Morgunblaðið - 03.09.2011, Blaðsíða 40
40 MENNING
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 3. SEPTEMBER 2011
Opið verður í
Sveinshúsi í
Krýsuvík nk.
sunnudag, frá kl.
13.00 til 17.30.
Þar stendur nú
yfir sýning á
verkum Sveins
Björnssonar sem
nefnist Huldu-
fólk og talandi
steinar. Þetta er
lokadagur þessarar fimmtu sýn-
ingar safnsins í Krýsuvík. Sýn-
ingin lýsir myndheimi Sveins
Björnssonar sem var að þróast yf-
ir í fantasíur upp úr 1960 í verkum
sem sýnd voru á samsýningum
hans og danskra listamanna á
Charlottenborg í Kaupmannahöfn
á 7. áratugnum.
Opið er í Sveinshúsi fyrsta
sunnudag í mánuði á sumrin og á
öðrum tímum eftir samkomulagi.
Sveinshús blasir við, ljósblátt að
lit, frá Krýsuvíkurvegi upp af
gamla Krýsuvíkurfjósinu og rétt
hjá Gestsstaðavatni. Nánari upp-
lýsingar í síma 8610562 og
8607211.
Á síðasta opnunardegi í ágúst
las Matthías Johannessen upp úr
bókum sínum um Kjarval og
Scheving en næsta sumar kemur
Gyrðir Elíasson í heimsókn og les
upp úr verkum sínum um mynd-
list.
Huldufólk
og talandi
steinar
Sýningu á verkum
Sveins Björnssonar
lýkur á sunnudag
Sveinn
Björnsson
Söngkonan Hreindís Ylva Garð-
arsdóttir Holm og hljómsveit
hennar halda útgáfutónleika í
Salnum á sunnudagskvöld, en tón-
leikarnir eru haldnir í tilefni af
disknum Á góðri stund þar sem
þau flytja dægurlagaperlur söng-
konunnar Erlu Þorsteinsdóttur.
Yfirskrift tónleikanna er Stúlkan
með lævirkjaröddina, en Erla var
ein vinsælasta dægurlagasöngkona
þjóðarinnar á árunum 1950-1960
og söng mörg þekkt dægurlög, til
að mynda Heimþrá, Draumur
fangans, Litli tónlistarmaðurinn,
Kata rokkar, Hreðavatnsvalsinn,
Ítalskur calipso og fleiri lög.
Í hljómsveitinni eru auk Hrein-
dísar Sigurður Ingi Einarsson sem
leikur á trommur, Tómas Jónsson
sem leikur á hljómborð, Valgeir
Daði Einarsson sem leikur á
bassa, Yngvi Rafn Garðarsson sem
leikur á gítara og Snæbjörn Gauti
Snæbjörnsson sem leikur á saxó-
fón
Á góðri stund
í Salnum
Lævirkjarödd Hreindís Ylva Garð-
arsdóttir Holm og hljómsveit.
Inga Rún Sigurðardóttir
ingarun@mbl.is
Hinir hæfileikaríku bræður Arthur
og Lucas Jussen frá Hollandi halda
tónleika í Hörpu annað kvöld en þeir
ætla að leika verk eftir Schubert.
Þeir koma fram sem einleikarar og
einnig leika þeir fjórhent hina þekktu
Fantasíu í f-moll. Með tónleikunum,
sem hefjast klukkan 20 á sunnudags-
kvöld, hefst ný tónleikaröð sem hlotið
hefur nafnið Heimspíanistar í Hörpu.
Þeir lærðu hjá Mariu Joao Pires,
sem heillaði áheyrendur í Hörpu í júlí
síðastliðnum. Þeir dvöldu hjá henni
nokkra mánuði í senn þegar þeir
voru yngri, samtals í ár, bæði í Portú-
gal og Brasilíu og hugsa mjög hlýtt
til hennar.
„Hún spilaði þessi verk eftir Schu-
bert mjög oft þegar við vorum hjá
henni, þannig að við þekkjum þau
mjög vel. Við eiginlega ólumst upp
með þessum verkum. Við erum mjög
heppnir að hafa verið hjá henni,“ seg-
ir Lucas í símaviðtali.
