Birtingur - 01.01.1955, Blaðsíða 48

Birtingur - 01.01.1955, Blaðsíða 48
HJÁ GÓÐU FÓLKI Greinasafn Jónasar Árnasonar, Fólk hefur þann höfuðkost bókar að vera skemmtilegt aflestrar. Ég fagna því sérstaklega vegna þess, að áhugaleysi þjóðarinnar fyrir verkum ungra samtímahöfunda stafar að mínu áliti ekki hvað sízt af því hve húmorlaus þau eru flest hver. Jónas Árnason kallar safn sitt „þætti og sögur“, en það tel ég rangnefni, — bæði fyrir þá sök að þáttur er hið upprunalega heiti stuttrar sögu (eins og Kiljan hefur nýverið bent réttilega á), eins vegna hins að hér er einfaldlega um að ræða safn af blaðagreinum, erindum, ræðum og ritgerðum, og er það ekki sagt bókinni til lasts. Bókin skiptist í tvo hluta: „Börn“ — „og annað fólk“. í fyrra hlutanum bera „Jólasaga“ og „Stríð“ langt af öllu öðru. — Jólasaga er að meginefni frásaga af því, er systur tvær, þriggja og fjögra ára, fara með leynd suður í kirkjugarð á aðfangadegi jóla í þeim tilgangi að fá afa sinn, sem hvílir þar, til að koma með sér heim og taka þátt í jólafagnað- inum. Sálarlífi systranna er lýst af fágætri nær- færni, og spjall þeirra við afa sinn er hreinasta snilld. Þar er sár harmleikur sýndur í spaugilegu ljósi af þvílíkri list, að maður tárast á öðru auga og brosir með hinu. — „Stríð“ er svipmynd úr lífi sjómanna í siglingum á íslenzku kaupskipi yfir Atlantshafið á heimsstyrjaldarárunum síðari, og kemur fimmtán ára messadrengur þar við sögu. Prýðilega tekst höfundinum að gæða frásögnina þeirri hleðslu og þeim kvíðablandna titringi sem hljóta að liggja í loftinu yfir skipalest á siglingu um ófriðarsvæði, þar sem ógnir og dauði steðja að úr öllum áttum. Jólasaga og Stríð ná á köflum skáldlegri hafningu. í síðari hlutanum er Selsvarartröllið langmerkast. Með þessari frásögn og annarri af sama manni hef- ur Jónas Árnason skráð eina skýrustu og skemmti- legustu mannlýsingu, er hér hefur sézt á prenti í seinni tíð, og gert vin sinn Pétur (Hoffmann) Saló- monsson ódauðlegan — og Pétur Jónas. Haustljóð í Hljómskálagarðinum er lýrisk kvöldmynd úr höf- uðstaðnum, England expects. . meinfyndin lýsing á tilburðum tveggja stríðsþræla brezka heims- veldisins, Júlídagar í Grímsey og Á ferð með Þór- bergi eru bráðskemmtilegar ferðaminningar. í ein- um báti rúmast mannvit mikið og holl hugvekja, þótt árabátur sé. Stíll Jónasar er ærið kiljanskur og ekki laus við tilgerð á stöku stað. En oftast nær er frásögn hans eðlileg, lifandi, blæbrigðaauðug og áreynslulaus. Jónas ritar myndríkt mál og er fundvís á frumleg- ar samlíkingar. Málið er yfirleitt vandað, — þó er of mikið um erlendar slettur, og einstaka málvillu rakst ég á (t. d. „ljósta upp“ á bls. 19 — á að vera „Ijóstra upp“, hvað sem Freysteinn segir). Jónas Árnason setur greinamerki að eigin geðþótta, og sæti illa á mér að fetta fingur út í það, því ég er einn þeirra sem kunna hina lögboðnu greina- merkjasetningu til hlítar, en hafa hafnað henni. Jónas Árnason er höfundur, sem maður mundi taka ofan fyrir — ef maður gengi með hatt, svo að hnuplað sé niðurlagsorðunum úr grein hans um hattinn. Á þessum niðurlægingarárum, þegar fáir þykjast fullsælir nema þeim takist að kræla í nokk- urn hluta júdasarsilfursins sem vellur úr iðrum trójuhestsins í reykjaneshrauni — og jafnvel höfuð- málgögn hernámsandstæðinga mæla þessa þokka- legu iðju upp í mannfólkinu eða eru að minnsta kosti ævinlega reiðubúin að afsaka hana: „hvað eiga vesalings verkamennirnir að gera?“ — þá heldur Jónas Árnason í gagnstæða átt, klæðist stakki og klofstígvélum, tekur að stunda sjó og skrá gagnmerkar lýsingar úr lífi sjómanna. Svip- aða sögu er að segja af flestum í hópi blásnauð- ustu öreiga íslands, ungra skálda og listamanna: ég veit ekki til, að einn einasti ungur rithöfundur eða listamaður hafi látið sér það sama að skríða undir pilsfald hinnar bandarísku dollaraambáttar á Keflavíkurflugvelli. Hins vegar hefur mátt finna þá úti í íslenzkum fiskiskipum, að heyvinnu eða ræktunarstörfum uppi í sveit, á síldarplönum, í véismiðjum, verksmiðjum eða byggingarvinnu við hlið íslenzkra erfiðismanna, þegar þá skorti lífeyri til að geta gefið sig að listum. Þess vegna er það harla hlálegt, þegar litlir kulvísir kallar, sem hafa ekki í áratugi drepið hendi í kaldara vatn en það sem sprettur upp utan við eldhúsdyrnar þeirra í Hveragerði, þykjast þess umkomnir og kallaðir til að gerast málsvarar alþýðu gegn þessu voðalega fína fólki frá Stokkhólmi og París, ungu listamönnunum. Gæti þjóðin sér að skaðlausu gefið fordæmi hinna ungu listamanna meiri gaum en gert hefur verið og af þeim lært að bjarga sálu sinni á viðsjárverðustu tímum íslenzkrar sögu. Því af svona manndómi og móral hlýtur alltaf eitt- hvað gott að spretta, enda sannast það hér: Fóik Jónasar Árnasonar er góð bók og gagnleg —- og merkust vegna þeirra miklu fyrirheita sem hún gefur. Einar Bragi
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54

x

Birtingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Birtingur
https://timarit.is/publication/823

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.