Birtingur - 01.01.1955, Síða 14

Birtingur - 01.01.1955, Síða 14
smátilbrigðum, það eru stuðlabergsstöplar á hliðunum. Þá er frumleikinn að minnsta kosti farinn forgörðum. Ef við gerum okkur svo ferð alla leið upp að kirkjumúrnum, sjáum við okkur til enn meiri undrunar að hann er gerður úr járnbentri steinsteypu. Steinsteypa, gotneskur stíll, stuðlaberg, eru þettta ekki sem mér sýnist nokkuð ólík fyrirbæri, kannski ósættanlegar mótsetningar, eða liggur gotneski stíllinn svo nálægt okkur í dag að við getum með góðu móti beðið hann ásjár, eða notuðu þeir steinsteypu í gamla daga, eða á náttúrustæling nokkuð erindi inn í byggingarlist, samanber stuðlaberg- ið? Steinsteypan er það ég bezt veit nýtilkomið byggingarefni, það voru tveir Frakkar, sem fundu hana upp í kringum 1870, en sú uppfinning olli mestu um byltingu þá er varð í byggingarlist rétt eftir aldamótin síðustu og hefur verið kölluð Modernismi eða Funktionalismi. Verður nánar vikið að því síðar. I stuttu máli virðist Gótík vera nafn á öflugri og ósvikinni trú- arvakningu er f ór um vesturlönd, einkum hin rómönsku lönd á seinni hluta miðalda allt fram á 14. og 15. öld. 1 byggingarlist er hún nátengd bygg- ingartæknilegum breytingum eins og öll raunhæf stíltímabil. Þarna var al- mennur áhugi fyrir guðshúsi. Það var ekkert einkamál preláta eða ríkis- manna sem ausa fé í skrauthýsi sér til sáluhjálpar. Fólkið sjálft byggði, bak- arinn, bóndinn — og húsið var hræsnislaust helgað guðinum. Það virðist hafa ríkt þetta dásaml. samræmi milli listiðnaðar og fagurra lista, milli al- þýðu og listamanna, þetta samræmi sem við höfum glatað í dag okkur til óbætanlegs tjóns. Þessi hús voru hlaðin og af þeirri byggingartækni hafa þau fyrst og fremst svip sinn, en ekki hinu sem sumir halda, að húsameistar- inn styðji hönd undir kinn: „horfi dulráðum augum á reislur og kvarða“ og hugsi: Nú skal ég finna upp fínan stíl. Breytingin frá fyrri stíltegund, sem Gotnesk kirkja: Dómkirkjan í Beauvais

x

Birtingur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Birtingur
https://timarit.is/publication/823

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.