„Við þekkjum líka hvor annan svo
vel því við höfum heyrt hvor annan
spila svo oft.“
Lucas er 18 ára og var að klára
menntaskóla en Arthur er 14 að
verða 15 og bræðurnir hafa spilað
saman árum saman.
Lucas fer til Bandaríkjanna í jan-
úar að læra hjá Menahem Pressler.
„Þangað til hef ég hálft ár til að æfa
mig heima,“ segir hann.
„Ég þarf ennþá að mæta í skólann
og verð í Hollandi næstu þrjú árin,“
segir Arthur. „Ég hugsa ekki um
framhaldið ennþá. Það er alveg nóg-
ur tími til þess.“
Verður ekki öðruvísi fyrir ykkur
bræðurna að vera aðskildir? „Ég
held það verði ekki vandamál. Þetta
er bara nýtt ævintýri,“ segir Arthur.
Gaman að ferðast
Hafið þið ferðast mikið?
„Í sumar héldum við tónleika í
Þýskalandi og Frakklandi og núna
erum við að koma til Íslands. Í októ-
ber förum við síðan til London. Við
ferðumst ekki mjög mikið en alveg
nóg. Okkur finnst mjög gaman að
ferðast,“ segir Arthur.
Geisladiskur með Schubert-
verkum í flutningi bræðranna kemur
út hinn 23. september. „Við erum að
fara að gefa út nýja plötu hjá
Deutsche Grammophone með sama
prógrammi og við spilum á Íslandi,“
segir Lucas, sem er að vonum
ánægður með að hafa fengið samning
við útgáfufyrirtækið. „Það var stórt
skref fyrir okkur. Við vorum mjög
heppnir að fá þetta tækifæri,“ segir
hann en í öllu spjallinu skín í gegn
auðmýktin svo ekki sé minnst á kurt-
eisina en bræðurnir koma afskaplega
vel fyrir.
Ferðalögin eiga þó ekki eftir að
aukast mikið með útkomu plötunnar
því Arthur gengur enn í skóla.
Bræðurnir hafa elst og flokkast því
ekki sem undrabörn lengur heldur
vilja vera teknir alvarlega á tónlistar-
legum forsendum. Þeir finna fyrir því
að fólk tekur þá alvarlegar núna.
„Þegar við vorum nokkrum árum
yngri vorum við lítil börn að spila
fjórhent og einhverjum fannst það
kannski sérstakt því við vorum svona
ungir. Fyrir okkur snerist þetta allt-
af um tónlistina, að spila á píanóið.
Ég held að við höfum það alltaf efst í
huga, píanóleikurinn verður að vera
góður,“ segir Arthur.
En hvað er erfiðast við það að velja
sér þennan feril að verða píanóleik-
ari? „Þegar nafn manns byrjar að
verða aðeins þekkt er margt sem
truflar mann frá því mikilvægasta,
sem er að æfa sig og halda áfram að
bæta sig. Það er gaman að spila á
tónleikum, fara á nýja staði og hitta
skemmtilegt fólk. Mikilvægast er
samt að vera með fókusinn á það sem
kom manni á þennan stað og það er
að spila vel. Og til að spila vel þarftu
að hafa í huga að þetta er aldrei full-
komið, aldrei nógu gott. Þegar þú
spilar vel þarftu að hafa hugann við
næstu tónleika en ekki horfa til
baka,“ segir Lucas.
Hæfileikar og vinna
Hvað finnst ykkur um eilífu spurn-
inguna um þátt hæfileika annars veg-
ar og vinnu hins vegar?
„Ég held að þú verðir að vera
fæddur með einhvers konar hæfi-
leika því annars gæti hver sem er
orðið góður píanisti. En þú þarft að
leggja mjög hart að þér til að rækta
hæfileikann og þróa hann. Þetta er
kannski ástæðan fyrir því að svona
mikið af ungu hæfileikafólki í klass-
ískri tónlist er frá Rússlandi og Kína.
Þar leggja allir mjög hart að sér og
aginn er mikill,“ segir Lucas en hol-
lenska samfélagið sem þeir ólust upp
í er öðruvísi.
Arthur er líka með sína sýn á
þetta. „Ég held að umhverfið þar
sem þrýstingurinn er mikill og þú
verður að spila fimm eða átta tíma á
dag sé ekkert endilega betra. Þá
hugsarðu bara um píanóið og spilar
ekkert endilega af því að þig langar
til þess heldur af því að þú verður.
