ég er svo þakklát fyrir
allar þær stundir sem við erum
búnar að eiga saman, þó svo að
þær hefðu svo sannarlega mátt
vera miklu fleiri.
Það er alltaf sárt að sjá á eftir
þeim sem manni þykir vænt um
en svo má ekki gleyma því að það
eru forréttindi að fá að hafa fólkið
sitt svona lengi hjá sér.
Elsku Baldur, mamma mín,
Helga, Leifi, Jón, Hjálmar, Alla
og fjölskyldur. Ég, Geiri og strák-
arnir sendum ykkur innilegustu
samúðarkveðjur. Eitt er víst að
með tímanum víkur sársaukinn
og sorgin fyrir öllum þeim ynd-
islegu minningum sem við eigum
um Boggu frænku.
Valgerður Egilsdóttir.
Stutt er á milli lífs og dauða,
gleði og sorgar. Þann 31. júlí
glöddumst við þegar dóttir Sig-
urðar Ara kom í heiminn.
Skömmu síðar var komið að
kveðjustund þegar ástkær
frænka okkar, Sigurborg Hjalta-
dóttir, yfirgaf þennan heim 21.
ágúst. Þessi nýfædda manneskja
mun heyra margar skemmtilegar
sögur frá uppvexti okkar systr-
anna en þar var Bogga iðulega í
aðalhlutverki.
Bogga frænka var aufúsugest-
ur hvar sem hún kom, létt í lund
og umvafði alla með elskulegu við-
móti. Án Boggu var ekki haldið
upp á neina merkisatburði í fjöl-
skyldunni og þá var unun að
heyra hana og pabba rifja upp
Sigurborg
Hjaltadóttir
✝
Elskulegur eiginmaður minn, faðir, tengda-
faðir og afi,
KRISTJÁN PÁLSSON,
Grænlandsleið 31,
lést í faðmi fjölskyldunnar á líknardeild
Landspítalans í Kópavogi fimmtudaginn
1. september.
Útförin fer fram frá Guðríðarkirkju fimmtudaginn 8. september
kl. 13.00.
Blóm og kransar afþakkaðir, en þeim sem vilja minnast hans er
bent á Styrktarsjóð hjartveikra barna, s. 552 5744,
www.neistinn.is.
Erna S. Sigursteinsdóttir,
Kristín Kristjánsdóttir, Hákon Hákonarson,
Fríða Kristjánsdóttir, Gunnar Jóhannsson,
Sigursteinn Kristjánsson, Gunnhildur B. Ívarsdóttir,
Jóhanna Fríða Kristjánsdóttir, Anders Friberg,
Kristján Kristjánsson, Hrönn Helgadóttir,
barnabörn og barnabarnabörn.
✝
Elskulegur eiginmaður minn, faðir okkar,
tengdafaðir og afi,
BJÖRN HAFSTEINN JÓHANNSSON
rekstrartæknifræðingur,
Stóragerði 42,
Reykjavík,
lést á líknardeild Landspítalans í Kópavogi
miðvikudaginn 31. ágúst.
Útförin fer fram frá Fríkirkjunni í Reykjavík fimmtudaginn
8. september kl. 11.00.
Blóm og kransar vinsamlega afþakkaðir, en þeim sem vilja
minnast Björns er bent á MND-félagið og líknardeildina í
Kópavogi.
Þrúður Guðrún Sigurðardóttir,
Svana Helen Björnsdóttir, Sæmundur E. Þorsteinsson,
Brynja Dís Björnsdóttir, Örvar Aðalsteinsson,
Hildur Inga Björnsdóttir, Jóhann Kristjánsson,
Þórdís Björnsdóttir,
Björn Orri, Sigurður Finnbogi og Þorsteinn
Sæmundssynir,
Birkir, Drífa og Kári Örvarsbörn,
Æsa Jóhannsdóttir og Alda Ægisdóttir.
✝
Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma,
langamma og dóttir,
ANNA ÞÓRA PÁLSDÓTTIR,
Grænukinn 27,
Hafnarfirði,
er látin.
Jarðarförin verður auglýst síðar.
Gróa Jóhannsdóttir, Arnaldur Sigurðsson,
Guðný Jóhannsdóttir, Jón Einarsson,
Fríða Jóhannsdóttir, Magnús Waage,
barnabörn og barnabarnabörn,
Gróa Guðmundsdóttir.
✝
Móðir mín, tengdamóðir, amma og systir,
GUÐRÚN JÓNSDÓTTIR,
Sóltúni 13,
Reykjavík,
lést á gjörgæsludeild Landspítalans Foss-
vogi fimmtudaginn 1. september.
Útför hennar fer fram frá Grafarvogskirkju
föstudaginn 9. september kl. 13.00.
Katrín Finnbogadóttir, Oddur Eiríksson,
Guðrún Oddsdóttir, Þorvarður Friðbjörnsson
og systkini hinnar látnu.
✝
Ástkær faðir okkar, tengdafaðir, afi og lang-
afi,
SIGURÐUR HALLDÓRSSON,
Höfða,
Akranesi,
lést miðvikudaginn 31. ágúst.
Útförin fer fram frá Akraneskirkju föstudaginn
9. september kl. 14.00.
Þeim sem vilja minnast hans er bent á dvalarheimilið Höfða.
Halldór S. Sigurðsson, Jóna Þorkelsdóttir,
Guðmunda Björg Sigurðardóttir, Haraldur Haraldsson,
Ásta G. Sigurðardóttir, Kristján Gunnarsson,
Ómar Sigurðsson, Sigríður Þorgilsdóttir,
Svanur Ingi Sigurðsson, Matthildur Níelsdóttir,
Hrafnhildur Sigurðardóttir, Jóhann Ágústsson,
Ingþór Sigurðsson, Svala Benediktsdóttir,
Sigurbjörg Jenný Sigurðardóttir, Búi Grétar Vífilsson
og afabörn.