Birtingur - 01.01.1955, Side 25

Birtingur - 01.01.1955, Side 25
neska saðningu en gerir sálirnar himneskar og göfugar. Eða er það ekki það sem stendur til? Ja ef maður vissi ....... Kjarval Nú stendur hátíð inspírasjónarinnar yfir. Kjarvalssýning. Ætlar hann bara alveg að sprengja okkur, maðurinn? Hann er svo dæmalaust snjall að þegar við höfum staðið frammi fyrir sumum myndunum góða stund spilar svo sterkt inn í okkur að við þorum ekki að snúa okkur við og láta sjá framan í okkur gegnum upprúlluð prógröm þeirra sem eru alltaf að athuga hver annan og kíkja á náungann. Og okkur finnst við þyrftum kannski að stæla trúðleika meistarans til að komast klakklaust út með þær sýnir sem okkur hafa vakizt. Núna er þetta mesta náttúruséní íslenzkra myndlistarmanna 69 ára. Það sér hver maður að nær ekki nokkurri átt, lítið bara á myndirnar: Þetta gerir aðeins maður sem er ungur. En það eru nú samt níu ár síðan hann varð sextugur. Þá var verið að tala um að byggja hús þar sem við gætum gengið að myndum meist- arans vísum og vitað af honum sjálfum í vist- legum húsakynnum. Síðan var ekki minnst á þetta í níu ár en nú virðast allir vera af- skaplega hneykslaðir yfir því að húsið skuli ekki hafa verið byggt. En húsið herrar mínir: Hvenær á að byrja ? (Skrifað A sýningunni). Svarað auqlýsingu eítir útvarpssögu Heldur er daufleg dagskráin í útvarpinu og ekki margt til yndis en þó vil ég þakka nokkra ágæta þætti á fyrra vetri og þá fyrst og fremst upplestur Laxness á Sölku Völku og Njálulestra Einars Ólafs Sveinssonar. Þá var lofsvert efni um íslenzkt mál hjá Halldóri Halldórssyni, náttúrlegir hlutir og síðast en ekki sízt myndlistarþættir Björns Th. Björns- sonar og það var notalegt að heyra Andrés Björnsson lesa Don Camillo í sumar. En því minnist ég á útvarpið að ég vil bera fram ósk mína sem ég hef heyrt geysimarga aðra orða þess efnis að útvarpsráð fari á fjörur við Halldór Kiljan Laxness að hann lesi enn í vetur fyrir okkur úr verkum sín- um og mættum við þá kannski biðja um að fá að heyra Sjálfstætt fólk. Er það kannski til of mikils mælzt af útvarpsráði að það gefi okkur kost á því að heyra meira til þess nú- tímahöfundar okkar sem einn hefur skapað heimsbókmenntir og flytur auk þess með svo sérstæðum og hrífandi hætti að nýir skoð- unarmátar vekjast á verkum hans sem við höfum lesið fram og aftur. Mál og menning og Kristinn Andrésson Varla verður of mikil áherzla lögð á nauð- syn þess að styðja öfluglega Kristin Andrés- son í menningarstarfi hans með því að afla Máli og menningu nýrra félagsmanna og í hvaða fyrirtæki á alþýðan í þessu landi að kaupa hlutabréf með samskotum og sam- tökum ef ekki í sínu eigin: bókaútgáfu Máls og menningar. Mál og menning hefur fagnað því láni að hlíta forystu mikilhæfs hugsjónamanns sem lætur enga farartálma hindra sig né buga. Nú veit ég verið er að gera átak sem krefur allan þann stuðning sem félagsmenn mega frekastan veita svo Mál og menning eigi ör- ugglega sitt hús sjálft og sé tryggt aðsetur við umferðaræð. Margur hefði látið við sitja 21

x

Birtingur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Birtingur
https://timarit.is/publication/823

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.