Morgunblaðið - 03.09.2011, Page 32

Morgunblaðið - 03.09.2011, Page 32
32 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 3. SEPTEMBER 2011 ✝ Elísabet Guð-rún Ólafs- dóttir fæddist í Núpdalstungu 23. maí 1930. Hún lést á heimili sínu í Hjallatúni í Vík í Mýrdal hinn 26. ágúst síðastliðinn. Foreldrar henn- ar voru Ólafur Björnsson, bóndi í Núpdalstungu, f. 20. janúar 1893, d. 19. ágúst 1982, og Ragnhildur Jóns- dóttir, húsmóðir í Núpdals- tungu, f. 15. október 1895, d. 1986. Áttu þau þrjú börn, Kjartan, Jón og Elísabetu sem var þeirra yngst. Bræður henn- ar voru Kjartan, f. 17. sept- ember 1923, og Jón, f. 20. sept- jana Karen, f. 15. júlí 1958, gift Kjartani Má Benediktssyni, f. 25. september 1955. Dætur þeirra eru Karen Dröfn, f. 29. október 1980 og á þrjú börn. Silja Rún, f. 17. febrúar 1982 og á þrjár dætur. Mónika Elísa- bet, f. 25. apríl 1984 og á eina dóttur. Írena Sif, f. 24. nóv- ember 1992. 3) Ragnhildur Birna, f. 28. janúar 1962, gift Böðvari Bjarnasyni, f. 22. októ- ber 1962. Börn þeirra eru Kristín Bjarnveig, f. 26. júlí 1982 og á tvær dætur, Jóhann Gunnar, f. 19. ágúst 1987 og á einn son, Snædís Sól, f. 18. jan- úar 1996. 4) Sveinn Ásgeir, f. 31. ágúst 1971. Kona hans er Elísabet, f. 24. nóvember 1978. Synir þeirra eru Logi, f. 15. ágúst 1999, Valdimar, f. 18. apríl 2001, Jón Garpur, f. 16. ágúst 2006, og Víkingur Ólafur Fjarki, f. 28. desember 2010. Útförin fer fram frá Stór- ólfshvolskirkju á Hvolsvelli laugardaginn 3. september 2011 kl. 13. ember 1927, d. 30. nóvember 1992. Elísabet giftist hinn 26. júlí 1957 í Reykjavík Jóni Ell- erti Stefánssyni, f. 30. nóvember 1934. Foreldrar hans voru Guð- ríður Kristjana Jónsdóttir, f. 13. ágúst 1910, d. 3. ágúst 1986, og Stefán Einar Karlsson, f. 10. maí 1913, d. 13. maí 1991. Börn Elísabetar og Jóns eru: 1) Ólaf- ur Björn, f. 8. nóvember 1956, kvæntur Ragnheiði Lilju Harð- ardóttur, f. 22. mars 1956. Börn þeirra eru Kolbrún Dóra, f. 1976, sem á þrjú börn, og Hörður Ellert, f. 1979. 2) Krist- Þegar ég var að keyra heim frá Vík daginn sem þú kvaddir varð mér ljóst að veðrið sem var milt stillt og fallegt var eins og þú þeg- ar þú skildir við lífið. Nú er mér efst í huga að síðustu æviár þín voru góð. Þér leið vel á dvalar- heimilinu í Vík og starfsfólkið þar var þér og pabba einstaklega gott. Þótt alltaf sé erfitt að skilja við ástvini má kannski líkja andláti mömmu við góðan endi á skáld- sögu sem oft reyndi á og virtist stundum ætla hljóta slæman endi. Mamma var nefnilega mjög greind og góð kona en hún glímdi við illvígan sjúkdóm sem erfitt var að skilja og varð til þess að oft og tíðum gleymdust góðu stund- irnar. Í dag á ég mjög auðvelt með að rifja upp ánægjulegar og æv- intýralegar stundir sem ég átti með mömmu og því á ég að þakka að síðustu árin í lífi hennar voru góð og samskipti okkar líka. Það er ekki sjálfsagt að sátt náist á milli fólks sem hefur orðið fyrir barðinu á jafnvoldugum og óút- reiknanlegum sjúkdómi og alkó- hólisma. En við mamma náðum svo