Birtingur - 01.01.1955, Síða 9

Birtingur - 01.01.1955, Síða 9
Nú mun ég skýra nánar frá þeim syni og nefna afdrif hans í stuttu orði til minnis þér og þínum bezta vini, því þið eruð báðir sekir í þessu morði. Hún segist loksins fá að fara í bælið, en fá þá klígju og síðan verki þúnga, berst við um stund að byrgja niðri vælið, botnar ekki í, hvað verði um sig svo únga. Ég vænti griða, herra, af ykkur hinum: því hvað er líf án samhjálpar frá vinum? Með veikum burðum, þannig segir liún síðan, svitnandi af kvölum dróst hún frammá kamar; í náttfrosti, við nöturlega líðan, hún naflastrenginn sleit; man lítið framar. En loks á milli kytru og kamars, segir hún, fór kornbarnið að hljóða, — ekki fyr, og við þau hljóð, þá varð hún skelkuð, segir hún, og veitti drengntim högg, uns lá hann kyr. Með þessu vildi ég aðeins sanna og sýna, að sérhvert líf, það heimtar vorkunn þína. María; fædd í apríl; illa ræmd; sem önduð, grafin, tukthúslimur á Mölum, harnsmóðir einhleyp, auglýst, gripin, dæmd, ykkur var send sem dropi af heimsins kvölum, — gleym henni aldrei, þú liin káta, keika, sem kvið þinn blessar, jóð þitt sveipar í hjúp, og fordæmdu ei hið bogna, brotna, veika, þess böl er mikið, þjáning þess er djúp.

x

Birtingur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Birtingur
https://timarit.is/publication/823

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.