Birtingur - 01.01.1955, Blaðsíða 39

Birtingur - 01.01.1955, Blaðsíða 39
þcss: þctta cru maríónettur, ekki manneskjur með lioldi og blóði og skýrum skapgcrðarcinkcnnum. Vissulega veröur að taka tillit til þess, að persónurnar eru týpur, en það nægir ekki — týpur verða iíka að vera lífi gæddar og eru það alla jafnan í sögum Kiljans. Víðast hvar skortir Silfur- túnglið svo tilfinnanlcga skáldlega hafningu, Iistræna reist, að maður nuggar augun og spyr vantrúaður: Er þctta verk eftir Halldór Kiljan Laxness? Þó er eitt atriði verulega skáldlegt í sviðsetningu Lárusar Pálssonar: fyrra leiksvið fjórða þáttar. En það er einhvem veginn laust úr sam- hengi við önnur atriði leiksins: Stjarnan Lóa sem er ný- búin að leggja íbúa höfuðstaðarins að fótum sér og lítur heimsfrægðina á næsta leiti cr skyndilega þotin út á land eftir fáeinar sýningar í borginni — ekki til að syngja fyrir fólkið á landsbyggðinni, licldur í einkacrindum liöfundar- ins: til þess að hann geti komið næturmyndinni í þorp- inu að. Þessi tætingsbragur cinkennir leikritið allt: Það hefst sem glettin og verulcikakennd smáborgarakómedía, snýst þvínæst upp í hoppandi farsa, og allt í einu undir lokin er slegið yfir í hásentímentala hjartaknosandi tra- gedíu með barnslíki í drykkjukrá um nótt. Til þess að koma kistunni inn í daðurbælið til móðurinnar í kvf kví er flugvél seinkað og faðirinn rekinn út í nóttina með stokk barnsins síns; sannarlega ódýr lausn. Þessi sveifla er svo snögg og með þvílíkum ólíkindum, að lokaatriðið verður frernur ósmekklegt en átakanlegt. Höfundurinn lét þess gctið í blaðaviðtali skömmu fyrir frumsýningu, að tvennt hefði öðru fremur freistað sín til að semja leikrit: Leikritahungur heimsins — og löngun til að reyna hið nýja tæki, Þjóðleikhúsið. Þegar H.K.L. semur skáldsögur, byrjar hann á því að þaulrannsaka munnlegar og skriflegar heimildir um sögu- efnið, tekur sér ferð á hendur um lönd og álfur, ef með þarf, til að kanna sögusviðið o. s. frv, enda er árangurinn eins og til er stofnað. Þegar hann hugðist reyna hið nýja vandmeðfarna tæki og seðja leikritahungur heimsins, hefði hann þurft að beita áþekkum vinnubrögðum: byrja á byrjuninni, kynna sér til hlítar möguleika og löginál leik- hússins með því að taka þátt í lífrænu leiklistarstarfi. Leik- listin er nefnilega engin ambátt bókmenntanna, heldur þeirra jafningi — sjálfstæð listgrein sem hefnir sín grimmi- lega, sé henni ekki sýnd tilhlýðileg virðing. Hvað sem orðið hefur Þnlíu og hinu mikla skáldi að misklíðarefni, lcynir sér ekki, að hún hefur þótzt eiga harma að hefna og gripið til hálfmyrkvans í bræði sinni. /------------------------------------------------------------- BIRTINGUR Ritnefnd: Einar Bragi (áb.), Smiðjustíg 5 B., Geir Kristjánsson, Þing- holtsstræti 28, Hannes Sigfússon, Garðastræti 16, Hörður Ágústsson, Laugavegi 135, Jón Óskar, Blönduhlíð 4, Thor Vilhjálmsson, Klapparstíg 26. Kemur út fjórum sinnum á ári. Árgangur til áskrifenda kr. 60.00 Lausasöluverð kr. 20.00 heftið. Efni í ritið sendist einhverjum úr ritnefndinni. Afgreiðsla: Veghúsastíg 7 — sími 6837. Prentsmiðja Þjöðviljans h.f. <_____________________________________________________________' 35
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54

x

Birtingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Birtingur
https://timarit.is/publication/823

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.