sannarlega sáttum, ekki síst vegna þess að síðustu æviárin dvaldi mamma á dvalarheimilinu í Vík þar sem hún hlaut einstak- lega góða aðhlynningu af hendi ótrúlega færs og umburðarlynds starfsfólks. Sú frábæra aðhlynn- ing sem hún naut þarna skapaði góðar aðstæður til þess að sá því fræi að gróið gæti um heilt okkar á milli. Elísabet kona mín og drengirnir mínir fjórir, Logi, Valdimar, Garpur og Víkingur áttu því láni að fagna að njóta hennar í þessu frábæra umhverfi og kynnast mömmu eins og ég man best eftir henni. Við mamma elskuðum ævintýri og útvarpsleikrit og á þau gátum við hlustað tímunum saman. Við tókum svo leikritin og sögurnar samviskusamlega upp úr útvarp- inu og hlustuðum á þau aftur og aftur svo öðrum í kringum okkur þótti nóg um. Hún var dugleg við að kaupa ævintýri á plötum og kassettum en líklega hefur hún ekki bara keypt þær til að gleðja mig heldur einnig sjálfa sig. Merkilegasta lexían sem hún kenndi mér var hjálpfýsi og greið- vikni sem þeir sem umgengust hana þekktu svo vel í fari hennar. Mamma fór ekki í manngreinar- álit og ætlaðist aldrei til neins í staðinn fyrir það sem hún gerði – aldrei. Henni var eðlislægt að rétta fram hjálparhönd án um- hugsunar þegar hún sá að einhver var hjálparþurfi og jafnvel þótt hún sjálf ætti erfitt þá stundina. Þessi greiðvikni sem hún kenndi mér hefur gagnast mér vel og ver- ið gríðarlega gott veganesti í líf- inu. Nú þegar ég kveð þig lifir minningin um þig, mild og stillt eins og veðrið var síðsumarmorg- uninn þegar þú skildir við. Litli strákurinn þinn, Sveinn. Elsku amma. Þó sólin nú skíni á grænni grundu er hjarta mitt þungt sem blý, því burt varst þú kallaður á örskammri stundu í huganum hrannast upp sorgarský. Fyrir mér varst þú ímynd hins göfuga og góða svo fallegur, einlægur og hlýr. En örlög þín ráðin – mig setur hljóða, við hittumst samt aftur á ný. Þín Snædís Sól. Elsku amma. Mikið skelfing getur verið erfitt að kveðja. En um leið og ég kveð þig koma upp margar góðar minning- ar sem ég og fleiri yljum okkur við. Þú varst með eindæmum handlagin og gast gert ótúlegustu hluti úr engu, við frænkurnar vor- um auðvitað ansi duglegar að láta þig gera hitt og þetta, öskupok- ana saumaðir þú fyrir okkur í massavís, kjötpoka litaðir þú í öll- um regnbogans litum sem við klæddum okkur í og lékum ára- mótapúka sem renndu sér niður handriðið á Tindum. Ég held að þú hafir haft heimsins mestu þol- inmæði, allavega finnst mér ótrú- legt hvað við fengum að leggja undir okkur stofuna þína, búa til hús úr sófapullunum, fá að henda pullunum út og dusta, þurrka af með bleiku, grænu og bláu punt- hausunum og ein á bankaranum, hlaupa svo frá öllu saman upp í gömlu fötin hennar Villu frænku og mála okkur með eldgömlum varalitum, hvolfa kvistherberginu og þar á eftir í kubbana inn í kubbaherbergi. Stundum reyndum við að laum- ast upp á háaloft en þú varst með ofurheyrn og heyrðir yfirleitt þegar við færðum stigann, sem geymdur var bak við svefnher- bergishurðina. Þið afi leyfðuð okkur