Við byrjuðum vegna þess að okkur
langaði til þess og það er ennþá
þannig. Það er mjög mikilvægt að
finna gleði í píanóleik.“
Bræðurnir eru greinilega með
báða fætur á jörðinni þrátt fyrir að
hafa notið velgengni og horfa jákvætt
fram á veg.
„Við erum ennþá ungir svo okkur
finnst við ekki þurfa að gera allt
núna,“ segir Lucas. „Við höfum
ennþá tíma en við erum ánægðir með
þróunina og allt sem er í gangi núna.
Við vonum bara að það komi ekki
annað eldgos svo við komumst til Ís-
lands!“
Gleðin í píanóleiknum
Hinir ungu og hæfileikaríku bræður Arthur og Lucas Jussen spila í Hörpu ann-
að kvöld Leika verk eftir Schubert og spila bæði sem einleikarar og fjórhent
Hæfileikaríkir Bræðrunum Arthur og Lucas Jussen er margt til lista lagt.
Myndlistarkonan Þóra Þórisdóttir heldur
kynningu á sýningu sinni „Rubrica“ eftir
messu í Hallgrímskirkju á morgun. Kynningin
hefst um kl. 12.30 og eru allir velkomnir.
Á sýningunni Rubrica, sem verið hefur í
forkirkju Hallgrímskirkju í sumar, eru mynd-
verk sem fjalla um túlkun Þóru á Heilögum
anda, en hún leggur áherslu á að rétta við
kynjað táknmál Biblíunnar. Lykilverkið á sýn-
ingunni er Biblía sem Þóra hefur þvegið með
saltvatni og blóði ásamt því að skrifa inn ýms-
ar hugleiðingar og leiðbeiningar. Yfirskrift
sýningarinnar Rubrica, þýðir það sem var
prentað með rauðu sem fyrirsögn eða yf-
irskrift eða leiðbeiningar, sem vísar og í rauð-
an leir og líka í blóð. „Ég skrifa líka með
rauðu útskýringar mínar og leiðbeiningar í
Biblíuna og svo þrútnar hún út við þvottinn og
hleypir lofti og ljósi inn í sig og blöðin verða
svo mjúk og krumpuð að ekki er hægt að loka
henni.“
Rubrica er þriðja sýningin í sýningarröð
Listvinafélags Hallgrímskirkju, Kristin minni.
Sýningarstjóri er Ólöf Nordal, myndlist-
armaður. Hugmyndasmiður sýningarrað-
arinnar er Guðrún Kristjánsdóttir myndlist-
armaður. Sýningin stendur fram yfir miðjan
september.
Samtal Þóru við Sólveigu Önnu Bóasdóttur
guðfræðing og Ólaf Gíslason listfræðing má
finna á vef Listvinafélags Hallgrímskirkju,
listvinafelag.is. Upptaka og úrvinnsla sam-
ræðna var í höndum Ævars Kjartanssonar út-
varpsmanns.
Þóra kynnir Rubrica
Túlkun Hluti af verki Þóru Þórisdóttur, „Pentacost“.
Myndverk um túlkun á Heilögum anda
Mig vantaði bara
alltaf eitthvert kons-
ept, að vera með eitthvert
markmið 43
»
„Foreldrar okkar studdu við píanó-
leikinn en gættu þess líka að við
gætum hagað lífi okkar eins og
venjuleg börn og hugsað um fleira
en tónlistina. Við spiluðum fótbolta
og gerðum aðra hluti sem okkur
langaði til,“ segir Lucas.
Hver eru helstu áhugamál ykkar?
„Við spilum fótbolta og tennis og
á veturna förum við á skíði í Aust-
urríki,“ segir Arthur.
Hvert er uppáhaldsliðið ykkar?
„Það er Ajax,“ segja bræðurnir
einum rómi en þeir búa í Hilversum
nálægt Amsterdam. „Ég biðst af-
sökunar á því að þekkja ekki ís-
lenskt lið,“ segir Arthur.
„En við þekkjum Gudjohnsen,“
segir Lucas og á þá að sjálfsögðu
við Eið Smára.
Fótbolti, tennis og skíði
PÍANÓIÐ EKKI EINA ÁHUGAMÁLIÐ