Morgunblaðið - 16.09.2011, Síða 19

Morgunblaðið - 16.09.2011, Síða 19
FRÉTTIR 19Viðskipti | Atvinnulíf MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 16. SEPTEMBER 2011 Örn Arnarson ornarnar@mbl.is Fimm af helstu seðlabönkum heims gripu til samhæfðra aðgerða í gær til að tryggja aðgengi evrópskra banka að fjármögnun í Bandaríkjadal á millibankamarkaði. Evrópski seðla- bankinn, bandaríski seðlabankinn, Englandsbanki, Japansbanki og seðlabankinn í Sviss standa að að- gerðunum. Seðlabankarnir munu veita evrópskum bönkum lán í Banda- ríkjadal til þriggja mánaða í senn. Evrópskir bankar munu fá ótakmark- að aðgengi að Bandaríkjadal í útboð- um sem seðlabankarnir munu standa fyrir mánaðarlega til ársloka. Þrátt fyrir að ákvörðun seðlabank- anna fimm hafi í fyrstu leitt til þess að gengi hlutabréfa evrópskra banka hækkaði á mörkuðum í gær þykir hún fyrst og fremst vera til marks um hversu alvarleg lausafjárþurrðin hef- ur verið á evrópska millibankamark- aðnum undanfarið. Eins og fram kemur í umfjöllun Financial Times hafa bandarískir bankar haldið að sér höndum þegar kemur að lánveiting- um í Bandaríkjadal til evrópskra banka af ótta við áhrif skuldakrepp- unnar á evrusvæðinu á stöðu þeirra. Skorturinn á Bandaríkjadal á evr- ópska millibankamarkaðnum hefur meðal annars endurspeglast í því að tveir ónafngreindir evrópskir bankar óskuðu eftir lánum fyrir 575 milljónir dala í útboði Evrópska seðlabankans á dögunum. Er þetta í fyrsta sinn í fjórar vikur sem bankar hafi tekið þátt í útboðinu en þar sem vextirnir á dollaralánum Evrópska seðlabankans eru mun hærri en markaðsvextir taka bankar ekki þátt í þeim nema um brýnan vanda sé að ræða. Enginn vandi leystur Þrátt fyrir að ákvörðuninni hafi í fyrstu verið vel tekið á mörkuðum var haft eftir sérfróðum í erlendum fjöl- miðlum að hún fæli ekki í sér neina lausn á þeim vanda sem við væri að etja. Áhyggjur manna af gæðum eignasafna evrópskra banka og hversu berskjaldaðir þeir eru fyrir frekari lækkun ríkisskuldabréfa á evrusvæðinu eru enn til staðar. The Daily Telegraph hefur eftir sérfræð- ingi hjá Monument Securities að já- kvætt væri að tryggt aðgengi að Bandaríkjadal væri til staðar ef til meiriháttar tíðinda á evrusvæðinu skyldi draga á næstu mánuðum. Seðlabankar opna flóðgáttir  Fimm helstu seðlabankar heims tryggja evrópskum bönkum ótakmarkað aðgengi að Bandaríkjadal næstu mánuði  Til marks um hversu mikil dollaraþurrðin á evrópskum millibankamarkaði hefur verið Reuters Bjartsýni Ákvörðuninni var fagnað í fyrstu á fjármálamörkuðum. Skýrr hagnaðist um 109 milljónir króna eftir skatta á fyrstu sex mán- uðum ársins, borið saman við tap upp á 14 milljónir á sama tíma í fyrra. EBITDA-hagnaður, þ.e. hagnaður fyrir afskriftir, skatta og fjármagnsliði, var 511 milljónir króna af reglulegum rekstri. Í tilkynningu frá Skýrr, sem er móðurfélag HugarAx á Íslandi, Kerfi AB í Svíþjóð og Hands AS í Noregi, kemur fram að velta sam- stæðunnar hafi verið liðlega 12,3 milljarðar króna á tímabilinu. Veltan á fyrri helmingi ársins 2010 var 11,2 milljarðar, þannig að hún jókst um 10% á milli ára. Eigið fé félagsins í lok júní nam 3,5 milljörðum króna. Í tilkynningunni er haft eftir Gesti G. Gestssyni, for- stjóra Skýrr, að fyrirtækið sé tals- vert hreykið af þeim rekstrarárangri sem nú liggur fyrir. EBITDA-hagn- aður hafi aukist um 9,2% milli ára. „Þessar tölur endurspegla þá staðreynd að Skýrr er í dag eitt öfl- ugasta fyrirtæki Norðurlanda á sviði upplýsingatækni, með um 1.100 starfsmenn og viðamikinn rekstur í fjórum löndum. Skýrr er þannig móðurfélag þriggja rekstrarfélaga; HugarAx á Íslandi, Kerfi AB í Sví- þjóð og Hands AS í Noregi, en til norska félagsins heyrir einnig Sia Aston Baltic í Lettlandi,“ bætir Gestur við. ivarpall@mbl.is Skýrr hagnast um 109 milljónir  Velta og hagn- aður aukast á fyrri helmingi ársins Morgunblaðið/Árni Sæberg Skýrr Gestur G. Gestsson forstjóri. Hagnaður jókst milli ára. Roger Aliber, fyrrverandi prófess- or í hagfræði við Chicago-háskóla, hélt fyrirlestur í Háskóla Íslands í gær. Sem kunnugt er hélt hann fyr-irlestur sumarið 2008 þar sem hann olli miklu fjaðrafoki með því að lýsa því yfir að íslenska hag- kerfið stæði frammi fyrir alvar- legri fjármála-kreppu. Í erindi sínu lagði Aliber mikla áherslu á þátt óhefts