frænkun- um oft að hlusta á plötur og urð- um við þá að liggja alveg kyrrar svo að nálin hoppaði ekki. Ég er nú ekki viss hvort það var gert af ásettu ráði svo hægt væri að koma Tindunum í rétt horf eftir okkur, en oftast nær lágum við kyrrar og hlustuðum. Alltaf áttu þið afi til cocopufs handa okkur og kláruðum við frænkurnar léttilega einn pakka þó það væri alveg að koma matur. Bláan ópal og polohringi áttir þú alltaf til í tuðrunni þinni og stund- um áttir þú birgðir í efstu skúff- unni í kommóðunni sem þú gafst mér þegar þið afi fluttuð í Hjallat- ún. En þar sem hún er „eeeld- gömul“ áttum við frænkur mjög erfitt með að opna skúffurnar og því ekki auðvelt að stelast í got- teríið. Þegar þið afi fluttuð til Víkur á Hjallatún, blómstruðuð þið. Þú eins og þér einni er lagið varst ótrúlega dugleg að hringja og fylgjast með öllu krakkastóðinu og þó svo að við Kári hefðum flutt út til Danmerkur hringdir þú reglulega og spurðir frétta, yfir- leitt endaði símtalið þannig að þú sagðir: „Þú hefur ekki sett inn myndir lengi á síðuna“ þó svo að það væri aðeins vika síðan ég setti inn albúm. Mikið skelfing varstu alltaf montin af Jóa bróður. Þú talaðir endalaust um það hvað allar stelp- urnar sem ynnu á Hjallatúni væru skotnar í honum og þætti hann góður og myndarlegur strákur og auðvitað varstu fljót að láta þær vita að þetta væri sko ömmust- rákurinn þinn. Elsku amma, mikið hefði ég viljað vera stærri en ég var þegar þú varst upp á þitt besta við að sauma, prjóna, föndra, hanna, klæða og baka. Það er svo ósköp margt sem ég á enn eftir að læra og hefði getað lært af þér. Takk fyrir allar góðu stundirn- ar, ég veit að það verður vel tekið á móti þér og er ég viss um að Nemó eða Memó eins og þú kall- aðir hann kemur hlaupandi í fang- ið til þín. Þín, Kristín Bjarnveig, Anton Kári, Jódís Assa og Jórunn Edda. Elsa amma lék sér við álfa þeg- ar hún var lítil stúlka í Núpdals- tungu í Miðfirði eða það sagði hún. Við sjáum ekki nokkra ein- ustu ástæðu til að rengja það enda var amma alla tíð ævintýraleg manneskja. Hún læddist ekki með veggjum í gegnum lífið – það gustaði af henni og hún var minn- isstæð þeim sem hana hittu. Húmorinn, dugnaðurinn og hæfi- leikar til að breyta hversdeginum í ævintýri eru líklega þeir eigin- leikar sem helst bar á. Eigi að rifja nokkur dæmi þess upp koma ótal margar gleðilegar minningar í hugann enda amma prakkari hinn mesti og gleðigjafi. Hún var alltaf mikið jólabarn, húsið hennar Tindar á Hvolsvelli var alltaf fagurlega skreytt og þar mátti finna ótal smákökusortir, jólasveinarnir skildu líka eftir fal- leg en kúnstug bréf í gluggunum ásamt gjöfum og ekki nóg með það – á Hvolsvelli gáfu líka Grýla og Leppalúði í skóinn, gott ef ekki jólakötturinn um áramót og svo brennupúkar á þrettándanum. Ekki furðuðum við barnabörnin okkur á því að þessum kynjaver- um þætti gaman að koma við hjá henni ömmu jafn skemmtileg æv- intýravera og hún var. Alla leiki og leikföng fann hún til án nokkurrar fyrirhafnar, að því er