Birtingur - 01.01.1955, Blaðsíða 21

Birtingur - 01.01.1955, Blaðsíða 21
um datt í hug að hann gæti séð eða skilið neitt, en hann man þetta samt. Einnig dvergurinn hefur orðið honum mik- ið umshugsunarefni, og honum hefur dottið í hug, hvort ekki væri hægt að vingast við hann. Að vísu hefur hann einu sinni sigað á hann hundi, en hann er ekki svo viss um, að dvergurinn muni lengur eftir því. Honum þykir ennþá gaman að horfa á aðra stráka gera at í dvergnum, en hann er fyrir nokkru hættur að taka þátt í því sjálfur. Hann hefur heyrt, að dvergurinn þekki þá, sem tekur á móti fullu körlunum á næturnar, og hann þekkir stráka sem hafa lært af honum orð. Hann veit líka að dvergurinn er fullorðinn, þótt hann sé ekki stærri en þetta, og meira að segja gamall. En það vill svo til að dvergurinn kemur úr öfugri átt við það sem snáðinn býst við. Þegar hann kemur næst frá að gá fyrir húshornið, sér hann hann vera að staulast upp tröppurnar á sínum stuttu og bognu fót- um með strigapoka og tvær gildrur — ílanga kassa — í bandi yfir öxlina. Mamman tekur á móti honum, eldhúsrjóð í skjannahvítri svuntu, og talar við hann um rottur og rottu- dráp eins og fullorðinn mann um leið og hún vísar honum á blómamáluðu kistuna í kjall- aranum. En þegar snáðinn ætlar að koma líka og vera til aðstoðar, sópar hún honum út eins og hverju öðru fisi— og honum finnst sér stórlega misboðið frammi fyrir dvergnum. Upp á síðkastið er hún orðin esp við hann og öðruvísi en áður. Hann hefur líka njósnað um hana og föður sinn bæði nætur og daga undanfarið, án þess þó að verða var við neitt grunsamlegt. En hann á alltaf dálítið erfitt með að hugsa sér mömmuna eins og annað kvenfólk, þótt hann kvelji sig oft með því að gera það. Á meðan hann gengur úti í snjógrjónun- um og dvergurinn er í kjallaranum, er hann að hugsa um, hvort það mundi hafa mikil áhrif á stelpuna með fallega nafninu að sjá hann sjálfan drepa rottur. Það er ekki fyrr en dvergurinn kemur aftur uppúr kjallaranum með blóð á peysunni og eitthvað mjúkt og slyttulegt neðan í pokan- um — að snáðinn fær tækifæri til að tala við hann. En þó lætur hann sem sér sé ekkert áfram um það og þykist meira að segja vera að hugsa um eitthvað allt annað svo mömmuna gruni ekki neitt. Hann er aftur farinn að hugleiða, hvort dvergurinn muni kannski eftir því, að hann sigaði einu sinni á hann hundi. En andlit dvergsins lætur ekkert uppskátt, og þegar hann biður hann að finna sig út í skúr, sýnir hann heldur enga tortryggni. Þeir eru komnir þangað inn og búnir að loka að sér, þegar snáðinn fitjar upp á því umræðuefni sem efst er í huga hans. Hann finnur strax að dvergnum er dillað, því fyrsta svar hans verður ofsaleg hláturroka sem endar í langdregnu væli. Þegar honum hægir, kemur hann með runu af orðum sem snáðinn veit að eru karlmannleg og krassandi og ein- setur sér að leggja á minnið. Tal þeirra snýst um þá sem tekur á móti fullu köllunum á næturnar. Snáðinn finnur strax að dverg- urinn er stoltur af því, að vera bendlaður við þennan kvenmann, en það er ekki alltaf gott að skilja það sem hann segir á milli hlátur- hviðanna, og snáðinn verður oft að geta í eyðurnar. Þegar dvergurinn er einu sinni kominn á stað, heldur hann áfram án þess að hann sé spurður, og lengi gerir snáðinn ekki annað en hvá og hlusta. En allt sem dvergurinn segir er næsta samhengislaust og erfitt að fá botn í það. Þó er eitt í sambandi við hinar tíðu heimsóknir karlanna sem snáð- ann fýsir að vita: Hvort dvergurinn haldi, að það geti kannski verið í henni tuttugu börn? 17
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54

x

Birtingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Birtingur
https://timarit.is/publication/823

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.