Birtingur - 01.01.1955, Blaðsíða 14

Birtingur - 01.01.1955, Blaðsíða 14
smátilbrigðum, það eru stuðlabergsstöplar á hliðunum. Þá er frumleikinn að minnsta kosti farinn forgörðum. Ef við gerum okkur svo ferð alla leið upp að kirkjumúrnum, sjáum við okkur til enn meiri undrunar að hann er gerður úr járnbentri steinsteypu. Steinsteypa, gotneskur stíll, stuðlaberg, eru þettta ekki sem mér sýnist nokkuð ólík fyrirbæri, kannski ósættanlegar mótsetningar, eða liggur gotneski stíllinn svo nálægt okkur í dag að við getum með góðu móti beðið hann ásjár, eða notuðu þeir steinsteypu í gamla daga, eða á náttúrustæling nokkuð erindi inn í byggingarlist, samanber stuðlaberg- ið? Steinsteypan er það ég bezt veit nýtilkomið byggingarefni, það voru tveir Frakkar, sem fundu hana upp í kringum 1870, en sú uppfinning olli mestu um byltingu þá er varð í byggingarlist rétt eftir aldamótin síðustu og hefur verið kölluð Modernismi eða Funktionalismi. Verður nánar vikið að því síðar. I stuttu máli virðist Gótík vera nafn á öflugri og ósvikinni trú- arvakningu er f ór um vesturlönd, einkum hin rómönsku lönd á seinni hluta miðalda allt fram á 14. og 15. öld. 1 byggingarlist er hún nátengd bygg- ingartæknilegum breytingum eins og öll raunhæf stíltímabil. Þarna var al- mennur áhugi fyrir guðshúsi. Það var ekkert einkamál preláta eða ríkis- manna sem ausa fé í skrauthýsi sér til sáluhjálpar. Fólkið sjálft byggði, bak- arinn, bóndinn — og húsið var hræsnislaust helgað guðinum. Það virðist hafa ríkt þetta dásaml. samræmi milli listiðnaðar og fagurra lista, milli al- þýðu og listamanna, þetta samræmi sem við höfum glatað í dag okkur til óbætanlegs tjóns. Þessi hús voru hlaðin og af þeirri byggingartækni hafa þau fyrst og fremst svip sinn, en ekki hinu sem sumir halda, að húsameistar- inn styðji hönd undir kinn: „horfi dulráðum augum á reislur og kvarða“ og hugsi: Nú skal ég finna upp fínan stíl. Breytingin frá fyrri stíltegund, sem Gotnesk kirkja: Dómkirkjan í Beauvais
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54

x

Birtingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Birtingur
https://timarit.is/publication/823

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.