virtist. Þegar farið er yfir farin veg er samt erfitt að átta sig á því hvernig hún fór að því særa fram litríka draugabúninga úr grisjum sem venjulega voru not- aðir utan um kjötskrokka, trylla öll barnabörnin í leik og glensi en ná um leið að halda heimilinu þrifalegu og galdra svo fram kræsingar á næstu mínútu. Hún var líka einstakur dýra- vinur, reyndar svo mikill að aldrei nokkurn tímann hafa sést jafn frekir og aðgangsharðir kettir og þeir sem hún hélt í gegnum tíðina. Og ekki lét hún duga að fóðra ketti fram úr hófi heldur bjó hún músum, sem afi veiddi í kjallaran- um, gott heimili, í notalegum krukkum og sleppti ekki fyrr en vel viðraði og hún taldi óhætt að láta þær sjá um sig sjálfar. Flestir telja þó að þessar mýs hafi drifið sig beinustu leið aftur til ömmu í stað þess að fagna frelsinu í vá- lyndri náttúrunni. Aldrei var hægt að sofa yfir nótt hjá ömmu og afa á Tindum án þess að koma að fötunum sínum nýþvegnum og stroknum daginn eftir, jafnvel þótt maður hefði komið heim seint eftir kvöldvakt í SS mátti ganga að því vísu að það væri ekki vottur af pylsufnyk í fötunum morguninn eftir því ein- hvern veginn virtist amma alltaf ná að krækja í fötin og þvo þau um miðjar nætur. Reyndar varð það til þess að stundum þurfti maður að hlaupa í vinnuna morguninn eftir í rökum fötum en alveg af- skaplega hreinum. Reyndar höf- um við haft það á orði að þrifn- aðurinn í ömmu hafi orðið til þess að ef manni verður á að gera eitt- hvað ósnyrtilega finnist manni sem Elsa amma horfi hissa á. Nú eru Tindar horfnir og Elsa amma hefur yfirgefið þennan heim. Minningar um galdraborð með spiladós, forna snældusnúða með rúnaletri, blómstrandi kakt- usa, gamalt skart og smink, apa upp á háalofti, dularfullar kerta- ljósavökur á þrettándanum, smá- kökur af ótal sortum og yndislega ömmu lifa þó enn með okkur. Karen Dröfn, Silja Rún, Mónika Elísabet og Írena Sif. Heimasætan í Núpsdalstungu – Elsa, dóttir Ólafs föðurbróður míns og Ragnhildar hans elsku- legu konu, ljómaði eins og sólin þegar hersingin keyrði í hlaðið á Tungu. Þetta var í júlí í fyrra. Um og yfir 200 manns á ferð – ætt- armót afkomenda Núpsdals- tunguhjónanna Björns og Ás- gerðar. Myndarhjónin sem keyptu ættaróðalið þegar Ólafur hætti búskap á þessum ástkæra stað föður míns létu sig ekki muna um að bjóða öllum mannskapnum í kaffi. Elsa frænka lék við hvurn sinn fingur – hún unni hverri þúfu, hverjum hól, þetta var sveit- in hennar við fallegu Miðfjarðará. Þarna lágu hennar æsku spor. Þarna ólst hún upp á miklu kær- leiksheimili , ásamt tveimur góð- um bræðrum, Kjartani og Jóni. Eitt dásamlegt sólskinssumar kom kaupamaður í Tungu, Jón Stefánsson heitir hann. Ekki er að orðlengja það, ástir tókust með einkadótturinni á bænum og unga vinnumanninum. Saman lögðu þau af stað út í heiminn – fluttu suður og eignuðust fjögur mann- vænleg börn. Elsa frænka mín var glaðvær og hlý. Þegar ég fékk að vera í sveitinni sem barn umvafði hún mig og leyfði mér að fylgja sér í og af bæ. Alltaf gaman. Elsa