Birtingur - 01.01.1955, Blaðsíða 9

Birtingur - 01.01.1955, Blaðsíða 9
Nú mun ég skýra nánar frá þeim syni og nefna afdrif hans í stuttu orði til minnis þér og þínum bezta vini, því þið eruð báðir sekir í þessu morði. Hún segist loksins fá að fara í bælið, en fá þá klígju og síðan verki þúnga, berst við um stund að byrgja niðri vælið, botnar ekki í, hvað verði um sig svo únga. Ég vænti griða, herra, af ykkur hinum: því hvað er líf án samhjálpar frá vinum? Með veikum burðum, þannig segir liún síðan, svitnandi af kvölum dróst hún frammá kamar; í náttfrosti, við nöturlega líðan, hún naflastrenginn sleit; man lítið framar. En loks á milli kytru og kamars, segir hún, fór kornbarnið að hljóða, — ekki fyr, og við þau hljóð, þá varð hún skelkuð, segir hún, og veitti drengntim högg, uns lá hann kyr. Með þessu vildi ég aðeins sanna og sýna, að sérhvert líf, það heimtar vorkunn þína. María; fædd í apríl; illa ræmd; sem önduð, grafin, tukthúslimur á Mölum, harnsmóðir einhleyp, auglýst, gripin, dæmd, ykkur var send sem dropi af heimsins kvölum, — gleym henni aldrei, þú liin káta, keika, sem kvið þinn blessar, jóð þitt sveipar í hjúp, og fordæmdu ei hið bogna, brotna, veika, þess böl er mikið, þjáning þess er djúp.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54

x

Birtingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Birtingur
https://timarit.is/publication/823

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.