Birtingur - 01.01.1955, Blaðsíða 8
En bænin virtist varla koma að notum
sem við er ekki að búast; uns kom þar,
að oft við messu máttur var á þrotum
á morgnana, er hún gildari orðin var,
hjá altarinu einatt aðsvif fékk hún,
ángistarsvita og hroll; þó var ei neinn,
sem hefði grunað, að þar ólétt gekk hún,
að aðra eins rontu gilji nokkur sveinn.
En feginn vildi ég eitt fyrir yður brýna:
hvert einstakt líf, það kallar á samhjálp þína.
Svo þennan dag er leið að miðjum morgni
í maganum finnur ún einna líkast til
sem væri eitthvað kvikt með klóm og horni
að klóra hana. Hún veit þess eingin skil.
Samt lukkast henni að leyna þessum þrautum,
sem læðast beittar gegnum maga og hupp;
hún hugsar um það yfir þvotti blautum
ángistarfull. Um kvöldið fer hún upp.
Hve feginn vildi ég enn fyrir yður brýna:
Hvert einstakt líf, það biður um samhjálp þína.
Að lokum skildi hún klökk, hvar komið mundi,
kölluð til verks úr bosi sínu niður,
ósporlatt skinn, og áþekk dyggum hundi,
altaf á þönum; varla á nóttum friður.
Loks nærri óttu fæddi hún son í friði,
fagur var liann sem allir manna synir,
en móðirin hafði sína vissu siði,
samt, — aungvar glósur, kærir bræður og vinir.
Mætti ég aðeins eitt fyrir yður brýna:
hvert einstakt líf, það heimtar samhjálp þína.