var ekki bara frænka Birnu systur minn- ar, heldur líka stórvinkona og áttu þær margar ánægjustundir, bæði fyrir norðan og sunnan. Börnin hennar systur minnar, sérstak- lega Björn og Margrét, áttu alveg ómetanlegan tíma á unglingsár- unum hjá Elsu frænku okkar á Hvolsvelli. Þau fá sérstakan gleði- glampa í augu þegar þeir tímar eru rifjaðir upp. Allt svo notalegt og myndarlegt – þau innilega vel- komin til Elsu, Jóns og barnanna þeirra. Það er gott að minnast minnar kæru frænku – nú síðustu árin bjuggu hún og Jón hennar á dval- arheimilinu í Vík í Mýrdal. Elsa fór mörgum fögrum orðum um þann góða stað og gott starfsfólk. Elsa var trygg og frændrækin, oft hringdi hún í Birnu systur mína og síðan í mig. Alltaf jákvæð – alltaf glöð með sitt hlutskipti – öll dásamlegu börnin, barnabörnin og langömmubörnin. Elsa var með yfirsýnina á hreinu þegar kom að hópnum þeirra Jóns. Þau voru hennar gleði og hennar gæfa. Nú á kveðjustundinni þakka ég Elsu frænku minni fyrir alla ræktarsemina og elskuna í minn garð og okkar systra. Vertu kært kvödd, kæra frænka mín, og góðum Guði falin. Helga Mattína Björnsdóttir. Elsku Elsa, ég á erfitt með að sætta mig við að þú sért farin frá okkur. Við eigum svo margar skemmtilegar minningar um þig. Leiðir okkar lágu fyrst saman í farskólanum í Miðfirði, sveitinni okkar. Elsa var alltaf glöð og hress og einstaklega orðheppinn krakki svo að eftir var tekið. Allar fórum við sína leið en fluttum að lokum í borgina þar sem við hitt- umst á ný og tókum upp önnur viðfangsefni. Við vinkonurnar hittumst iðulega í hádeginu og þá var Helga Finns með í för en þá var oft glatt á hjalla. Þess utan héldum við stelpurnar oft hópinn á kvöldin og um helgar. Er Elsa hóf búskap með Jóni manni sínum fengu þau inni hjá frænku Jóns, henni Vilhelmínu Beck í Garðastræti. Það var unun að sjá hvað Elsa var myndarleg húsmóðir og gaman heim að sækja því oft lá leiðin í Garða- strætið. Minnisstæðir eru ástarpung- arnir sem Elsa steikti og má segja að hún hafi verið snillingur í þeim bakstri sem og öðru heimilishaldi. Kallið er komið, komin er nú stundin, vinaskilnaðar viðkvæm stund. Vinirnir kveðja vininn sinn látna, er sefur hér hinn síðsta blund. Margs er að minnast, margt er hér að þakka. Guði sé lof fyrir liðna tíð. Margs er að minnast, margs er að sakna. Guð þerri tregatárin stríð. (Vald. Briem) Ég votta Jóni og fjölskyldu innilega samúð, blessuð sé minn- ing Elísabetar. Erla Kristófersdóttir. Elísabet Guðrún Ólafsdóttir Mig langar að rifja upp nokkr- ar minningar um frænku mína. Ég hef þau forréttindi að vera elsta systkinabarn í okkar stóru fjölskyldu og fylgdist áhugasöm með þegar fjölgaði í hópnum. Katrín var þriðja barn foreldra sinna, falleg og myndarleg. Þeg- ar átti að skíra hana nefndi Svan- dís föðursystir mín við mig, að ef til vill yrði hún skírð Katrín. Ég var 10 ára og hafði alls ekki leitt hugann að því að ég gæti eignast nöfnu og var dágóða stund að melta það. Telpan fékk nafnið og bar það með sóma, óx og