fjármagns- flæðis í aðdraganda fjármála- kreppa í heiminum frá því snemma á níunda áratugnum. Að sögn hans hafi fylgismenn þess að helstu myntir heims flytu gagn- vart hver annarri talið að það fyr- irkomulag myndi ekki leiða til meiriháttar sveiflna á gjaldeyr- ismörkuðum heldur til hægfara aðlögunar gengis þannig að það endurspeglaði raunverulega sam- keppnishæfni hvers hagkerfis fyr- ir sig auk þess sem það styrkti stoðir og svigrúm sjálfstæðrar peningamálastefnu. Reynsla und- anfarinna áratuga hafi hinsvegar sýnt hið gagnstæða. Morgunblaðið/Eggert Aliber Olli miklu fjaðrafoki hér sumarið 2008. Aliber snýr aftur Greiðsluáskorun Innheimtumenn ríkissjóðs skora hér með á gjaldendur eftirtalinna gjalda að gera skil nú þegar eða í síðasta lagi innan 15 daga frá dagsetningu áskorunar þessarar: Gjöldin eru: Staðgreiðsla tekjuskatts, útsvars og tryggingagjalds sem fallið hefur í eindaga til og með 15. september 2011, virðisaukaskattur sem fallið hefur í eindaga til og með 5. september 2011 og önnur gjaldfallin álögð gjöld og ógreiddar hækkanir er fallið hafa í eindaga til og með 15. september 2011, á staðgreiðslu tekjuskatts, útsvars og tryggingagjalds, virðisaukaskatti, virðisaukaskatti í tolli, vanskilum launagreiðenda á gjöldum í og utan staðgreiðslu, fjármagnstekjuskatti á skilaskylda aðila, áfengisgjaldi, launaskatti, bifreiðagjaldi, úrvinnslugjaldi, olíugjaldi, kílómetragjaldi, viðbótar- og aukaálagningu söluskatts vegna fyrri tímabila, skráningargjaldi vegna lögskráningar sjómanna, vinnueftirlitsgjaldi, vörugjaldi af innlendri framleiðslu, vörugjaldi af ökutækjum, eftirlitsgjöldum, aðflutningsgjöldum, skilagjaldi á umbúðir, fasteignagjöldum, skipulagsgjaldi, skipagjöldum, fisksjúkdómagjaldi, jarðarafgjaldi, sektum skattrannsóknarstjóra, ofgreiddri uppbót á eftirlaun, eftirlitsgjaldi Fjármálaeftirlitsins og álögðum þing- og sveitarsjóðsgjöldum, sem eru: Tekjuskattur og útsvar ásamt verðbótum á ógreiddan tekjuskatt og útsvar, sérstakur tekjuskattur manna, eignarskattur, sérstakur eignarskattur, fjármagnstekjuskattur, slysatryggingagjald vegna heimilisstarfa, tryggingagjald, búnaðargjald, iðnlánasjóðs- og iðnaðarmálagjald, markaðsgjald, gjald í framkvæmdasjóð aldraðra og skattur af verslunar- og skrifstofuhúsnæði, ofgreiddar barnabætur, ofgreiddar vaxtabætur og útvarpsgjald. Fjárnáms verður krafist án frekari fyrirvara að þeim tíma liðnum fyrir vangoldnum eftirstöðvum gjaldanna ásamt dráttarvöxtum og öllum kostnaði, sem af innheimtu skuldarinnar kann að leiða, á kostnað gjaldenda. Athygli skal vakin á því að auk óþæginda hefur fjárnám í för með sér verulegan kostnað fyrir gjaldanda. Fjárnámsgjald í ríkissjóð er allt að 19.100 kr. fyrir hvert fjárnám. Þinglýsingargjald er 2.000 kr. og stimpilgjald 1,5% af heildarskuldinni, auk útlagðs kostnaðar eftir atvikum. Eru gjaldendur hvattir til að gera full skil sem fyrst til að forðast óþægindi og kostnað. Þá mega þeir gjaldendur, sem skulda staðgreiðslu, staðgreiðslu tryggingagjalds, vörugjald, afdreginn fjármagnstekjuskatt, áfengisgjald og virðisaukaskatt, búast við því að starfsemi þeirra verði stöðvuð án frekari fyrirvara, þeir gjaldendur er skulda bifreiðagjöld og þungaskatt mega eiga von á að skráningarnúmer verði tekin af ökutækjum þeirra án frekari fyrirvara og þeir gjaldendur sem skulda gjöld þar sem lögveð fylgir mega búast við að send verði út sérstök greiðsluáskorun fyrir gjaldföllnum kröfum. Greiðsluáskorunin hefur ekki áhrif á þessi innheimtuúrræði þannig að fyrrgreindur 15 daga frestur frá dagsetningu áskorunar þessarar gildir ekki í þessum tilvikum. Reykjavík, 16. september 2011 Tollstjóri Sýslumaðurinn í Kópavogi Sýslumaðurinn í Hafnarfirði Sýslumaðurinn í Keflavík Sýslumaðurinn á Akranesi Sýslumaðurinn í Borgarnesi Sýslumaðurinn í Stykkishólmi Sýslumaðurinn í Búðardal Sýslumaðurinn á Ísafirði Sýslumaðurinn í Bolungarvík Sýslumaðurinn á Patreksfirði Sýslumaðurinn á Hólmavík Sýslumaðurinn á Siglufirði Sýslumaðurinn á Sauðárkróki Sýslumaðurinn á Blönduósi Sýslumaðurinn á Akureyri Sýslumaðurinn á Húsavík Sýslumaðurinn á Seyðisfirði Sýslumaðurinn á Eskifirði Sýslumaðurinn á Höfn Sýslumaðurinn í Vestmannaeyjum Sýslumaðurinn á Selfossi Sýslumaðurinn í Vík Sýslumaðurinn á Hvolsvelli

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.