Morgunblaðið - 03.09.2011, Side 41
Metnaðurinn á bak viðmynd Giuseppes Tor-natores um fæðing-arbæ sinn á Sikiley,
Bagheria eða Baarìa eins og eyj-
arskeggjar segja, leynir sér ekki.
Mikil vinna er lögð í að skapa trú-
verðugt umhverfi í þessari fjöl-
skyldusögu, sem spannar stóran
hluta síðustu aldar, og gerði
Tornatore að skilyrði þegar hann
valdi leikara að þeir kynnu mál-
lýskuna, sem töluð er á Sikiley.
Mun myndin hafa verið sýnd með
ítölskum texta á Ítalíu. En því
miður vantar neistann.
Tornatore er einn af þekktustu
leikstjórum Ítalíu og gat sér
heimsfrægð með myndinni Cinema
Paradiso. Hér er hann á sínum
gömlu heimaslóðum og rekur sögu
þriggja ættliða með megináherslu
á einn þeirra, Peppino Torrenuova,
sem Francesco Scianna leikur.
Áhorfandinn er leiddur í gegnum
valdatímabil fasista, hernám
Bandaríkjamanna, uppgang mafí-
unnar, eflingu kommúnistahreyf-
ingarinnar og ólgu sjöunda og átt-
unda áratugarins án þess að
leikstjóranum takist að skapa dýpt
og samúð hjá áhorfandanum.
Peppino byrjar að vinna fyrir
sér sem smali, gerist hliðhollur
kommúnistum og fer út í stjórn-
mál. „Bella politica,“ segir faðir
hans á dánarbeði, en engin tilraun
er gerð til að skýra hvað er fallegt
við stjórnmálin. Peppino verður
ástfanginn af fegurstu stúlku bæj-
arins, Manninu, sem hin heillandi
Margareth Madè leikur og þau ná
saman þótt foreldrar hennar telji
þennan kommúnista með öllu
ósamboðinn dóttur sinni.
Söguþráðurinn býður upp á mik-
ið drama, en þrátt fyrir það verður
sagan átakalítil. „Ég sá hræðilega
hluti,“ segir Peppino er hann kem-
ur frá Moskvu, en það hefur engin
áhrif á stjórnmálavafstur hans.
Hann heldur ótrauður áfram og
það er vinur hans, sem yfirgefur
kommúnista og fer yfir til sósíal-
ista, reyndar án þess að útskýra
hvers vegna.
Peppino leiðir tilraun bænda til
að ná til sín ónotuðu landi úr
höndum mafíunnar, en þegar líður
á myndina verður ljóst að hann
mun ekki leiða neina byltingu.
Sonur hans verður vitni að því að
yngri eldhugar gagnrýna föður
hans fyrir linkind. Þegar hann
spyr föður sinn hvað skamm-
aryrðið „umbótasinni“ þýði svarar
Peppino að það sé sá, sem hafi vit
á að „berja ekki höfðinu við stein-
inn“.
Mörg falleg og vel gerð atriði
eru í myndinni en hún nær aldrei
flugi og tilraunir til að bæta við
dulúð og fyrirboðum, brotnum
eggjum og slímugum snákum bæta
engu við. Baarìa gefur góð fyr-
irheit, en stendur ekki undir þeim
og er langt að baki Amarcord Fell-
inis og Þremur bræðrum Frances-
cos Rosis, sem kynnu að teljast
fyrirmyndir.
Aldarspegill án
dýptar og átaka
Sambíó Kringlunni
Baarìa bbnnn
Leikstjóri: Giuseppe Tornatore. Aðal-
hlutverk: Francesco Scianna, Margareth
Madè, Ángela Molina, Giovanni Gamb-
ino. 150 mín. Ítalía, Frakkland. 2009.
KARL BLÖNDAL
KVIKMYNDIR
Lífsbaráttan á Sikiley Francesco Scianna og Margareth Madè í hlut-
verkum sínum í kvikmyndinni Baarìa eftir Giuseppe Tornatore.
MENNING 41
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 3. SEPTEMBER 2011
Fólkið í Kjallaranum – aftur á svið í kvöld
Uppselt Örfá sæti laus FarandsýningU Ö F
Tjarnarbíó
5272100 | tjarnarbio@leikhopar.is
The Island (LÓKAL2011)
Lau 3/9 kl. 19:00 Sun 4/9 kl. 18:30
Aðeins þessar tvær sýningar! Sýnt í Gamla Bíó
2boys.TV (LÓKAL2011)
Lau 3/9 kl. 18:30 Lau 3/9 kl. 21:00
Athugið mjög takmarkaður sætafjöldi!
The Eternal Smile (LÓKAL2011)
Lau 3/9 kl. 20:00 Sun 4/9 kl. 16:00
Aðeins tvær sýningar!
Tanz
Mið 7/9 kl. 17:30 Fim 8/9 kl. 21:00
Reykjavík Dance Festival
What a feeling + Heilaryk
Mið 7/9 kl. 19:00 Fim 8/9 kl. 19:00
Reykjavik Dance Festival
Dedication
Mið 7/9 kl. 20:00
Fim 8/9 kl. 20:00
Fös 9/9 kl. 18:00
Reykjavik Dance Festival - Sýnt á Kex Hostel
Nú nú
Fim 8/9 kl. 12:15 Lau 10/9 kl. 17:00
Reykjavik Dance Festival - Sýn á Listasafninu, Hafnarhúsið.
Leikhúsin í landinu
www.mbl.is/leikhus
The Lost Ballerina
Fim 8/9 kl. 15:30
Lau 10/9 kl. 13:30
Lau 10/9 kl. 15:15
Reykjavik Dance Festival - Sýnt á Listasafni Reykjavíkur
Retrograde + Cosas
Fös 9/9 kl. 19:00 Lau 10/9 kl. 19:00
Reykjavik Dance Festival
Court 0.9144m
Fim 8/9 kl. 22:00 Fös 9/9 kl. 22:00
Reykjavik Dance Festival
ˆ > a flock of us > ˆ
Lau 10/9 kl. 13:00
Lau 10/9 kl. 14:15
Lau 10/9 kl. 16:00
Reykjavik Dance Festival - Sýnt á Listasafninu, Hafnarhúsinu
Belinda og Gyða + Vorblótið
Fös 9/9 kl. 20:30 Lau 10/9 kl. 20:30
Reykjavik Dance Festival
Tripping North
Lau 10/9 kl. 22:00
Reykjavik Dance Festival
Gróska 2011
Fim 15/9 kl. 19:30
Fös 16/9 kl. 19:30
Lau 17/9 kl. 14:30
Höfundahátíð Félags leikrita og handritshöfunda
Í tilefni af sjötugsafmæli Gunnars I.
Guðjónssonar verður haldin sýning
á olíumálverkum hans í sýningarsal
Gallerís Gása, Ármúla 38. Sýningin
stendur frá 5. til 15. september.
Gunnar list, eins og hann er oft kall-
aður, er fæddur í Reykjavík. Hann
hélt til náms í teikningu og málara-
list við skólann Excuela Marssana á
Spáni 1972. Hann sneri aftur til Ís-
lands 1974 og sama ár hélt hann
stóra sýningu á verkum sínum á
Kjarvalsstöðum. Árið 1981 hélt
Gunnar aðra sýningu í boði Menn-
ingarstofnunar Bandaríkjanna og
hefur síðan haldið margar sýningar.
Afmælissýn-
ing Gunnars
Afmæli Málverk eftir Gunnar.