dafnaði. Föðursystkini okkar voru sam- heldinn hópur og ósjaldan skroppið í heimsókn eða útilegu að ógleymdum sunnudögum á Spítalastígnum hjá ömmu og afa. Eitt sumar gætti Katrín Eyj- ólfs sonar míns, samviskusöm og prúð. Katrín Ingimarsdóttir ✝ Katrín Ingi-marsdóttir fæddist í Reykjavík 14. apríl 1954. Hún lést á Líknardeild Landspítalans í Kópavogi 7. ágúst 2011. Útför Katrínar fór fram frá Frí- kirkjunni í Reykja- vík 17. ágúst 2011. Katrín fermdist og eins og alltaf í þessari fjölskyldu var haldin glæsileg veisla. Falleg ferm- ingarstúlka sem bar foreldrum sínum gott vitni. Þegar amma okk- ar lést hittumst við af tilviljun fyrir utan Grund þar sem Katrín var komin ásamt mömmu sinni og ung- barninu Ingibjörgu, til að kveðja. Ég var mjög fegin að hitta þær, hafði kviðið mjög fyrir að fara ein inn, en með þær elskulegu mæðg- ur í fylgd varð allt auðveldara. Ég á Reykjalundi í þjálfun og þar hitti ég Katrínu með dæturn- ar, á leið með Vigdísi Ester í ung- barnaeftirlit. Svona liðu árin. Við hittumst kannski ekki svo oft en vissum ævinlega af hvor annarri og fylgdumst með. Fyrir fáum árum ákváðum við frænkur að hittast allar og Katr- ín bauð okkur heim til sín til skrafs og ráðagerða. Þessi kvöld- stund var yndisleg og skemmti- leg þar sem við nutum gestrisni Katrínar og ég geymi þessa minningu um fallega heimilið hennar og ljúfmennsku í hjarta mér. Liðinn vetur var harður bar- áttutími. Ég vissi vel af veikind- um Katrínar og því kom það ekki svo mjög á óvart þegar ég hitti hana á Líknardeildinni í mars þar sem dóttir mín lá og mér var full- ljóst að Katrín var langt leidd þó hún bæri sig vel. Ragnheiður Jóna komst heim aftur um tíma en þegar hún lagðist inn í maí var Katrín þar enn. Þær frænkur náðu saman og gáfu hvor annarri mikið því þær báru mikla um- hyggju hvor fyrir annarri. Þessi erfiði tími var samt ekki án gleði. Eitt sinn hittist þannig á að systir mín kom og var hjá okkur Ragn- heiði á sama tíma og Ester var hjá Katrínu og fleiri frænkur komu í heimsókn. Katrín og Est- er höfðu farið í göngutúr og keypt vínarbrauð og slegið var upp veislu og nutum við frænkur samvistanna. Ragnheiður mín lést svo 25. maí, en Katrín fékk nokkrar vikur til viðbótar. Það er ósegjanlega sárt að horfa á eftir sínum hverfa héðan langt um ald- ur fram, en ég veit að nú eru dug- legu stúlkurnar okkar lausar við þjáningarnar, eins og stendur í þessu versi: Þegar ég leystur verð þrautunum frá, þegar ég sólfagra landinu á, lifi og verð mínum Lausnara hjá, það verður dásamleg dýrð handa mér. (Þýð. Lárus Halld.) Börn Katrínar bera henni fag- urt vitni um þá alúð og elsku sem hún hefur alið þau upp við. Elsku Ester, Ingimar og fjölskylda, Guð styrki og blessi ykkur öll. Katrín Eyjólfsdóttir. Grand hótel Reykjavík, Sigtúni 38, sími 514 8000. erfidrykkjur@grand.is • grand.is Grand erfidrykkjur • Hlýlegt og gott viðmót á Grand hótel. • Fjölbreyttar veitingar lagaðar á staðnum. • Næg bílastæði og gott aðgengi.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.