Morgunblaðið - 03.09.2011, Síða 48
LAUGARDAGUR 3. SEPTEMBER 246. DAGUR ÁRSINS 2011
5 6 9 1 1 0 0
Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is
Auglýsingar: augl@mbl.is
Áskrift: askrift@mbl.is | sími 5691100
mbl.is: netfrett@mbl.is
5 6 9 0 9 0 0 0 0 0 9 0 0
Í LAUSASÖLU 649 ÁSKRIFT 4390 HELGARÁSKRIFT 2750 PDF Á MBL.IS 2550
VEÐUR » 8 www.mbl.is
»MEST LESIÐ Á mbl.is
1. Léttist um 19 kg á hálfu ári
2. Nauðgunarsenan var skelfilegust
3. Cheerios hvergi bannað
4. Hvar er hann Jörgen?
Björgvin Gíslason gítarleikari mun
fagna sextugsafmæli sínu með tón-
leikum í Austurbæ á morgun. Einnig
er hann að endurútgefa fyrstu þrjár
plöturnar sínar. »44
Morgunblaðið/Þorkell
Björgvin Gísla fagnar
60 ára afmæli
Auglýsinga-
stofan Mother í
London mun
halda sérstaka
sýningu á 18 mín-
útna stuttmynd
Barkar Sigþórs-
sonar í höf-
uðstöðvum sínum
í næstu viku.
Börkur er búsettur í London en
myndin gerist í Reykjavík og skartar
Birni Thors sem leikur taugatrekktan
borgarbúa. Tónlistin er eftir Daníel
Bjarnason.
Börkur Sigþórsson
sýnir í London
Sóley Stefánsdóttir gaf út hina
marglofuðu stuttskífu Theater Island
í mars í fyrra og tónlistaráhugamenn
hafa beðið eftir breiðskífu síðan með
öndina í hálsinum.
Platan, We Sink,
kom út hér á
landi og í Evr-
ópu í dag en
kemur út í
Bandaríkjunum í
lok mánaðarins.
Það er Morr Mu-
sic/Kimi sem
gefur út.
Fyrsta breiðskífa
Sóleyjar komin út
FÓLK Í FRÉTTUM
VEÐURÍÞRÓTTIR
SPÁ KL. 12.00 Í DAG Rigning með köflum en stöku skúrir suðvestantil. Hiti 8 til 17 stig,
hlýjast suðvestanlands.
Á sunnudag NA 5-10 m/s norðvestantil, en annars hæg breytileg átt. Dálitlar skúrir og
milt í veðri.
Á mánudag NA 5-10 á Vestfjörðum en annars suðaustlæg átt, 3-8 m/s. Rigning, sunnan-
og austanlands en annars úrkomulítið. Hiti 7 til 14 stig, svalast á Vestfjörðum.
Íslandsmeistarar FH í handknattleik
karla eru komnir til Ísraels þar sem
þeir taka þátt í undankeppni um sæti
í Meistaradeild Evrópu. Þeir mæta
norsku meisturunum Haslum í dag.
Kristján Arason, annar þjálfara FH,
segir að þeir séu að búa til nýtt lið
vegna mikilla breytinga frá því í fyrra
en Hafnfirðingarnir séu staðráðnir í
að selja sig dýrt. »2
FH mætir norsku
meisturunum í Ísrael
Vítaspyrna á 88. mínútu
kostaði íslenska landsliðið í
knattspyrnu stig þegar það
mætti Norðmönnum í Ósló í
gærkvöld. Hún var dæmd á
Stefán Loga Magnússon
sem braut á John Carew.
„Þegar hann sá mig koma
þá spilaði hann boltanum
nánast út í horn, setti út
annan fótinn, og þá er ekki
mikið sem ég get gert. Því
miður,“ sagði Stefán. »1
Sá mig koma og
setti út fótinn
Björn Bergmann Sigurðarson sló í
gegn með 21-árs landsliðinu í fót-
bolta gegn Belgum í fyrradag þegar
hann skoraði bæði mörkin í sigri Ís-
lands. Björn hefur vakið mikla athygli
með Lilleström í norsku
úrvalsdeildinni og
segir að draumurinn
sé að spila með
ensku liði. »4
Draumurinn er að
spila með ensku liði
Hjörtur J. Guðmundsson
hjorturjg@mbl.is
„Ég var beðinn um að finna fyrir þá
fimm hesta og við byrjuðum síðast-
liðið haust að leita að réttu hest-
unum. Það tók okkur fimm mánuði
að finna þá. Enda hefur það gengið
rosalega vel. Það hafa ekki verið
nein vandræði með þá,“ segir Magn-
ús Gíslason, tamningamaður sem
búsettur er í Svíþjóð.
