Birtingur - 01.01.1955, Blaðsíða 6

Birtingur - 01.01.1955, Blaðsíða 6
tekið afstöðu en þurfi ekki að hafa rætið umtal óvandaðra atvinnusnakka. Það veldur mörgum íslendingi sem um skeið hefur dvalizt í heimsborg vonbrigðum er heim kem- ur hversu einangraðiy landar hans eru í menningarmálum og ófróðir um ýmsa þá hluti sem dýpst spor hafa markað í nútímann og kunnir eru hvarvetna með siðuðu fólki. Það er ætlun okkar að hafa samband við gáfaða námsmenn og lista sem sitja við brunn heimsmenntanna og í listamiðsetrum og birta reglulega fregnir úr menningarlífi meg- inlandsins, þangað sem menning okkar hlýtur að sœkja nýjan þrótt. í fjórða lagi viljum við vekja endurmat og nýjan skilning á okkar eigin gömlu menn- ingu sem að áliti okkar er engan veginn sýnd sú rœktarsemi sem vera ber. Má nefna það að þeim blekkingum er mikið dreift að gullöld íslenzkrar menningar hafi risið af þröngri dreifbýlismenningu með fólki sem hafi stytt sér stundir við skepnu- hirðingu með því a& skapa heimsbókmenntir í huganum. þar sem sannaya virðist að ekki hafi íslendingar í aðra tíð verið meiri heimsmenn en í þann tíma og íslenzk menn- ing hafi dregið sér afl úr fjarlœgustu hlutum Evrópu allt til Byzans, en það mál er enn lítt kynnt og viljum við vekja máls á ýmsum atriðum í því sambandi með styrk ungra frœ&imanna sem leggja á ný mið. í stuttu máii vakir fyrst og fremst fyrir okkur að létta af þeim doða og hugsanaleti sem hefur heltekið margan ágætan mann í seinni tíð, og með ofurtrausti á andlegan kraft sem býr með alþýðu þessa lands ýtum við úr vör og treystum að hafa byr á sigl- ingu. Ýmsir sem að riti þessu standa hafa lengi alið þann draum að hleypa af stokkum tímariti til a& gegna svipuðu hlutverki sem þessu er ætlað. En allar þœr tilraunir hafa strandað á því að við erum ekki ráðandi gildum sjóðum sem til þessa fyrirtœkis þarf. Við heitum því á þá sem vilja leggja okkur lið að efla okkur fjárhagslega með því að senda okkur sem flesta áskrifendur. Við höfum ekki fjárráð til að rísa undir töp- um af kostnaðarsömu fyrirtœki en í trausti þess að fá þann stuðning frá almenn- ingi sem þarf og við teljum okkur vísan leggjum við okkur í hættuna og sjáum hverju vindur fram. Einar Bragi, Hörður Ágústsson, Hannes Sigfússon, Thor Vilhjálmsson. Geir Kristjánsson, Jón Óskar, 2
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54

x

Birtingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Birtingur
https://timarit.is/publication/823

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.