Íslenskir hestar í umsjón hans og
konu hans, Malin Brännlund, hafa í
sumar leikið hlutverk í uppsetningu
á ævintýrinu um Ronju ræn-
ingjadóttur í skemmtigarðinum Ast-
rid Lindgrens Värld í Vimmerby í
suðausturhluta landsins, heimabæ
hins þekkta rithöfundar Astrid
Lindgren.
Ekkert verið til sparað
„Þetta er allt rekið í anda Astrid
og til þess að heiðra lífstarf hennar
og minningu,“ segir Magnús um
skemmtigarðinn en uppsetningin á
Ronju ræningjadóttur verður fram-
vegis hluti af skemmtigarðinum
ásamt fleiri sígildum ævintýrum eft-
ir Lindgren sem allir þekkja eins og
um Emil í Kattholti, Línu Langsokk,
Bróður minn Ljónshjarta og Kalla á
þakinu.
„Þetta er gríðarleg
auglýsing fyrir ís-
lenska hestinn,“
segir Magnús um
þátttöku íslensku
hestanna í upp-
setningunni á
Ronju ræn-
ingjadóttur í Ast-
rid Lindgrens Värld. Aðsókn
að skemmtigarðinum sé gríð-
arlega mikil og nokkur hund-
ruð þúsund gesta heimsæki hann
á ári hverju.
Ekkert hefur verið til sparað að
gera uppsetninguna sem glæsi-
legasta, segir Magnús, en hún kost-
aði um einn milljarð íslenskra króna.
„Það var byggður hérna heill kastali
úr grjóti með gjá í honum miðjum og
öllu tilheyrandi. Þú verður alveg
bergnuminn af þessu hvort sem þú
ert fullorðinn eða barn. Fullorðna
fólkið segir bara „vá“ eins og börn-
in.“
30 ára afmæli Ronju
Sex sýningar hafa verið dag hvern
í sumar á Ronju ræningjadóttur að
sögn Magnúsar og hafa leikararnir
sem taka þátt í uppsetningunni
skipst á að leika hlutverkin í henni
en 24 leikarar koma að henni, allt at-
vinnumenn.
Uppsetningin á ævintýrinu er í til-
efni af því að 30 ár eru liðin í ár frá
því að bókin um Ronju kom fyrst út,
árið 1981.
„Þetta er gríðarleg auglýsing“
Íslenskir hestar
í sýningu á Ronju
ræningjadóttur
Ljósmynd/www.alv.se
Ævintýri Byggður var heill kastali úr grjóti fyrir sýningar á ævintýrinu um Ronju ræningjadóttur í skemmtigarð-
inum Astrid Lindgrens Värld í Vimmerby í suðausturhluta landsins, heimabæ hins þekkta rithöfundar.
Skemmtigarðurinn Ast-
rid Lindgrens Värld
var opnaður árið
1981 og hefur starf-
að allar götur síð-
an. Hann er stað-
settur í Vimmerby í
suðausturhluta Sví-
þjóðar þar sem Lind-
gren ólst upp.
Fyrsti hluti garðs-
ins var eftirmynd af
Kattholti, heimili
prakkarans Emils. Síðan bættist
smám saman við hann og kastali
Ronju ræningjadóttur er nýjasta
viðbótin. Astrid Lindgrens Värld er
einn helsti vinnuveitandi á svæðinu
en hundruð manna hafa atvinnu af
skemmtigarðinum þegar mest er
yfir sumartímann. Þá er aðsóknin
að garðinum mikil en um 450 þús-
und gestir heimsækja hann á ári
hverju. Lesa má meira um skemmti-
garðinn á heimasíðu hans á slóð-
inni www.alv.se
ASTRID LINDGRENS VÄRLD
450 þúsund gestir árlega